Tíminn - 29.09.1972, Page 2

Tíminn - 29.09.1972, Page 2
2 TÍMINN Föstudagur 29. september 1972 TIIE IIEALTH CULTIVATION Glt^Sw&MSími 8-5&M Þriggja mánaða £æ&iig lijóna Einni stúlk llff '|iHf miHlilf lli fflnlIBI, Svo skin hin prúða fylking friö af frjálsum æskulýð. (Fr.Fr.) Svo mælir hann, ungmenna leiðtoginn, séra Friörik, maður, sem allir kannast viö og flestir telja einn þann bezta og mesta starfsmann á þvi sviði, sem land vort hefur átt. Og þessi orö koma mér oft i hug, þegar ég heyri, og veit um, þann fjölda æskumanna og kvenna, sem eru að hefja skólanám þessa haustdaga. Glæsilegir, fallega búnir flokkar stefna að háreistum húsum, sem búin eru tækjum og töflum til fræðslu og þroska þeirra, sem þar eiga að dvelja. 1 þessum friða flokki eru smávaxin blóm, sem nú eru i fyrsta sinn að fara frá þeim vermireit, sem móðurhöndin hef- ur hlúð og vakað yfir. Vissulega hugsa þau misjafnt til þess, sem framundan er, og viðkvæm eru þau og vandmeðfarin. Svo eru eldri og eldri árgangar, allt i fullvaxiö fólk. Sumir þegar orðnir feður og mæður áður en skólanámi er lokið. Margskonar eru fræðin og ólik eru sjónarmiðin og fyrirætlanir hvers og eins. En höfuðmarkmið þessa margþætta skólakerfis er, að ala upp og undirbúa fullgilda þegna, sem færir verði og fúsir til hvers konar starfa, sem samfé- lagið þarf. Eftir óteljandi próf og skráðar einkunnir, er aðalprófið þó eftir. Próf lifsins, — sem eng- inn kemst undan og er aðaleink- unn og fullnaðarpróf alls þessa náms og uppeldisáhrifa æsku-ár- anna. bað er gaman að fá og geta sýnt góða prófeinkunn i tölum, — já vissulega, en tölur segja ekki allt. Traustari undirstööu þarf til, að lifsprófið sýni góða einkunn. „Hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking sé hjartaö ei með, sem undir slær”. bað eru „ljóssins tygi skær”, sem hiö prúða æskulið þarf að skrýðast og skarta i frá byrjun námsbrautar til enda. bvi er kennaraliði — þeirri fjölmennu stétt — mikill vandi fenginn, meiri vandi en flestum öðrum. Auðmótaðar eru þær ungu sálir, sem til ykkar koma beint úr vermireit foreldrahúsanna. En þar, — einmitt þar — eru fyrstu og mestvarðandi drögin lögð, sá strengur stilltur, sem miklu skiptir að gefi réttan tón. En mörg eru öflin, sem toga og trufla ungmennin og margvisleg vanda- mál þarf kennarinn að glima við, sem snerta þessa skjólstæðinga hans. Starf hans er þvi mjög mikilsvert og snertir hag, og heill hvers einstaks ungmennis og al- þjóðar. Orð kennarans og einkum eftirdæmi geta verið svo þung á metum, að heill eða ógæfa allrar ævi geti átt þar orsök. Ekki þarf að efa góðan vilja og heiðarleik þeirra, sem kennslu stunda. Allir vilja þeir, að sam- vistin beri sem beztan árangur, og kemur þar fleira til en tölur geta sýnt. — ,, Láttu æskunnar ár verða ævinnar salt”, segir ein- hvers staðar. Trú, siðgæði og Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Bréf frá lesendum HUGLEIÐING i SKÓLAARSBYRJUN 1 öllum löndum lið sig býr i Ijóssins tygi skær, og æskufjör það áfram knýr svo ekkert tálmað fær. Sem döggin tær mót himni hlær, svo heilsar morgunroðans blær. vV ru' h iíi y'-X - Hi y y Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur óskast á hinar ýmsu deildir Borgarspitalans. Upplýsingar gefur forstöðukonan i sima 81200. Iteykjavík, 27. september. Borgarspitalinn. 