Fréttablaðið - 15.05.2004, Síða 21

Fréttablaðið - 15.05.2004, Síða 21
LAUGARDAGUR 15. maí 2004 21 www.toyota.is Corolla Verso. Hversu Verso viltu vera? Sjaldan hefur einn bíll boðið upp á jafn marga möguleika með jafn einföldum hætti. Með einu handtaki breytirðu Corolla Verso úr 2 manna flutningavagni í 7 manna fjölskyldubíl. Hvert sæti er sjálfstæð eining sem leggst alveg niður svo gólfflöturinn verður rennisléttur og jafn. Þetta þýðir að þú getur á einu augnabliki lagað innra rými bílsins algjörlega eftir þörfum hverju sinni. Aksturinn er léttur og lipur, hönnunin glæsilega rennileg og bíllinn hlaðinn öllum þeim hágæða- og öryggisþáttum sem kröfuharðir ökumenn ganga að sem vísum. Corolla Verso er byltingarkenndur 7 manna fjölskyldubíll. Í honum má finna Toyota-Full Flat 7 kerfið þar sem með einu handtaki má breyta Corolla Verso úr 2ja manna flutningavagni í 7 manna fjölskyldubíl. Corolla Verso er búinn 1,8 lítra VVT-i vél sem skilar 129 hestöflum við 6.000 snúninga. Hann er búinn VSC stöðugleikakerfi, 9 loftpúðum sem hlífa öllum farþegum bílsins, ABS hemlakerfi með BA. Corolla Verso er fáanlegur með hefðbundinni beinskiptingu eða rafstýrðri beinskiptingu og kostar frá kr. 2.229.000. Sportbíll að utan - 7 manna ættarmót að innan. Easy Flat-7® Helga Möller viðurkennir aðvæntingarnar fyrir júró- visjónkeppnina árið 1986 hafi verið miklar og kannski einum of. „Mér til mikillar ánægju, þó það sé kannski ljótt að segja það, þá fengum við oftar 16. sætið en bara þegar ég fór. Þannig að það voru smá sárabætur miðað við vænting- arnar sem voru,“ segir Helga. „En það hefur nú breyst. Fólk er ekkert að gera neitt voðalega miklar væntingar og umfjöllunin núna er ekki mikil.“ Óútreiknanleg keppni Helga vill ekki meina að miklar breytingar hafi orðið á keppninni síðan hún tók þátt með Pálma Gunnarssyni og Eiríki Haukssyni. „Maður tekur eftir því að ár frá ári er eitthvað visst í tísku og þá er það mjög áberandi. Annars er ekki hægt að reikna með ein- hverju sem verður í tísku. Kannski allt í einu er valið lag sem er með einum kassagítar. Þetta er mjög óútreiknanlegt,“ segir Helga. „Ég man að þegar ég fór vann Sandra Kim sem var 13 ára belgísk stúlka. Þá var verið að tala um að þetta væri trix og hvort að við ættum ekki senda bara eina ófríska; hún myndi örugglega vekja mikla athygli.“ Heimsfrægur í heila viku Aðspurð játar Helga að andrúm- sloftið þegar hún tók þátt fyrir 18 árum hafi verið sérstakt. „Það mætti segja að maður hafi verið heimsfrægur í heila viku. Bæði framkoman við mann og öll umgjörðin. Allt í kringum þetta var eins og þarna væru heimsfrægar stjörnur á ferð, merktir bún- ingsklefar og blaðamenn á ferð. Þetta var mjög skemmtilegt. Þetta er þessi vika sem aldrei gleymist. Það er hápunktur míns ferils að hafa tekið þátt í Júróvisjón.“ Hrædd við tónhæðina Helga verður í Ameríku á úrslita- kvöldinu og getur því ekki fylgst með Jónsa stíga á svið í Istanbúl. „Mér líst rosalega vel á flytjandann. Ég hef nú ekki heyrt lagið en fyrsta hlustun greip mig ekkert svakalega,“ segir Helga um Heaven, framlag Íslands. „En það er mjög vel flutt og hann er verðugur fulltrúi okkar. Ég er alveg viss um að hann mun standa sig vel en ég er hrædd um þessa tónhæð sem hann valdi sér. Að vera svona einn á sviðinu með lítinn stuðning, það hlýtur að reyna á taugarnar,“ segir hún. Undir svakalegu álagi Helga segir erfiðara að stan- da á sviði fyrir framan þennan gífurlega mannfjölda sem horfir á Júróvisjón en fólk gerir sér grein fyrir og veit eins og er að Jónsa bíður erfitt verkefni. „Það er talað um tvenns konar stre- itueinkenni. Annað hvort verðurðu „hyper“ eða mjög þreyttur og mikið geispandi. Þannig var ég til dæmis; ég geis- paði og geispaði og skildi ekkert í þessu. Adrenalínið fer líka alveg á fullt. Þú hefur náttúrlega bara þessar þrjár mínútur og svo er þetta bara búið og það veistu. Þú ert undir svakalegu álagi á meðan á þessu stendur og þá þarf allt að ganga upp,“ bætir hún við. „Þú þarft að vera vel úthvíldur og ekki með nein einkenni kvefs eða háls- bólgu. Það er eitt sem allir geta gert, það er að lækka tóntegundi- na ef út það í fer. En þetta kemur allt í ljós og hann [Jónsi] veit sín takmörk að öllum líkindum,“ segir Helga að lokum. freyr@frettabladid.is Helga Möller var í Icy-sönghópnum fræga sem steig á svið í Dublin í Júróvisjón- keppninni 1986. Gleðibankinn var fyrsta framlag Íslands til keppninnar og spenningurinn var að vonum mikil. Júróvisjón var hápunkturinn ICY Icy-hópurinn, með þau Helgu Möller, Pálma Gunnarsson og Eirík Hauksson innanborðs, lenti í 16. sæti með Gleðibankann eftir Magnús Kjartansson. Eftirvæntingarnar voru einum of miklar fyrir keppnina að mati Helgu. HELGA MÖLLER Segir það hápunktinn á ferlinum að hafa tekið þátt í Júróvisjón. Mikið stress fylgir keppnininni að hennar sögn, en hún hefur mikið álit á Jónsa. Það mætti segja að maður hafi verið heimsfrægur í heila viku. ,, 20-21 júróeitthvað 14.5.2004 15:15 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.