Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 29. september 1972 TÍMINN 17 Tekst Fram að sigra v-þýzka meistaraliðið Göppingen í kvöld? - bæði liðin taka þátt í Evrópubikar- keppnini í keppninni í handknatt leik. Leikurinn hefst kl. 20.30 í Laugardalshöllinni kvöld fer fram i Laugardals- höllinni fyrsti handknattleikur á komandi keppnistimabili og þar er ekki leikur af verri endanum, þá mætast islandsmeistararnir Fram og v-þýzku meistararnir Göppingen. Leikurinn hefst kl. 20.30 og má búast við fjörugum leik og spennandi. Bæði liðin,sem leika í kvöld, taka þátt i Evrópu- keppni i handknattleik i vetur og er þessi heimsókn liður í undir- búningi liðanna fyrir Evrópu- keppnina. Framliðið leikur með sitt sterkasta lið i kvöld og hafa mikinn hug á að vinna v-þýzku meistarana — Framliðið hefur æft vel í sumar undir stjórn Karls Benediktssonar og Páls Jónsson- ar, en þeir fóru í sumar á þjálf- aranámskeið i Júgóslavíu og lærðu þar ýmsar nýjungar i hand- knattleik. í kvöld fæst úr þvi skor- ið, hvort islenzkur handknattleik- ur er betri en v-þýzkur og verður fróðlegt að sjá, hvort Fram tekst að sigra liðið, sem sigraði Gummersbach i úrslitaleik um v- þýzka meistaratitilinn. Hér rekjum við i stuttu máli sögu Göppingen: TPSG FRISCH GOPPINGEN var stofnað árið 1896 og hét upp- haflega Turn Club Frisch Auf Göppingen, en i marz 1972 var nafni félagsins breytt i TURN UND POLIZEI SPORTGENEIN- SCHAFT FRISCH AUF GÖPP- INGEN. Fyrstu fimmtiu árin var félagið smátt i sniðum en upp úr 1950 fó r félaginu að vaxa fiskur um hrygg og tók upp fleiri iþróttagreinar og hefur i dag 10 deildir. Judo, karate, hnefaleika, blak, frjálsar iþróttir, knattspyrnu, borðtennis, leikfimi, badminton svo og hand- knattleik. Árið 1954 vinnur félagið sina fyrstu meistaratign i handknatt- leik. Sigrar Polizei Hamburg i úrslitaleik, en frá 1959 má segja að félagið hafi verið stórveldi i þýzkum handknattleik, allt fram til ársins 1965, en þá hafði félagið orðið fimm sinnum þýzkur meistari i handknattleik innan- húss 1959, 1960, 1962, 1963 og 1965, auk þess varð félagið Evrópubik- armeistari árin 1960 og 1962. Arið 1970 tókst félaginu að endurheimta titilinn og aftur árið Tekst Axel Axelssyni að skjóta Þjóðverjana i kaf I kvöld. Hann og flestir ieikmenn Fram eru i mjög góðri æfingu um þessar mundir. 1972 og nú segja forystumenn félagsins, að annað velgengnis- timabil sé i vændum og veldi góð- kunningja islenzkra handknatt- leiksmanna, Gummersbach, sé að hnigna. Frisch Auf Göppingen, sigraði Gummersbach nú i úrslitaleik um meistaratignina 14:12 og átti markvörður liðsins Uwe Rathjen mestan þátt i þeim sigri með frá- bærri markvörzlu. Þekktustu leikmenn Göppingen eru: f.A. Nr. 1 Uwe Rathjen, markvörður, 29 ára, hefur leikið 30 landsleiki var i þýzka olympiuliðinu i Munchen. No. 2. Paul Epple, bakvörður, 25 ára, hefur leikið 1 landsleik og 5 sinnum með B landsliði, var markahæsti maður liðsins á siðasta keppnistimabili. No. 3. Walter Pflíiger, bakvörður, 33 ára, hefur leikið 5 landsleiki og er elzti maður liðsins. No. 5. Christian Patzer, bakvörð- ur, 28 ára Austurrikismaður hef- ur leikið 62 landsleiki, m.a. gegn Islandi i undankeppni Heims- meistarakeppninnar 1969 og á Spáni 1972. No. (!. Max Miiller, fyrirliði, 27 ára, hefur leikið 51 landsleik.