Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. október 1972. TÍMINN tJtgefandi: Fralnsóknarflokkurihn íj: ', Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór->:í : arinn Þórarinsson (ábm.)v Jón Helgason, Tómas Kaiisson];: Andrés Kristjánsson (litstjóri Sunnudagsblaös Tfmjns)iv Auglýsingastjóri: SteingrimurJGlslaso^n.; Ritstjórnarskrif-£:: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300-^8306|:;: : Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsj: : ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300.vAskriftargjaldS : £25 kjrónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-ií takið. Blaðaprent h.f.; :í Ræða utanríkisráðherra Það kom glöggt fram i sjónvarpsfrásögn Eiðs Guðnasonar, að ræða sú, sem Einar Ágústsson utanrikisráðherra fíutti á alls- herjarþingi S.Þ. siðastliðinn föstudag, vakti þar mikla athygli og að margir fulltrúanna þökkuðu ráðherranum fyrir ræðuna. í ræðunni var málstaður íslands túlkaður drengilega og einarðlega, en án harðra ádeilna á andstæðing- ana. Slikt var áreiðanlega hyggilegt eins og á stóð. Utanrikisráðherra fórust m.a. orð á þessa leið: „Ég vil nú vikja að þeirri röksemd, sem haldið hefur verið fram i þessu máli þess efnis, að rikisstjórn Islands hefði ekki átt að færa út fiskveiðimörkin, en hefði i stað þess átt að biða eftir væntanlegri Hafréttarráðstefnu. í þvi sambandi vil ég leggja áherzlu á það, að rikisstjórn íslands hefur i raun beðið i nær 25 ár eftir slikri lausn. Það var á Allsherjarþinginu árið 1949, að sendinefnd Islands tókst að fá samþykkt, að Alþjóðalaganefndin skyldi taka til heildarmeðferðar allar réttarreglur á haf- inu. 1 framhaldi af þeirri rannsókn voru haldn- ar Genfarráðstefnurnar um réttarreglur á haf- inu á árunum 1958 og 1960 og enda þótt ekki hafi þar náðst lausn varðandi viðáttu lögsögu strandrikisins er þess nú vænzt að fyrirhuguð Hafréttarráðstefna muni ná slikum árangri. Vissulega vonum við það. Og þegar þess er gætt að undirbúningsstörf vegna þeirrar ráð- stefnu sýna, að mikill meirihluti aðildarrikja S.Þ. er þegar fylgjandi þvi grundvallarsjónar- miði, að fiskveiðitakmörk skuli miðast við raunhæfar aðstæður á staðnum innan sann- gjarnar fjarlægðar frá ströndum, má vel vera að markmiðið sé ekki langt undan. En ekki liggur fyrir hvenær þvi verki verði lokið. Enn getur tekið mörg ár áður en samningur er gerður, undirritaður og fullgiltur af nægilega mörgum rikjum til að hann gangi i gildi. Að svo komnu máli verður islenzk þjóð að horfast i augu við þá staðreynd, að hin eina auðlind hennar kunni að verða eyðilögð vegna fiskveiða erlendra manna. Vinnunefnd, sem komið var á fót af Norðvestur-Atlantshafsfisk- veiðinefndinni og Alþjóða Hafrannsóknarráð- inu hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að minnka ætti þorskveiðarnar á Norður-Atlants- hafi um helming. Þetta er spurning um lif og dauða. Niðurstaða okkar var og er að við gæt- um ekki beðið lengur. Við gætum ekki setið auðum höndum og horft fram á hrun efnahags þjóðarinnar. Engar ásakanir um eigingirni eða einhliða aðgerðir geta breytt þeirri staðreynd. Og við skulum öll hér á þingi gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd, að ósveigjanlegar