Tíminn - 29.09.1972, Side 7

Tíminn - 29.09.1972, Side 7
Föstudagur 29. september 1972 TÍMINN 7 Þeir sem hljóta heims- frægð Allir gera eitthvað áður en þeir verða heimsfrægir. Bette Davis visaði til sætis i kvik- myndahúsi, Rock Hudson var vörubilstjóri, James Gardner lagði teppi og bólstraði húsgögn og Jackie Onassis var blaðaljós- myndari. Hver á krakkann? Sinibaldo Appolloni, 38 ára gamall verkamaður, hjó gat á virgirðingu umhverfis hús Sophiu Loren og manns hennar Carlo Ponti, skreið inn um gatið og komst inn i húsið. Þar heimt- aði hann að fá að taka son sinn, Carlo, þriggja ára, með sér. t kirkjubókum er Carlo sagður sonur Pontis en Appolloni segir það tóma vitleysu. Lögreglan var kvödd til og tók manninn, og setti á geð- veikrahæli. Er þetta i þriðja sinnjsem hann brýzt inn á heim- ili Sophiu Loren. 1 fyrsta sinn hitti hann „tengdamóður” sina að máli, og var tekinn af lög- reglunni. Siðar komst hann inn og heimtaði að fá að hitta leik- konuna, þau væru nefnilega trú- lofuð. Lögreglan hefur ávallt tekið manninn og sett á geð- veikrahæli. bar hagar hann sér vel og er sleppt eftir skamman tima og fer á fund sinnar heitt- elskuðu. Appolloni hefur sönnunar- gagn undir höndum, sem á að sýna að hann fari með rétt mál: póstkort af Sophiu með eigin- handaráritun, en skriftin er prentuð með myndinni. Rikisframlag. Þegar hvirfilbyljir ganga yfir i Bandarikjunum verða oft margir fyrir eignatjóni og fá þá fjárhagsaðstoð frá rikinu til að koma fótunum undir sig aftur. Meðal þeirra, sem fengu lán eftir skemmdirnar, sem felli- bylurinn Agnes olli, var dans- mærin Heidi. Hún fékk 250 doll- ara til að kaupa indverska gler- augnaslöngu, en sú, sem hún dansaði með áður, drukknaði i flóðinu, sem Agnes olli. Ekki er getið um á umsókninni hvort slangan var mótdansari eða „klæði”. Leikarar giftast Ali McG'ráw, sem allir þekkja úr kvikmyndinni „Love Story” mun á næstunni giftast leikar- anum Steve McQueen. Þau hafa nýlokið við að leika saman i kvikmynd um Mafiuna, sem tekin var i Mexíkó. Betur má ef duga skal Bilstjóri ók á fullri ferð á ljósastaur við Hringbraut. Staurinn bognaði en féll ekki. Strák á skellinöðru bar þar að. — Þú verður að dúndra á hann aftur. Hann hangir enn uppi. Verkalýðssport Heath, forsætisráðherra, er mikill siglingagarpur og á stóra fina skútu og tekur oft þátt i siglingakeppni. Heath er óað-" finnanlega klæddur, þegar hann er til sjós, og sama er að segja um áhöfn hans. Um Wilson, fyrrverandi forsætisráðherra og foringja stjórnarandstöðunnar er sagt, að eini lúxusinn sem hann láti eftir sér, sé að reykja pipu. En i sumar fór hann til sjós. Ekki á glæsilegum kappsiglara, heldur fékk hann að fljóta með nánum samstarfsmanni sinum, Tony Field, sem á litinn mótorbát. Það voru engir iturvaxnir heldri manna synir, sem aðstoðuðu við siglinguna. Wilson og F'ield urðu sjálfir að koma fleyinu á flot og brettu upp á skálmarnar þegar þeir ýttu úr vör, og þóttu ekki beinlinis iþróttamannslega vaxnir. Þegar Wilson sá að blaðaljós- myndari var nærstaddur varð honum að orði: — Guð má vita hvað skop- myndateiknararnir geta gert úr þessu. Árum saman hafa finni kerl- i ingarblöð i Bretlandi kosið | Wilson „verst klædda mann ársins”.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.