Tíminn - 29.09.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 29.09.1972, Qupperneq 9
Föstudagur 29. september 1972 TÍMINN 2 (Jtgefandi: Fra'msóknarflokkuritin jSS: íij? Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-;$S:i !;!;! arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas KarlssonÍ;:i:i:i:i ÍijiÍ Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns ;!;!; Auglýsingastjóri: Steingrimur, Gislasqbi. • Ritstjórnarskrifiiiii:;:;: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-183061^: iiiÍi Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — au:glýs-í:i:;:;.;i: i;!;! ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300..Askriftargjaldi;!;!;!;!; !;!;! £25 kfónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-í;!;!;!;!; takið. Blaðaprent Ij.f Tilhæfulausar ásakanir Mbl. er að reyna að gera þvi skóna i leiðara sinum i gær, að Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, stefni i átt til ritskoðunar. Heldur blaðið þvi blákalt fram, að eftir að núverandi rikisstjórn tók við völdum hafi stöðugt verið reynt að hafa áhrif á fréttastofur Rikis- útvarpsins og beita þær þrýstingi. Tilefni þessara tilhæfulausu árása á forsætisráðherrann, er það, að fréttastofur Rikisútvarpsins hermdu athugasemdalaust alrangar skoðanir upp á forsætisráðherra. Þessar rangfærslur höföu birzt i brezka blað- inu Observer og eignaðar Ólafi Jóhannessyni. Auðvitað var augljóst, að i frásögn Observers af skoðunum Ólafs Jóhannessonar á kvótaveiði Breta i islenzkri landhelgi, hafði meira en litið skolazt til hjá blaðinu. Þess vegna var það sjálfsögð kurteisi og eðlileg vinnubrögð frétta- stofanna að bera þessi ummæli undir þann,sem sagður var höfundur þeirra, forsætisráðherra íslands, og gefa honum þannig tækifæri til að leiðrétta strax þessar rangfærslur hins brezka blaðs. Þetta var ekki gert, heldur voru hin rangfærðu ummæli birt athugasemdalaust og kom hvergi fram neitt um það, að nokkur ástæða væri til að draga gildi þeirra i efa. Þessi ranga frétt var siðan margendurtekin. Forsætisráðherra átaldi þessi vinnubrögð og hafði vissulega til þess fullan rétt. Raunar bar honum skylda til að vara við sliku lapi á furðu- fréttum úr erlendum blöðum. Það hefði verið algerlega óeðlilegt, ef forsætisráðherrann hefði látið sér þetta vel lika. En að kalla athugasemdir forsætisráðherrans við þessi vinnubrögð „ritskoðun” er þó meiri ósvifni i málflutningi en sést hefur lengi jafnvel i Mbl. Rangfærslur erlendra blaða hafa verið mjög til umræðu að undanförnu, m.a. vegna þess að stjórnarandstöðublöðin virðast hafa úti öll spjót að leita slikar rangfærslur uppi og flenna þær siðan upp. Það, sem rétt hefur verið með farið og okkur hefur verið til stuðnings i land- helgismálinu á erlendum vettvangi, hefur hins vegar ekki fengið jafn myndarlega afgreiðslu i þessum blöðum. Af tóni Mbl. má sjálfsagt ráða, að þessari iðju verði haldið áfram. Vitaskuld ráða rit- stjórar Mbl. þvi sjálfir, hvernig þeir stýra sinu blaði. Hins vegar mega þeir vita, að það eru gerðar meiri kröfur til fréttastofa Rikisút- varpsins um vandaðan og nákvæman frétta- flutning en menn gera til Mbl. Ef Mbl. vill kalla þær kröfur ritskoðun er það þess mál. En ósæmilegum móðgunum og aðdróttunum i garð forsætisráðherra, um