Tíminn - 03.10.1972, Side 10

Tíminn - 03.10.1972, Side 10
10 TÍMINN Þriðjutlagur :i. október 1972. Fyrrverandi drykkju- og afbrotamenn fn F • á samkomu hjd Fíladelfíu Þa6 er (ólk á öllum aldri á samkomunni og fyllir út úr dyrum i siöasta skipti, sem ég fékk nafn mitt i blöftin, þá var þaft fyrir allt annaft en kristilegt starf, þá var þaft fyrir glæpaverk. fcg er stoltur yfir þvi núna, aö fá þó aö mæla nokkur orft i nafni Jesú Krists. Þetta eina ár, sem ég hef verift frelsaftur, hefur verift dásamlegt. Kg var búinn aft vera drykkjusjúklingur i mörg ár og eiturly fjaneytandi, stundafti fangelsi meft meiru og var ákaf- lega illa þokkaftur af lögreglu og iiftrum yfirvöldum. fcg er búinn aft flækjast þetta milli drykkju- mannahæla og stofnana og fang- elsa, þar hefur verift mitt plan svona. I*ó var alltaf þrá eftir aft linna eitthvaft, einhvern iifandi kristindóm. ícg vissi alltaf, aft þaft hlyti aft vera eitthvaft til, eitthvaft annaft cn þcssi daufti kristindóm- ur, scm boftaftur er i kirkjunum. Svo var það fyrir einu ári að ég var úti i Málmey og álpaðist þar inn á samkomu Uvitasunnu- safnaðarbara til að gera eitthvað. Ég settist við hliðina á gamalli konu, sem fór strax að nauða i mér að láta nú frelsast. Ég hugsaði sem svo, að ég gæti eins gert það eins og hverja aðra vitleysu um ævina, ég hafði feng- ið nafn mitt ótal sinnum i blöðin fyrir alls konar vitleysu og þvi þá ekki að reyna þetta. Ég gæti svo farið, inn á næstu krá á eftir og fengið mér ærlega neðan i þvi. l*að er ekkert nema það, að ég fer og biðst fyrir. Eftir guðsþjónustuna finn ég, að eitthvað hefur gerzt hið innra með mé, og upp frá þessum degi fyrir ári siðan úti i Málmey hef ég verið frelsaöur maður, hef hvorki snert áfengi né tóbak og hef þjón- að Jesú af alefli hvern dag siðan. Ég hef séð konu mina frelsast, vini og vandamenn, og þetta er dásamlegt. Vakning er yfir Is- landi núna og i hverri viku kemur fjöldinn allur af ungu fólki á sam- komur okkar i F’iladelfiu. Svona mikill fjöldi ungs fólks á fslandi, sem hefur aldrei gefið sig Jesú á hönd. Ég er 26 ára og hef verið sjó- maður mest allt mitt lif. Ég tók drykkjutúra upp á 6-8 mánuði, og Bárftur Arni vitnar.. ,,hið eina sanna lifandi vatn er það, sem kemur út og fer inn” (hvernig. svo sem ber að skilja það.) Lokasöngurinn, ,,Halelúja, halelúja, halelúja.......”, var sunginn af geysilegum krafti og innlifun og stóð söfnuðurinn á meðan með uppréttar hendur og lokuð augu og sársaukasvip á andlitinu. Þar með var komið að lokum samkomunnar og gekk þá fram formaður safnaðarins, Einar J. Gislason, og kallaði út yfir salinn, hvort einhverjir vildu koma og láta biðja fyrir sér. Stóðu þá upp ein fimm ungmenni, gengu fram að fremsta bekk og köstuðu sér á kné við hann og grúfðu andlitið i höndum sér á setunni. Nokkrir eldri menn gengu fram að baki þeirra, lögðu hendurnar á herðar þeirra og struku þeim um höfuð. Um leið þuldu þeir fyrirbænir hárri raust með miklum til- finningahita, en muldrið i söfnuðinum var orðið að þungum gný grátklökkra og allt að þvi ómennskra radda i eyrum þess, sem hefur áður komið á svona samkomu: ,,halelúja, Jesú, Jesú, amen, halelúja, amen.....’ Tilfinningahitinn óx jafnt og þétt, svo að mörgum virtist liggja við yfirliði. Var þvi likast á svip margra stúlknanna, að þær væru á barmi ofsalegrar fullnægingar. Ein stúlka, sem átti 25 ára afmæli þennan sama dag, kom út eftir fundinn með rauða hvarma og glóð i augum. Hún hafði frelsazt. Eftir fundinn bauð Einar fréttamanni inn á skrifstofu sina til viðræðna. Voru þar fyrir ungu mennirnir, sem vitnað höfðu um kvöldið, unga stúlkan nýfrelsaða og tveir eldri menn. ' Einar skýrði i upphafi frá þvi, að hvitasunnu—söfnuðurinn, sem i Reykjavik nefnist Filadelfia, hafi fyrst fest rætur i Vestmanna- eyjum um 1920. Frumkvöðullinn var norskur maður, Erik Osbö. Frá þessum fyrsta söfnuði, sem kallar sig Betel. breiddist trúar- Tímamyndir - Róberi þegar ég var 17 ára tók ég minn versta túr, 8 mánuði. Nú vinn ég i sælgætisverk- smiðju suður i Hafnarfirði, þar sem starfsfólkið er allt frelsað, allt frá forstjóra til pökkunar- stúlku. Það er undursamlegur andi, sem þar rikir, við treystum öll hvert öðru fullkomlega. Forstjórinn trúir mér óhræddur fyrir lyklunum að peningaskápn- um — mér, sem var stórþjófur fyrir nokkrum árum. Og fyrir nokkru var ég gerður að gjald- kera fyrir langferðabil, sem við erum aö kaupa. Þetta er gamalt og gróið fyrirtæki, sælgætisverksmiðjan Valsa, og þaö er stórkostlegt að vinna þar i hópi fólks, sem allt er frelsað. Þetta voru orð 26 ára fyrrver- andi afbrotafanga, Georgs Viðars Björnssonar, er fréttamaður ræddi við hann eftir samkomu hjá Filadelfiu s.l. fimmtudagskvöld, þar sem hann var leiðtogi sam- komunnar. X Það var um hálf-niu um kvöld- ið, sem fréttamann Timans, ásamt ljósmyndara, bar að garði i Hátúni 2. Þar er safnaðarhús Filadelfiu i Reykjavik. Fjöldi fólks streymdi að, að meiri hluta ungt fólk, enda var samkundan tileinkuð ungu Jesúfólki. Mun nú reynt að skýra i stuttu máli frá gangi samkomunnar, en meðfylgjandi myndir skýra and- rúmsloftið þarna betur en orð. Þegar Georg hafði sett sam- komuna, kom ungur maður upp á sviðið, flutti prédikun dagsins og las bréf frá fólki, sem bað um blessun safnaðarins, bræðra og systra, til handa veikum og villu- ráfandi vinum og vandamönnum eða fyrirbænir handa fjölskyldu, þar sem ósætti rikti. Undir lestrinum muldraði söfnuðurinn „amen, amen” eða.Jesú, ó, Jesú” og annað keimlikt i annarlegum tón. Næst tók við sálmasöngur unga Jesúfólksins uppi á sviðinu við undirleik ungra manna, sem spil- uðu á tvo gitara og pianó. Einnig þandi roskinn maður harmóniku sina. Þá komu tveir ungir menn upp á sviðið og vitnuðu af miklum eld- móði og hita um frelsun sina, og var þvi likast sem þeir ,,töluðu tungum”, og enn tuldraði söfnuðurinn amen og halelúja. Þá vitnuðu tvær stúlkur með aðstoð túlks, önnur norsk og hin bandarisk, og töluðu um þá bless- un, sem'þær hefðu hlotið: ,,Takið við drottni, áður en það er of seint, þvi hann kemur skjótt” — A krossinum meft sálmabók i liönd

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.