Tíminn - 03.10.1972, Side 14

Tíminn - 03.10.1972, Side 14
14 TÍMINN Þriðjudagur li. október 1972. „Það getur þú sagt, en þú hefur ekki staðið i átta stundir og gætt véla og þráða. Þið eigið Friðarpipuverksmiðjurnar, og þvi gleymir þú sjálf- sagt aldrei heldur”. „Nei”, svaraði ég, „það geri ég ekki. Og það veldur mér kannske mestu striði, að ég vil lita á málin frá beggja sjónarmiði, og svo vill hvorugur aðilinn hlusta á mig”. Hún færði barnið til á handleggnum áður en hún svaraði mér. „Það er auðveldara fyrir þá, sem ekki þurfa að óttast hungur og bjargarleysi eða kviða þvi, að eiginmaðurinn gripi til einhverra örþrifaráð, að „lita” á málin frá beggja sjónarmiði”. ,,Ég veit það. Að minnsta kosti er ég að byrja að sjá það. En dæmdu mig ekki hart, Angletta: liklega verða jólin hvorugri okkar sérlega gleðirik. Mig langaði til að koma hingað og sjá þig og börnin. Það getur engum veriö til ama, þótt þau leiki sér að þessu dóti, sem ég kom með. Ég hafði lika ánægju af þvi að prjóna peysuna og húfuna og leita að leikföngunum. Mega þau ekki þiggja þetta, þó að þaö sé frá mér?” Það var einkennilegt, að ég skyldi þurfa að sitja þarna og reyna að vinna bug á stærilæti hennar og beiskju með auðm júkum bænarorðum. Okkur lAngelettu hafði alltaf verið vel til vina, og gleði barnanna, sem vart fengu slitið augun af þvi, sem ég hafði fært þeim, var þungt lóð á metaskálum móðurinnar. Aður en lagt um leið komu karlmennirnir inn. Ég var komu þeirra fegin, og við drukkum öll heimabruggað vin, sem gamli maðurinn hafði lum'að á i rúmshorni sinu. Bragðið var nokkuð beiskt, en það yljaði mér fyrir brjósti. Ég lét Jóa aka heim. Frostið hafði hert til muna, og mér þótti gott að hafa hlýju af Tátu. Það var undarlega tómlegt i vagninum, þegar allir bögglarnir voru farnir úr honum. Ég kveið þvi að koma heim i stóra húsið, þar sem loftið var lævi blandiö. Tortryggni var mér andstyggð, og mér sárnaöi að þurfa að vaka yfir og njósna um hverja hreyfingu og hvert tillit Hönnu og Harrýs. f eldhúsinu hjá Angelettu hafði mér auðnazt að gleyma raun- um minum ofurlitla stund. Hafi ég ekki gleymt þeim alveg, þá hafði að minnsta kosti dregið úr sviðanum og sárindunum og örvæntingunni meðan ég stóð andspænis örbirgð og hörmungum fólksins, sem þar bjó. Nú jukust þjáningar minar þvi meir sem nær dró Blairsborg. Ný kvala- máltið og nýtt þrautakvöld var i vændum. Ef Harrý kæmi, ætlaði ég að leitast við vera eins eðlileg og mér var unnt. Þó varö ég að vera á varöbergi og gefa þvi gæturálaun, hvort hann liti til Hönnu með grunsamlegu augnaráði eða hvort hún sæti um færi til þess að snerta hönd hans um leiö og hún gengi fram hjá honum. Ef hann kæmi ekki og ef Hanna væri fjarverandi eða færi út undir ein- hverju yfirskyni, myndi óttinn og afbrýðisemin kvelja mig allt kvöldið. Ég andvarpaði og hjúfraði mig niður i sætið og horfði á visana á klukk- unni. Hún var aö vera hálfsex. Mér hefði verið hugarléttir að þvi að tala við Jóa. Þótt við vissum furðulitið um einkamál hvors annars, var samt eins og hulinn þráður gamallar vináttu tengdi okkur enn saman, þrátt fyrir það djúp, sem atvikin höfðu staðfest á milli okkar. „Jói”, sagði ég, þegar ljósin i gluggum veitingahússins við veginn komu i augsýn, „ættum