Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 6
 TÍMINN Þriðjudagur 'i. október 1972. Kátliólk: Slcinunn SvcinsdiUtir, Uney forstöðukona, Bjössi á Völlutn og Anna Jónsdóttir í fremstu röð. Kapp og kátína í sláturgerðinni Hveragerði Sluturgcrn cr sjálfsagt jafn- l'.iiiiuil lilvcru þjóoarinnar og rauuar niiklu cldri. Kn hitt cr víst, að liún hefur talsverðum hrcytiugum lekift á löngum óldiim, mcoal amiars vcgna þcss, ao ckki hcfur alltaf vcrið völ hins sama til þcss ao drýgja blóðift cins og kallaft cr. Mjög lengi var slátur veiga- mikill þáttur i fæði landsmanna, og þegar rekstur sláturfjár i kaupstaði varft alsifta, fóru heim al'tur lestir klyfjahesta meft blóö- IIlihn l'i-ioiu' Hilmisdóttir og stöllur hennar aö brytja mör. belgi og innyfli og hausa, jafnvel þótt nokkrar dagleiftir væru að i'ara, og þegar heim kom, hófst mikil önn vift að koma þessu i mat, áöur en um seinan yrði. begar kaupstaðir og bæir tóku að myndast, fékkst þar markaður lyrir slátur og þeim mun meiri sem þessir staðir urðu fjólmennari. Fólkift, sem þar settist að, var nær allt ættað úr sveit, og það fylgdi gömlum mat- venjum að verulegu leyti. Þar við bættist, að slátur var tiltölulega ódýr matur, og loks lögftu lækna- visindin og matvælafræðin sitt lóð á vogarskálina: Þetta var hollur matur. Þetta hafði það i för með sér, að slátur varð ekki jafnmikill þáttur i fæði fólks i mörgum sveitum landsins og áður hafði verið. Þar sem svo fjölmennir kaupstaðir risu upp, að slátrið seldist, var heimflutningi hætt, til dæmis i þau héruð, er ráku fé til slátrunar i Reykjavik. Þeirri breytingu voru margir fegnir, einkum þeir sem ekki fengu komið við vögnum til heimflutn- ings vegna vegleysis Sláturgerð er sjálfsagt mjög óvifta efta jafnvel hvergi jafn- mikil og áður var. Á fáum heimilum eða jafnvel alls engum munu nú fylltar á haustin margar tunnur af slátri, sem geymt er i súr. Það er liðin tið. Geymsluhættir eru orðnir allt aftrir, og nýmetift hefur tekift vift af súrum mat og söltuftum. En eigi að siður er hinum gamla matgerðarsið, sláturgerðinni, haldið vift i nokkrum mæli, og á ótrúlega mörgum heimilum er slátur gert á haustin, þótt ekki sé mikið á hverju einu. Einhverjum mun hafa þótt ótrúlegt. aft það hlyti verulegan hljómgrunn. er Gísli Sigurbjörns- son kom upp sláturgerð i sam- bandi við frystigeymslu sina i Hveragerði. Þar átti sem sé fólk, sem til þess langaði. að fá aðstöðu til sláturgerðar. En Gísli vissi, hvað hann söng. Gömlu konurnar, sem voru á vegum hans þar eystra, höfðu nær allar verið hús- mæður á blómaskeiði ævi sinnar, og þeim fannst ekki litils um vert að geta fengizt þarna við slátur- gerð. Það minnti þær á fyrri daga. er þær voru aft birgja heimili sitt að mat til vetrar. En auk þess er enginn hörgull á aðvifandi fólki, sem vill aft fá að komast þarna að, jafnvel úr byggðarlögum. i heilan mánuð hvert haust er annriki mikið i sláturgerðinni. Þar hittist ungt fólk og aldrað, og þar kvað iðu- lega vera glatt á hjalla og gáski verið i förum. 1 fáum orðum : Þar á vinnugleðin heima. Við vitum ekki, hvort viðar á landinu eru slikar stofnanir, þar sem búið hefur verið i haginn fyrir fólk til sláturgerðar, og má vel vera að svo sé . Að minnsta kosti sannar þetta dæmi úr Hveragerði., aft slikt hlýtur viða að geta blessast. Einkum sýnist tilvalið, aft slikt yrði gert i sam- bandi við húsmæðrasköla i kaup- stöðum landsins, þvi að þar hlýtur aft vera sæmileg aðstaða til sliks og varla ýkjakostnaðar- samt að bæta úr þvi, er á kann að bresta. Með þvi kæmist skolinn lika i lifandi samband við fleiri en þá, sem þangað fara til náms og óllum almannastofnunum hlýtur að vera ávinningur að sem traustustum tengslum við um- hverfi sitt og það mannlif, er þar þróast. Auk þess væri méð sliku lagt nokkuð af mörkum til þess, að gömul matargerð, sem vissulega er allrar virðingar verð fyrir margra hluta sakir, haldist i landinu til frambúðar, þrátt fyrir allar breytingar og byltingar á þvi sviði eins og öðrum. Það hlýtur að vera skynsam- legt aft stuðla að sem mestri og beztri nýtiagu þeirra matvæla, sem landið sjálft gefur af sér og sérstök hvöt hlýtur það að vera að láta þau ekki fara i súginn, þegar annars 'vegar er hollur matur, sem i eru margvisleg efni, sem mannlegur likami þarfnast sér til þrifa. En hvilik ókjör matar falla til, þar sem slátrið er getur fólk gert sér i hugarlund, ef það leiðir hugann að þvi að um sjö eða átta hundruð þúsund fjár er slátrað i landinu. Það er megn misskiln- ingur, ef menn halda að við séum upp úr þvi vaxnir i rikidæmi okkar, sem þó mun enn um skeið áreiðanlega ganga i bylgjum, að gæta hagsýni og fyrirhyggju. Hagur einstaklinga og þjóðar fer sem sé ekki eftir þvieinu, hversu mikið berst upp i hendur, heldur engu siður hinu, hvernig á er haldið. Það er meira að segja hið siðara, sem fullt eins oft riður baggamuninn. \í- Guðfinna Hannesdóttir aðsaumafyrirkepp. María Þórðardóttir með hlaðin borð fyrir framan sig. Ljósmyndir: isak Jónsson Erna Marlen og Þorlákur Guðmundsson viö vinnu sína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.