Tíminn - 28.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.09.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 28. september 1972. Fimmtudagur 28. september 1972. TÍMINN 9 Aö sýna fyllstu tillitssemi" rætt við tvo menn í Fræðslumiðstöð Ökukennarafélags Islands Ekki alls fyrir löngu voru tveir menn sendir utan á vegum öku- kennarafélags Islands til þess aö kynna sér ýmsa þætti umferðar- mála hjá nágrannaþjóðum okkar. Þeir heita Ólafur K. Guðmunds- son og Jón V. Sævaldsson. Við erum stödd i Fræðslumið- stöð ökukennarafélagsins i Suðurveri i Keykjavik, og þar ætla þessir tveir ágætu menn að fræða okkur um ýmislegt, sem að gagni má koma hverjum þeim, sem fara þarf ferða sinna, hvort sem er akandi eða gangandi Mig langar þá fyrst að spyrja ykkur: Hvaða lönd voru þetta, sem þið sóttuð heim? Við fórum til Danmerkur, Þýzkalands og Sviþjóðar. Og til- gangurinn var sá að al'la okkur meiri þekkingar i sambandi við ökukennslu, og enn fremur að kynna okkur, hvernig ökuskólar eru reknir i þessum löndum. Þið haíið þá heimsótt marga slika skóla á ferð ykkar? Við komum i sex ökuskóla samlals og kynntum okkur slarf- semi þeirra. Virlist ykkur þeir vera með liku sniði og hér hjá okkur? Já. Formið á þessu er likt þar og hér. Það, sem helzl mælli telja frábrugðið er það, að þeir eru með lengri lima og öllu meiri fra*ðslu undir hið svokallaða fra'ðilega próf, heldur en við. En þess ber að gæta, að þessi starl'- semi er ung að árum hér hjá okk- ur. llvað er l'ræðslustarfsemi ykkar búin að standa lengi? Sjálf Fræðslustofnunin er að- eins l'imm ára.llun varð til, þegar við tókum ha*gri handar umferð. Aflur á móli er sjállur öku- kennaraskólinn miklu eldri. Hann var stolnaður seint á árinu 194«. En þótt ökukennarafélagið sé svona miklu eldra og þótt lræðslu stolnunin va*ri lyrst og fremst af- leiöing af hreytingunni á um- ferðarreglum okkar frá vinstri ylir til ha*gri, þá á þó Fræðslu- stolnunin rætur sinar i ökukennarafélaginu og það voru menn úr þvi lélagi. sem voru helztu hvatamenn að stofnun Fra'ðslustofnunarinnar. Má þar til nefna menn eins og (iuðjón Hansson. lyrrverandi formann félagsins. Kjartan Jónsson, Ilalldór Auðunsson og fleiri góða menn. Ilvað eru margir starfandi ökukennarar á landinu núna? Þcir eru einhvers staðar á milli eitt hundrað og áttatiu og niutiu. Þó er þetta ekki alveg áreiðanleg tala. þvi þeir eru svo margir. sem hafa réttindi til kennslu. en stunda hana ekki nema litið. (iripa kannski i þetta. svona endrum og eins. Vitið þið. hve margir þeir eru. á öllu landinu. sem kennslu- réttindi hala? Þeir eru á rhilli sjö og átta hundruð. Liklega nær hálfu átt- unda hundraði. En þessir 180, sem þið nefnduð áðan. Eru það eingöngu menn. sem hafa ökukennslu að aðalatvinnu? Það er nú ákaflega óalgengt, að menn geri alveg ekkert annað en að kenna akstur. Helzt er það hér i Reykjavik. að þeir menn fyrirfinnist, sem stunda öku- kennslu sem aðalstarf, en hitt er mikiu algengara, að menn hafi hana sem aukagetu við hlið ann- arra starfa. — Hvað þurfa menn að hafa ekið marga tima núna. til þess að ná bilprófi? — Þessu er nú erfitt að svara. Sú var tiðin. að menn urðu að hafa ekið undir -handleiðslu kennara ákveðinn klukkustunda- fjölda til þess að þeir fengju að ganga undir próf. Svo var þetta afnumið og nú er þarna ekkert lágmark til.Kennari má fara með Ólafur K. Guðmundsson, lögregluvarðstjóri i Hafnarfirði