álit- inn bezti maður liðsins. A tti við meiðsli að striða fyrri hluta keppnistimabilsins og komst þvi ekki i þýzka olympiuliðið, lék með þýzka landsliðinu i Heims- meistarakeppninni 1970. No. 7. Peter Bucher, framvörður, 25 ára, hefur leikið 46 landsleiki, þekktasti og vinsælasti leikmaður liðsins, örvhentur. linuspilari. Lék með þýzka olympiuliðinu i Múnchen. Aðrir leikmenn eru: No. 4. Wolfgang Don, 23 ára, ný- liði. No. 8. Giinter Schweikardt, 24 ára. No. 9. Werner Fischer, 21 árs. No. 10. Werner Arndt, 28 ára. No. 11. Sigmund Seeger, 24 ára, nýliði. No. 13. Dieter Gross, 22 ára. No. 14. Frank Wohlrabe, 20 ára. Þjálfari liðsins er Edmund Meister. Form. deildarinnar er Anton Burkhardtsmaier. Keppnislimabilið hefst i Þýzka- landi þann 7. okt. og hafa leik- menn stundað æfingar frá þvi i april og má gera ráð fyrir, að þeir séu i mjög góðri æfingu og sé þessi ferð til íslands lokaáfangi fyrir 1. deildar keppnina. Islenzkum Judo-mönnum boðið til Tékkóslóvakíu Vetrardagskrá Judofélags Reykjavikur hefst mánudaginn 2. okt. n.k. Kennt verður i þremur byrjendaflokkum: Drengjafl. stúlknafl. og fullorðinna karlm. Þá verður einnig lögð sérstök áherzla á þjálfun keppnismanna, þvi að bæði er, að framundan eru mörg mót, Islandsmót o.fl. og að borizt hefur mjög athyglisvert boð frá Tékkóslóvakiu um gagn- kvæm heimboð judomanna. Bjóð- ast Tékkar til að senda hingað 12 manna keppnislið, gegn þvi að við sjáum um uppihald þeirra hér i nokkra daga, og siðar fari svo álika hópur héðan til Tékkósló- vakiu. Boð þetta er hið athyglis- verðasta, oghið fyrsta, sem okkur berst um gagnkvæm heimboð með viðráðanlegum kostnaði. Fram til þessa hafa judomenn héðan aðeins tekið þátt i tveim alþjóðlegum mótum, árið 1968 kepptu tveir frá Judofélagi R-vik- ur á Norðurlandameistaramóti i Judo, unnu þá Norðmenn, og þrir frá sama félagi kepptu á Evróu- meistaramótinu 1970. Hér heima hefur aðeins einu sinni farið fram keppni með þátttöku útlendinga, voru það tveir Skotar, sem kepptu hér sem gestir, og töpuðu þeir tveim glimum hér fyrir félögum J.R. Æfingatimar Judofélagsins verða sem hér segir: Mánudagar kl. 6,45 s.d. almenn æfing. Þriðjud. kl. 6-6,45 drengir. Kl. 6,45 til 8 almenn æfing, 8-9 byrjendur karlafl. Miðvikud. kl. 6.30 stúlkur. Fimmtud. kl. 6,45 almenn æfing, kl. 8-9 byrj. karlafl. Laugardag - ar kl. 1,30 stúlkur, kl. 2,30 almenn æfing. Judofélag'-Reykjavikur er að Skipholti 21, 3. h. inng. frá Nóat. Aðalþjálfari félagsins verður Nobuaki Yamamoto 5. dan Kodokan. 