Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur :s. október 1972. TÍMINN ,,Ég fíyt.tll íslands ef svínin samþykkja inngöngu í EBE" Björn Bjarmann ræddi við fundarmenn á Ráðhústorgi i Klukkan er um þrjúleytið og ég á Káðhústorgi í Kaup- niannahöfn. Fólk er byrjað að þyrpast á fundarstað, því hér á að vera stórfundur, sem mótmælendur inngöngu i EBE standa að. Á fjórða timanum tekur gangan sem byrjaði á israelstorgi að velta niður Strikið og inn á torgið og nær- liggjandi götur og búlivarða. I.ílill hópur kemur neðan Vesterbrogötu og gengur yfir á rauðu Ijósi. Nistandi bremsuhljóð og einn í götuna. Slys. Einhver segir, að ákeyrslan hafi verið viljandi. Risastórar JA-auglýsingar i á ölluiu stórbyggingum, þar á meðal á BT-húsinu. Glimu- skjálfti i fólki. Ungur piltur kemur til mín og segir að þeir ætli að selja iandið og þegar hann heyrir, að ég sé frá islandi þá segir hann: „Ég flyt til islands ef svinin samþykkja inngöngu i EBE. Ég öfunda ykkur isiendinga. Þið þorið að segja Nei og bjóða stórþjónunum byrginn. Við unga fólkið erum að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni og taka fram fyrir hendurnar á stjórn- málamönnunum. Norðmenn stóðu sig fínt og allar Norður- landaþjóðirnar standa með okkur. Þið eruð fyrirmyndin. Getum við ekki fengið lánaða einhverja af ráðherrunum ykkar til að mynda þennan unga. l>:» man ekki hvað hann heitir, þennan sem sagði brezka sendiherranum að fara til helvitis." Hækkerup segir að SF flokk- urin (Hannibalistar?) hafi ekki hugmynd um, hvað það geti kostað að missa af strætisvagninum, en SF-menn standa á móti inngöngu i EBE. Það fjölgar á torginu og fán- ar Norðurlanda blakta á tröppum Ráðhússins og fær- eyski fáninn er lika með. Lög- reglan stöðvar alla umferð að nærliggjandi götum. Hávær Dixilandhljómsveit með bá- súnum, trompetum og klarí- nettum i miðri göngunni og spjöldr þar sem á er letrað: „Stökk til að komast yfir auð- lindir Grænlands", „Kouur segið Nei" „Auðmanns- klúbbur i sveltandi heimi" „Amma segir Nei þó mamma segi Já" „EBE-liðin til valds- ins" „Nei við EBE, Já við allri veröldinni". Raðirnar þéttast og Ráðhús- torgið er þegar orðið alltof litið og ég gef mig á tai við roskinn mann, sem segir: ,,Þú þarft ekki að kynna Húnana fyrir mér, ég man árið 1940. ftg var ósköp venjulegur póstmaður, bar út póst í Nörrebrogötu. Ég þekkti að- ferðina, fyrst að vera mjúkur á manninn, bjóða gull og græna skóga, svo er það snar- an og ef hún dugar ekki þá ofn- arnir og piningartækin. Þeir kunna lagið á þvi þeir þýzku," og roskni maðurinn snýr sér að ungum Já-manni og er ekk- ert mildur i tali: ,,Þú varst ekki eiiiu sinni kominn i móðurkvið, þegar þýzku her- mennirnir komu uppúr skip- unuin hérna rétt fyrir neðan. fcg man vel eftir 10. apríl 1940. Var að bera út póst, þegar fyrstu dátarnir marséruðu niður Vesterbrogötu. Þið ætt- uð að skaminast ykkar fyrir að bera utaná ykkur landráða- markið". Klukkan er fjögur og fyrsti ræðumaður i stólinn. Oft klappað og hrópað hei, hei. Og enn sér ekki fyrir endann á göngunni niður Strikið. Litil börn með Nei merki, og lika hundar. Hópurinn, sem nú nálgast torgið, syngur: „Det er et yndigt