og Jón V. Sævaldsson. Það voru þeir, sem sátu fyrir svörum, þegar Timinn heimsótti Fræðslumiðstöð Ökukennarafélagsins á dögunum, enda höfðu þeir þá nýlcga kynnt sér slika starfsemi erlendis. nemanda sinn og láta hann ganga undir próf, hvenær sem hann telur hann færan um það. Hvort fyrirkomulagið finnst ykkur betra, þetta, eða það sem áður var? Þetta er tvimælalaust miklu verra. eins og það er núna. Það er enginn maður hælur til þess að aka bil eftir eins, tveggja eða þriggja klukkustunda þjálfun.Og þótt menn hafi rn'kla æfingu i akstri alls konar annarra öku- tækja en bifreiða - sem vissulega getur verið talsverð bót i máli — þá vantar alla þjálfun i umferðar- reglum. Slikt er þó ekki siður nauðsynlegt, en að kunna að stjórna sjálfu ökutækinu. Flestir kannast við bilamergðina hér á höluðborgarsvæðinu, og jafnvel þótt menn séu ekki búsettir hér, þá er umlerð orðin svo gifurleg á vegum landsins, að það veitir sannarlega ekki af, að menn kunni góð skil á þeim vandamál- um sem þar geta komið upp. En svo við vikjum nánar að félagsskap ykkar: Eruð þið ekki i sambandi við stéttarbræður ykkar i nágrannalöndunum? Jú. Við gengum i samband ökukennara á Norðurlöndum. þegar Sviar tóku upp hægri handar umlerð. Þessi samtök eru skammstöluð N.T.U. Svo. þegar við sjálfir breyttum umferðar- reglunum. lannst okkur tilhlýði- legt að stol na Fra'ðslumiðstöðina. svo það má i rauninni segja, að fyrstu drögin að henni hafi verið lögð. þegar við gengum i N.T.U. llvað stunda margir nám hér i Fræðslumiðstöðinni? Fjöldi nemenda er talsvert hreytilegur. En i fyrra komu hér um átján hundruð manns. Og á hverju námskeiði eru á milli þrjátiu og fjörutiu nemendur. Iivað er hvert námskeið langur timi? Það reiknast sex kennslu- stundir. en það tekur aðeins tvö kvöld þvi kenndar eru þrjár stundir hvorn dag. — Er þetta þá einkum ætlað þeim.sem þegar hafa lokið prófi? — Það er öllum frjálst að koma hingað. En fræðslan er einkum ætluð fólki. sem er að taka próf. Við reyndum að koma hér á fræðslu fyrir allan almenning um það leyti. sem umferðarbreyt- ingin átti sér stað. en það fékk ekki nógu góðar undirtektir. Aftur á móti eru þessi fræðslu- námskeið mikið notuð af fólki, sem er að endurnýja ökuskirteini sin. Einkum á það við um fólk. sem tekið hefur próf fyrir löngu, siðan ekið litið og jafnvel látið ökuskirteinin ganga úr gildi og þarf að ganga undir próf aftur. Þetta fólk kemur mikið hingað. — Virðist ykkur ekki fólk hafa mikið gagn af þessum námskeið- um? — Jú tvimælalaust. Starfsemin hér hefur farið sivaxandi og að- sóknin sömuleiðis. Það stafar ein- faldlega af þvi, að fólk telur sig hafa grætt á verunni hér. Hitt er svo annað mál. að það mætti kannski endurnýja suma þætti starfseminnar. Það er lengi hægt betur að gera, ef maður er vak- andi lyrir endurbótum. — Eru hliðstæð námskeið rekin i nágrannalöndum okkar? — Já. Og þar sem við erum einna kunnugastir, eins og til dæmis i Sviþjóð, er yfirleitt gengið út frá tólf til fjórtán kennslustundum i bóklegum greinum. þar með talinni umferðarlöggjöfinni. En þarna erum við með sex klukkustundir, svo segja má, að við séum um það bil að vera hálfdra'ttingar á móts við frændur okkar að þessu leyti. — Og þeir stunda sin námskeið af kostgæfni þar? — Já . það má segja, að það sé þar alger skylda. Þó er hún ekki undantekningarlaus, einkum að þvi er varðar landsbyggðina. Þar er viða nokkrum