Tíminn - 04.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.10.1972, Blaðsíða 1
fe e 225. tölublað — Miðvikudagur 4. okt. — 56. árgangur. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Myndin var tekin um helgina, af höfðanum, sem er sunnan vio Reykjahlíö, og þarna sér austur yfir hraunið á milli Stórugjáar og Varmholts. Námafjall í baksýn og þar vestan við Bjarnarflag með rjúk- andi gufuholum. (Timamynd: Kári) LEYNIST STÓR HELLIR í JÖRÐU VIÐ REYKJAHLÍÐ? K.I-Rcykjavik Miklar líkur eru taldar á þvi, að steinsnar frá byggðinni i Reykja- hlið við Mývatn, sé stór og mikill hellir, nánar til tekið ! hrauninu austan við Stórugja. Mývetningar segja, að jarðfræðingar telji hellinn ná frá Stórugjá og upp undir Varmholt, en það þýðir, að hann getur verið allt að einn kíló- metri á lengd. Slikir hellar sem þessi eru viða i hraunum landsins, en ekki viða eins nálægt byggð eins og þessi Mývatnshellir, sem mætti kannski kalla svo. Það styður einkum tilgátur jarðfræðinganna um tilveru hellis þessa að á einum stað er hellisþakið fallið niður, þótt hvergi hafi samt fundizt manngengt op á hellinum. Ef áhugi væfiá, mætti sjálfsagt ganga úr skugga um tilveru Séra Jóhann Hlíðar skipaður prestur f Nesprestakalli Oómsmálaráðherra skipaöi I gær nýjan prest i Nesprestakalli, scra Jóhann Hliðar. Séra Jóhann hefur verið prestur I Vestmanna cyjum i tæp tuttugu ár. hellisins en til þess þarf krana og jafnvel ýtu, þvi mikil björg þarf að fjarlægja. Það hefði sjálfsagt mikiö að- dráttarafl fyrir ferðamenn,. ef hellirinn yrði opnaður og enn myndi bætast við undur Mývatns- sveitar. Menn hafa látið sér detta ihug.að i botni hellisinsværi heitt vatn, likt og i Grjótagjá, en ekki mun sú tilgáta eiga sér marga fylgisménn, sökum þess hve hátt hellirinn liggur. Ef hins vegar svo vildi til, að á botni hellisins væri heitt vatn, hefði hellirinn stdr- kostlegt aðdráttarafl fyrir ferða- menn, bæði innlenda og erlenda. Sagt er, að margir feröist landið þvert og endilangt eingöngu til að fá sér bað i Grjótagjá og ekki væri þá óliklegt að menn myndu fara milli landa til að fá sér bað i mörg hundruö metra laug, sem væri neðan jarðar, ef þess væri kostur. „ÞIÐ EIGIÐ MARGA VINI í NOREGI ii Æskulýðsfylkingin, sem barðist gegn inngöngu Norðmanna i EBE var leyst upp i siðustu viku aö unnum sigri. A lokafundinum var ungum Vinstriflokksmönnum fal- ið að kalla saman fulltrúa æsku- lýðsfélaga þeirra, sem að bar- áttufylkingunni höfðu staðið, i þvi skyni að stofna nefnd til liðsinnis við tslendinga i landhelgismál- inu. Þessi nefnd mun siðan halda áfram þeim stuðningi við ts- lendinga, sem baráttusamtökin gegn inngóngu Norðmanna i EBE hóf, og verður markmið nefndar- innar að vinna að þvi, að norsk stjórnarvöld taki eindregna af- stööu með tslendingum i land- helgismálinu. „Ykkar kunna aö biða erfiðleikar", segir i bréfi frá Æskulýðssamtökunum til Tim- ans," en þið getið treyst þvi, að þið eigið marga vini i Noregi". Lóðabelgurinn kominn til landsöfnunar fullur af peningum með kærri kveðju f ráHöf n Séra Jóhann Hlíðar Klp-Reykjavik i húsakynnum landhelgis- söfnunarinnar á Laugavegi 13 er nú lóðabelgur, sem hefur gegnt hlutverki, er mun gera hann frægan. Með hann gengu félagar úr Ijónaklúbbnum á Höfn í Horna- firði um heimabæ sinn siðasta laugardag í septembermánuði og söfnuðu i hann sextiu þúsund krónum. Um kvöldið var dans- leikur haldinn i Sindrabæ og bætt- ust þá Við' fjörutiu þúsund