Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR J RAFTÖRG SIMI: 26660 RAFIÐJANSÍMI: 19294 1 i c ¦221. tölublað — Föstudagur 29. sept. —56. árgangur. RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Jón Sigurðsson lýðveldisforseti - Hannes Pétursson kaþólskur biskup Hvern einasta dag streyma börn og unglingar tugþúsundum saman i skóla — sömu börnin og sömu unglingarnir vetur eftir vetur. Kennarar standá daglangt við púlt og töflu og fræöa og aga nemendur sina, og próf eru þreytt meo miklum viðbúnaði og mikl- um taugaóstyrk. Og nemendurnir þokast áfram bekk úr bekk og skóla úr skóla. Dagblöðin berast i striðum straumum úr prent- smiðjunum út um borg og byggð með fréttir sinar og fræðslu- greinar, útvarpiö er i gangi frá morgni til kvtilris með svipað efni, auk alls konar tónleika, og sjón- varpið rekur smiðshöggið á allt saman sex kvöld vikunnar. En skyndilega uppgötvast það, að mest af þessu hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá miklum fjölda skólafólks. Það er svo utan garna i þvi samfélagi, sem það lifir og hrærist i, að þvi er um megn að svara spurningum um sjálfsögðustu þekkingaratriði — spurningum, sem yfirleitt ínætti þykja Ifklegt, að hver maður gæti svarað viðstöðuiaust, án nokkurs fyrirvara. þetta er ekki út i bláinn mælt. Fyrir fáum dögum fóru fram inn- tökupróf i einum af skólum bæjarins. Einn þátturinn var almennt þekkingarpróf, fjörutiu spurningar úr fimm efnis- flokkum, flestar þess eðlis, að þeir sem augu hafa og eyru, ættu að hafa svörin á reiðum höndum. 84 sóttu um inngöngu i þennan skóla, sem þó getur aðeins veitt 28 nýjum nemendum viðtöku, aldur seytján til þrjátiu og fimm ára, og voru sumir þeirra stúdentar, nokkrir útskrifaðir kennarar og einn háskólanemi. 63 þreyttu þekkingarprófið. Sex fengu núll i einkunn, fjörutiu og fimm innan við fimm. Blaðinu er ekki kunnugt hve margir af þeim, er þreyttu prófið, hefðu hlotið menntun i fram- haldsskólum. Þekkingarpróf, sem afhjúpaði furðulega vanþekkingu „Ó-JO, SAGAN ER SÖNN". Skólinn, sem þetta fólk ætlaði að komast i, var Myndlista- og handiðaskóli Islands, fjögurra ára skóli, sem hefst á tveggja ára forskóla. Hér var um fyrri for- skóladeildina að tefla. Maðurinn, sem útbjó spurningarnar var BjörnTh. Björnsson. Við bárum þetta undir hann. — O—jú, sagan er sönn, sagði Björn, og við erum alveg þrumu- lostnir, þó að ég hefði grun um þetta fyrirfram. Á undanförnum árum var þetta þekkingarpróf svokallað krossapróf — þrjú svör gefin og þar af eitt rétt — og þess vegna þriðjungslikur á þvi, að þeir, sem ekkert vissu i sinn haus, slömpuðust á að krossa við rétt svar. En nú breytti ég til og bjó til spurningar, sem öllum var þann- ig varið, að þeim mátti svara með einu orði eða i hæsta lagi einni setningu. ALLT SVO LÉTT, AÐ ÞAÐ VAR HLEGIÐ AÐ MÉR — Þessar spurningar voru svo léttar, að þaö var hlegið að mér meðal kennaranna, þegar ég kynnti þær, sagöi Björn: Þessu hlutu allir aö geta svarað. Spurn- ingarnar vörðuðu i fyrsta lagi listir, svo sem hvert verið hefði skirnarnafn og föðurnafn Kjar- vals. t öðru lagi var spurt um sítt- hvað, sem sjálfsagt er, að allir viti, svo sem nafn viðskiptamála- ráðherrans og þjóðminjavaröar- ins. f þriðja lagi voru svo þekkingaratriði úr skóla — hvaö er radius, til dæmis. 