að hann reyni að hafa áhrif á fréttastofur Rikisútvarpsins og beita þær þrýstingi, verður ekki látið ómót- mælt. Hér er um tilhæfulausar ásakanir að ræða. Geta forstöðumenn þessara fréttastofa lika staðfest það, ef Mbl. vildi eftir leita, að rikisstjórnin eða fulltrúar hennar hafa enga til- raun gert til að hafa áhrif á fréttaflutning útvarps og sjónvarps og munu ekki gera. Það, sem aflaga fer i starfi þessara stofnana, á hins vegar að sæta eðlilegri og heilbrigðri gagnrýni. —TK Grein úr Aftenposten, Osló: Ágreiningur menntamanna og stjómvalda í Júgóslavíu Tító gerist hvassyrtur í ræðu í Zagreb í Króatíu Tito TITO forseti feröaöist um Króatiu fyrir skömmu og flutti margar hvassyrtar ræöur, þar sem hann ámælti skorti á hug- sjónalegri einlægni og réðist gegn „stéttarféndum”, bæöi heima fyrir og erlendis. Hann deildi einnig á nýtingu vafa- samra þjóðernishreyfinga. Andinn i ræðum Titos og orða- farið minnti mjög á aöferðir starfsbræðra hans austar og efalaust ber að lita svo á, að þetta boði harðnandi tök i Júgóslaviu, einkum þó innan kommúnistaflokks landsins. Tito var sérlega orðhvass i ræðu einni, sem hann flutti i Zagreb, höfuðborg Króatiu. Aheyrendur forsetans voru virkir félagar i kommúnista- flokknum og hann krafðist eindreginnar og virkrar bar- áttu fyrir röð og reglu i flokkn- um. Hann ræddi um nauðsyn- lega einingu, sem ekki væri unnt að koma á nema gera sér ljósa grein fyrir kröfum lýð- ræðislegrar miðstjórnar. LÝÐRÆÐISLEG miðstjórn hefir verið nokkurs konar bannorð i stjórnmálum Júgó- slaviu. Titó tók þvi skýrt fram — áður en nokkrum hafði unn- izt timi til athugasemdar — aö honum væri mæta vel ljóst, hve rafmögnuð orð hann hefði látið sér um munn fara. „Sagt hefir verið, aö lýð- ræöisleg miðstjórn táknaði afturhvarf til fortiðarinnar og væri stalinismi. En um hvað er i raun og veru að tefla? Við berum ábyrgð á þvi, sem við höfum skapað i samfélaginu”, sagði forsetinn. Hann lagði siðan höfuðáherzlu á nauðsyn- ina á efldri miðstjórn i flokkn- um og baráttuna gegn féndum stéttarinnar, „sem finnast ekki aðeins hér i landi, heldur og utan þess”. FRAM kom i fyrra, að óvar- legt er að draga of eindregnar og umfangsmiklar ályktanir um framtiðina af ummælum Titos. I desember i fyrra fóru fram alvarlegar hreinsanir i forustu kommúnistaflokksins i Króatiu og Titó flutti mjög harðorðar ræður. Tæpum mánuði siðar flutti hann ára- mótaræðu, þar sem hann vandaði hógværlega um við þá, sem hefðu misnotað oröið vandræði i sambandi við ástandið i lýðveldinu Króatiu. Tito gerði sér mjög ljósa grein fyrir, hvaða viöbrögð framferði miðstjórnarinnar i Jógóslaviu hefði vakið, bæði heima fyrir og erlendis. Hann flutti þvi ræðu i hafnar- og iðn- aðarborginni Rijeka, og þótti ástæða til aö sýna fram á, að miðstjórnin heföi sýnt mikla mildi i framferði sinu. „Þið vitið mætavel, hvernig farið hefir verið að i öðrum löndum þegar likt hefir staðið á. Þar hafa höfuð fokið af bol- um. Við förum ekki þannig að, en guðirnir vita, að einangra verður einstakling, sem fæst ekki til að láta af fjandsam- legri iðju. Hér er öllum ljóst, hvernig að þvi er fariö, og þaö er ekki unnt með öörum hætti”. HINN hvassi andi i ræöunni i Zagreb og yfirstandandi réttarhöld i Króatiu benda eindregið