erfiðleikum bundið að koma þeim við, en i þéttbýli og borgum má heita að námskeiðin séu undantekningar- laust notuð af þeim. sem ætla sér að ganga undir próf. En úti i dreifbýlinu. þar sem námskeiðin eru ekki fyrir hendi, er mjög al- gengt. að menn nái ekki prófi, og eruþaðþá einkum umferðarregl- urnar, sem verða þeim að falli. — Á hvaða aldri er það fólk, sem einkum sækir nám hér hjá vkkur i Fræðslumiðstöðinni? — Það er á öllum aldri — eða allt að þvi. Menn eru svona allt frá þvi að vera tæpra seytján ára og upp yfir sextugt. Ég held að við höfum ekki fengið neinn sem orð- inn var sjötugur. Hvað viljið þið segja um hið margumrædda vandamál þétt- býlisins. sjálfa umferðina? — Það er nú engum efa undir- orpið. að umferðarmenning okk- ar hefur farið batnandi upp á sið- kastið. Hins vegar má hún mikið batna frá þvi sem nú er. og áreið- anlega er hægt úr mörgu að bæta. Umferðarfræðsluna mætti áreið- anlega bæta mikið. sömuleiðis merkingu á götum, og svo mætti lengi telja. — En hvað um ökuhraðann? — Um ökuhraðann er það að segja, að ef ég ætti að ráða þeim málum, myndi ég hækka hann. Það þýðir ekki að vera með lög- boðinn hámarkshraða, sem nærri þvi hver einasti ökumaður brýt- ur. Það er ekki neitt launungar- mál, hvorki i okkar hóp né i vit- und almennings, að ökuhraðinn er stórlega brotinn af flestum ökumönnum. En einmitt það, að brjóta eina reglu, er visir að þvi að brjóta næstu lika. Og þarna er- um við komin að kjarna málsins. Það hefur lika sýnt sig að flest umferðaróhöpp eiga rætur sinar i hinu almenná tillitsleysi, fremur en i sjálfum hraðanum. — Teljið þið ekki, að það ætti að fjölga umferðarljósunum, götu- vitunum. sem sumir kalla svo? —Umferðarljós eru tvimæla- laust til mikilla bóta, ef þeim er samvizkusamlega hlýtt. En þvi er nú miður. að á þvi er mikill mis- brestur. Einkum eru það ljósin, sem eru með stefnuörfar, þau eru mjög heppileg og þeim ætti að koma upp miklu viðar. — En hvað um bilafjöldann og göturnar — vegina? — Það er staðreynd, að það er ekki hægt að ná beygjum, ef mað- ur ekur stórum bil eftir gamalli og þröngri götu. En slikar götur fyrirfinnast lika i stórborgum, svo við ættum vist ekki að kvarta. Annars hafa nú reykvískir bil- stjórar leyst þann ofur einfalda hátt að sneiða hjá gömlu hverfun- um. en aka þeim mun meira eftir nýjum og breiðum götum, jafnvel þótt þaö kosti oft að fara dálitið lengri leið. Auðvitað þyrfti gatnakerfið að batna að sama skapi og bilar verða fleiri, en eins og allir vita. er langt frá þvi að gatna og vegakerfi landsins hafi fylgt eftir hinni geysiöru þróun, sem orðið hefur i bilainnflutningi landsmanna. Einkabilafjöldinn vex hröðum skrefum og al- menningsvagnar, bæði strætis- vagnar og ..rútur" hafa sifellt verið að verða stærri og þyngri á undanförnum árum og áratugum. — Telur þú Ólafur, að öku- kennsla ætti að færast inn i skólana? — Nei. ég er þvi ekki fylgjandi. Það var gott. að þú skyldir spyrja um þetta. þvi ég var einmitt spurður þessarar sömu spurn- ingar i útvarpsþætti hérna um daginn. En ég er þessu ekki fylgjandi af þeirri einföldu ástæðu, að ég tel að rikisvaldið myndi blátt áfram ekki valda þvi verkefni. Reglugerðin um um- ferðarfræðslu i skólum er nú orð- in tólf ára, og þeir eru ekki enn farnir að geta framfylgt henni, svo menn geta rétt imyndað sér, hvernig framkvæmdin yröi, ef ætti að fara að færa sjálfa öku- kennsluna inn i skólana. — Er