Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 2!). september 1972 TÍMÍNN ¦lá >¦-•* *&$"-* 300 skrokkar 'flvgtei&fc, frá Fagurhólsmýri Neðan við hamrana á miðri myndinni er sláturhúsið og þar fyrir framan leggja Flugrélagsmenn flugvélunum i kjiitflutningunum, svo vart er nema einn meter á inilli vængbrodds og húss. Til hægri er „flugstöðin" á Fagurhólsmýri, en ibúðarhús og útihús staðarins efst á myndinni. (Timamyndir Kári) KJ-Reykjavik. Sláturhúsið á Fagurhólsmýri, stendur á milli Blesakletts og flugbrautarinnar, og ástæðan fyrir þvi, að þar hefur því verið valinn staður er eflaust sú að frá þvi haustið 1948, hefur kjöt og sláturafurðir úr öræfunum verið flutt flugleiðis til Reykjavíkur. Lengst af hafa „þristarnir" hjá Flugfélaginu haft þetta árvissa verkefni, en i ár er kjöt og inn- matur flutt i fyrsta skipti í Fokker Friendship skrúfuþotum Flugfél- agsins. Þegar þessir einstæðu loftflutn- ingar hér á landi hófust 1948, var öræfasveitin mun einangraðri en húner núna. Þá voru óbrúuð stór- fljót báðum megin sveitarinnar, og reyndar innan hennar lika. Nú eru aftur á móti greiðar sam- göngur við sveitina austan frá, og það hefur m.a. haft i för með sér, að Oræfin eru nú á félagssvæði Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn i Hornafirði, en voru áður á félagssvæði Kaupfélags Skaft* fellinga i Vik. En þrátt fyrir að nú séu greiðar samgöngur á landi við Höfn i Hornafirði, er ennþá sett upp loftbru á haustin á milli Fagurhólsmýrar og Reykjavikur. Núverandi sláturhús á Höfn myndi vart geta tekið við fé til slátrunar úr Oræfum, og frysti- geymslur fyrir kjöt eru af skornum skammti á Höfn, en með nýju frystihúsi rætist væntanlega úr þvi. ÞA VAR KJÖTID SALTAD Þorsteinn Jóhannsson bóndi á Svinafelli er sláturhússtjóri á Fagurhólsmýri, og er blaða- maður Timans brá sér þangað austur i gærmorgun, sagði Þorsteinn frá ýmsu i sambandi við slátrun og kjötflutninga þeirra Oræfinga. Þorsteinn sagði.að fyrst hefði verið slátrað á Fagurhólsmýri árið 1928, og stóð þá sláturhúsið töluvert austar en núverandi hús. Arið 1948 hófust loftflutningarnir, og árið 1958 var núverandi slátur- hús tekið i notkun. En hvernig var svo kjötið geymt og flutt áður en loftbriiin kom til sögunnar? — Jú, þá var kjötið saltað i tunnur og flutt þannig á markað. 1 fyrstunni var þvf skipað um borð i skip, sem lögðust við akkeri skammt undan sandströndinni al- ræmdu, og á þeim tímum kom það fyrir að geyma yrði kjötið i Oræfunum i heilt ár, þvi að ekki er alltaf hægt að fara á milli skips og lands þarna við hafnlausa Suðurströndina. Þegar geyma þurfti kjótið i heilt ár, þurfti að rifa það upp og umsalta, á miðjum vetri, til að forða þvi frá skemmdum. Reynt var að flytja saltkjöts- tunnurnar landleiðina frá Fagur- hólsmýri og vestur yfir sandana, en það þótti ekki gefast sem bezt, þvi að bæði var þetta þungur og erfiður flutningur. En það er ekki aðeins að kjöt- skrokkar og innmatur hafi verið fluttur flugleiðis frá Fagurhóls- mýri, þvi þegar fjárskiptin stóðu yfir vegna mæðiveikiniður- skurðarins, var fé flutt á fæti flugleiðis úr Oræfunum. Þetta eru nokkur atriði frá lið- inni tið um kjötflutninga þeirra öræfinga. Það hefur vist oft verið sagt, ,,að þetta er siðasta haustið sem loftflutningarnir fara fram," en samt halda þeir áfram, og ekki vildu þeir öræfingar, sem blaða- maður ræddi við i gær, fullyrða neitt um það, að þetta væri siðasta haustið, heldur mátti á þeim heyra, að enn ættu þessir loftflutningar eftir að fara fram. VINNA HEFST KLUKKAN FJÖGUR A MORGNANA. Aður en öræfin komust i vega- samband við þjóðvegakerfi landsins, urðu þeir i sláturhúsinu á Fagurhólsmýri að vera við þvi búnir að salta kjötið sem til féll, ef flug féll niður þann daginn. Nii aftur á móti sagði Þorsteinn að i neyðværi sjálfsagthægt að koma. þessum 300 skrokkum, sem til falla á hverjum sláturdegi, i frysti á Höfn. Þorsteinn fræddi blaðamann á þvi, að vinna hæfist i sláturhús ínu klukkan fjögur á morgnana, og er þá byrjað á þvi að búa kjötið til flutnings, vigta og setja i grisjupoka, en um klukkan tiu þarf þvi að vera lokið, þvi þá kemur flugvélin að sunnan. 