4 Fyrst með hægri og I svo með vinstri...skot! I * m u Þessar skemmtilegu myndir tók Ijósmyndari Tlmans, Róbert, I lír-»J slitaleik islandsmótsins i kvennaknattspyrnu. A myndunum sést bezta J« knattspyrnukona landsliðsins Ólöf ólafsdóttir, Armann — leika á eina «J stúlkuna úr FH og skjóta með vinstri fætinum á markið, en það fór eins J« og svo oft i leiknum, Armannsstúlkurnar skutu rétt fram hjá. ólöf hef- ¦", ur átt erfitt með að sækja æfingar hjá Armanni I sumar, ástæðan fyrir "• þvi, er að hún er búsett i Eyjum. Til gamans má geta þess, að þegar 1. ¦' deildar lið Vestmanneyja komst ekki til Reykjavikur I sumar vegna J» þess að flugveður var ekki, þá kom Ólöf með Herjólfi og lék einn leik ¦", með Armannsstúlkunum, einmitt á sama tlma og þurfti að fresta leik V Eyjamanna. »J ÍR-liðið æfir á fullum krafti - Anton og Pétur leika með liðinu í vetur Körfuknattleikslið IR, sem mætir Real Madrid i Evrópu- keppni meistaraliða, er byrjað að æfa af fullum krafti og er mætt mjög vel á æfingar liðs- ins. Þegar við litum inn á æfingu hjá liðinu á þriðjudags- kvöldið, voru um 25 menn á æfingu. Ailir sterkustu leik- menn liðsins voru þar og er mikill hugur i leikmónnum liðsins. Anton Bjarnason, er ekki byrjaður að æfa vegna meiðsla, en hann getur fljót- lega hafið æfingar. Pétur Böðvarsson, sem var á Seyðis- firði s.l. vetur, hefur mætt á æfingar hjá liðinu og er hann að byrja æfingar af fullum krafti með sinum gömlu félög- um. Þaðerekki að efa.að þeir Pétur og Anton, koma til með að styrkja IR-liðið mikið i vet- ur. SOS Karl þjálfar Hauka Miklar likur eru á þvi að hinn kunni handknattleisþjálf- ari Karl Benediktsson, þjáif- ari Fram — þjálfi 2. deildarlið Hauka i vetur. Það er ekki enn ákveðið, þvi að Karl tekur ekki að sér að þjálfa Hauka, ef íjölgað verður i 1. deild. Karl getur ekki verið með tvö 1. deildarlið i vetur, eins og gef- ur að skilja. Ef verður horfið að þvi að fjölga i 1. deild, þá leika Haukar, sem féllu, og Grótta um sætið, sem verður laust. Gunnlaugur þjálfar Þrótt Gunnlaugur Hjálmarsson, hinn kunni handknattleiks- maður úr IR, hefur tekið að sér að þjálfa 2. deildarliðið Þrótt I handknattleik. Eins og flestir vita, þá er Gunnlaugur einn frægasti handknattleiks- maður, sem Island hefur átt og var hann fyrirliði islenzka landsliðsins i handknattleik um árabil, hann hefur einnig leikiðmeðB-landsliði Islands i knattspyrnu sem markvörð- ur. Þetta er ekki fyrsta liðið, sem Gunnlaugur gerist þjálf- ari hjá, hann hefur þjálfað meistaraflokk Fram og siðastliðin tvö ár hefur hann þjálfað meistaraflokk Fram og siðastliðin tvö ár hefur hann leikið með og þjálfað 1. deildarlið IR. Gunnlaugur mun leika með IR-liðinu i vet- ur og er hann um þessar -mundir i mjög góðri æfingu. Það er hægt að segja að dr. Ingimar Jónsson og Gunn- laugur Hjálmarsson, hafi haft verkaskiptingusem þjálfarar i vetur. Ingimar, sem þjálfaði lið Þróttar s.l. keppnistimabil, þjálfar nú IR-liðið, en Gunn- laugur, sem þjálfaði IR-liðið, mun þjálfa hjá Þrótti i vet- ur. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.