til, að áhrif þeirra ráðgjafa, sem eru á máli vald- hafanna i Moskvu, hafi aukizt að mun að undanförnu. Ýmsir gerðu ráð fyrir slikri þróun þegar fregnir bárust um króa- tiska hermdarverkahópinn, sem lagði leið sina yfir landa- mæri Austurrikis og Júgó- slaviu i júli i sumar. Hann var ekki ofurliði borinn fyrri en eftir alvarleg skæruliðaátök i Bosniu i þrjár vikur, og biðu Júgóslavar verulegt manntjón i þeim átökum. Þeir, sem hafa verið óánægðir með hugsjónalega linkind valdhafanna i Júgó- slaviu, hafa notfært sér þennan atburð dyggilega. Þeir segja forustu landsins hvorki hafa verið nægilega stranga né einhuga. Út i frá veit eng- inn, hve hinir óánægðu eru margir né heldur hve áhrifa- miklir þeir eru, og sennilega er ekki mörgum af forustu- mönnum flokksins það heldur ljóst. Uppgjörið viö Rankovic fór fram 1966, en hann var þá varaforseti landsins. Þar féll helzti verjandi hinna óánægðu á eigin ákefð, en þó efaöist enginn um tilvist þeirra eftir sem áður. öfgahreyfing Kró- ata vakti á sér aukna athygli með flugvélarráninu i Sviþjóð um daginn og efalitiö verður það til þess að efla aðstöðu harölinumanna i Júgóslaviu. RITSKOÐUN hefir verið beitt i auknum mæli við tima- rit um heimspeki og stjórnmál og þykir það benda til strang- ara aðhaldsen áður. Dómstóll i Zagreb bannaði birtingu eins heftis af timaritinu Praxis i júli i sumar, en þaö timarit hefir verið málgagn tiltölu- lega kreddulausra og frjáls- lyndra nýmarxista. I byrjun september var einnig bannað að birta hefti af timaritinu Filosofia 72, sem gefið er út i Belgrad. Astæða bannsins var sögð „uggvekj- andi og rangar skoðanir”. Sagt var frá þvi i stuttri frétt i blöðum i Belgrad, að greinar úr hinu bannaða hefti Praxis hafi verið birtar i Filosofia 72, og auk þess „grein ein úr blaði erlendis”. Þarna er átt við langa grein úr svissneska blaðinu Neue Ziiricher Zeitung, sem fjallaði um bannið viðbirtingu Praxis- heftisins i sumar. Svo er að sjá, sem þarna sé uppi all- alvarlegur ágreiningur milli timarita og valdhafa. EINNIG kemur þarna við sögu grein eftir Dobrica Cosic rithöfund i Belgrad, þar sem hann gagnrýnir allmarga dóma, sem kveðnir hafa verið upp yfir menntamönnum að undanförnu. Nýjasti dómurinn var kveðinn upp yfir Mihajlo Djuric háskólakennara, en hann haföi ráðizt all-ógætilega á fram komnar tillögur til breytinga á stjórnarskránni á námskeiði einu, sem haldið var i Belgrad. Þessi dómur hefir vakið ákveðnari við- brögð en ella vegna þess, að þátttakendur i námskeiðinu höföu einmitt verið hvattir til að segja meiningu sina undan- dráttarlaust. Augljóst er, aö ritendur timaritagreina og sumir menntamenn verða að teljast til „stéttarfénda” eins og mál- um er nú háttaö i Júgóslaviu, og af þeim sökum má vænta nýrra „einangrunaraðgerða”. Nýjustu fréttir af réttarhöld- unum i Zagreb herma að sak- borningar hafi neitaö að viðurkenna hæfni dómstól- anna til aö fjalla um mál þeirra. Þá hefir einnig kvisazt, að ekki hafi tekizt að sanna neitt beint samband milli uppreisnargjarnra menntamanna og króatiskra öfgamanna i útlegð. Eins og á stendur viröast þó litlar likur á, að þessi sönnunarskortur hrökkvi til að forða mennta- mönnunum frá aö veröa „ein- angraðir”.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.