við ekki að stanza hér og drekka kaffi?” Hann sveigði út af yeginum og renndi i hlað. Hlaðin vörubifreið var þar fyrir. Við sáum tvo menn standa við afgreiðsluborðið, en að öðru leyti var veitingasalurinn mannlaus. Jói skyggndist um áður en hann fylgdi mér inn. Við tókum okkur sæti við sama borð og við Merek Vance höfðum setið við nóttina góðu. „Ég hefði ekki átt að biðja þig að koma hingað með mér”, sagði ég, þegar ég hafði sopið á kaffibollanum. „Þér er sennilga ekki hollt að láta sjá þig i fylgd með mér, ef að likum lætur’. Hann brosti, en andæfði ekki orðum minum. Það er nýstárlegt fyrir mig að þurfa að afsaka návist mina og finna, að ég átti vini, sem ekki kærðu sig um að láta sjá sig með mér á almannafæri. „Ég geri ráð fyrir, að vinum þinum sé ekki meira en svo um mig, Jói”, hélt ég áfram, „og sizt af öllu vil ég verða þér til óþæginda”. „Ég er vanur að sjá fótum minum forráð sjálfur”, svaraði hann. „En þú átt þig þó ekki sjálfur að öllu leyti, ekki nú orðið”, sagði ég. „Þú verðuraðhugsa um, hvaðfólkiðvill. Þú kæmistekki hjá afsökunum og skýringum, ef einhver úr verkamannafélaginu kæmi núna hingað inn og sæi okkur sitja hér saman”. „Geturverið”, svaraði hann, og nú brosti hann ekki. „Jói”, — ég setti frá mér hálftæmdan bollann og seildist eftir siga- rettu — „hvernig endar þetta? Annar hvor aðilinn verður að láta und- an, og ég er viss um að verksmiðjustjórinn gerir það ekki. Svo mikið veit ég”. Svipur hans hafði hýrnað ofurlitið fýrir kaffinu, en nú var eins og hann væri orðinn enn mæðulegri en áður. Enginn, sem litur i augun á Jóa, getur annað en treyst honum, hugs- aði ég, er ég beið svars hans. „Það veltur á þvi, hve margir okkar standast raunina”, svaraði hann. „En Jói. Þó að verkamannasambandið og stuðningsmenn þess geti styrkt þá sem bágt eiga, verða vetrarmánuðirnir langir fyrir marga til dæmis fólk eins og Angelettu og manninn hennar. Þú sást það sama og ég sá i dag. Og þó eru fjöldamargir miklu verr staddir en þau.... Hvernig geturðu búizt við, aö fólk standist aðra eins raun? „Þetta er mesta vandamál okkar”, sagði Jói. Hann stóð upp og gekk að stóra grammófóninum, og ég sá, að hann lét aura falla i peninga- rifuna. í næstu andrá titraði loftið af tónum jasslaga, sem ég gat að vísu ekki þekkt, þótt ég legði mig alla fram um að hlusta. Þó var skynjunin mun greinilegri en áður. Ósjálfrátt gerði ég mér i hugarlund, hvernig ég ætlaði að lýsa þessu fyrir Merek Vance. „Mér datt i hug, að þaö kynni að heyrast til okkar inn að afgreiðslu- borðinu”, sagði Jói um leið og hann settist. „Ég get ekki átt það á hættu, að einhverjum detti i hug, að ég sé að bera njósnir. Hávaðinn truflar þig ekki, og ég get heyrt það, sem þú segir, þrátt fyrir fyrir hann — Haltu áfram”. „Ég var að spyrja þig”. Hann ók sér þreytulega og hristi höfuðið. „Segðu mér að minnsta kosti eitt: Verða óeirðir þegar verksmiðjurnar verða opnaðar aftur? Beita þessir verkfallsverðir þinir virkilega ofbeldi?” Mæðusvipur færðist aftur yfir andlit hans. Þaðvoru aðeins augun, sem geisluðu af æskufjöri og krafti. „Ekki ef ég get komið i veg fýrir það”, svaraði hann eftir langa þögn. „Ég hef aldrei trúað á ofbeldið og hnefaréttinn. Með slikum hætti vinn- ast aðeins dægursigrar. En ég geri allt, sem ég get, til þess að við stundum saman og sigrum með mætti okkar. Ég fæ áheyrn enn hvað sem siðar kann að vera”. Hann sagði eitthvað meira, en hann fékk ákafan hósta, svo að ég greindi ekki, hvað það var. „Átt þú við, að þú missir kannske taumhald á fólkinu, þegar verk- smiðjurnar verð opnaðar?” Hann kinkaði kolli. Lárétt 1) Blómið,- 6) Farða.