ekki minna um það nú en áður, að menn reyki við stýri? — Jú, þessi ósiður hefur minnkað verulega. Það stendur vafalaust i einhverju sambandi við það, að mönnum er ljósari skaðsemi reykinga nú en fyrir svo sem tuttugu árum eða svo. En auk þess stafar af þessu bein slysahætta. Það er hér mynd, sem við sýnum gjarna nem- endum okkar. Hún sýnir sigarettu, sem er að detta úr öskubakka og niður á teppið i bilnum. Bilstjórinn vill auðvitað ekki fá brunablett i teppið. Hann beygir sig niður til þess að taka upp sigarettuna, en litur andar- tak af veginum og ekur útaf. Okkur er kunnugt um, að einmitt þetta hefur gerzt i raunveru- leikanum. — Er ekki eitthvað hægt að gera fyrir börnin okkar, sem oft þurfa yfir miklar umferðargötur til þess að komast i skólann sinn? — Vitanlega er ýmislegt hægt fyrir þau að gera. Og auðvitað er ekki nokkur einasta mynd á þvi, að þau þurfi að leggja sig i dag- lega lifshættu á leið sinni að og frá skóla. Það, sem fyrst og fremst ber að gera, er að stórauka um- ferðarfræðsluna, einkum þó i unglingaskólunum, en þar mun hún vera enn minni en i barna- skólunum. En það er hægt að gera fleira. Viða eru skólabilar, sem flytja börnin i skólana. Sums staðar erlendis eins og til dæmis i Stokkhólmi, og viðar er sérstök skólalögregla i hverjum skóla Hlutverk hennar er að sjá um gangbrautirnar i nágrenni skól- ans, stjórna þar umferðinni og hjálpa börnunum yfir. Þessa starfsemi vantar alveg hjá okkur. Það hafa að visu verið gerðar litils háttar tilraunir með þetta hér, en það er ekki nóg. Það er nefnilega vel hægt að gera þetta Hér er Jón V. Sævaldsson að leiðbeina nemendum sínum, og það leynir sér ekki, að þeir fylgjast með af athygli. hér lika, en það kostar bara dá- litla vinnu. — Þið eruð auðvitað þeirrar skoðunar, að Fræðslumiðstöð ykkar hafi haft góð áhrif á um- ferðarmenningu landsmanna? — Það verður maður að vona. Auðvitað eru einstaklingar mis- jafnir, og góður nemandi getur orðið slæmur ökumaður, þegar hann kemur út i umferðina á sin- um eigin bil. En á hinu er enginn efi, að þeir, sem eru að læra núna, læra bæði meira og betur en menn gerðu hér áður fyrr. Það er lika bráðnauðsynlegt, þvi að umferðin hefur margfaldazt og menn þurfa að vita miklu meira um þessa hluti nú, en fyrir svona tuttugu- þrjátiu árum, og þótt ekki sé farið svo langt aftur i timann. — En hvað á að gera við pöru- piltana, sem alltaf eru að brjóta af sér i umferðinni? — Þar koma nú ýmsar aðgerðir til greina. Ein er sú, að hafa öku- skirteini manna ekki nema til eins árs, að minnsta kosti fyrstu þrjú árin. Siðan þarf að taka miklu harðara og miklu fyrr á brotunum. Það er algengt, að þeir, sem fremja einhver brot fá ekki sina sekt fyrr en eftir dúk og disk og sumir sleppa alveg. Það skal að visu tekið fram, að lögreglustjórinn i Reykjavik hef- ur lagt mikla stund á að flýta málarekstri, til dæmis i málum ölvaðra ökumanna, svo að ég held, að segja megi, að þau séu i ágætu lagi. En viða úti á landi virðist vera mikill seinagangur á þessu, oft og einatt, og komið mun það hafa fyrir, að slik mál hafi blátt áfram fyrnzt. — Teljið þið ekki, að það eigi að svipta menn ökuréttindum ævi- langt fyrir margitrekuð brot? — Það er sjálfsagt ekki um ann- að að ræða. Fyrst þarf að svipta þá réttindum um stundar sakir og siðan ævilangt, ef þeir láta sér ekki segjast. En það er ekki þar með sagt, að maður sé laus við slika menn