Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.09.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 30. september 1972. ar, að ég gafst upp við að fylgjast með tali þeirra. Ég sat þögul og hnip- in og hugsaði um þá atburði, sem ekki urðu umflúnir og senn hlutu að gerast. „Hanna elskar Harrý. Harrý elskar Hönnu” Þessi orð klingdu sifellt i huga minum. Þau höfðu sama hreim og það, sem við krotum stundum með krit á þilin i barnaskólanum: þessi elskar þennan, ogdrógum éitt hvað, sem átti að likjast hjarta utan um. En hér var það alvara, raun- veruleiki — ekki keskni við leiksystkin. ,,Ég opnaði augun, sem ég hafði óafvitandi lagt aftur. Merek Vance lagði hönd sina á arm minn. Augnaráð hans bar vitni um ástúð og hlut- tekningu. ,,Þú ert þreytt”, sagði hann. „Viö höfum þreytt þig allt of mikið. En það er svo margs að gæta, og Weeks vill ekki gangablindanditil verks”. „Já, nú ert þú falin minni forsjá, Emilia”. Gamli maðurinn brosti og þurrkaði gleraugun sin. „Heldurðu, að þú getir sætt þig við mig i nokkrar vikur?” Ég kinkaði kolli og klappaði á handarbakið á honum. „Vona aðeins, að heilsu þinni hraki ekki i minni umsjá”, hélt hann áfram. „En satt að segja: Þó að margt hafi borið til tiðinda um mina daga, þá er rétt svo, að ég trúi þessum undrum, sem eru að gerast i höfðinu á þér, og þegar ég ihuga, hvilikan sigur Vance er að vinna á sviði læknavisindanna... Jæja. Allt, sem ég get gert, er að halda mér saman”. „Já, þess skaltu gæta”, greip Vance fram i. „Erum við ekki sam- mála um, að halda þessu leyndu enn um hrið? ” Ég kinkaði dauflega kolli. „Allt i lagi. Ég hef þagað yfir læknisleyndarmálum fyrr og get það sjálfsagt enn”, sagði Weeks „En ég skil ekki, hvernig þú getur haldið þessu leyndu. Hugsaðu þér, hvilik jól þetta yrðu fyrir frænku þina og Harrý, ef þú segðir þeim þetta. Þú ert dulari en ég hélt, að unga fólkið væri nú á dögum, ef þú getur setið á þér”. Vance fylgdi mér til dyra. Við stóðum litla stund þegjandi á stiga- pallinum. Við vorum bæði vandræðaleg. og báðum varð hugsað til þess, sem gerzt hafði daginn áður. Ég hafði slegið hann, og hann hafði kysst mig. Snöggvast höfðum við bæði misst á okkur taumhald — verið það, sem við i rauninni vorum. Það hafði aldrei komið fyrir áður og gerðist kannski aldrei aftur. Hvorugt okkar verð til þessaðrétta hinu höndina. Ég held, að við höfum verið of náin hvort öðru þessa stund til svo hvers- dagslegra kurteisisathafna. „Vertu sæll”, sagði ég loks. „Ég ætti sjálfsagt að reyna að segja „þakka þér fyrir”, en mér finnst það svo asnalegt og tilgangslaust. Ég er búin að gera nógu margt, sem er asnalegt og tilgangslaust”. „O-jæja. Þú ert kona, þóað þú heitir Blair, og þú ert áreiðanlega ger- sneydd allri sjálfsvegsömun. Það er meira heldur en hægt er að segja um mig og allan þorra fólks”. Ég roðnaði við hrósyrði hans og ætlaði að forða mér niður þrepin, en sneri aftur. „Vertu sæll”, sagði ég aftur, og svo hikaði ég, en bætti siðan við: „Ég er fegin, að þú skyldir ekki óska mér gleðilegra jóla”. „Hvi hefði ég átt að gera það? Ég er viss um, að þessi jól verða þér ekki gleðirik. En ég