Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. október 1972. TÍMINN Keppendurnir tiu i tröppum bókasafnsins i Norræna húsinu i gaer. Lára Sigrlður er lengst til hægri á myndinni, en Anna Aslaug fimmta frá vinstri. (Tímamynd: Gunnar) NORRÆNA PIANOKEPPNIN HEFST I DAG Stp—Reykjavík. i dag, föstudag 6. október, hefst undankeppni i Norrænu tónljstar- keppninni 1972 fyrir unga pianó- leikara. Henni verður svo haldið áfram á morgun, en úrslita- keppnin er á sunnudaginn. Allt frá 1969 hefur verið haldin norræn tónlis.tarkeppni fyrir unga hljóðfæraleikara og söngvara. Sem stendur er keppnin á eins konar tilraunastigi, sem mun vara til ársins 1974. Það var Norræna menningarnefndin, er hafði upphaflega frumkvæðið að Athugasemd Hr. ritstjóri! 1 forystugrein blaðs yðar i dag — fimmtudaginn 5. október — er fjallað um þing Sambands ungra jafnaðarmanna og afgreiðslu mála þar svo ranglega, að ég kemst ekki hjá þvi að biðja yður um að leiðrétta þær rangfærslur. 1 forystugreininni er rætt um samþykkt, sem sagt er að SUJ þingið hafi gert um útgáfumál Alþýðublaðsins, slik „samþykkt" birt og út af henni lagt. Hér er mjög hallað réttu máli. Engin slik samþykkt var gerð á 26. þingi SUJ og raunar engin samþykkt um útgáfumál Alþýðu- blaðsins. Fullyrðingarnar um hið gagnstæða i forystugrein blaðs yðar eiga þvi ekki við nokkur rök að styðjast og vænti ég þess, að þér leiðréttið ranghermið á við- lika áberandi hátt og þér hafið það fram sett. Yður til fróðleiks skal tekið fram, að sú „ályktun", sem þér ræðið um i forystugreininni, var lögð fram sem tillaga á 26. þingi SUJ áður en umræður hófust. Þar var siðan gerð grein fyrir útgáfu- málum Alþýðublaðsins og var þá tillögunni visað frá með öllum at- kvæðum gegn einu. bá skal það einnig tekið fram, að SUJ hefur ekki verið meinað að fá inni fyrir stjórnmálaskrif i Alþýðublaðinu. Þvert á móti stendur slikt SUJ til boða. Virðingarfyllst Cecil Haraldsson, form.SUJ Sjálfsagt er að hafa það, sem sannara reynist, og að umrædd tillaga hafi aðeins verið lögð fram á þinginu, en ekki samþykkt. En meginefni tillögunnar stendur eftir sem áður óhaggað, þ.e. að Alþýðuflokkurinn ræður ekki yfir blaðí sinu og að einn helzti áhrif- amaður Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik, Hörður Einarsson, situr fundi, þar sem fjallað er um rekstur þess. Þ.Þ. keppnunum, og þær eru kostaðar af Norræna menningarsjóðnum. Er tilgangurinn með keppnunum sá, að koma á framfæri efni- legum, ungum listamönnum og auka þekkingu á norrænni tónlist. A tilraunastiginu eru teknir fyrir i röð strengjaleikarar, blásarar, fiðluleikarar pianó- leikarar og orgelleikarar. Og i ár er röðin komin að pianóleikurum. Skilyrðin fyrir þátttöku eru þrjátiu ára hámarksaldur og áð viðkomandi hafi öðlazt ein- leikararéttindi. Hafi viðkomandi verið búsettur i þrjú ár eða meira i einhverju norrænu landi utan heimalands sins, öðlazt hann rétt til þátttöku i undankeppni dvalarlandsins. Þessiundankeppni, sem haldin er i sérhverju landanna fimm, er fyrri hluti keppninnar. Til siðari hluta keppninnar, sem nú er að hefjast hér i Reykjavík, mæta handhafa fyrstu og annarra verð- launa úr undankeppninni, þ.e. alls 10 pianóleikarar. Fulltrúar Islands i ár eru tvær stúlkur, Anna Aslaug Ragnarsdóttir og Lára Sigriður Rafnsdóttir, en undankeppnin fór fram i Háskólabió fyrir um það bil hálfum mánuði. Hlaut Anna Aslaug 1. verðlaun og Lára 2. verðlaun. Verðlaunin i undan- keppninni eru 5.000 og 3.500 danskar krónur, en i úrslita- keppninni eru þau 15.000 d.kr. (fyrstu verðlaun) og 10.000 d.kr. (önnur verðlaun). — 1 gær var fréttamönnum boðið til fundar með keppendum og dómurum i norrænu pianó- keppninni i Norræna húsinu. Eins og áður segir eru keppendurnir alls tiu, tveir frá hverju landi. Frá Noregi: Geir Henning Braaten og Einar Steen-Nökle- berg. Frá Sviþjóð: Hans Paalsson og Arne Torger. Frá Danmörk: Amalie Malling og Mogens Dals- gaard. Frá Finnlandi: Marita Viitasalo og Folke GrSbeck. Islenzku þátttakendurnir eru áður nefndir. 