Tíminn - 28.09.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.09.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 28. september 1972. verið svo tiðindalaust þessa viku, aö mér fannst tilvalið að ljúka þvi af”. Biddeford, hugsaði ég. Þangað voru hér um bil tvö hundruð rastir, og Biddeford var i gagnstæðri átt við Elfarskóg. Þetta var ósennilegt. Wallace frændi sagði eitthvað, en ég þorði ekki að lita af Harrý. Hann var dálitið órólegur og annars hugar, fannst mér, þvi að hann seildist eftir meiri sykri, þótt hann væri þegar búinn að láta tvo mola i bollann. „Eg hefði auðvitað ekki farið þetta, ef ég hefði vitað, að þú ætlaðir til New York á morgun”, hélt Harrý áfram. „Ég tók litla vagninn trausta- taki. Eg vissi, að það myndi vera óhætt, þar sem systurnar voru báðar fjarverandi. Það var ekki verra, að ég gerði það, þvi að blöndungurinn var larinn aðskirpa og olian öll búin. Eg lét laga, þetta svo að dagurinn varð mér ekki ónýtur”. „Hvar léztu laga þetta?” hafði ég spurt áður en mig varði. „1 Biddeíord?” Harrý leil undrandi á mig. Hvorki hann né aðrir virtust muna það lengur, að ég hafði upphaílega átt litla vagninn. „Æ, i einhverri viðgerðarstöð við veginn. Eg man ekki hvar það var. En nú er hann birgur sextán hundruð kilómetra”. Ilanna reis upp l'rá pianóinu og hellti aftur i bollann sinn. Hún sneri bakinu að mér, og ég lann það fremur en sá, að hún var aö reyna að gela honum viðvörunarmerki. Hann horl'ði á hana yfir barminn á bolla sinum. I sömu andrá lann ég, hvernig augu þeirra mættust i hljóöum innileik, þótt bæði reyndu að hafa heimil á þagnarmáli sinu. Hendur minar hnigu máttvana niður i kjöltuna. Með óyggjandi vissu vissi ég það, sem ég hal'ði daglangt verið að berjast viö að trúa ekki. Eg vissi það, þvi að ástaraugu dyljast ekki þeim, sem þekkja ást af sjálfs raun. Ilve langl var siðan? Svo spurði ég sjálfa mig. En ég gat ekki hugsað. Osegjanlegt magnleysi færðist yfir mig. Aðeins þetta: Hve langt var siðan ég.... siðan hann ... siðan þau....? Ég gat ekki einu sinni lokið við spurninguna. Hönd var lögð á öxl mér. Emma frænka var að reyna að vekja eftir- tekt mina á sér. Eg þröngvaði sjálfri mér til þess að gefa gaum að orð- um hennar. „Æ-já”, sagði ég og spratt á fætur. „Jú, ég keypti það. Ég skal sækja það”. Harrý var setzlur inn i skrifstofu með Wallace frænda, þegar ég kom aflur, og Hanna var byrjuð að leika á pianóið. Ég varð vör við hljóm- bylgjurnar, og þótt ég greindi engan tón, heyrði ég þó i þriðja skipti á þessum degi daulan óm fyrir eyrum minum. Ég heyrði þetta hljóð greinilegar en hin fyrri, og i huganum orðaði ég setninguna, sem ég ællaði að segja Vance að skril'a i sjúklingaskrána. „Pianó”, átti hann að skrifa: „Ótviræð skynjun, hljóðið greinilegra og slöðugra en áður”. Ég tindi saman það, sem Emma frænka átti, og rétti henni verðmið- ana. „Ég gat ekki l'engið fallegri jólabönd en þetta. Þetta var likast þvi sem þú vildir la”, sagði ég. „Ég keypti eina hönk til viðbólar, svo að það yrði áreiðanlega nóg. — Þú verður svo að al'saka það, þó að ég fari að hátta. Ég nenni ekki að biða þangað til þeir Harrý og Wallace eru búnir að lala saman. Segðu