1 fjórða lagi voru spurningar, sem reyndu ofurlitið á ályktunarhæfni: Af hverju er dregið skáldsöguheitiö Gerpla? t fimmta lagi átti að kanna bókmenntalega þekkingu i viðari skilningi — spurt til dæmis um höfund Fjallkirkjunnar. Ég held, að það hafi verið þyngsta spurningin,hvernig litur himinsins breytist á heiðskiru sumarkvöldi frá hvirfli himins að sjónarrönd. Henni geta aö minnsta kosti þeir einir svarað, sem einhvern tima hafa litið upp fyrir sig á sliku kvöldi. Ei'nar og Si'r A/ec ákveda: Viðræður í Reykja- vík í næstu viku ÞÓ-Reykjavík Einar Agústsson, utanrfkis- ráðherra, sem nú situr Alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna, ræddi i gær við sir Alec Douglas Hume, utanrfkisráð herra Bretiands. Ræddust ráðherrarnir við góða stund, og viðræður þeirra snerust einkum um fiskveiðideiluna. Einar Ágústsson sagði i við- tali við Timann i gærkvöldi, að þeir hefðu báðir verið sam- mála um, að þorskastriö væri óæskilegt, og hefðu þeir komið sér saman um, að hefja við- ræður að nýju. Akváðu Einar og Hume, aö nýjar viðræður skyldu fara fram i Reykjavik i næstu viku, en ekki ákváðu ráðherrarnir hvenær I vikunni þær hæfust. Ráðherrarnir báru ekki fram neinar nýjar tillögur i landhelgismálinu. Þá ræddi Einar Ágústsson við Rogers, utanrikisráðherra Bandaríkjanna. Sagði Einar, að viðræður þeirra hefðu fyrst snúizt um fiskveiðideiluna, og gerði Einar grein fyrir afstöðu Islands i deilunni við Breta og Þjóðverja. Rogers gerði grein fyrir sjónarmiðum Bandarikj- anna i þessu máli og bætti við, að hann óskaði, að komizt yrði að samkomulagi. Einnig ræddu ráðherrarnir um varnarstöðina á Kefla- vikurflugvelli, og urðu ráð- herrarnir sammála um, að ísland og Bandarikin tækju upp viðræður um varnarstöð- ina bráölega. Einar sagði, að Rogers ætti sér eitt hjartansmál i þessu Alls herjarþingi, og það væri, að Allsherjarþingið sam- þykkti aðgerðir gegn hryöju- verkastarfsemi. FERNINGUR — HVER FJANDINN ER ÞAÐ? — Þa'ð var stúlka, sem komst bezt frá þessu, og hún fékk átta i einkunn. Það þýðir, að hún svaraði 32 spurningum rétt. Sjö komust klakklaust frá þvi að svara þeirri spurningu, hvað átt væri viö, þegar talað væri um ferning. Aðeins einn kunni frá þvi aö segja, að Jón Sigurðsson hefði bæði verið forseti Þjóðvinafélags- ins og alþingis og hlotið forseta nafn af þvi, en þrir héldu hann samtiðarmann okkar og fyrsta forseta lýðveldisins. Einn kvað Hannes Pétursson vera kaþólskan biskup. Það vafð- ist fyrir þorra af þessu fólki að koma l'ullu nafni Kjarvals á pappirinn, og engu minni þraut var að gera grein fyrir þvi, hvað sögnin að hanna, sem nú ber oft fyrir augu merkti i raun og veru. Og margt annað var eftir þessu. Að nefna ungt tónskáld, sem þessir væntanlegu nemendur skólanna hefðu mætur á, eða til- greina einhvern myndlistarmann innan fertugs — það var líka mörgum allt of þung þraut. Þetta var allt heldur bágborið — og ætti að veröa einhverjum umhugsunarefni. FAVIZKAN RANN- SÓKNAREFNI Okkur tókst ekki að ná i Hörð Agústsson, skólastjóra Mynd- lista- og handiðaskólans, en spurðum Björn að þvi i framhaldi af þvi, er áður er komið fram, hvort til stæði að senda skóla- rannsóknadeild menntamála- ráðuneytisins prófúrlausnirnar til álits og könnunar. En um það var Birni ekki kunnugt. Andri Isaksson, forstöðumaður skólarannsóknadeildar, kvaðst aftur á móti ekki hafa heyrt um þetta fyrr en Timinn sneri sér til hans, en vissulega væri þetta mál þann veg vaxið, að fróðlegt væri að kynnast þvi, þótt ekki væri það að sama skapi skemmtilegt við- fangsefni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.