Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 ClERA kæli- skápar JOrv&Jbta/wé&cux. hJt raftækjadeild Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Réttarrannsókn vegna leigumálans Nú dregur heldur betur til tlð- inda i deilunni um leiguna á Iönó. Uómsmálaráöuneytiö hefur skor- izt i leikinn og fariö þess á leit viö saksóknara ríkisins, aö hann rannsaki málið. Blaðinu hefur borizt fréttatil- kynning frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, þar sem svo segir: „Þar sem komið hefur fram i almennum blaðafregnum, að ætla megi, að við leigu á húsnæði til Leikfélags Reykjavikur i Alþýöu- húsinu Iðnó nú nýlega, hafi af hálfu leigusala verið framið brot á verðlagslöggjöfinni, hefir ráöu- neytið talið rétt að óska þess við saksóknara rikisins, að hann hlutist til um að fram fari réttar- rannsókn, svo að mál þetta verði upplýst og geti fengið viðeigandi meðferð.” Alþjóðahafréttarráðstefnan: Mikill meirihluti mun verða hlynnt- ur útfærslunni, Það er nú urð, er áður var þjóðleið Siglufjaröarskarð þótti löngum hættulegur fjallvegur og torfær. Svo rammt kvaö aö þessu, að um eitt skeið hugöu menn þar bústaö grimmra máttarvalda, sem léku sér aö llfi manna. Þess vegna tók séra Þorleifur Skaftason I Múla sig til á átjándu öld og vlgöi skarðið. Þar kom, að bilvegur varð geröur um skaröiö, og varð ekki aöra leið komizt til Siglufjaröar á landi, unz Strákagöngin voru gerö. Siöan hefur skaröið ekki veriö fariö, og nú þegar hefur náttúrunni orðið vel ágengt viö að má út handaverk mannanna. Svo mjög hefur hrunið úr klettunum beggja vegna, aö þar er nú urð, er áður var akvegur. Ljósmynd: Ágúst Björnsson. sögðu brezkir fulltrúar á fiskveiðiráðstefnu V-Evrópu NTB—Þrándheimi Hin árlega fiskveiðiráðstefna V-Evrópu var nýlega haldin i Knokke i Belgiu. Haft er eftir brezkum fulltrúum á ráöstefn- unni, aö allt útlit sér til, aö 70 til 80 af þeim 30 rlkjum, sem sitja munu hafréttarráðstefnuna á næsta ári, veröi hlynnt stækkun landhelgi almennt. Þýöir þetta, að andstaða V-Evrópurikja, ann- arra en islands og Noregs, við landhelgisstækkun verður ofurliöi borin. Það var Arnulf Midtgaard, framkvæmdastjóri Fiskimanna- sambands Noregs, sem hafði þetta eftir Bretunum, en Midt- Hraðfrystihúsin í kröggum: Samdráttur vegna aflatregðu samhliða auknum tilkostnaði Á aukafundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem haldinn var i gær, var fjallað um afkomu- horfur hraöfrystiiðnaöarins, og svolátandi samþykkt gerð: ”t ályktun, sem samþykkt var á aukafundi frystihúsanna i byrjun ársins, var lýst yfir áhyggjum um afkomuhorfur á þessu ári vegna fyrirsjáanlegra hækkana á öllum kostnaði við framleiðsluna. Nú er komið i ljós, að þessi ótti var á rökum reistur, þvi með þeim öru og miklu hækkunum á framleiðslukostnaði, sem orðið hafa á þessu ári, hefur greiðslu- þoli frystiiðnaðarins verið . of- boðið. Frystihúsin standa nú frammi fyrir þessum vanda nokkru fyrr en gera mátti ráð fyrir vegna þess, hve afli hefur brugðizt, sem aftur hefur leitt til,að mikill sam- dráttur er i framleiðslu, eða um 15% lækkun magns, miðað við s.l. ár. I iðnaði, þar sem fastur kostn- aður er verulegur liður i fram- leiðslukostnaði eins og hjá frysti- húsunum, þá hefur slikur sam- dráttur mjög neikvæð áhrif á af- komuna. Þá hefur einnig orðið mjög óhagstæð þróun i samsetn- ingu framleiðslunnar, þar sem mestur samdráttur er i þorski, en það er sú fisktegund, sem verið hefur hagstæðust i framleiöslu undanfarið. Frh. á bls. 15 gaard var fuiitrúi Noregs á ráð- stefnunni i Knokke. Aðalmál ráð- stefnunnar voru útfærsla islenzku landhelginnar, hafréttarráðstefn- an og áhrif oliuvinnsíu úr sjó á fiskiðnaðinn. Midtgaard sagði, að bæði um- ræður og tillögur þær, sem fram komu, hafi sýnt, að V-Evrópu- rikin, öll nema Island og Noregur, muni gera sitt itrasta til þess, að ekki verði breytt þeim fiskveiði- takmörkum, sem verið hafa i gildi. — Það verða harðar deilur um fiskveiðiréttindi á hafréttar- ráðstefnunni, sagði Midtgaard. Ráðstefnan i Knokke sam- þykkti brezka tillögu, þar sem segir, að einstökum rikjum skuli skylt að visa á bug einhliða út- færslu landhelgi og einkum öllum tilraunum, sem geta orðið til þess, að farið verði i kringum samþykktir hafréttarráðstefn- unnar. Norski fulltrúinn sló var- nagla við tillögunni, m.a. vegna þess að norsk yfirvöld hafa sent Islendingum yfirlýsingu, án þess að segja nokkuð um viðurkenn- ingu á útfærslu landhelginnar. Franska sendinefndin á ráð- stefnunni lagði fram tillögu, sem miðar að þvi, að sérstakar stofn- anir taki að sér að úthluta auðæf- um hafsins og hafi ákvörðunar- vald i þvi efni. Tillagan var ekki rædd, en unnið verður nánar að henni. 1 henni felst einnig, að fisk- veiðisamtök vestur evrópskra landa skuli koma sér saman i málinu og vinna saman að tillögu, sem lögð verði fyrir yfirvöld við- komandi rikja. Þessir sorphaugar I landi Vorsabæjar i ölfusi eru enn óhaggaðir þótt fariö sé aö aka sorpi frá Hveragerði og öðrum þorpum þar syðra til Reykja- víkur. Á veturna sækir gcr hrafna og svartbaks i haugana og bera rusl út um hvippinn og hvappinn. Þarna hefur löng- um allt verið fullt af rottum, sem sóttu einnig á nálæga bæi. Haugar þessir eru að vonum þyrnir i augum fólks þarna I grenndinni. Hvernig stendur á, að enn er sett rusl á þessa hauga og ekki er gengið frá þeim snyrtilega i eitt skipti fyrir öll?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.