Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 16
„Noregur kaus frelsið” - sögðu danskir vinstri menn með hamingjuóskunum Miftvikudagur 27. septembcr 1972 J SB-Ueykjavík-NTB. Þvcrt ofan i vilja hinna sterku afla i Noregi, meirihluta þingsins og langflestra dagblaðanna, hafnaði norska þjóðin aðild að KBE. Stjórn Brattelis mun væntan- lega scgja af sér í byrjun næsta mánaðar, þegar þing kemur sam- an, en hún setti það að skilyrði fyrir áframhaldandi stjórn sinni, að KBK-aðildin yrði samþykkt með 55% eða meira. Bratteli lét svo ummælt i fyrri- nótt, er úrslit voru kunn, að ástand það, sem nú hefði skapazt i norskum stjórnmálum, ætti sér enga hliðstæðu og sannarlega yrði ekki létt verk að greiða úr flækjunni. Hann bætti þvi við, að vandinn á stjórnmálasviðinu væri þó hvergi nærri jafnmikill og sá, sem Norðmenn hefðu skapað sér með þvi að kjósa að standa utan þeirrar þróunar, sem nú ætti sér staö i Evrópu. Úrslit kosninganna voru tvisýn langt fram eftir mánudagskvöld- inu. Fyrstu tölur, sem bárust voru frá fámennum sveitarfélög- um úti um landið og voru nei- Góðar sölur í Danmörku atkvæði þar i yfirgnæfandi meiri- hluta. Sá meirihluti hélzt nokkuð fram eftir, en þá dró mjög saraan og loks urðu já-atkvæðin ofan á. Um kl. 23 snerust hlutföllin aftur, neiið komst i meirihluta og þannig varð það. Lokatölur voru birtar um kl. 1.30 og höfðu þá 53,6% sagt nei, en 46,4% já. A blaðamannafundi á þriöju- dagsnóttina sagði formaður þjóðarhreyfingarinnar gegn aðildinni, að hreyfingin yrði ekki lögð niður. Hún myndi aðeins leggjast i dvala og vera reiöubúin til starfa á ný, ef reynt yrði á ný að koma Noregi inn i EBE. Talsmaður brezku stjórnarinn- ar lýsti i gær yfir vonbrigðum sin- um með úrslit kosninganna i Noregi, en EBE-andstæðingar i brezka verkamannaflokknum, fögnuðu úrslitunum hins vegar mjög. Formaður flokksins, Wed- gwood Benn, sagði, að þessi úrslit ættu að verða ný hvatning þeim öflum innan flokksins, sem vilja að einnig verði haldin þjóðar atkvæðagreiðsla i Bretlandi. EBE-andstæöingar i ihaldsflokki Heaths forsætisráðherra, fögnuðu einnig og Enoch Powell, þing- maður neðri deildar, sagði það að Bretar mættu öfunda Norðmenn af úrslitunum. Danskir vinstri menn gegn EBE-aðild óskuöu bróðurflokki sinum, miðflokknum i Noregi til hamingju með sigurinn og sagði i yfirlýsingu frá þeim, að EBE- andstæðingar i danska vinstri flokknum gleddust yfir, að Noregur skyldi hafa kosið frelsið. — Nú er kominn timi til að fara að ræða samstarf Norðurlanda á ný, sagði Kalevi Sorsa, forsætis ráðherra Finnlands i gær. Hann sagði að finnska stjórnin myndi ræða EBE strax og úrslitin i Dan- mörku yrðu kunn. Sorsa kvaðst þeirrar skoðunar, að mótmælin frá dreifbýlinu, sem komu fram i Noregi, myndu einnig hafa mikla þýðingu á öðrum Norðurlöndum. Formaður markaðsmála- nefndar færeyska lögþingsins, Hilmar Kass úr sjálfstjórnar- flokknum, sagði að eftir úrslitin i Noregi, hefðu Færeyingar betri möguleika á að standa utan EBE. Noregur segir nei, var fyrir- sögn i málgagni sovézku stjórn- arinnar, Izvestija i gær. 1 frétt blaðsins segir, að satt að segja hafi fáir þorað að trúa fyrirfram, að úrslitin yrðu á þennan veg, þrátt fyrir umfangsmikla hreyf- ingu gegn EBE. Izvestija minnir á, að úrslitin i Noregi séu aðeins ráðgefandi fyrir stjórnina, en bætir við, að i Oslo sé ekki talið, að margir þingmenn muni setja sig upp á móti hinum eindregna þjóðarvilja. — Við erum meira en undrandi sagði talsmaður Efta i gær um úrslitin. Hann sagði að Efta hefði alls ekki tekið þann möguleika með i reikninginn, að' nokkurt Efta-land,sem sótthefði um aðild að EBE, yrði ekki meðlimur. DÓ-Reykjavik Sölur islenzku sildveiðiskip- anna liggja að mestu niðri i Dan- mörku um þessar mundir, en skipin eru nú flest heima, annað hvort i slipp, eða til að hvila áhafnirnar. I