- 7) Korn- 9) Röð,- 10) Rússneskur ráð- herra,- 11) Frið.- 12) 51.- 13) Leiða.- 15) Prúðmannlegt.- Lóðrétt 1) Atlaga.- 2) Lindi.- 3) Skriðdýrs,- 4) Ofug röð.- 5) Lánist,- 8) Borg,- 13) Samtenging. - 14) Eins,- 9) Landsig,- Ráðning á gátu No. 1221 Lárétt 1) Krlings,- 6) Ónn 7) Dá,- 9) Ái.- 10) Indland,- 11) Na,- 12) ID,- 13) Aga,- 15) Morgunn- 1) Eldinum,- 2) Ló,- 3) Innlegg,- 4) NN.-5) Sniddan,- 8) Ana,- 9) Áni,- 13) Ar,- 14) AU,- Þ RIÐJUDAGUR 3. október 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 „Lífið og ég”, Eggert Stefánsson söngvari segir frá Pétur Pétursson les (11). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 M iðdegistónleikar: Pianóleikur. Cor de Groot leikur Variations Sérieuses op. 54 i d-moll eftir Mendelssohn. Helmut Roloff leikur „Eroicu til- brigðin” eftir Beethoven. Emil Gilels og Rússneska rikishljómsveitin leika Pianókonsert i D-dúr eftir Haydn: Rudolf Barshai stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Sagan: „Fjölskyldan i Hreiðrinu” eftir Estrid Ott. Sigriður Guðmundsdóttir les (4). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 Umhverfismál. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 21.00 Iþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Arne Nordheim. Flutt verður tónlist eftir hann og þeir Þorkell Sigurbjörnsson ræðast við. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs. Jónas Arnason les úr bók sinni „Tekið i blökkina” (9). 22.35 Harmonikulög. André Verschuren og hljómsveit hans leika. 22.50 Á hljóðbergi. Vold og valg. — Satira um frjálsar kosningar i lýðrikinu Dan- mörku eftir Inge Eriksen, Ebbe Klövedal, Christian Kampmann og Hans-Jörgen Nielsen. Peter Asmussen o.fl. lesarar flytja. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 3. október 20.00 F’réttir 20.25 Veöur og auglýsingar 20.30 Ashton-fjölskyídan Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 23. þáttur. Ljáðu faðm þinn, ljúfa Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 22. þáttar: Heyrzt hefur i sendistöð i Belgiu og leikur grunur á, að þar sé John Porter að verki. Skipið sem Robert Ashton er á, verður fyrir tundurskeyti og ferst. Margir af áhöfninni bjarg- ast i bátana, en Robert deyr áður en hjálp berst. 21.25 Nýjasta tækni og vlsindi Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.55 Litlu næturgalarnir Franskur drengjakór syngur i sjónvarpssal undir stjórn séra J.Braure. 22.10 Séð með eigin augum Sænsk kvikmynd gerð i þvi augnamiði að sanna striðs- glæpi Bandarikjamanna i Indó-Kina. (Nordvision — Sænska sjónv.) Þýðandi Óskar Ingimarsson. Mynd þessi er alls ekki við barna hæfi. Á eftir myndinni fer umræðuþáttur um efni hennar. Umræðum stýrir Eiður Guðnason. Aðrir þátt- takendur Ólafur Einarsson Sverrir Bergmann og Þorsteinn Pálsson. Áður á dagskrá 19. sept. siðastlið- inn. 23.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.