Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Þriðjudagur 3. október 1972. Hverri smáþjóð er áríðandi að kynna sín lífshagsmunamál á réttan hátt á réttum stað Sextugasti fundur Alþjóðaþing- mannasambandsins var haldinn i Róm dagana 21.-29. sept. s.l. Af hálfu Alþingis sóttu eftirtaldir þingmenn fundinn: Jón Skafta- son, sem var formaður sendi- nefndarinnar, Magnús Jónsson, Eggert G. Þorsteinsson og Garö- ar Sigurðsson. Einnig sat fundinn Friðjón Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Alþingis. Timinn snéri sér til Jóns Skaftasonar til þess að leita frétta af þinginu. Fyrst langar mig til þess að spyrja þig Jón um eðli þessara samtaka og tilgang. Samtök þessi eru stofnuð 1892, ef ég man rétt og hafa eflzt og vaxiðfram á þennan dag. Nú eiga aðild að þeim 71 þjóð, þ.á.m. öll stórveldin utan Kina, sem vænt- anlega bætist brátt i hópinn. Tilgangur samtakanna er að efia kynni meðal þingmanna af ólikum þjóðum, kynna hags- munamál landanna, efla frið og bætta sambúð óli'Hra þjóða. Uppbygging samtakanna er i fáum orðum þessi: Þingið, sem kemur jafnaðarlega saman einu sinni á ári til skiptis i aðildarlöndunum, og er nú setið af 800-900 þingmönnum auk full- trúa frá SÞ, Evrópuráðinu, GATT, UNESCO og FAO o.fl. stofnunum. Ráðið, sem skipað er 2 fulltrú- um frá hverju aðildarlandi og kemur saman tvisvar á ári. Framkvæmdanefndin, sem skipuð er 11 meðlimum og sér um daglega stjórn þingmannasam- bandsins i umboði ráðsins ásamt framkvæmdastjóra þess og skrif- stofu, sem er i Genf. Hver voru helztu umræðuefni á þessu siðasta þingi í Róm? Hver voru helztu umræðuefni á þessu siðasta þingi i Róm? Nú, sem fyrr, fóru fram al- mennar umræður um skýrslu framkvæmdastjórans um atburði liðins árs i heiminum og starf sambandsins. Kenndi þar margra grasa og voru mörg mál rædd i þvi sambandi. Má þar til nefna ófriðarástandið i Austurlöndum nær og i SA-Asiu. Voru margar tilfinningarikar ræður "haldnar um þau efni. Þá fór mikill timi þinghaldsins i að ræða vaxandi ógnir af flugvélaránum, sprengjutilræðum og mannrán- um og leiðir til ilrbóta. Fundar- staðurinn, þinghúsið i Róm, bar þessu vaxandi vandamáli glöggt vitni meðan þingið stóð yfir, þvi .Jún Skaftason, alþingismaður, flytur ræðu á fundi Alþjóðaþingmannasambandsins í þinghúsinu I Róm. þess var vandlega gætt af hundr- uðum her- og lögreglumanna. Umhverfismál, eiturlyfjamál og málefni þróunarlandanna tóku lika sinn tima og einnig alþjóðleg viðskipti. Auk þessa ræddu fulltrúar sér- hagsmunamál landa sinna og tal- aði ég fyrir hönd okkar íslending- anna um landhelgismálið. 1 þetta skiptið var ég heppinn með ræðu- tima, talaði kl. 4,30 á öðrum degi þinghaldsins og voru margir i salnum. Morgunblaðiðsegir ileiðara s.l. fimmtudag, að þu hafir talað meira sem Framsóknarmaður en Islendingur á þessu þingi. Hvað vilt þú um það segja? Já, ég sá þetta eftir heimkom- una, er ég fór yfir blöðin. En áður en ég svara þér vil ég geta þess, að ég las lika i Staksteinum, að búið væri að setja mig til hliðar i þingflokki Framsóknarmanna, af þvi ég þætti óþægur og lélegur flokksmaður! Ræða min hefur birzt og getur hver sem vill dæmt um sannleik- ann i fyrirsögn Morgunblaðsleið- arans. Til viðbótar vil ég upplýsa, að ég samdi ræðuna, áður en farið var að heiman og fengu allir i sendinefndinni eintak hennar til athugunar, hvort i henni væri Wegdwood Benn, formaour verkamannaflokksins: Reynt að heilaþvo brezkan almenning NTB—Blackpool Formaður brezka verk- amannaflokksins, Anthony Wedgwood Benn, krafðíst þess í gær, að almenningur á Bretlandi fengi tækifæri til að segja álit sitt á inngöngu Breta i EBE, annað- hvort með þjóðaratkvæða- greiðslu, eða með nýjum kosning- um, áður en aðildin verður stað- reynd um áramótin. Benn sagði þetta I ræðu við setningu 71. landsþings