reglur, sem byggðar eru á verndun hagsmuna þjóða, sem fiskveiðar stunda á f jarlægum mið- um og hagnýta i sina þágu strandmið annarra rikja, — að slikar reglur eru ekki sigildar. Þær eru úreltar". Áreiðanlega hefur þessi hófsami og rökfasti málflutningur utanrikisráðherra fallið fulltrú- um allsherjarþingsins vel i geð. Þvi er undar- legt að Mbl. skuli reyna að ófrægja ræðuna, eins og það gerði i forustugrein siðastliðinn sunnudag. En þvi valda annarlegar ástæður, sem skynsamlegast er að ræða ekki frekar um að sinni. Þ.Þ. FRLENT YFIRLIT Á Nixon virðast nú engin vopn bíta Margir frambjóðendur demókrata styðja ekki McGovern SAMKVÆMT siðustu skoðanakönnun Gallups hefði Nixon fengið 61% atkvæða, en McGovern 33%, ef kosningar hefðu farið fram sex vikum fyrir kjördag. Aldrei áður sið- an skoðanakannanir hófust hefur verið jafnmikill fylgis- munur á frambjóðendum aðalflokkanna tveggja, þegar svo skammt hefur verið til kjördags. Ekkert annað en hreint kraftaverk virðist geta komið i veg fyrir stórfelldan ósigur McGoverns, enda þótt liklegt sé að bilið milli hans og Nixons minnki verulega fram að kosningunum. T.d. má bú- ast við þvi, að þeir demókrat- ar, sem nti eru óráðnir, snúist á sveif með McGovern, þegar til alvörunnar kemur. VANTRÚIN á sigur Mc- Governs og málstað hans, sést ekki sizt á þvi, að aðeins helmingur frambjóðenda demókrata i þingkosningun- um og rikisstjórakosningun- um, sem fara fram samtimis forsetakosningunum, veíta honum heilshugar stuðning. Hið merka vikublað „National Observer" hefur nýlega snúið sér til allra frambjóðenda demókrata i þessum kosning- um og spurt þá um afstöðu þeirra til McGoverns. Niður- staðan hefur orðið sem hér segir: Af 426 frambjóðendum demókrata til fulltrúadeildar þingsins lýsa aðeins 221 ein- drégnum stuðningi við Mc- Govern og 55 með tregðu. Hin- ir láta forsetakosningarnar afskiptalausar, eða eru meira og minna andvigir McGovern og lýsa yfir andstöðu við ýms- ar kenningar hans. Af 33 frambjóðendum demókrata til öldungadeildar þingsins eru aðeins 17 eindregnir stuðnings menn, Mc Governs, en 5 fylgja honum með semingi og ýms- um fyrirvara. Aðrir taka ekki afstöðu til McGoverns eða eru andvigir honum. Af 18 fram- bjóðendum demókrata i rikis- stjórakosningunum eru 9 hon- um eindregið fylgjandi og 4 styðja hann með tregðu og fyrirvara. Hinir láta forseta- kosningarnar lönd og leiö. ASTÆÐAN til þess, að Mc- Govern hefur ekki náð al- mennum stuðningi frambjóð- enda demókrata er sú, að margir þeirra telja það veikja sigurmöguleika þeirra sjálfra, ef þeir eru um of bendlaðir við McGovern. Þvi fer fjarri, að þetta sé nokkuð sérstakt fyrir- bæri i Suðurrikjunum, þar sem McGovern á einna minnst fylgi. Þetta er engu minna áberandi í Norðurrikjunum. T.d. i New York-riki, þar sem Humphrey sigraði i kosn- 'ingunum 1968, eru aðeins 15 af 38frambjóðendum demókrata til fulltrúadeildarinnar ein- dregnir fylgismenn Mc- Governs. í Pennsylvania, þar sem Humphrey varð einnig sigurvegari i kosningunum 1968, styðja aðeins 6 af 25 frambjóðendum demókrata til fulltrúadeildarinnar Mc- Govern eindregið. t New Jersey, þar sem spáð er mikl- um sigri Nixons, er aðeins 1 af 15frambjóðendum demókrata til