1 hverri ferð með Fokker Friend- ship vélunum eru flutt um fimm tonn af áburði, en alls mun um einn þriðji af áburðinum i öræfin vera flutt loftleiðis. Það þarf þvi að byrja á þvi að • afferma flugvélina, sem gengur nokkuð fljótt fyrir sig, þvi að þarna eru vanar hendur að störfum. Þegar áburðurinn er kominn á bil, er vélin hreinsuð, og kjötinu siðan staflað i stólalaust farþegarýmið. Reiknað er með 300skrokkum, hausum og innmat i hverri ferð, en i gær voru þó skrokkarnir 10 færri en venju- lega, þvi að gera þurfti ráð fyrir tveim blaðamönnum við ferm- Kjötið handlangað úr geymslunni á vagn, en fyrir utan bíður „Faxi Kristján", og flytur afurðirnar til Reykjavikur. ingu vélarinnar. Ferðín í gær var sú fimmta á þessu hausti, en alls má gera ráð fyrir um 15 ferðum, þvi Þorsteinn bjóst við að 3.700 - 4.000 fjár yrði slátrað á Fagurhólsmýri i haust. KASKEITUNUM SLEPPT Friendship vélin, sem er i þessum flutningum i haust, er „Faxi Kristján", og þetta kjöt- flug hlýtur að vera svolitil til- breyting frá hinu venjulega far- þegaflugi. Flugstjórinn i gær var Geir Garðarsson og flugmaður Sigurður Elli Guðnason. 1 kjöt- fluginu sleppa þeir bindum og kaskeitum, en klæðast gjarnan is- lenzkum lopapeysum, þvi að það getur verið kalsamt að biða i nærri tvo tima á Fagurhólsmýri á meðan afferming og ferming á sér stað. Skýjahæðin var nú ekki mikið meira en 11-1200 fet i gær, Yzt til vinstri er Geir Garöarsson flugstjóri, þá Sigurður Elli flugmaður, Þorsteinn Jóhannsson slátur- hússtjóri og starfsfólk í sláturhúsinu. og blindflug alla leið úr Reykja- vikogað Skarðsfjöruvita. Þá loks komum við niður úr skýjaþykkn- inu, og það fyrsta, sem við blasti var Núpsvatnaósinn. Siðan var flogið sjónflug beinustu leið i átt- ina að Fagurhólsmýri, og lent þar i austan vindi með áburðarfarm- inn. Skyggnið á Fagurhólsmýri var nii ekki meira en það, að Ingólfshöfði sást ekki i mestu skiirunum, en um það leyti sem afferming hófst, stytti 'ann upp, og hélzt þurr þar til biiið var að ferma vélina 300 vænum dilka- skrokkum. Það var ekki til setunnar boðið, hjá bændum og búaliði, sem verið höfðu við störf frá þvi klukkan l'jögur um morguninn, þvi að rétt fyrir tólf luku þeir við að afgreiða vélina, og eftir hádegið átti slátrun að hef jast, og stendur htin venjulega yfirfram að kvöldmat. Um 35 manns vinnur i sláturhús- inu þegar slátrað er, en ekki er þar þó alltaf sama fólkið, svo alls munu um 60 manns komast á launaskrá hjá Þorsteini slátur- hússtjóra á hverju hausti. 27,4 KÍLÓA DILKUR Við fyrstu sýn, virðist meðal- vigtin ætla að verða nokkuð góð hjá öræfingum i haust, þrátt fyrir að margt var tvilembt hjá þeim i vor. Þá kom nú á dögunum þyngsti dilkur, sem komið hefur i sláturhúsið á Fagurhólsmýri, og vóg hann hvorki meira né minna en 27.4 kiló. Eigandi dilksins hann Ingimundur Gislason á Hnappa- völlum, sagði, að dilkurinn hefði gengið á Brimfjalli i sumar. Það er ekki til setunnar boðið, þvi i Reykjavik biða kjötbilar frá Sambandinu eftir dilka- skrokkunum austan úr öræfa- sveit. Þegar Sigurður Elli flug- maður hefur fengið upp veður og annað hjá Oddi Jónssyni, flugaf- greiðslumanni og útibússtjóra kaupfélagsins, er haldið vestur á brautarendann, og I bakaleiðinni kemur það i hlut blaðamanns Timans að vera spenntur niður i salernisklefa flugvélarinnar, en á austurleiðinni var það sætið á milli flugstjóra og flugmanns, sem hann yljaði, og fékk þar góða yfirsýn yfir vandasamt starf flug- mannanna. KR. 4.05 A KÍLÓID Eðlilegt er að margir spyrji nú, hvað þessir flutningar kosti. Samkvæmt upplýsingum Einars Helgasonar yfirmanns innan- landsflugs Flugfélagsins, þá er gjaldið i ár kr. 4.05 á kilóið, en til samanburðar þá er venjulegt lægst gjald fyrir kílóið á þessari flugleið fímm krónur, og hæsta gjald kr. 6.60. Þetta haustgjald er við það miðað, að vélin sé full- fermd báðar leiðir, en vél sú, sem tekin er til þessara flutninga, getur litlu öðru annað i um tvær vikur, nema um sé að ræða vöru- flutningaflug til annarra staða á landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.