úrumferðinni, þvi það má heita vikulegur viöburður, að maður taki þá að óleyfilegum akstri. Þeir komast yfir bila hjá kunningjum sinum og jafnvel eiga bila sjálfir, þótt ökuréttindin vanti og aka siðan eins og ekkert hefði i skorizt. Auðvitað á að liggja fangelsisvist við slikum af- brotum, en það er nú eins og það er: Það virðist ekki vera neitt fangelsisrúm til fyrir þá, þessa menn, þvi þeir eru það margir, sem brjóta svona af sér. — En hvað um bókmenntirnar? Er eitthvað til af kennslubókum um akstur og umferð almennt? — Það er nú heilmikið til af bókum um umferð, en um sjálfan aksturinn er eiginlega ekkert annað til en bókin Akstur og um- ferð, sem ÖKUKENNARA- ferð, sem ökukennarafélagið gef- ur út. kenna hér? Annizt þið nokkurs konar fyrirgreiðslu? — Já. öll þau borgaralegu skiiriKi, sem menn puria ao ana sér getum við útvegað. Það sem menn þurfa til þess að taka öku- próf er, auk sjálfrar kennsl- unnar: Læknisvottorð, sakavott- orð, ljósmyndir og umsókn um ökuleyfi — að ógleymdu kennslu- vottorðinu. Allt þetta geta menn fengið hér á einum og sama stað, og næstum allir notfæra sér það. — Og það er gott samstarf á milli kennara og nemanda? — Alveg prýðilegt. Allt frá upp- hafi hafa aldrei nokkurn tima komið upp nein vandamál i sam- búðinni. Við viljum svo að lokum brýna fyrir öllum að fara gætilega, einkum fyrst eftir að þeir hafa tekið ökupróf. Ekki aðeins að þeir aki hægt, heldur hitt engu siður, að þeir sýni náunganum fyllstu tillitssemi. — VS. Séö yfir nemendahópinn. Hér á auösjáanlega ekki aö láta neitt framhjá sér fara. Veiðiferðin á frummálinu „The Hunting Party” Leikstjóri: Don Medford Handrit: William Morton, Gilbert Alexander og Lou Morheim Tónlist: Riz Ortoloni, kvikmynd- ari: Cecilo Panaguno Bandarisk frá 1970. Sýningarstaður: Tónabió, is- lenzkur texti: Loftur Guð- mundsson. Það er ekki alveg gott að átta sig á; hvort Medford hefur ein- göngu haft i huga að gera smátil- brigði við „Agirnd” eftir Stro- heim, gerð árið 1924, þar sem aðaldriff jöðrin væri hatur en ekki peningagræðgi. Endir myndar- innar er nákvæmlega eins og hjá Stroheim og umhverfið það sama, en Medford skortir frumleikann, sem einkenndu verk Stroheims. Flest viðbrögð, sem við sjáum hér, höfum við séð áður, hér er fátt, sem kemur á óvart. Þrátt fyrir mjög góðan leik Olivers Reed, Canadice Bergen og Gene Hackman i aðalhlutverkunum er efnið of útþvælt til þess að valda verulegri athygli. Kvikmyndar- inn notar töluvert „fade out” til þess að fá „fallegar myndir” bæði af eyðimerkurlandslagi og óbyggðum, hann er þó hvergi „di- sætur” og má vel við sinn hlut una. Kvikmyndin greinir frá ráni Frank Calders (Oliver Reed) á kennslukonu (Canadice Bergén), en hún er eiginkona mikilmeg- andi manns Brandt Ruger (Gene Hackman). Ruger er haldinn kvalaþorsta, og áhorfandinn er i vafa um hvort vegur meira hjá honum sært stolt vegna konu- ránsins, eða ánægja hans að geta drepið. Hann leggur aldrei til bardaga við menn Calders, en vegur þá jafnan úr launsátri og neytir þá jafnan yfirburða lang- drægs riffils, sem hann hefur ný- lega eignast. Bófaforingjanum Calder er lýst sem hugprúðum manni, sem fyrst og fremst hugs- ar um félaga sina á hættustund- um. Ruger fær hann hvað eftir annað I sigti, en kemur sér ekki að þvi að drepa hann strax. Konan Melissa festir mikla ást á honum, sem réttilega er aldrei sögð með orðum, hún þekkir mann sinn