Tíminn - 03.10.1972, Side 19

Tíminn - 03.10.1972, Side 19
Þriðjudagur 3. október 1972. TÍMINN 19 Bretarnir hefðu þurft í KJ—Reykjavik Það hefði ekki verið veiðíveður hjá brezkum togurum út af Vest- fjörðum i gær, ef þeir hefðu haldið sig þar, eins og undanfarið. Á Halamiðum mældust átta vind- stig, og á veðurathugunarstöðv- um var vindhraðinn upp i tiu vindstig. Ef brezki flotinn hefði verið á þessum slóðum má búast við að togararnir hefðu leitað i var, þvi margir þeirra eru ekki búnir til að mæta stórsjóum norður i höf- um. Brezki togaraflotinn heldur sig nú við Austfirðina að mestu, og ÞÓ-Reykjavík „Geysir hefur verið anzi fjörugur núna uþp á siðkastið og ég hef séð hann gjósa allt að þrisvar á dag,” sagði Greipur Sigurðsson á Geysi i Haukadal, er við ræddum við hann. Þessi gos i Geysi hafa reyndar ekki verið stór, svona smáskvettur, eins og hann gerði i fyrra, en þegar sápa var sett i hann, þá lyfti hann sér heldur betur, sagði Greipur. Geysir hefur verið látinn gjósa 5 sinnum i sumar með sápu og þá hafa gosin staðið yfir i langan tima, og farið allt upp i 70 metra. eru þeir þar i tveim þéttum hóp- um. A laugardaginn voru 11 tog- arar i hnapp út af Glettingi, 20 voru i hnapp út af Gerpi og 4 út af Sléttu. Á sama tima voru þrir vestur-þýzkir togarar að veiðum innan linunnar á Halanum, en átta voru að veiðum utan linu i Vikurálnum og fimm fyrir utan á Reykjaneshryggnum. Þá voru tveir belgiskir togarar i hólfinu út af Jökli og einn færeyskur var á Sléttugrunni. Alls voru þannig 39 skip að ólöglegum veiðum innan 50 milnanna, en þrir að veiðum innan linunnar samkvæmt undanþágum. (>0 — 100 kiló af sápu þarf að setja i Geysi til að fá hann til að gjósa fulikomnu gosi, og þegar sápa hefur verið sett i hann i sumar hefur gos aldrei brugðizt. Greipur sagði að það væri eftir- tektarvert, að þessi heimsins frægasti goshver væri núna lif- legri, þegar farið væri að hausta, en hann hefur verið lcngi vel. Ekki er vitað hverju það sætir, nema góða veðrið , sem verið hefur austur i sveitum undan- farna daga hafi þessi áhrif. Að lokum sagði Greipur að þó að Geysir væri núna iiflegri, en hann hefði verið lengi vel, væri hann samt óútreiknaniegur. var i gær A kortinu sést hvar brezku togar- arnir héldu sig i tveim hópum út af Austfjörðuin. Geysir sjaldan líflegri Húsnæðisskortur jiáir Menntaskólanum á ísafirði Að undanförnu hafa iðnaðar- menn unnið nótt og dag við að leggja siðustu hönd á innréttingar og aðrar framkvæmdir við hið nýja heima vistarhúsnæði Menntaskólans á Isafirði. Var að þvi stefnt að skólinn tæki til starfa 3. október, en þar sem endanleg- um frágangi heimavistar og mötuneytis er enn ekki að fullu lokið, getur skólahald að þessu sinni ekki hafist fyrr en föstudag- inn 6. október, en skólinn verður formlega settur laugardaginn 7. október i Alþýðuhúsinu á Isafirði. Alls hafa um 70 nýir nemendur leitað inngöngu i Menntaskólann á ísafirði, en vegna ónógs húsnæðis i bænum, var ekki unnt Framhald af 17. siðu. Framliðið kom skemmtilega á óvart i leiknum, liðið, sem leit ekki vel út á pappirunum, stóð sig með miklum ágætum. Það er kannski ekki upp á marga fiska. Leikmenn liðsins voru einnig allt of lengi að koma sér i vörnina, það voru ekki ófá mörkin, sem liðið fékk á sig úr hraðupp- hlaupum. Markvarzlan hjá Fram var ekki upp á sitt bezta — er það skiljanlegt, markverðir verða að hafa góða varnarmenn fyrir framan sig, ef þeir eiga að verja. Beztu menn Framliðsins voru Axel Axelsson, eina langskyttan, sem Fram hefur upp á að bjóða i dag og Björgvin Björgvinsson, sem er orðinn bezti hand- knattleiksmaður Islands — hann hefur aldrei verið eins friskur og um þessar mundir. Göppingen-liðið kom nokkuð á óvart, það er greinilegt, að liðið er ekki komið