siðustu viku seldu 13 islenzk sildveiðiskip afla sinn i Danmörku, samtals 868 lestir fyr- ir 15.3 milljónir isl. kr. Meðal- verðiö var að þessú sinni kr. 17.61, sem er með þvi bezta, sem fengizt hefur i sumar. Loftur Baldvinsson EA seldi tvisvar i siðustu viku, alls 171.5 lestir fyrir alls 3.230.538 kr. Loft- ur fékk jafnframt hæsta meðal- verð, en það var i seinni söluferð- inni, þá seldi hann 96.1 lest fyrir 1.926.649 kr., og meðalverðið var 20.05 kr. Fyrir utan Loft Baldvinsson seldu eftirtaldir bátar fyrir meira en 1 milljón: Grimseyingur GK fyrir 1.153, Jón Kjartansson SU fyrir 1.036, Fifill GK fyrir 1.437, Dagfari 1>H fyrir 1.283 og Uórður Jónasson EA fyrir 1.261. Það hefur aðeins einu sinni komið fyrir i sumar, að islenzkur sildveiðibátur hafi selt fyrir meira en 3 millj. kr. i sömu vik- unni, en i júlimánuði s.l. seldi Gisli Arni RE fyrir tæpar 4 milljónir isl, sem er algjört eins- dæmi. — Hásetahluturinn á Lofti Baldvinssyni hefur þvi verið kringum 30 þús. kr. s.í. viku. „ISLENZKA LANDHELGIN VAR BARATTUTAKN” - sagði Arne Haugestad, formaður þjóðarfylkingarinnar gegn EBE ÞÓ-Reykjavik. „Þetta voru ánægjuleg úrslit, og þau eru einnig mjög þýðingar- mikil fyrir tsland og íslendinga i landhelgismálinu," sagði Arne Haugestad formaður þjóðarfylk- ingarinnar á móti EBE i samtali við Timann i gærkvöldi. Við spurðum Haugestad fyrst að þvi, hvaða áhrif hann teldi, að þjóðaratkvæðagreiðslan i Noregi hefði á framvindu mála á Norð- urlöndunum. Haugestad sagði: „Þessi úrslit i Noregi hafa mjög mikið að segja fyrir öll Norð- urlönd. Úrslitin urðu til þess, að nú verða Norðurlönd að taka upp nánari samvinnu, en þar sem Danmörk telst með, þá verðum við að biða eftir þjóðaratkvæða- greiðslunni i Danmörku. Enn vit- um við ekki, hvernig þjóðar- atkvæðagreiðslan fer i Dan- mörku. En við vitum samt, að danski forsætisráðherran lét loka gjaldeyrismarkaðnum i Dan- mörku, þegarhann heyrði úrslit- in i Noregi. Með þvi ætlar hann að reyna að þvinga dönsku þjóðina til að setja krossinn fyrir framan „jáið” i þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 2. október." Haugestad sagði ennfremur: „Ef Danmörk verður aöildarriki EBE, sem ég vona að verði ekki, þá verður Danmörk eina norræna rikið, sem gengur i EBE, en hinar aðalstoðir Norðurlanda, Sviþjóð, Finnland, Noregur og Island standá fyrir utan. Þá opnast nýir möguleikar á norrænni sam- vinnu, og sameiginlegri lausn á viðskiptapólitik Norðurland .- anna við EBE.” „Ég verð að segja,” sagði Haugestad, „að mjög margir andstæðingar EBE i Noregi, ekki sizt innan hinna skipulögðu stjórnmálahreyfinga unga fólks- ins, hafa haft baráttu Islands til bjargar höfuðatvinnuvegi sinum með útfærslu landhelginnar sem eins konar tákn. Þjóðarhreyfing- in á móti EBE er ekki pólitisk fylking,” sagði Haugestad, „Hitt er svo aftur á móti vist,að Noreg- ur hefði ekki getað fært út fisk- veiðilögsöguna, ef landið hefði orðið EBE-meðlimur. Þess vegna geng ég út frá þvi, að „norska neiið” verði þess valdandi, að farið verði að ræða um útfærslu norsku fiskveiðilögsögunnar, þar sem nú þarf ekki að taka tillit til EBE-landanna. Þetta verður til þess, að fólk það, sem býr við norsku ströndina og tslendingar munu tengjast miklu nánari böndum og á næstunni mun Island fá enn meiri stuðning i landhelgismálinu frá Noregi en hingað til. — Er ekki mikil gleði rikjandi I ykkar herbúðum? spuröum við Haugestad. Hann svaraði þvi til, að gleði hefði veriðrikjandi i 24 tima. „En það mun trúlega reynast erfitt að stofna rikisstjórn i Noregi á næst- unni.” Haugestad sagði, að þrátt fyrir þennan mikla sigur i þjóðar- atkvæðagreiðslunni, hefðu þeir átt mjög annrikt i gær. Starfs- menn Þjóðarfylkingarinnar hefðu haft samband við flest lönd i Evrópu, og miðlað upplýsingum þangað. Astæöan til þess, er m.a. sú, að Norðmenn