land" og mann- fjöldinn tekur undir. Háttsett- ur lögreglumaður vikur sér að mér og spyr mig, hvort ég sé blaðamaður. „Nei ég er islendingur, og ég hef gaman af þviað sjá, hvað unga fólkið kann vel að koma á framfæri sinum málstað án átaka og of- beldis." „Við höfum lið tilbú- ið, ef hitnar i kolunum," segir danski pólitioffisérinn. Leik- kona les upp kvæði og allir hlusta með andakt. t kvæðinu segir: „Varið ykkur á ógnun- um" „Hafið gát á loforðum" „Hugsið sjálf" „Það eruð þið, sem eigið að segja siðasta orð- ið". Leikkonan fær mikið klapp og nú er klukkan að lialla i liiiun og síðustu hópar göngunnar að koma fyrir hornið á Fredriksberggötunni og enn ný Dixilandhljómsveit spilar fjörugan mars. Norðmaður talar og hann segir: „Við treystum ykkur. Það var þungur róður heima, en við kunnum áralagið. Sú var tiðin að Danmörk og Noregur voru ein og sama þjónin, þá vorum við litlu karlarnir. Nú erum við þeir stóru og biðum eftir ykkur. Gerið skyldu ykkar og gleymið ekki norrænni sam- vinnu. Við öli viljum alvöru- samvinnu ekki kokteilkjaftæði og in.jiik orð. Samvinna á borði en ckki iorði. Lengi lifi norræn samvinna og norrænt efna- hagsbandalag." Það hefur kólnað og iskyggi- leg ský á lofti. Gæti komið rigningardeinba eða eitthvað verra, cn hitamælir sýnir níu gráður. Konan min, sem stendur i skjóli við Paladshótelið segir, að sér sé kalt og enn er nýr ræðumaður að tala. „Ég er sósialdeinókrat og skammast min ekkcrt l'yrir það, en Krag hcfur svikið. fDg veit hann er ungur og hefur gleymt ýmsu, sem hann lærði, og það cr lika hans eina afsökun. Lát- um Krag staupa sig með Nató- ráðhcrrunum og sýna, hvað Sex óku yfir kúna og margir fótbrutu hana Klp-Reykjavik Þessa viku stendur yfir á Akranesi umferðarvika á vegum umferðarnefndar Akraneskaup- staðar og i samráði við umferðar- nefnd. Hófst hún s.l. sunnudag með góðaksturskeppni, sem fram fór á götum Akraness og tókst hún mjög vel. Ekið var vitt og breitt um bæinn og lagðar þrautir fyrir keppendur sem voru 15 talsins. Var margt manna úti við til að fylgjast með keppninni og höfðu bæði lærdóm og skemmtun af. Það vakti athygli stjórnenda keppninnar, hvað Skagamenn voru lagnir við að aka eftir 10 metra löngum planka, sem komið var fyrir á einum stað og einnig hvað þeir óku oft yfir bréfspjald, sem var á veginum, en var dregið þaðan, þegar ökutækið var i hæfilegri fjarlægð. Atti spjaldið að tákna kú, en fyrir henni báru Skaga- menn litla virðingu, þvi þeir óku 6 sinnum yfir hana, og hún var fót- brotin hvað eftir annað. Úrslit i keppninni urðu þau, að örnólfur Sveinsson, Höfðabraut 16 varð sigurvegari. Annar varð Atli Helgason Krókatúni 7 og þriðji Ölafur óskarsson Beiti- stöðum, Leirarsveit, og iengu þeir allir verðlaun. Umferðarvikan stendur fram til næsta laugardags. Á miðviku- dags- og fimmtudagskvöldið verður opið hús i Slysavarnarhús- inu, þar sem sýndar verða m.a. kvikmyndir og fl. Þá fer fram umferðarfræðsla i öllum skólum ogá föstudaginn, verða unglingar úr gagnfræðaskólanum á öllum götuhornum, þar sem þeir munu leiðbeina fólki við að komast yfir götu. Þeir, sem ekki fara rétt að, fá aðvörunarspjöld frá unglingunum, en engar skammir. A