i góða æfingu. Það var það sama að iiðinu og var að Framliðinu — leikmenn liðsins, voru ekki nógu góðir i vörninni og þar af leiðandi var markvarzlan ekki góð. Beztu menn liðsins, voru landsliðsmennirnir, Max Miiller og Peter Bucher. Mörk Fram i leiknum skoruðu: Axel Axelsson 11 (5 viti), Björg- vin Björgvinsson 5, Sigurður Einarsson og Sigurbergur Sig- steinsson tvö hvor, Gylfi Jó- hannsson og Guðjón Marteinsson, eitt hvor. SOS. að veita viðtöku nema um 60. Alls verða þvi um 130 nemendur i skólanum á þessu skólaári i 1. — 3. bekk menntaskóla. Nýja heimavistin, sem nú verð- ur tekin i notkun, hýsir alls um 50 nemendur, auk ibúða vinstar- varðar og kennara. Er hér um að ræða fyrsta áfanga af þremur fyrirhuguðum, er alls munu hýsa um 150nemendur. Heimavistin er með nýstárlegu sniði að þvi leiti að hún skiptist i nokkrar einingar, 6, 12, og 18 manna, sem hver um sig hefur sér setustofu og litils háttar eldunaraðstöðu. Alls hafa 4 nýir kennarar verið ráðnir við skólann og eru fastir kennarar þá 6 talsins, auk stundakennara. Skólinn heldur uppi kennslu á þrem kjörsviðum, þ.e. náttúru- fræði-, eðlisfræði- og félagsfræða- kjörsviði. Auk sögu og félagsfræði er á félagsfræðakjörsviði haldið uppi kennslu i rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði, auk ýmissa við- skiptagreina. Kennslan á félags- fræðikjörsviði nemur alls 26 ein- ingum eða vikustundum yfir námstimann. Markmiðið með henni er að búa nemendur undir framhaldsnám i háskóla i ýmsum greinum þjóðfélagsvisinda, fyrir utan að veita þeim nokkra hag- nýta kunnáttu á sviði viðskipta og fyrirtækjareksturs. Þá er það og nýjung I starfi Menntaskólans, að i haust tekur hann upp samvinnu við Iðnskóla Isafjarðar um að halda uppi kennslu að nokkru leyti fyrir undirbúningsdeild tækniskóla og raungreinadeild tækniskóla, sem Alþingi veitti heimild til á s.l. vori að yrði haldið uppi á Isafirði. Til kennslunnar hefur Mennta- skólinn á Isafirði umráð yfir gamla Barnaskólanum á ísafirði, sem er timburhús, byggt árið 1901. Er enn sem komið er rúmt um nemendur i skólanum, þannig að skólinn er allur einsetinn. íslendingar efstir í B flokki á Olympíumótinu ÞÓ—Reykjavik Islendingar unnu Albani i 5. umferð Olympiumótsins i skák með 3 1/2 vinningi gegn 1/2. Is- lenzka skáksveitin er nú i 1.—3. sæti i B-flokki á Olympiumótinu með 14 vinninga, jafnir tslend- ingum eru Norðmenn og Eng- lendingar. I A-flokki eru Júgóslavar efstir með 15 vinninga. Akranes - Atvinna Skrifstofustarf Óskum að ráða stúlku til afleysingastarfa á skrifstofu bæjarins nú þegar. Goð vélritunarkunnátta, ásamt reynsiu i skrifstofustörfum nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 10. október. Heimilishjálp Nokkrar konur óskast nú þegar til starfa við ræstingu, þvotta o.fl. I heimahúsum.Nánari upplýsingar veitir und- irritaður. Bæjarritarinn á Akranesi. Sportjakkar í hressandi litiun ocj mynstrum Rannsóknastyrkir Norska visinda- og tæknirannsóknarráðið býður styrki til eins árs, 1973-1974, til æðri rannsókna á ýmsum sviðum tækni og vis- inda. Styrkir nema 34.000 norskum krónum fyrir einhleypa styrkþega, 37.000 n.kr. fyrir gifta og að auki 1.500 n.kr. fyrir hvert barn styrkþega. Umsækjendur skuli hafa lokið jafngildi Ph.d. i raunvisindum frá brezkum eða banda- riskum háskóla. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Nánari upplýsingar veitir Rannsóknaráð rikisins, simi 21320. Stórhýsi ásamt tveim Verzlunarhúsum á rúmlega 900 fermetra eignarlóð til sölu. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður, simar 12343 og 23338 Rafgeymir 6B11KA — 12 volta 317x133x178 m/m 52 ampertimar. Sérstaklega framleiddur fyrir Ford Cortina. SÖNNAK rafgeymar í úrvali. m ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.