og veit að hann hættir ekki að ofsækja þau fyrr en allir eru dauðir og vill fara aftur til hans. En ást Franks er dauða- óttanum yfirsterkari. Leiðir þeirra skilja ekki framar. Það er dálitið athyglisvert hvað bandariskir leikstjórar gera litið af samtimamyndum. Þeir halda sér endalaust við sinn „vestra”, en nú upp á siðkastið eru þeir ófeimnari að sýna ofbeldið og ruddaskapinn, sem var daglegt brauð i lifi þessara manna. Það kemur nokkuð á óvart að sjá aðvörun i auglýsingu að „við- kvæmu fólki sé ekki ráðlegt að sjá þessa mynd”. Var ekki i fyrra sýnd „Soldier blue” i Hafnarbiói, þar sem nauðgun og slátrun á varnarlausum konum og börnum var sýnd mjög skýrt. Ég man ekki til, að þar hafi þessi viðvörun verið sett i auglýsinguna. Mun sá háski ekki fyrir hendi, að þetta verki æsandi á unglinganna, sem eru tryggustu áhorfendur þessara mynda. Þvi miður hafa svona aðvaranir ekki endilega góð áhrif. Það verður ekki með góðu móti séð hvaða tilgangi þaö þjónar að klippa myndina i nauðgunaratriðinu, þar sem ofbeldismyndir eru leyfðar hér til sýningar. p.L. Frjáls sem fuglinn á frummál- inu „Run wild, run free” Leik- stjóri: Richard C. Sarafian, kvik- myndari: Wilkie Cooper Tónlist samin af David Whitaker, textar eftir Don Black sungnir af The New Crysty Minstrels. Handrit: David Rook, byggt á bók hans „The white colt” Bandarisk frá 1970, sýningarstaður: Stjörnubió. Islenzkur texti, myndin er I litum. Ætli að við séum orðin svo gegnsýrð af ofbeldismyndum og blóðsúthellingum að okkur komi ekkert við myndir, sem fjalla um saklausa barnæsku og erfiðleika barna i heimi fullorðinna? Fyrir nokkrum árum sýndi Stjörnubió afburðagóða mynd „Hugo og Jósefina” eftir Kjell Grede. Þessi mynd hlaut enga aðsókn likt er farið með þessa mynd, þó aö Sarafian sé ekki gefið að tjá sig á jafn einfaldan og barnslegan hátt og Grede , nær myndin samt til- gangi sinum. Tónlistin ber það lika með sér,að myndin er vestan um haf. Erum við ekki búin að sjá nóg af striðslátum og svalli? Er ekki alveg hægt að gefa sér tima til að skreppa með börnin, þeir sem eiga þau og sýna þeim sam- band drengs, sem á við persónu- lega erfiðleika að striða, við náttúruna, hann getur ekki talað frekar en folinn, sem hann tekur ástfóstri við eða fálkinn, sem Á myndinni sést Sylvia Syms, Mark l.esler og Bernard Miles i hlutverkuin Ijölsky Idunnar i „Frjáls scm fuglinn,” sem Stjörnuhió sýnir núna. hann reynir að temja. Er ekki kominn timi til að maðurinn „herra sköpunarverksins” hætti að lita á sjálfan sig sem allsráö- andi á jörðinni og gefi gaum að þvi, að við erum aðeins hluti af heildinni. Landið, dýrin og gróðurinn er ein samofin heild og nú fyrst er mannskepnan farin að ugga að sér, eftir áratuga eyði- leggingu. Þessi mynd gefur sanna og góða lýsingu af bætandi sam- vist við mállaus dýr og náttúruna. Mark Lester leikur Philip vel og Fiona Fullerton er athyglisverð i hlutverki Diönu. Sarafian sýnir réttilega ekki aðeins fegurð heiðarinnar heldur lika hættur hennar, reynir þvi ekki að draga upp sykursæta mynd af fallegu landslagi. Bernhard Miles leikur mjög vel föður Philips, hann túlk- ar sársauka hans og vanmátt að ná nokkru sambandi við hann. Sylvia Syms leikur móður hans vel og ekki má gleyma John Mills, sem liklega getur ekki ver- ið öðruvisi en góður. Þetta er mynd,sem auðvelt er að hrifast af. P.L.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.