laugardaginn er svo fyrirhugað að hafa góðaksturskeppni á reið- hjólum fyrir börn og unglinga, en slik keppni hefur ekki farið fram áður. Veruleg gatnagerð á Dalvík ^AT^STJS Stp-Reykjavik — Framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins eru sjálfsagt meiri en oftast áður, og er þar fyrst og fremst um gatnagerð að ræða — sagði Hilmar Danielsson, sveitarstjóri á Dalvik i viðtali við fréttamann. Steyptur hefur verið kafli af Hafnarbraut og Skiða- braut samtals um 400 lengdar- metrar. Siðan voru undirbyggðar tvær ný.iar götur, eitthvað álika langur kafli. Núna stendur yfir bygging brúar á Brimnesá, sem verður væntanlega lokið i haust, og frá þessari nýju brú, sem er á ólafs- fjarðarvegi, þarf að leggja nýja götu, sem verður um 400 metrar. Er verið að byrja á þvi verki um þessar mundir, og þess vænzt, að það verði klárað fyrir haustið. Að sögn Hilmars er ákaflega mikill áhugi fyrir að gera veru- legt átak i gatnagerð á komandi árum, en ekki hefur verið gerð kostnaðaráætlun ennþá um þær framkvæmdir. Ekkert hefur verið malbikað á Dalvik, en alls hafa verið steyptir einir 600 lengdarmetrar. Ekki hefur verið mikið um ibúðarbyggingar á Dalvik i sumar, en hins vegar var byggð i sumar nokkuð stór viðbygging við frystihús kaupfélagsins, og er hún nú komin undir þak. Atvinna hefur verið næg á Dalvik og frekar vantað starfsfólk heldur en hitt. — Ibúar á Dalvik voru i desem- bermánuði á siðasta ári alls 1085 hann á fallega konu" og nú varð ræðumaðurinn að stoppa þvi mannfjöldinn ætlaði aldrei að hætta að klappa og hrópa húiia. Fundarstjórinn bað að sýna stillingu og gefa ræðumönnum sæmilegt hljóð. Konan iiiin kvartaði og sagðist myndi fá lungnabólgu, cf við værum lengur á l'undiii- um. Við löbbuðum heim á Missiónshótelið á Löngangs- stræde. Og við inni hlýjuna og hrollurinn úr okkur undir eins og við komum i anddyrið og Tómas Karlsson ritstjóri, sem cr á leið til Rússlands,ætlar að hringja i mig á eftir til að scgja mcr, hvcrnig bezt er að koma þcssu rabbi áleiðis heim lil islands. Vouandi skin sólin enn yfir Faxaflóa og strákarnir halda áfiam að striða Bretunum, scm cru að basla við að stela frá okkur þorskunum. Að lok- um lck cg undir með Lenu Vedcl - Pctcrscn félagsmála- ráðgjafa, scm segir: „Ég cr hrædd um að hætta leynist i inngöngu i KBE". Scnnilcga hafa fundarmenn vcrið cillhvað nálægt hundrað þúsundum, lögreglan gizkar á 7.VK0 þúsund og scgir þetta l'jölmcnnasta útifund, sem haldinn hcfur vcrið hcr i borg l'rá þvi striðinu lauk. b. og hefur þeim farið heldur fjölgandi siðan, þannig að gera má ráð fyrir að þeir séu nú rétt um HOO.Skilyrði þess, að „pláss" geti fengið kaupstaðarréttindi, eru m.a. aðibúar séu minnst 1000. 