Harrý, að ég sé þreytt eftir ferðalagið. Ég verð búin að jafna mig á morgun”. Ég beið ekki eftir svari hennar. Hún hafði ekki annað að bjóða en aspirin og alúð sina, en hvorugl gat komið mér að haldi. Þegar upp kom, l'lýtti mér úr bláa kjólnum og fór i gönguföt og laumaðist siðan út bakdyramegin. Ég tók með mér vasaljós, sem geymt var á hillu bak við hurðina. Með þvi lýsti ég l'yrir mér á dimmum garðstignum. Þaö var stytt upp. Tunglið óð i skýjum — fullt tungl, fölbleikt i vetrar- myrkrinu. Ég horl'ði á það um slund. Mér fannst það aldrei hafa verið eins langt i burtu og þetta kvöld, aldrei jafn fjarlægt lifi og örlögum jarðneskrar veru á eilil'ri hringrás sinni. t gamla hesthúsinu var niðamyrkur, en við glætuna l'rá vasaljósinu sá ég, að allt var þar, sem það átti að vera. Litli vagninn var rykugur óhreinn og illa til reika, og enn var móða á framrúðunni nema þar sem þurrkan hafði náð að strjúka hana af. Ég settist i autt sætið og lýsti i kringum mig. í hólfinu i mælaborðinu voru aðeins uppdrættir, hanzkar, eldspýtur og sólgleraugu. Ég lokaði þvi vonblekkt og vissi þó ekki, hvað ég hafði búizt við að finna þar. Ég renndi mér aftur á bak út úr vagnin- um, en um leið féll ljósið i hurðarfalsið. Þar lá mislitur miði, óhreinn og rifinn. Ég tók hann upp: „...astöð Elfarskógar”, stóð á honum skýru letri, og þar neðan undir var tala skrifuð með blýanti. Nei, mér hafði ekki skjátlazt. Ég lét miðann i vasa minn og hneig á grúfu niður i sætið. Allt til þessa hafði ég verið að telja sjálfri mér trú um að mér hefði skjáltazt. Það var ekki unnt lengur. Undarlegur tóm leiki og úrræöaleysi sveif á mig. Lif mitt virtist vera að fjara út. Ég huldi ljósið i höndum mér. Ég gat ekki hugsað. Ég fann ekki til. Ég lá aðeins þarna hreyfingarlaus, eins og lifvana hluti af bifreiðinni. Loks dróst ég út úr vagninum og lokaði hesthúshurðinni með skjálf- andi höndum. iskaldir vatnsdropar hrutu framan i mig af lágri grein. Ég nam staðar á malarstignum og starði heim að húsinu, þar sem ljós skein úr gluggum og stafaði út i myrkan garðinn. Þarna voru eldhús- gluggarniiþarna voru breiðir bogagluggarnir á stofunniog þarna voru gluggarnir á skrifstofu Wallace irænda, sinn hvoru megin við skrif- borðið hans. Uppi var ljós i tveim gluggum, á herbergi minu og Hönnu. Svo sá ég, að kveikt var viðar, og ég vissi, að þar mundi Manga á ferh að taka ábreiöurnar af rúmunum áður en Emma frænka og Wallace gengju tilhvilu. Ég fanneim af viðarreyk leggja frá reykháfnum. Hann var sterkur og þægilegur og barst til min með golunni, og mér datt i hug, að einhver hefði verið að láta grenisprek á arninn i setustofunni. Úti við ganggluggann uppi sá ég á bakið á stórum^gömlum stól. Þar hafði hann staðiö eins lengi og ég mundi eftir. Já, hvað eina á sinum stað, hugsaði ég. Hver sem horfði á þetta hús utan frá, hlaut að sjá að hér var allt i röð og reglu. Ókunnugur hefði einnig ályktað sem svo, að fólkið sem i þessu húsi bjó, hlyti að lifa og hegða sér samkvæmt fastmótuðum, ófrávikjanlegum lifsreglum. Ég andvarpaði og skalf eins og hrisla. Ég sjálf hafði látið blekkja mig til að trúa þvi þar til i dag. O-jæja. Nú vissi ég, hve mjög mér