Tíminn - 28.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.09.1972, Blaðsíða 1
I F GNIS RYSTIKISTUR ] úMS&y RAFTORG SlMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 ZJ/wn ftnrtAAÁCasi. A/ raftækjadeild Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 ,í nafni skólans ertu sklrður, busi minn” — engin miskunn hjá Magnúsi. - Sjá myndir og frásögn á 16. sfðu. Ljósm. TIMINN — Róbert. Busar skírðir „Tíu umslög, þakka þér fyrir,, Það kemst alltaf kvik á ein- hverja, þegar gefin eru út ný frimerki, og mest gætir þess samt, þegar frimerkin eru tengd óvenjulegum atburðum, er menn ætla, að viða verði eftir tekið og lengi höfð i minn- um. Tvisvar hafa i sumar verið gefin út frimcrki af þessu tagi — taflfrimerkið og landhelgis- frimerkið, sem út kom i gær. Veður var gott i Reykjavík, aldrei þessu vant nú i haust, og var verzlað með fyrsta- dagsumslög á götuhornum i miöbænum. A myndinni hér til hliðar sést Óli blaðasali hjálpa vegfarendum um fáein umslög. Alþjóðahafrannsóknarráðið: Síldin í Norður- ■ w sjo er í hættu - minnka verður veiði um 25 til 50% Samtökin og Alþýðuflokkur- inn undirbúa sameiningu t gær barst Timanum frétta- tilkynning frá viðræðunefnd þeirri, sem Alþýðuflokkurinn og Samtök frjáislyndra og vinstri- manna hafa skipað til þess að ræða og kanna, hvort tiltækilegt sé að steypa þessum flokkum saman í eitt. Ber fréttatilkynning með sér, að nú er að komast skriður á þetta mál, og er þvi beint til flokksþinga beggja aðila, að þau lýsi yfir fylgi sinu við slik- an samruna og marki þá stefnu, aö sameining hafi framgang fyrir næstu þingkosningar. Fréttatilkynning er undirrituð af tiu mönnum, sem sæti eiga i viðræðunefndinni — Gylfa Þ. Gislasyni, Benedikt Gröndal, Björgvin Guðmundssy ni, Kjartani Jóhannssyni og örlygi Geirssyni frá Alþýðuflokknum og Hannibal Valdimarssyni, Alfreð Gislasyni, Bjarna Guðnasyni, Birni Jónssyni og Halldóri S. Magnússyni. Flokksþing þau, sem viðræðunefndin skirskotar til, verða bæði haldin innan skamms — flokks Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna hefst á morgun, en flokksþing Al- þýðuflokksins 20. október. Fréttatilkynning er i heild á þessa leið: „Viðræðunefndir, sem stjórnir Alþýðuflokks og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna hafa kos- ið, eru sammála um að beina þvi til flokksþinga þessara flokka, að þau samþykki ályktun um að sameina beri alla lýðræðis- sinnaða jafnaðarmenn á Islandi i einum stjórnmálaflokki og lýsi yfir vilja sinum til þess að gerast aðilar að þeirri sameiningu. Sam- einingin skal koma til fram- kvæmda fyrir næstu almennar kosningar i landinu. Sameiningunni skal haga þann- ig, að sem bezt verði tryggð aðild allra þeirra stjórnmálasamtaka og einstaklinga, sem aðhyllast stefnu jafnaðar, samvinnu og lýð- ræðis að hinum nýja flokki jafn- aðarmanna. Þing Alþýðuflokksins og SFV samþykki að kjósa fulltrúa i sér- staka nefnd, er annist lokaundir- búning sameiningarmálsins. Þegar undirbúningsnefndin telur timabært, skal kalla saman Frh. á bls. 6 NTB-Kaupmannahöfn. Síldveiðar I Norðursjó verða að minnka um 25% -50% árið 1973 frá þvi sem verið hefur, ef nokkur von á að vera til þess að hægt verði að vinna upp þá minnkun, sem orðið hefur á síldarstofninum siðustu árin. Þetta segir I yfir- lýsingu alþjóða hafrannsóknar- ráðsins, sem gefin var út eftir fund ráðsins i Kaupmannahöfn i gær. Þegar Norðaustur-Atlanzhafs- fiskveiðinefndin kemur saman i mai á næsta ári, verða sennilega samþykktar aflatakmarkanir. Þegar hefur verið bannað að veiöa sild i Norðursjó hluta ársins, en hafrannsóknarráðið telur, að nauðsynlegt sé að tak- marka veiðarnar enn meira, ef takast á að bjarga stofninum. I gær var lögð fyrir fund ráðsins itarleg skýrsla um málið, gerö af visindamönnum frá öllum þeim löndum, sem sildveiðar stunda i Norðursjó. Þar