Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 11
TÍMINN 10 TÍMINN Föstudagur 29. september 1972 Föstudagur 29. september 1972 11 wmmm. HVÍTAGULUÐ STREYAAIR AF HEIÐUNUAA llrossin komin til réttar i Stafni. Nú riöa þeir aft Stafni meft silfurbúnar svipur, enda át hundurinn sinina, sem Arni Árnason haffti aft keyri forftum. Ljósmynd: Agúst Björnsson. tJr Viftidalstungurétt — þar var margt um manninn og glatt á hjalla. Ljósmynd: Böftvar Indriftason. -*vi- /'■ ST'- Féft rennur niftur tunguna sunnan vift Alku. Ljósmynd: Böftvar Indriftason. Gamli Holtapresturinn, séra Ölafur Ólafsson, komst svo aö oröi i einni af greinum sinum, sem hann skrifaöi til þess aö minna þjóöbræöur sina, sem upp- fullir voru af vanmetakennd og Amerikuórum, á gæöi fööur- landsins og nytsemd þeirra at vinnuvega, er þeir gátu stundaö á ættarslóöum, aö lömbin kæmu af afréttum á haustin meö spesi- urnar á bakinu. Löngu seinna oröuðu þeir Andrés Kristjánsson og Agúst á Hofi svipaöa hugsun á þann veg, aö hvitagulliö streymdi niöur dalinn, þegar safnið væri rekiö til byggöa. Nú eru höfuöréttirnar nýlega afstaðnar, og meö þvi aö Timinn átti þá sem oftar hauka i horni viöa um land og hér og þar voru á stjái menn, sem ráku erindi blaösins, hefur okkur áskotnazt ekki svo litiö af myndum, sem á sinn hátt sýna hugblæ þessara daga, sem jafnan hafa veriö og eru enn eftirminnilegastir allra daga, þegar sumri lýkur. Með þvi aö viö höfum sótt fyr- irsögnina á greinina i fórur þeirra félaga, Andrésar og Agústs, gæt- um við þeirrar kurteisi aö velja myndir úr fjórum húnvetnskum byggðarlögum — Svartárdal, Svinavatnshreppi, Vatnsdal og Viðidal. A þeim slóöum eru afréttir miklir, göngur langar og sögufrægar og bændur fjármarg- ir, að minnsta kosti sumir hverj- ir. Þar eru réttir þess vegna meira en nafnið tómt á þessum slóöum, þótt sums staðar annars staöar á landinu séu þær ekki orönar nema svipur hjá sjón. Að visu hittast Húnvetningar og Borgfiröingar ekki framar i göngum á hálendinu — þvi valda mæðiveikigirðingarnar, er enn standa — og við það hafa göng- urnar orðið heldur fátæklegri en þær voru i fyrri daga, þvi aö skilja má, aö oft hafi verið næsta glatt á hjalla, er sunnanmenn og norðanmenn hittust, og margar eru þær minningar, sem rosknir menn eiga um þá samfundi. Ekki er heldur treyst jafnt á hestana og gert var i fyrri tið, og fleira, er breytingum hefur tekiö. Af þessum sökum mun vart til þess koma framar, aö sami maö- urinn hafi nitján hestakaup á ein- um sólarhring i göngum eins og sagt er, aö einn hinna fyrri bænda i Viðidalstungu hafi gert. En fjall- kóngar og réttarstjórar eru enn miklir menn á haustdögum (og vonandi einnig þess utan alla jafna) og til eru markglöggir menn, sem jafnan eru þarfir i réttum, þótt minna reyni orðiö á þá nú en áöur, þar er beitilöndin eru hólfuð sundur meö giröing- um. Og fjölsóttari eru réttir sennilega orðnar en nokkru sinni hefur áður verið. Það hefur aö visu lengi verið landssiöur að allir, er nærlendis búa, reyni að komast i rétt sveitar sinnar, og hefur lengi verið talið að hart brjóst þyrfti til þess að neita til dæmis unglingi um þá ánægju. En nú valda breyttir samgönguhætt- ir þvi, aö fólk kemur miklu viöar aö, jafnvel úr öörum landsfjórö- ungum, enda ekki timafrekari aö skjótast eitt eöa tvö hundruð kiló- metra á bil en fara riðandi marg- ar bæjarleiöir. Ekki mun laust við, að enn haldist þaö, er lengi hefur Ioöaö við, aö mönnum sé tamara en endranær aö hafa hönd á pyttlu 1 réttunum. Einu sinni var lika sagt, aö rata mætti réttaleið um Stórasand af flöskum þeim, sem vöröuöu leið gangnamanna. Hafi svo einhvern tima veriö — dálitl ar ýkjur eru húnvetnskt skálda leyfi — þá er þaö að minnsta kost ekki rétt lengur. En hvað um þaö Enn þykir það ekki tiltökumál þótt menn séu við skál i réttum þótt verið hafi lika til (og til séu trúlegtenn) byggöarlög i landinu, þar sem ósvinna var talin aö hafa vin um hönd i réttum. Viö sleppum þvi að segja frá at buröum i réttunum i haust, þótt án efa hafi þar sitthvað frásagnarvert gerzt. Slikt fylgir réttum jafnan, aö eitthvaö er það til frásögu haft. Og sumt dregur lengri drögu en frásögurnar ein- ar, þvi aö ekki er enn ótitt fremur en á fyrri tiö, að þar beri það viö, aö teningum sé kastað og framtiö fólks ráðin. Ég hef lika heyrt þaö af munni þess, sem glöggt má vita, aö þaö sé hiö mesta heillaráð að trúlofast i lyngbrekku á réttardaginn, og afbragöshjónabönd, sem af þvi kvikna. Stundum