'Mv’ •* \ 7 *■* v-.V'. /■ ts - If/» • .»a .•***■*'-.*•>.*■» ** ■, TÓNLEIKAR Skólahljómsveit Kópavogs heldur tónleika i Kópavogsbiói, sunnud. 1. okt. kl. 15.00. Kynnir: Þorsteinn Hannesson, óperusöngvari. Stjórnandi: Björn Guðjónsson. Aðgöngumiðar i bókabúðinni Veda, Álfhólsvegi 5 og við innganginn. Skólahljómsveit Kópavogs. DANSSKÓLI ASTVALDSSONAR Afhending skírteina Reykjavík Brautarholt 4, laugardag 30. september og sunnu- dag 1. október kl. 1-7. Seltjarnarnes Félagsheimilinu mánudag 2. október kl. 4-7. Kópavogur Félagsheimilinu (efrisal) sunnudag Loktóber. kl. 1- 7. Keflavík Ungmennafélagshúsinu laugardag 3Q,september kl. 3-6. DANSKENNARASAMBAND ISLANDS bindindissemi eru höfuðatriði, sem ungmenni þurfa að tileinka sér og i þeim efnum þarf kennar- inn að gefa gott fordæmi. Bindindisfélög skólafólks er hreyfing, sem margir hugðu gott til, að verða mundi örugg varð- sveit við hlið Góötemplararegl- unnar til hindrunar sivaxandi á- fengisnautnar og þvi margþætta böli, sem þvi fylgir. Sumir skólar hafa þennan félagsskap og sam- tök hafa félögin sin á milli: Sam- band bindindisfélaga i skólum, og leggja gott til málanna. En meira þarf. 011 skólaæskan á að skipa sér i eina fylkingu. Alvarleg hætta vofir yfir æsku landsins vegna vinflóðsins, sem i vaxandi mæli sækir að, og öllum hugsandi mönnum stendur stuggur af. Allir þekkja það margþætta böl, sem leiðir af drykkjusiðun- um, svo varla er annar meiri háskavaldur og þarf ekki fleiri orð um svo augljóst efni. bvi er það eindregin ósk min og áskor- un, að allir skólar landsins hafi bindindisfélag , sem nái til sem flestra nemenda. Hver skóli á einn eða fleiri nemendur sem eru menn til að veita forustu sliku fé- lagi. Og að sjálfsögðu verður hver kennari og skólastjóri að leggja lið i orði og verki. Vissulega ber honum að hefja merkið með hvatningu, góðum ráðum og eigin fordæmi. Sönn og heil bindindissemi og starf i þágu þess sé og veri aðals- merki kennarans. — bér er trú; að fyrir miklu og mikils er af þér vænzt. öðrum fremur hefur þú örlagaþræði framtiðarinnar i hendi þér. Almennt og einlægt bindindisfélag meðal nemenda þinna með samhug og þátttöku þinni verður ósvikið gull i lófa is- lenzkrar framtiðar — og bú æskuskari á Islands strönd þú ert i flokki þeim, er sækir fram i sólarlönd með sigri að komast heim. Ris upp með fjöri og stig á stokk og streng þess heit að rjúfa ei flokk, unz sigri er náð og sagan skráð, er sýnir guðs þins ráð. (Fr.Fr.) Á áttugasta og áttunda afmæl- isdag. Einar Sigurfinnsson Síðasti innritunar- dagur Innritun frá kl. 10-7 Reykjavík Simar: 20345 - 25224 84829 - 10118 Seltjarnarnes Simar: 84829 - 10118 Kópavogur og Hafnarf jörður Simar: 38126 - 10118 Keflavík Simi: 2062 kl. 5-7.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.