1 dómnefndinni eiga sæti 10 manns, tveir frá hverju landi. Fyrir tslands hönd eiga þar sæti Rögnvaldur Sigurjónsson, pianóleikari, og Arni Kristjáns- son, tónlistarstjóri útvarpsins, og Hvernig er aðbúnaðurinn á bílaverkstæðunum hér? Ráðstefna Bilagreinasambandsins um málio stendur yfir að Hótel Loftleioum KIp—Reykjavík t gær var sett á Hótel Loft- leiðum ráðstefna á vegum Bil- greinasambands tslands, en það er félag bifreiðainnflytjenda, verkstæða og annarra aðila, sem starfa að bifreiðaþjónustu hér á landi. Á ráðstefnunni, sem mun standa i tvo daga, verður fjallað um aðbúnað verkstæða hér á landi. Ráðstefnan hófst kl. 10.00 með ávarpi formanns BGS., Gunnars Asgeirssonar. Fyrir hádegi voru flutt tvö erindi, það fyrra um ný ákvæði i samningum um hreinlæti o.fl. á verkstæðum og flutti það Kormákur Sigurðs- son starfsmaður Heilbrigðiseftir- lits Reykjavikur, en það siðara flutti Magnús Sigurðsson deildar- stjori og fjallaði það um bruna- varnir á bilaverkstæðum. Eftir hádegi var svo farið i heimsókn i Iðnskólann i Reykja- vik og siðan aftur út á Hótel Loft- leiðir, þar sem menn hlýddu fyrst á erindi Björns ómars Jónssonar (Lukasverkstæðinu) um Tækja- búnað á verkstæðum siðan á Jón Ármann Jónsson (Heklu), sem flutti erindi er bar nafnið Afkastaaukandi launakerfis og siðan á Jón Bergsson, verk- fræðing, sem ræddi um aðstöðu verkstæðanna nú og spá um framtiðarþarfir, en Jón hefur kannað se'rstaklega aðstöðu á mörgum bifreiðaverkstæðum hér á landi. Fyrir hádegi i dag verður flutt eitt erindi. Þar ræðir Guðjón Tómasson tæknifræðingur um hinn nýja verðlagsgrundvöll sem verið hefur i notkun frá siðustu áramótum. Þá fara einnig fram umræður og fyrirspurnir og umræðuhópar greina frá niður- stöðum sinum. Að þvi loknu verður ráðstefnunni slitið en eftir hádegi hefst aðalfundur Bil- greinasambandsins. Ráðstefnu þessa sækja milli 60 og 70 menn, viðsvegar að af landinu, og er stórhluti þeirra verkstæðisformenn frá hinum ýmsu bifreiðaverkstæðum. Við náðum tali af nokkrum þeirra i gær, og létu þeir i ljós mikla ánægju með það, sem þá var lokið við að ræða um. Sagði einn þeirra, að hann hefði mikið gagn haft af að hlýða á þessi erindi og sagði að svo væri áreiðanlega með aðra félaga sina, sem sætu ráðstefnuna. er hann jafnframt formaður dóm- nefndar. Keppnin er i þremur stigum. t dag fer fram fyrsti hlutinn og er hann i tveim liðum, klukkan tiu og hálf þrjú, þar sem helmingur keppenda leikur i hvort skipti. Fer keppnin fram i Félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveg. A þessu stigi leikur hver keppandi þrjú verk, sem dómnefndin hefur valið, Toccata i D-dúr eftir Bach, sónata KV 330 i C-dúr, fyrsti þáttur, eftir Mozart, og kantata eftir Bo Nilsson. t fjórða lagi fá keppendur að velja eitt lag eftir norrænan höfund af 15 lögum, sem dómnefndin hefur valið. t keppninni á morgun sem haldin verður á sama stað og sú fyrsta, taka þátt þrir eða fjórir kandidatar, er valdir verða úr eftir keppnina i dag. Þá verður verkefnið tvær etiður að eigin vali eftir Chopin, Liszt, Debussy eða Skrjabin, og eitt rómantiskt verk. Hefst keppnin kl. tvö eftir hádegi. t lokakeppninni i Háskólabiói á sunnudaginn heyja svo tveir stig- hæstu keppendurnir baráttuna um 1. og 2. verðlaun. Verkefnið er pianókonsert nr. 4, i G-dúr, ópus 58 eftir Beethoven, við undirleik Sinfóniuhljómsveitarinnar. Hefst keppnin klukkan þrjú. - — Fréttamaður ræddi litillega islenzku þátttakendurna, önnu Aslaugu Ragnarsdóttur