vona.að þér sé það ekki á móti skapi, þótt ég hugsi vingjarnlega til þin á jólunum. Þótt þú bæðir mig aðgera það ekki, gæti ég ekki orðið við þeirri bón”. Ég svaraði engu, enda virtist hann ekki búast viðsvari. „Þú kemur áreiðanlega aftur fyrstu vikuna i janúar?” sagði ég, og hann kinkaði kolli til samþykkis. „Það verður komið annað ár”, bætti ég viðum leiðog ég gerði mig liklega tilaðfara. „Já, ef miðað er við almanakið. En það geri ég aldrei”. „Hvernig er þá timatal þitt ?” „Ég reikna timann eftir athöfnum og viðburðum, og það er miklu betra timatal. Viðburðarik ævi er langlifi. Samkvæmt þvi höfum við þekkzt lengur heldur en við höfum lifað, talið i almanaksárum”. Ég vissi, að hann horfði á eftir mér niður garðstiginn. Ég vissi, að hann vænti þess, að ég liti til baka, en ég kaus að gera það ekki. Allt i einu fann ég, að hann lagði höndina á öxlina á mér. Ég nam staöar með tregðu, þvi að mér voru langdregnar kveðjur á móti skapi, og mér fannst, að eini maðurinn, sem ég hafði engu að leyna, hefði þegar yfir- gefið mig. Ég forðaðist að láta hann sjá framan i mig. Ég vissi, að aug- un myndu koma upp um mig, hversu svo sem ég hagaði orðum minum. En svo tók ég eftir þvi, að hann rétti eitthvað að mér. Það var blái kistillinn, sem móðir hans hafði átt. Hann fékk mér kistilinn, en mælti ekk orð frá förum. „Nei”. Ég hristi höfuðið. „Þú mátt ekki gera þetta.... Þú sagðir, að þetta væri eina arfleifðin þin. Ég get ekki tekið við honum — ekki eftir það, sem þú hefur sagt mér”. En hann hristi einnig höfuðið. „Þú getur ekki neitað jólagjöf”, sagði hann. „Ég vil, að þú þiggir hann. Ég sá strax i fyrsta skipti, sem þú skoðaðir hann, að þú áttir að eiga hann. Karlmaður hefur að visu smiðað hanh, en hann var smiðað- ur handa konu”. Ég stóð i sömu sporum og vissi ekki, hverju ég átti að svara. Hann misskildi þögn mina. „Hugsaðu þér, að það sé gjöf frá móður minni”, sagði hann. „Ég er viss um, að hún hefði viljað vita hann i þinni vörzlu. Að minnsta kosti hefði hún viljaðþað, ef hún hefði átt þess kost að þekkja þig”. Mér vöknaði um augu, svo að ég sá hann aðeins i móðu. Tár hrundi niður á lok kistilsins, niður á hjörtun og rósirnar. Svo harkaði ég af mér og leit upp aftur. „Ég hugsa ekki um móður mina af neinni ofurviðkvæmni”, sagði hann. „Hún var enginn engill, og það veit ég vel. Hún var þrálynd og stærilát eins og þú. Hún átti ekki neina sældardaga, þótt hennar raunir væru ekki alveg eins og þinar. Astin er viðhafnarminni þarna hinum megin við ána og verður að berjast þar við hungur og þrældóm og þjáningar. En hún hefði haft huggunarorð á reiðum höndum, þó að ég viti ekki, hvað ég á að segja. Þess vegna vil ég, að þú þiggir kistilinn — og hafir hann hjá þér á nýja árinu”. Ég stóð enn i sömu sporum og hélt á gjöf hans, allt of þreytt og ringl- uð til þess að stynja upp orði. „Þakka þér fyrir”, tautaði ég, og eins og litið barn bætti ég við af hjartans einlægni: „Ég þarf þess með”. Hann gat ekki varizt brosi, og ég brosti lika. TUTTUGASTI OG ATTUNDI KAPITUH Ég hafði gert Jóa Kellý orð og beðið hann að aka mér til Angelettu með jólagjafir handa börnunum. Ég hafði ekki ökuréttindi og gat því ekki farið ein. Auk þess langaði mig til að hitta Jóa. Hann kom til móts við mig utan við garðshliðið, og við létum dótið inn i vagninn og ókum svo af stað. Hann sat með litinn brúðuvagn á hnjánum og á gólfinu var kassi með nýlenduvörum. Táta hafði troðið sér á milli okkar og tak 1220 Lárétt 1) Eyja.