fulltrúadeildarinnar eindreginn fylgismaður Mc- Governs. UNDIR venjulegum kringumstæðum, ættu ýms áföll, sem Nixon hefur orðið fyrir siðustu mánuðina, að hafa reynzt honum þung i Nixon skauti, en fram til þessa hafa þau ekki haggað yfirburða- fylgi hans. Það er næstum eins og engin vopn biti á Nixon. Eitt af þessum hneykslis- málum er innbrot, sem fimm republikanir gerðu i bæki- stöðvar demókrata 17. júni i sumar, til að stela þar skjölum og koma fyrir hlustunartækj- um. Þeir voru staðnir að verki og hafa nú loks verið ákærðir af opinberum ákæranda. Hins- vegar hefur ekki fengizt rann- sakað, hvert hafi verið sam- band milli þeirra og æðri manna i flokki republikana, enda þótt sannanlegt sé, að sumir hinna sakfelldu hafi fengið stórfjárhæðir greiddar úr kosningasjóði samtaka, sem styðja Nixon. Dómstóll- inn, sem annaðist frumrann- sókn, lét sig nær ekkert varða þennan höfuðþátt málsins. Eðlilegt hefði þvi verið, að Nixon léti fyrirskipa alls- herjarrannsókn, en hann hef- ur ekki hreyft legg né lið i þeim efnum. Slikt er i mesta máta grunsamlegt. Þá er augljóst orðið, að kornsölunni miklu til Sovét- rikjanna hefur verið háttað þannig viljandi eða óviljandi að kornkaupmenn hafa grætt stórfé, sem eðlilegra hefði verið að rynni til bænda. Menn, sem hafa gegnt trúnaðarstörfum hjá rikis- stjórninni, hafa nýlega gerzt starfsmenn hjá fyrirtækjum kornkaupmanna og virðist hér vissulega um grunsamleg tengsli að ræða. Nixon lét mál- ið afskiptalaust þangað til Ag- new varaforseti sagði af mis- skilningi á kosningafundi, að búið væri að fyrirskipa rann- sókn. Nixon gat ekki gert Ag- new ómerkan og fyrirskipaði rannsókn rétt á eftir. Langalvarlegast af þessum hneykslismálum er þó það, að uppvist er, að einn af yfir- mönnum bandariska flughers- ins i Suður-Vietnam lét h'aldá uppi miklum loftárásum á Norður-Vietnam siðastliðinn vetur þvert ofan i fyrirmæli forsetans. Með þessum árás- um var raunverulega rofið samkomulagið, sem stjórn Johnsons gerði við stjórn Norður-Vietnam haustið 1968, enda svaraði stjórn Norður- Vietnam með nýrri sókn i Suð- ur-Vietnam rétt á eftir. Areiðanlega hefur þetta spillt mjög möguleikum til sam- komulags i Vietnamstriðinu. Ekkert hefur verið gert i til- efni af þessu annað en að láta viðkomandi hershöfðingja hætta, en með riflegum eftir- launum. Einhverntima hefði þetta orðið mikið stórmál i Bandarikjunum, en nú virðist þvi litill gaumur gefinn. Þannig virðist nú eins og engin vopn biti á Nixon. Hneykslismál, sem hefðu orð- ið öðrum forsetum til falls, hagga ekki að ráði fylgi hans. Höfuðskýringin á þessu er sú, að McGovern hefur ekki tekizt að ávinna sér traust. Þrátt fyrir áframhaldandi vantrú margra demókrata á Nixon, telja þeir hann skárri en Mc- Govern. Þó er heiðarleiki Mc- Governs yfirleitt ekki dreginn i efa. En honum fylgir enn sú grýla, keppinautar hans i prófkjörunum hömpuðu mjög, að hann sé fyrst og fremst full- trúi öfgafullra og uppvöðslu- samra stúdenta og annarra ungmenna. ótvirætt var það þessi armur demókrata, sem tryggði McGovern sigur i prófkjörunum, en virðist hins- vegar ætla að reynast honum fjötur um fót I sjálfum aðal- kosningunum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.