vilja ekki láta Evrópubúa halda, að þeir séu að einangra sig með þvi að hafna þátttöku i EBE. Haugestad sagði, að hann byggist við, að miklar viðsjár væru framundan i norskum stjórnmálum, ef rikisstjórn Brattelis segði af sér. Hitt væri svo annað mál, að það hefði verið stórþingið en ekki rikisstjórnin, sem fór fram á það, að þjóðar- atkvæðagreiðsla yrði haldin i Noregi, i sambandi við aðildar- umsóknina að EBE. Stórþingið ætlaðist til þess, að norska þjóðin segði já, en svarið var nei. — En það er ekki hlutverk Þjóðarhreyfingarinnar, að mynda nýja rikisstjórn, en auð- vitað vonumst við til að stjórnar- kreppan leysist sem fyrst. Þetta er vandamál sem stjórnmála- mennirnir sköpuðu sér sjálfir — ekki norska þjóðin. Að lokum sagði Haugestad „Ég er þess fullviss, að á næsta 10 ára timabili muni Norðurlönd starfa saman af miklum krafti og þessi ár verða uppgangstimar”, ÞÓ Sauðnaut í Flatey á næsta ári? Öklasíður kjóll úr sauðnautaull vegur aðeins hundrað grömm Blaðburðarfólk óskast Hjarðarhaga, Mela, Bergsstaðastræti, Grettisgata, Baróns- stigur, Suðurlandsbraut, Laugavegur. Tíminn, sími 12323 SB-Reykjavik Sumarið 1929 gerði „Eirikur rauði”, félag áhugamanna um sauðnautaræktun á islandi. út lciðangur til Grænlands til að sækja sauðnaut. Lciðangursmenn voru 11 og fóru þeir á vélbátnum Gottu, sem var 35 lestir. Lentu leiðangursmenn i ýmsum hrakn- ingum, m.a. hafis. Auk þess áttu þeir i erfiðleikum með sauðnaut- in, sem voru ekki á þvi að láta handsama sig. Lyktaði viðureign- inni þannig, að tugir fullorðinna dýra lágu i valnum, en leiðangursmenn höfðu fimm kálfa i sinni vörzlu. Var siðan siglt mcð þá til Reykjavikur og þcim komið fyrir á Austurvelli til að byrja með, cn siðan voru þeir lluttir að Gunnarsholti. Þessi tilraun Islendinga til að rækta sauðnaut, tókst ekki, þvi kálfarnir fimm urðu aðeins skammlifir hérlendis, hvort sem þvi hafa valdið pestir eða eitthvað annað. Þó voru menn á þeirri skoðun. að lifskilyrði hér á landi væru ákjósanleg sauðnautuni. Raunar er svo talið enn i dag, og nú hafa áhugamenn aftur risið upp og farið að hugsa um sauð- nautarækt. En nú er málið ekki eins auðvelt. Fá þarf leyfi land- búnaðarráðuneytisins til inn- flutnings á þeim og einnig þurfa dönsk yfirvöld að veita sitt leyfi. Þá dugir heldur ekki að skjóta heilar hjarðir til að ná nokkrum dýrum, þvi sauðnaut eru alls staðar alfriðuð. Einn þeirra manna, sem nú hafa áhuga á innflutningi sauð- nauta, er Hjörtur Þórarinsson, á Tjörn i Svarfaðardal. 1 viðtali við Timann sagði hann, að alls ekki mætti tala um þetta eins og allt væri klappað og klárt. Málið væri aðeins á athugunarstigi. Það væri ófrávikjanlegt skil yrði, að sauðnautin verði höfð i eyju, verði þau flutt inn, og þess vegna fóru áhugamennirnir ný- lega út i Flatey á Skjálfanda til að kanna aðstæður þar. Sagði Hjört- ur, að þeir teldu eyjuna ákjósan- legasta stað fyrir sauðnaut, hún væri algróin, um 4 ferkilómetrar að stærö. En þarna væri hins vegar ekk- ert skjól. en vandalaust væri að búa það til, ef til kæmi. Ef öll nauðsynleg leyfi fást og allt gengur vel, getur svo farið, að ein 20sauðnaut verði á beit i Flat- ey strax á næsta ári. Nú eru engin vandkvæði á að ná dýrunum, án þess að stráfella hjarðir, þvi nú- tima veiðimenn nota deyfilyf á svona dýraveiðum. Sauðnautaræktun er viðast stunduð af náttúrufræðilegum áhuga, en auk þess er ull sauð- nautanna mjög verðmæt, enn dýrari en æðardúnn. Hún mun einkum notuð i heimilisiðnaði, þar sem unnin eru úr henni ein staklega létt og mjúk föt handa þeim, sem hafa efni á að kaupa handunnar flikur úr sjaldgæfu efni. Sem dæmi má nefna, að öklasiður kvenkjóll úr sauðnauta- ull mun aðeins vega 100 grömm. WIIMNER Rauökál Marmelaði Ávaxtasafar Winner vörui; góöar vörur Hittumst í kaupiétaginu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.