Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 29. september 1972 Nýtt 30 milljón kr. félagsheim- ili tekið í notkun í Grindavík Nýja félagsheimilið í Grindavík er reisulegt hús og myndarlegt eins og sjá má. Ein mynda Ragnars Kjartanssonar i anddyrinu. Máfarnir svifa yfir fiskibátum á veiðum, tákn um aöal- atvinnuveg Grindvikinga. Viðskiptaráðuneytið. xxiu^xaincrJ" Sendisveinn óskast Viðskiptaráðuneytið vill ráða sendi- svein eftir hádegi. Þarf að hafa reiðhjól. Upplýsingar veittar i viðskiptaráðu- neytinu, Arnarhvoli, simi 25000. ænWWWi Til sölu þriggja fermetra k e t i 1.1 , m e ð innibyggðum hita- spiral. Simi 21962. ^gpAr ^ ^ Þeir, sem aka á BRIDGESTONE snjódekkjum, negldum með SANDVIK snjónöglum, komasr leiðar sinnar í snjó og hólku. Sendum gegn póstkröfu um land allt Verkstæðið opið a\\a daga kl. 7.30 Kl kl. 22, GÚMMIVNNU STOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 Stp—Reykjavík. Siðastliðið föstudagskvöld var tekinn i notkun annar af tveim áföngum viö nýtt félagsheimili i Grindavík. Þessi áfangi er fyrst og fremst samkomusalur, sem tekur 350 manns. Þá er einnig i honum fundarsalur, bókaher- bergi og annar minni samkomu- salur fyrir 100 manns i sæti. t siöari áfanganum, sem ekki er enn vitað, hvenær kemst i gagnið, verður aöstaöa fyrir bíó og leik- starfsemi. Smáeldhús eru í sam- bandi viö báöa samkomusalina. Byrjað var á byggingunni fyrir fjórum árum. Sú kostnaðaráætl- un, sem þá var gerð, stenzt að sjálfsögðu ekki nú, en þegar hefur verið byggt fyrir um 30 milljónir króna. Það samsæti, sem haldið var i hinu nýja félagsheimili á föstu- dagskvöldið 22/9, var ætlað þeim hreppsbúum og öðrum, er eitt- hvað hafa unnið við bygginguna, ogöllum þeim félögum, sem eiga i húsinu. Það er fyrst og fremst hreppsfélagið, en einnig kven- félagið, sem átti gamla félagsheimilið, er notað hefur verið siðan 1930. Þetta var talið ágætishús 1930, er það var byggt, en þá voru i hreppnum 400 manns. Nú er hreppsbúar, alls um 1300, svo gamla húsið var orðið allt of þröngt. Auk áðurnefndra aðila eiga i húsinu iþróttafélag, ungmenna- félag og verkalýösfélag i Grinda- vik. A laugardags- og sunnudags- kvöld, var haldin skemmtun fyrir hreppsbúa i nýja félagsheimilinu, sem hefur hlotiö nafnið Festv þar sem þeim var einnig veitt tæki- færi til að skoða það. Þá ber að geta þess, að i and- dyri hússins eru glæsileg lista- verk, sem Ragnar Kjartansson myndhöggvari hefur gert. Eru þetta svokallaðar rismyndir (lág- myndir), sem mótaðar eru I steypu á veggina. Skiptast mynd- irnar i þrjár heildir. Er ein af sjó- mönnum, sem eru að draga net, ónnur af fiskibátum, en sú þriðja af æskufólki i boltaleik. Eru þess- ar myndir staðnum mjög til prýði, og óvenjulegar að gerð, eftir þvi sem þekkist hér á landi. Listamaðurinn gerði þær úr steinleir heima á vinnustofu sinni, og brenndiþær,áður en þær voru settar upp. Er þetta framtak Grindvikinga til fyrirmyndar og verður von- andi öðrum til hvatningar i framtiðinni aö prýða samkomu- staði sina og aðrar stórbyggingar góðum og varanlegum listaverk- um. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 3. október kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd Varnarliðseigna. ARISTO léttir námið Með aukinni stæröfræðikennslu og vaxandí kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmanni nauösynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna f huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla- tösku. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2. Sími 13271.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.