tekst þó ekki svona vel til. Allir muna, hvernig fór fyrir Kormáki, er hann ætlaöi i leitir, og sá Steingeröi undir’ skeggi Hagbarðs i gististað i Gnúpsdal. En raunar var þaö i leitum Miðfirðinga. Það er Hall- freöur vandræöaskáld og Kol- finna, sem eru hinir ólánssömu elskendur austursýslunnar, og það var i seli, sem Hallfreöur gisti aö Kolfinnu. En svo gerast lika spaugileg atvik i réttum eins og nærri má geta. Við höfum ekki aö þessu sinni myndir úr Stafnsrétt, nema úr hrossaréttinni. En Stafnsrétt er nú einu sinni meðal fræg- ustu rétta i landinu. Þess vegna er ekki fjarri lagi klykkja hér út meö dálitilli gamansögu þaðan, aö visu ekki nýrri af nálinni. Höf- undur hennar var þekktur Húnvetningur, Jónas Illugason, og segir þar af þvi, þegar hundingjar og sinverjar börðust. Sagan er á þessa leiö i megin- dráttum: „Arni er maður nefndur Árna- son. Hann átti sér kenningarnafn, var kallaður gersemi. Hann var lausingi og mjög kenndur við drykk. Eitt haust fékk hann hest og reiðtygi að láni og rfður til Stafnsréttar. Hafði hann nautssin i hendi og ekki annaö vopna. Reið hann, sem leið liggur fram Svart- árdal að Stafni. Þetta var kvöldiö fyrir réttina. Var á þeim árum fjölmenni mikið við réttina, og komu flestir kvöldið áöur. Varð þvi oft mannmargt i Stafni um nóttina. Hús voru þar ekki stór, önnur en eldhúsið. Þaö var mikiö aö lengd og breidd, en ekki hátt. Ei var þaö þiljaö, en veggir þurrir og haröir af sóti. Hlóðir miklar voru fyrir öörum gafli hússins, mátti hafa þar þrjá elda i senn. Þó hús þetta væri ekki meir við skraut en sagt er, varö það aöal- drykkjustofa um réttir. Sátu menn meöfram veggjum á kláf- um og kirnum, en húsfreyja var i öndvegi við hlóörinar og hitaði kaffi og mungát handa gestum. Sátu þá heldri menn úr Húna- vatnssýslu og Skagafirði hiö næsta henni á hlóðarsteinum og i öörum viröingarsætum. Var þar oft glaumur mikill og hornaskvol. Nú er að segja frá Arna, að hann kemur siðla kvölds til Stafns. Sleppti hann hesti slnum á túnið, en reisti sinina upp viö bæjarþil, þvi aö enginn mátti meö vopnum ganga til eldhúss. Dvald- ist honum lengi inni og kneyföi mörg horn. Var nokkuð liðið á nótt, er hann sneri til dyra. Þreifaði hann fyrir sér eftir vopni sinu, er út kom, þvi að myrkur var og hann oröinn voteygur. Finnur hann ekki það, er hann leitaði. Spurði hann menn, er þar voru hver mundi svo djarfur aö taka vopn sin. Gat einhver þess, að hundur lægi þar i varpanum og nagaði eitthvaö. Snaraðist Arni þangað. Lá þá seppi meö sinina og haföi þegar stýft hana allt aö miðju. Gripur Arni til heftisins og bregður stúfnum og lýstur hund- inn mikið högg. Kvað seppi við hátt. Var eigandi hans þar ekki allfjarri. Brásthann reiöur viö og býst til að hefna áverkans og snýr að Árna. Voru ýmsir vinir og drykkjubræöur Arna þar nærri og hlupu til aö veita honum. Skiptust menn þar i tvo flokka og sló i bardaga. Geröist nú hark mikið og vopnaburöur, og uröu brátt áverkar meö mönnum. Veitti hundingjum miður i fyrstu. Leituðu þeir sér þá vigis á fjós- haugnum, þvi aö hann var þar nærri. Létu þeir nú mykjuna ganga sem tíðast, en hinir böröu torfuskeklum, er þeir rifu úr veggjum og á ööru, er til fannst. Var nú orrusta hin ákafasta, og mátti ekki á milli sjá, hverjir sigra myndu. Bárust tiöindin til eldhúss, að fjölmenni beröist úti fyrir. Heitir húsfreyja á menn til fulltingis að stööva bardagann, og gekk hún fyrir út á vigvöllinn. Gekk hún þar á milli með menn sina. Urðu þeir skildir, er börö- ust, og varö griöum komiö á. Gengu vinir beggja i milli aö leita sættir. Kom mönnum ásamt um aö leggja málin i gerö. Voru vald- ir til þess hinir vitrustu menn. Sögðu þeir upp gerðina þegar um nóttina. Skyldi jafnt, sinarátiö og frumhlaupiö, en húsfreyja kvaöst bæta frá sér Arna brennivins- staupi en hundinum grautar- sleikju, en öllum skyldi heimill bæjarlækurinn til afnota fyrir neðan bæ. Þótt húsfreyju vel farnast og stórmannlega, og hlaut hún viröingu af málinu. Lauk þannig ófriöi þeim hinum mikla, er nafnfrægastur hefur oröið þar i sveit og lengi verið til vitnaö’/. Þannig sagöi Jónas Illugason frá sögulegum atburðum i Stafni. Og þar með látum viö staöar numið. Safnift af Auökúluheifti rennur niöur Sléttárdal, um fimmtán þúsund fjár. Ljósmynd: Böftvar Indriftason. t Vatnsdalsrétt — þar var slikt fjölmenni, aft mannfólkift nær yfirgnæffti hvftagulliö. Ljósmynd: Böftvar Indriöason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.