Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 11
 Föstudagur 29. september 1972 TÍMINN 11 ' i voru fyrir öðrum gafli hússins, mátti hafa þar þrjá elda i senn. Þó hús þetta væri ekki meir við skraut en sagt er, varð það aðal- drykkjustofa um réttir. Sátu menn meðfram veggjum á kláf- um og kirnum, en húsfreyja var I öndvegi við hlóðrinar og hitaði kaffi og mungát handa gestum. Sátu þá heldri menn úr Húna- vatnssýslu og Skagafirði hið næsta henni á hlóðarsteinum og i öðrum virðingarsætum. Var þar oft glaumur mikill og hornaskvol. Nú er að segja frá Arna, að hann kemur siðla kvölds til Stafns. Sleppti hann hesti sinum á túnið, en reisti sinina upp við bæjarþil, þvi að enginn mátti með vopnum ganga til eldhúss. Dvald- ist honum lengi inni og kneyfði mörg horn. Var nokkuö liðið á nótt, er hann sneri til dyra. Þreifaði hann fyrir sér eftir vopni sinu, er út kom, þvi að myrkur var og hann orðinn voteygur. Finnur hann ekki það, er hann leitaði. Spurði hann menn, er þar voru hver mundi svo djarfur að taka vopn sin. Gat einhver þess, að hundur lægi þar I varpanum og nagaði eitthvað. Snaraðist Arni þangað. Lá þá seppi með sinina og hafði þegar stýft hana allt að miðju. Gripur Arni til heftisins og bregður stúfnum og lýstur hund- inn mikið högg. Kvað seppi við hátt. Var eigandi hans þar ekki allfjarri. Brásthannreiður við og býst til að hefna áverkans og snýr að Árna. Voru ýmsir vinir og drykkjubræður Arna þar nærri og hlupu til að veita honum. Skiptust menn þar i tvo flokka og sló I bardaga. Gerðist nú hark mikið og vopnaburður, og urðu brátt áverkar með mönnum. Veitti hundingjum miður i fyrstu. Leituðu þeir sér þá vigis á fjós- haugnum, þvi að hann var þar nærri. Létu þeir nú mykjuna ganga sem tiðast, en hinir börðu torfuskeklum, er þeir rifu úr veggjum og á öðru, er til fannst. Var nú orrusta hin ákafasta, og mátti ekki á milli sjá, hverjir sigra myndu. Bárust tiðindin til eldhúss, að fjölmenni berðist úti fyrir. Heitir húsfreyja á menn til fulltingis að stöðva bardagann, og gekk hún fyrir út á vlgvöllinn. Gekk hún þar á milli með menn sina. Urðu þeir skildir, er börð- ust, og varð griðum komiö á. Gengu vinir beggja i milli aö leita sættir. Kom mönnum ásamt um að leggja málin i gerð. Voru vald- ir til þess hinir vitrustu menn. Sögðu þeir upp gerðina þegar um nóttina. Skyldi jafnt, sinarátið og frumhlaupið, en húsfreyja kvaðst bæta frá sér Arna brennivins- staupi en hundinum grautar- sleikju, en öllum skyldi heimill bæjarlækurinn til afnota fyrir neðan bæ. Þótt húsfreyju vel farnast og stórmannlega, og hlaut hún virðingu af málinu. Lauk þannig ófriði þeim hinum mikla, er nafnfrægastur hefur orðið þar i sveit og lengi verið til vitnað'/. Þannig sagði Jónas Illugason frá sögulegum atburðum I Stafni. Og þar með látum við staðar numið. Safnið af Auðkúluheiði rennur niður Sléttárdal, um fimmtán þúsund I Ljósmynd: Böðvar Indriðason. t Vatnsdalsrétt — þar var slikt fjölmenni, að mannfóikið nær yfirgnæfði hvitagullið. Ljósmynd: Böðvar Indriðason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.