flokksins. Hann sagði, að verkamanna- flokkurinn visaði á bug þeim skil- málum fyrir aðildinni, sem Heath og stjórn hans haf i komizt að með samningaviðræðum sinum. — Þaö er óþolandi, að Irar, Norðmenn, Frakkar og Danir skulifá að segja sitt álit, á meðan brezka stjórnin, utanrikisráðu- neytið og fjölmiðlar reyna að heilaþvo brezkan almenning, sagði Benn. — Við verðum að krefjast kosninga og þingrofs fyrir miðnætti 31. desember. Forsætisráðherrann talar eins og Bretland sé hans persónuleg eign, og hann heldur, að almenningur sé eitthvað, sem hægt er að hringla með eftir geðþótta. Almenningur vill ekki una þvi, sagði Benn. A miðvikudaginn verða á landsþinginu umræður um mark- aðsmálin, sem leitt hafa til klofn- ings innan flokksins. eitthvað, sem óheppilegt mætti telja og gæti valdið ágreiningi okkar i milli á erlendum vett- vangi, en það vildi ég forðast. Enginn óskaði breytinga, þannig að ef ég hef verið meiri Fram- sóknarmaður iRóm en Islending- ur, þá hlýt ég að álykta, að hið sama megi um þá félaga mina Magnús, Garðar og Eggert. En ekki er ég viss um, að þeir samþykki þennan málflutning Mogga. Ég skil hins vegar þörf stjórn- málaritstjóra Morgunblaðsins á að hampa þvi „skrautblómi", sem þeir telja þá yfirlýsingu Við- reisnarstjörnarinnar á nótuskipt- unum við Breta 1961 vera, þar sem segir að unnið verði áfram að útfærslu fiskveiðilandhelginnar og tilvitnun i minnihlutaálit Padilla Nervos, i þvi sambandi. Staðreynd er, að allur mál- flutningur Breta á alþjóðavett- vangi um, að okkur sé skylt að hlita lögsögn dómstólsins i þessu máli byggist á þessum samningi. Það er einnig staðreynd, að vegna þessa samkomulags komast Bretar upp með að halda þvi fram, að við virðum ekki gerða samninga. Ég bendi bara á þetta af gefnu tilefni og við heyrðum þessu haldið fram i Róm. Telur þú, að málstaður okkar hafi átt samúð margra þingfull- trúa? Vafalitið,.sumt sannreyndi ég i samtölum við ýmsa þeirra. Eyðing auðlinda er að verða alþjóðlegt áhyggjuefni og vax- andi skilningur á þvi, að þegar hús nágrannans brennur er þitt eigið i hættu. 1 það óendanlega geta veiðiflotar stóru fiskveiði- þjóðanna ekki fundið ný fiskimið og hvar standa þessar þjóðir þá? Barátta þróunarlandanna fyrir auknum rétti til nýtingar eigin landgæða fellur i sama farveg og landhelgisbarátta okkar. Það vantar svo sem ekki,að stórveldin þykjast hafa „bréf" upp á að mega nýta þessar auðlindir i krafti sögulegrar hefðar e.þ.l. Við þekkjum það lika. Telur þú gagn af svona þing- haldi fyrir íslendinga? Já vissulega. Þrátt fyrir að rétt sé að margt, sem þar fer fram snerti okkur litið, þá er það stað- reynd, að þegar við höfum fyrir lifshagsmunamáli að berjast, þá er aðalatriðið að velja sér réttan vettvang og réttan vopnaburð. A þingum sem þessum sitja áhrifamenn hver i sinu landi. Ómetanlegt getur orðið að ná eyr- um þeirra með mál okkar og reyna að öðlast samúð þeirra og skilning á lifshagsmunamálum okkar. 1 þessu liggur aðalgildi slikra þinga fyrir okkur. Er það nokkuð sérstakt að sið- ustu? Já.mérfinnstaðiærikari mæli sé þörf á alvarlegri endurskoðun á okkar eigin veiðiskap a miðun- um umhverfis landið. Saga sið- ustu þriggja ára um minnkandi aflamagn talar skýru máli. Við munum með festu og þraut- seigju vinna 50 milna striðið og fá þá fiskveiðilandhelgi fyrir okkur eina. En eru Islendingar reiðubúnir til að nýta þann ávinning svo að ekki verði að tjóni i næstu fram- tið? Álagið á fiskistofnana er þegar of mikið og verður að minnka um sinn. Veiðiskapur með tækjum, sem aðeins taka stórfiskinn, svo sem lina og handfæri, svo að dæmi séu nefnd, eru hættulaus; En þau veiðarfæri, sem drepa mikið af smáfiski verða að fara gegnum nákvæma endurskoð- unarsiu okkar fyrr en siðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.