Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. september 1972. TÍMINN 5 Fólksfjölgunarvanda- málið Við lá að lítið þorp i Moraviu i Tékkóslóvakiu væri að fara i eyði. Ungur kennari i þorpinu var orðinn hræddur um, að skólanum yrði lokað, þar sem börnunum fækkaði með hverju ári. Hann kunni vel við sig i þorpinu sinu og vildi helzt ekki flytja þaðan. Hann dó ekki ráða- laus. í fjögur ár hljóp hann á milli húsa i þorpinu og þar sem hann vissi að bjó ungt fólk, bankaði hann á glugga og vakti upp og hvarf út i myrkrið. Arangur: Nóg af börnum i þorpinu, og enginn hætta á að skólanum verði lokað. Auglýsingaferð Colin Douglas, sem er mun betur þekktur undir nafninu Edwin Ashton, var á ferð á Norðurlöndum i haust, en sjón- varpsmyndirnar um Ashton- fjölskylduna hafa verið sýndar i sjónvarpsstöðvum i öllum Norðurlöndunum. Með honum var eiginkona hans, Gina. f ferðina fór hann til að auglýsa kvikmyndirnar. bað fór heldur ekki fram hjá neinum að hann var á ferðinni, þvi að hann eyddi dögunum i að ganga um Strauið i Kaupmannahöfn, Kóngs- götuna i Stokkhólmi og Karl Johann i Oslo. Hvenær skyldi leikarinn fara að spigspora um Austurstræti? 69 karata demantðr í hættu Elisabeth Taylor tók nýlega demant, sem hún á af skart- gripasýningu, sem haldin er i Paris. Dematurinn er 69 karöt og er virtur á 126 milljónir króna. Palestinuskæruliðar hót uðu að stela dýrmætinu af sýn- ingunni, en leikkonan er Sundbátur. Maður væri ekki lengi að þeysa 200 metrana aftan i hon- um þessum, en liklega væri það ekki gildandi i keppni. Sund- báturinn er auðvitað framleidd- ur i Bandarikjunum og hefur náð mikilli útbreiðslu þar. Hann er gerður úr glasfiber og i hon- um er fimm hestafla vél.. Há- markshraði er 25 km á klukku- stund og hann vegur 30 kiló. Sá sem notar þetta farartæki hang- ir einfaldlega aftan i þvi, eins og götustrákar hanga aftan i bil um, en sá er munurinn, að sá, sem hangir aftan i sundbát get- ur stýrt honum og ráðið hraðan- um. Verð : Um 30 þúsund krón- ur. ★ Nýtt og gamalt Búningurinn til vinstri á myndinni var sýndur á mikilli sýningu tizkuhannaöa i Paris. Er þetta kallað lifstykki, þótt enginn sjái að það breyti vaxtarlagi konunnar hið minnsta. Er lifstykkiö senni- lega ekki ætlað öðrum en þeim sem ekki þurfa á slikum verk- færum að halda... Annars fer þetta stúlkunni sæmilega vel, en vafasamt er að það nái al- mennri útbreiðslu meðal kvenna, eða hvernig skyldu fötin og sokkabuxurnar fara utan á ósköpunum. En menn hafa verið smekklegir áður en tizkufrömuðurnir i Paris tóku aö ráða lögum og lofum i kvennaklæðnaði. Hin myndin er nokkurþúsund ára gömul og er af einhverjum guði i hofi á Bali i Indónesiu. Ekki ósvipuð hönnun. I ★ gyðingatrúar. Tók hún þá trú er hún giftist Eddie Fisher, söng- vara. Demanturinn er gjöf frá núverandi eiginmanni hennar, Richard Burton. ★ DENNI DÆAaALAUSI Við höfum bæði góðar og slæmar fréttir að segja þér. Fyrst þær góðu? Denni gerði þetta ekki aleinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.