- 6) Hal.- 7) Komast.- 9) 1001.- 10) Sjúkdómur.- 11) Pila,- 12) Eins,- 13) 1501.- 15) Stunan.- Lóðrétt 1) Land,- 2) Hasar-- 3) Brúklegur.- 4) Eins.- 5)‘ Stjórnun,- 8) Afar.- 9) Fugl 13) Jarm.- 14) Greinir,- Ráðning á gátu No. 1219 Lárétt 1) Búrfell,- 6) Óri,- 7) Lá.- 9) ST,- 10) Drangar.- 11) VI.- 12) LI.- 13) Auk.- 15) Nötruðu,- Lóðrétt 1) Baldvin,- 2) Ró.-3)Frenjur,- 2) EI.- 5) Letrinu.- 8) Ari,- 9) Sal,- 13) At,- 14) Ku.- 29. september 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdótt- ir heldur áfram aðlesa „Vetrarundrin i Múmindal” eftir Tove Janson (6). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Laugardagslögin kl. 10.25 Stanzkl. 11.00: Arni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 15.00 Fréttir. 15.15 i hljómskálagarði a. Capitol hljómsveitin leikur vinsæl lög úr óperum, Car- men Dragon stj. b. „Eitt- hvað fyrir alla”, syrpa af vinsælum verkum. 16.15 Veðurfregnir A nótum æskunnar Pétur Stein- grimsson og Andrea Jóns- dóttir kynna nýjustu dægur- lögin. 17.00 Fréttir. 17.30 Ferðabókarlestur: „Grænlandsför 1897” eftir llelga Pjeturss Baldur Pálmason les (4). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Söngvar i léttum dúr. Alíred Pröysen syngur. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Reykjavikurpistill Páls Heiðars Jónssonar. 19.50 Hljómpiöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.35 Haustmánuður Þáttur með blönduðu efni. Umsjónarmaður: Jón B. Gunnlaugsson 21.20 Pinaósónata nr. 29 i B- dúr op. 106 „Hammerklavier-sónatan” eftir Beethoven Hans Richter-Haser leikur. 22.00 Fréttir 22.14 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Da^skrárlok. Laugardagur 29. september 1972 18.00 Enska knattspyrnan. 19.00 Hlé- 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Hve glöð er vor æska. Brezkur gamanmynda- flokkur. Skólafélagsfor- maðurinn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Bak við blæjuna. Brezk mynd um brúðkaupssiði og ýmsa þjóðhætti i Arabiu. Þýðandi og þulur Dóra Hafsteinsdóttir. 21.40 Svefninn langi (The Big Sleep). Bandarisk biómynd frá árinu 1946, byggð á skáldsögu eftir Raymond Chandler. Leikstjóri Howard Hawks. Aðalhlut- verk Humprey Bogart, Lauren Bacall og Martha Vickers. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Leynilögreglu- maður nokkur er kvaddur á fund aldraðs hershöfðingja, sem á tvær uppkomnar dætur og hefur þungar áhyggjur af framferði þeirra, þvi önnur þjáist af ákafri vergrini, en hin af spilafikn. Nú hefur hegðun annarar valdið þvi, að gamli maðurinn er beittur fjárkúgun. Einnig kemur i ljós, að náinn vinur fjöl- skyldunnar hefur horfið. Leynilögreglumaðurinn flækist óafvitandi inn i mál f jölskyldunnar og brátt dregur til tiðinda. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.