1 þvi sambandi má nefna, að á siðasta fundi hreppsnefndar Dal- vikur, var gerð samþykkt um að athuga möguleika á kaupstaða- réttindum á komandi þingi. • Fjalla u kjarnork m áhrif unnar á Einar ríki fær 5 skip W*#& °9 kerti ¦ KJ—Revkiavik framhaldsfundur um sama e1 frá Akureyri — þegar búinn að fá 3 ÞO—Reykjavik. Slippstöðin á Akureyri afhenti eigendum 150 lesta stálfiskiskip s.l. fimmtudag. Skipið ber nafnið Gunnar Jónsson VE 500, og eigendur þess eru Einar Sigurðs- son útgm. og Jón V. Guðjónsson skipstjóri i Vestmannaeyjum. Er þetta þriðja skipið, sem stöðin af- hendir til Einars Sigurðssonar á þessu ári. Einr er siðan eigandi að tveimur næstu skipum að sömu stærð og gerð og Gunnar Jónsson, þannig að Slippstöðin h.f. hefur þá smiðað fimm fiski- skipiröðfyrirEinar, sem öll bæt- ast i flota Vestmanneyinga. Gunnar Jónsson er útbúinn til linu-, neta-, tog- og nótaveiða. Hann er fyrsta skipið i röð 150 lesta fiskiskipa, sem stöðin hefur samið um, en undanfarið hefur stærð skipanna miðazt við 105 lestir. Skipið er búið öllum nýj- ustu siglingar- og fiskileitartækj- um. Allar ibúðir sem eru fyrir 12 manns, eru á afturskipi. Slippstöðin h.f. hefur nú gert samninga um smiði á 4-5 150 lesta fiskiskipum. Tvö á Einar Sigurðs- son, eins og áður er sagt, en hin aðilar á Þingeyri, i ólafsvik og i Vestmannaeyjum. Verkefni þessi munu endast stöðinni fram á árið 1974. I Slippstöðinni starfa nti um 200 manns, og er alltaf skortur á starfsfólki, bæði iðnaðarmönnum og verkamönnum. KJ—Reykjavik i gærmorgun hófst á Hótel Loft- leiðum fundur á vegum Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar, og sækja fund þennan vistfræð- ingar og liffræðingar viða að úr heiminum. Nokkrir Islendingar sitja fundinn sem áheyrnarfull- trúar. Á fundinum er til umræðu geisl- un og áhrif geislunar og geisla- virkra efna á lifverur og lifkerfi, og önnur áhrif kjarnorkunnar á lifkerfi. Sérfræðingar þeir, sem þarna hittast, hafa áður borið saman bækur sinar og er þetta framhaldsfundur um sama el'ni. A þessum fundi mun vera lögð áherzla á áhrif kjarnorkunnar á lifkerfi sjávar, og mun Island i og með hafa verið valið sem fundar- staður þess vegna. Þeir dr. Sturla Friðriksson og dr. Gunnar Jónsson munu flytja stutt erindi á fundinum um is- lenzk efni. Þannig mun dr. Sturla kynna hinum erlendu sérfræð- ingum þær rannsóknir, sem farið hafa fram i • og við Surtsey á undanförnum árum. i fundarbyrjun ávarpaði menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, fundinn. Síldveiðarnar ganga nú sæmilega Loftur Baldvinsson búinn að selja fyrir 5,3 millj. kr. á 2 vikum ÞÓ-Reykjavik A fimm dögum eða frá 26. - 30. sept. seldu 14 islenzk slldveiði- skip afla sinn i Danmörku. Alls var afli sildveiðiskipanna 1.114 lestir og seldist aflinn fyrir 19.3 milljónir. Meðalverðið i vikunni var 17.32 kr. pr. kiló, og hefur það ekki verið hærra á þessu ári. Hæsta meðalverðið i vikunni fékk Orfirisey RE, en hún seldi 67,7 lestir fyrir 1.365.791 kr. hinn 26. september, og meðalverðið er 20.20 kr. pr. kiló. Hæstu heildarsöluna fékk hinsvegar Loftur Baldvinsson EA, þegar hann seldi 114,7 lestir fyrir 2.023.664 kr. 27. september. Sölur bátanna voru yfirleitt mjög góðar, og sést það bezt á þvi, að allir bátarnir nema einn, seldu fyrir meira en 1 milljón kr. en i sumar, þegar sölurnar voru al- gengastar, var það hending ef sala fór yfir 1 milljón kr. Loftur Baldvinsson EA er búinn að selja fyrir 5,3 milljónir kr. á tveim vikum. Eins og fyrr segir, seldi hann fyrir rúmar 2 milljónir i s.l. viku, og i vikunni á undan seldi hann fyrir 3.3 milljónir kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.