krónur, svo að alls urðu það hundrað þús- und krónur, er Hornfirðingar létu af höndum rakna i lamls- söfnunina þennan dag. Þetta er ákaflega myndarlega gert af Hornfirðingum. En fleiri hafa verið örlátir við landhelgis- sjóð. Meðal annars hafa söfnun- inni borizt 100 þúsund krónur frá Hafnarfjarðarbæ og 50 þúsund krónur frá hreppsnefnd Borgar- neshrepps. Starfsfólk Samvinnu- bankans og Andvóku sendi 35 þúsund krónur, Iðja, félag verk- smiðjufólks á Akureyri 25 þúsund og Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps 20 þúsund krónur. Þá sendu fjórir einstaklingar á Akranesi 41 þúsund krónur til skrifstofunnar og þangað komu einnig i gær þrir einktaklingar með 5 þúsund krónur hvor. BREZKA NEFNDIN KEMUR í DAG KJ-Reykjavik — fcg geri ráð fyrir að sam- komulagsviðræður við Breta hcfjist I ráðherrabústaðnum á fimmtudagsmorguninn, sagði Hans (i. Andcrscn þjóðréttar- fræðingur i viðtali við Tfmann i gær, im' blaðamaður spurðist fyrir um væntanlcgar viðræður ts- lcndinga og Brcta. Hans G. Andersen sagði, aö Brezka sendinefndin kæmi til landsins i dag, aö forystumaöur hennar yrði Keeble, sem er yfir- maður efnahagsmáladeildar brezka utanrikisráöuneytisins. Af öörum nefndarmönnum md nefna Pooley, sem gegnir nú störfum ráðuneytisstjóra i sjávarútvegs- Skipting hand- ritanna hafin Annar fundur nefndar þeirrar, sem ákveður hvernig islenzku handritunum i Arnasafni verður skipt milli Islendinga og Dana, hófst i Reykjavik i gærmorgun. Mun fundurinn standa i þrjá daga. Fyrsti fundurinn var haldinn i Kaupmannahöfn og fóru þar fram viðræður um tilhögun siðari funda og skiptingu handritanna. En með þeim fundi, sem nii stendur, er hin eiginlega skipting hafin. Af hálfu Islendinga sitja i nefndinni Jónas Kristjánsson, forstöðumaöur Handritastofnun- arinnar og Ólafur Halldórsson, handritafræðingur, sem er í nefndinni i forföllum Magnúsar Más' Lárussonar rektors. Danlrnir eru prófessor Westergaard-Nielsen. og Ole Winding, forstöðumaöur Arnasafns i Kaupmannahöfn. ráðuneytinu, Elliott tlr sam- göngumálaráðuneytinu og Hud- son, forseta samtaka brezkra tog- araeigenda. Þá verða nokkrir aö- stoöarmenn með I förinni, en alls verða i sendinefndinni 6-7 menn. Akveðiö er, að i islenzku við- ræðunefndinni verði Þeir Hans G. Andersen þjóöréttarfræöingur, Jón Arnalds, ráöuneytisstjóri i sjávarútvegsráöuneytinu, og Már Elisson.forstjóri Fiskifélagsins. t gær var óráðið hverjir fleiri verða i samninganefnd tslendinga. Hans G. Andersen sagðist búast við, aö fundir þessara embættis- mannanefnda stæðu i 2-3 daga. Islendingar efstir í B-flokki ÞC-Reykjavik tslenzka skáksveitin á Ólympiumótinu i skák I Skoplje i Júgóslaviu stendur sig vel i B- flokki. Eftir sex umferöir eru ts- lendingarnir efstir i sinum flokki með 16 1/2 vinning. Næstir koma Kanadamenn meö 16 vinninga, Englendingar með 15 1/2 og eina biðskák og Norðmenn eru með 15 vinninga. 1 sjöttu umferð tefldi islenzka sveitin viö Belgiumenn. Guö- mundur Sigurjónsson geröi jafn- tefli við Boey, Björn Þorsteinsson tapaði fyrir Van Seters, Magnús Sólmundarson vann Kornelis og Ólafur Magnússon vann Beyenn. Sem sagt 2 1/2—1 1/2 fyrir ts- land. t A-flokki eru Júgóslavar efstir meö 17 vinninga og Sovétríkin koma næst með 15 1/2 Jón Asgeirsson, forstöðumaður landssöfnunar, með lóðabeiginn frá Höfn. A hann er letruð kveðja og árnaðaróskir frá Hornfirðingum. TÍMAMYND : GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.