hafði förlazt dómgreind. Að minnsta kosti hafði Hönnu og Harrý og mér orðið fótaskortur á þeim siðareglum. Ég afréð að fara inn um bak- dyrnar og laumast upp stigann. Ég ætlaði að hverfa aftur i þetta hús og halda áfram að lifa einsog venjur þess buðu, bæði dag og nótt. Þau máttu ekki vita, hvað ég vissi — ekki enn. TUTTUGASTI OG SJÖUNDI KAPÍTULI Hátiðin fór i hönd — mér til skapratmar og ama. Það hefði verið nógu örðugt að halda jól, þótt ekki hefði annað steðjað að en vandræðin, sem vinnudeilurnar skópu, en þegar við þau bættust örvænting min og hugarkvöl, urðu þau fyrst kviðvænleg. Jólagleðin á upptök sin i hjarta mannsins, og hún nær ekki að streyma fram, þegar lindir þess frjósa. 1218 Lárétt 1) Tilhneigingin.- 6) Kona.- 7) Eins,- 9) Borðandi.- 10) Kátari,- 11) Væl.- 12) Greinir,- 13) Tóntegund,- 15) Gróða- vænleiki.- Lóðrétt 1) Timabila.- 2) Timi.- 3) Fangelsi.- 4) Eina.- 5) Mjólkinni.- 8) Útibú.- 9) Sturli,- 13) Röð.- 14) Eink. st.- Ráðning á gátu No 1217. Lárétt 1) Andlits.- 6) Láð.- 7) Lá.- 9) Ar.- 10) Ansviti,- 11) KA.- 12) Af.- 13) Eða.- 15) Óleikur,- Lóðrétt 1) Aflakló.-2) DL.-3) Lárviði.- 4) Ið.- 5) Skrifar.- 8) Ana.- 9) Áta,- 13) EE.- 14) Ak,- HVELL G E I R I D R E K I llilf fifiSSI li!. FIMMTUDAGUR 28. september 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.10 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdótt- ir heldur áfram að lesa „Vetrarundrin i Múmindal” eftir Tove Janson (4). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Popphornið kl. 10.25: Mimi Farina og Ton Jans syngja og Creedence Clearwater Revival leika og syngja. F'réttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni 14.30,,Lifið og ég”, Eggert Stcfánsson söngvari segir fráPétur Pétursson les (8). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Hollywood-kvartettinn leik- ur Strengjakvartett nr. 3 i a- moll eftir Dohnányi. Sin- fóniuhljómsveitin i Minnea- polis leikur „Ungverskar svipmyndir” eftir Béla Bar- tók. Antal Dorati stj. 16.15 Veðurfregnir . Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Jói norski": Á selveið- um mcð Norðniönnum Minningar Jóhanns Daniels Baldvinssonar vélstjóra á Skagaströnd Erlingur Daviðsson ritstjóri skráði og flytur (7). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldins. 19.00 Fréttir. , Tilkynningar. 19.30 Frá F'áskrúðsfirði Krist ján Ingólfsson ræðir við Jón Erling Guðmundsson sveitarstjóra 20.00 Unge Akadcmikeres Kor syngur á hljómleikum i Austurbæjarbiói i júli s.l. Stjórnandi: Anders-Per Jonsson. 20.40 „Smávegis tima- skekkja”, útvarpsfantasia cftir Roderick Wilkinson Þýðandi Óskar Ingimars- son. Leikstjóri Pétur Einar- sson. Persónur og leikend- ur: Adams: Jón Aðils, Safnvörður: Karl Guð- mundsson, Gordon: Þor- steinn Gunnarsson, Blake: Gisli Halldórsson, Ræningj- ar og fréttamenn: Jón Sigurbjörnsson, Sigurður Skúlason og Borgar Garðarsson. 21.10 Pianósónata í f-moll op. 5 cftir Brahms Clifford Curzon leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs Jónast Árnason les úr bók sinni „Tekið i blökkina” (7). 22.35 A lausumkili Hrafn Gunnlaugsson sér um þátt- inn. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.