kemur fram, að árið 1965 komu i land 1,5 milljónir lesta af sild úr Norðursjó, en i fyrra var magniö aðeins 650 þús. lestir. Þessi munur er ekki talinn stafa af veiöitakmörkunum, heldur minnkun stofnsins. Greinilegt er að of hart er gengið aö sildarstofninum Aður var það stór sild.sem veiddist, en nú orðið er þaö bara ung og smá sild, sem kemur á land. Auk þess hefur veiðisvæðið færst til, af - óþekktum orsökum. A6 lokum segir i yfirlýsingunni, að ef haldið verði áfram að veiða Norðursjávarsildina eins og verið hefur, komi að þvi að varla fáist nokkur æt sild, þótt ekki sé hægt að tala um að Norðursjórinn verði gjörsamlega tæmdur. Hass í Brúarfossi KIp-Reykjavik. I gær fundu tollverðir I Reykja- vik um hálft kfló af hassi um borö I Brúarfossi, sem nýkominn var frá Bandarikjunum. Fannst varningurinn i herbergi þvi,þar sem stýrisvél skipsins er, en þar hafði verið brotizt inn um nóttina. Þegar Brúarfoss kom til lands- ins féll grunur á einn skipverja, sem hafði hagað sér allundarlega á leiðinni heim. Var gerð leit i vistarverumhans, svo og á öðrum stöðum i skipinu, þar sem hann hafði aðgang. Ekkert fannst við þessa leit, en þegar skipverjar komu um borð i gærmorgun, kom i ljós, að brotizt hafði veriö inn i stýrisvél skipsins, og við leit þar fannst svo böggull, sem hafði inni að halda nær hálft kiló af hassi. Er talið, að skipverjinn, sem er ungur maður, hafi falið það þar, en einhver hafi truflað hann, er hann var að reyna að ná þvi um nóttina og hann orðið hræddur og skilið það eftir. Dalvíkurvegurinn og Akureyrarhraðbrautin: Dagsektir verktaka 2 millj. SB-Reykjavik. Norðurverk hf. á Akureyri hef- ur nú i tæpa tvo mánuði orðið að greiða tugi þúsunda i dagsektir vegna tveggja verka, sem fyrir- tækið tók að sér og gat ekki skilaö á tilsettum tima. Þarna er um að ræða hraðbrautarspottann marg- umrædda við Akureyri og nýjan vegarkafla við Fagraskóg. Hvoru tveggja átti að vera lokið um mánaðamót júli-ágúst, en enn er unnið. Dagsektirnar eru 2 0/00 af samningsupphæðinni, og nema þær 13.000 krónum vagna hrað- brautarinnar, en tölur um hitt verkið voru ekki handbærar á vegamálaskrifstofunni i gær. Gerð hraðbrautarinnar, sem ligg- ur frá Höepfnersbryggju inn að flugvallarvegi, um 2 km. hófst i fyrrahaust, með þvi að mikið og lengi var rutt til jarðvegi og mok- að upp úr sjónum. Ekki fór hins vegar að móta fyrir sjálfum veg- inum fyrr en i febrúar sl. Þegar svo hraðbrautin vær næstum full- gerð, tók hún að siga, jafnvel svo að sjór flaut yfir hana i stór- streymi. En ráð hafði verið fyrir þessu gert og úr þvi bætt. Þess má geta, að i sambandi viðhraðbrautþessa hafa Akureyr ingar eignazt sinn „Arnagarð”. Er það 300 metra langur grjót- garður, sem byggður var þvert á hraðbrautina og i sjó fram og skyldi sá gegna hlutverki brim- brjóts. Nafnið hefur garðurinn frá forstjóra Norðurverks, Arna Arnasyni. Nú er allt útlit fyrir, að hraðbrautargerðinni ljúki um mánaðamótin næstu, tveimur mánuðum á eftir áætlun. Slitlag verður siðan sett á brautina á næsta ári. Um vegarkaflann við Fagra- skóg er það að segja, að hæpið er að framkvæmdum við hann ljúki fyrr en i næsta mánuði. Vegur þessi liggur frá Hjalteyrar- afleggjaranum út fyrir Rauðu- vik. Innan við Fagraskóg liggur hann neðan gamla vegarins, en fer siðan upp fyrir hann i brekk- unum út að Rauðuvik. Þarna hefur orðið mikið rask og kvarta bændur sáran yfir þvi, að þeir komist tæplega leiöar sinnar, þvi að gamli vegurinn sé orðinn mjög illa farinn eftir þungavinnuvélar NORÐURVERKS/ Hafa kvart anir borizt vegamálaskrif- stofunni, sem siðan hefur rætt við Norðurverksmenn um úrbætur. Úr þessu rætist þó vonandi bráðlega, og enn betur seinna meir, þvi i ráði er að endurbyggja veginn allt inn að Hörgá, áður en mjög langt um liður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.