og Láru Sigriði Rafnsdóttur. Þær eru báðar frá Isafirði, þar sem þær hófu tónlistarnám 7 — 8 ára gamlar. Þar lærðu þær i tiu ár hjá skólastjóra Tónlistarskólans á tsafirði, Ragnari H. Ragnars, en hann er faöir önnu Aslaugar. Þær hlutu þvi mjög góða undirstöðu- kennslu, en eins og allir vita er tónlistarlifið á Isafirði, undir stjórn Ragnars, rómað, og ófáir af tónlistamönnum okkar hafa hlotið sina fyrstu kennslu hjá honum. Anna Aslaug lærði næst i fjögur ár hjá Arna Kristjánssyni, en hélt siðan til framhaldsnáms við Royal College of Music i London. Þar lærði hún i tvö ár, en að loknu prófi hlaut hún styrk frá italska rikinu til eins árs náms við tónlistarháskólann Conservatoria Santa Cecilia i Róm. Þá fékk Anna styrk frá þýzka rikinu til tveggja ára náms við Staatliche Hochschule fiir Musik i Freiburg. Anna kom heim frá Þýzkalandi að loknu námi i sumar, og i vetur kennir hún við Tónlistarskólann á Akureyri i forföllum Philip Jenkins. Aðspurð, hvort hún hyggði á frekara nam, kvaðst hún ekki hafa gert það alveg upp við sig, en bjóst þó fastlega við þvi. Lára Sigriður lærði hiá Jóni Framhald á bls. 19 Kormákur Sigurðsson frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavikurborgar flytur erindi á ráðstefnu Bilgreinasambandsins. ( Timamynd GE). Þekking ungu kynslóðarinnar í grein, sem birtist I Degi 4. þ.m., segir m.a. á þessa leið: „NOKKRUM sinnum i seinni tið hefur veríð koini/t svo að orði, að „unga kynslóð- in" sem svo er nefnd, sé menntaðasta kynslóðin, sem uppi hafi verið i landinu. 1 fljótu bragði mætti þetta þykja trúlegt, þvi að mögu- leikar barna og ungmenna til að afla sér fræðslu, hafa margfaldazt á þessari öld, en landsfólkið greiðir nokkra milljarða króna til skólamála og annarra menntamála á ári. Auk þess er fræðsla fjöl- miðla mikil og geta ungir sem gamlir notið hennar. Ef það reyndist við athugun rétt, að unga kynslóðin, væri cins og suiiiir segja, mennt- aðri eða fróðari en nokkur öiiiuir fyrr I þessu landi, væri það sannarlega mikið gleði- cfni. Kn sumir, sem hlustað hafa á spurningakeppni i út- varpi, hafa þó dregið þetta mjög i cfa. Þar virðist mörgum hafa komið i ljós, að kcppendur frá hinum ýmsu byggðarlögum, sem oft er miðaldra fólk eða eldra, viti mcira, sc fjölfróðara en kepp- cndur frá skóliim, sem þreytt hafa þessa menntunarlþrótt inn byrftis. A þessu hefur Dagur enga athugun gert, en vill koma þeirri hugmynd á framfæri hvort ekki væri að þvi nokkur skemmtun, að láta fram fara sérstaka spurninga- keppni inilli aldursflokka I landinu, allt fra-16 ára aldri til scxtugs." Rannsóknarefni Dagur segir cnnfremur: „Astæða er til að vekja sér- staka athygli á þvi, að I vik- iiniii, sem leið, llutti a.m.k. eitt dagblað Reykjavikur heldur dapurlega rosafrétt um þekkingarástand ungmenna- hóps. Myndlistar- og handiða- skólinn lagði 40 spurningar fyrir 63 umsækjendur til að prófa almenna þekkingu þeirra. Kennarinn, sem samdi spurningarnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur og rit- höfundur), segir i viðtali við Reykjavikurblaðiö: „Þessar spurningar voru svo léttar, að það var hlegið aö mér meðal kennaranna þegar ég kynnti þær — þessu hlytu allir að geta svarað—". En það var nú eitt- hvað annað. Af 63, sem þreyttu prófið, fengu 45 innan við 5 i einkunn og 6 fengu 0, gátu engu svarað. „Við vorum alveg þrumu lostnir", segir kennarinn, „fram komu svör eins og t.d. það, að Jón Sigurðsson hefði verið fyrsti forseti lýðveldisins og að Hannes Pétursson skáld væri kaþólskur biskup". Fáir vissu hvað listmálarinn Kjarval hét l'iillu nafni og ætluðu þó I myndlistarskóla. Blaðið, sem birti þessa dæmalausu frétt, veltir þvi fyrir sér hvort ckki sé ástæða til að gera að sérstöku rann- sóknarefni, á hve háu stigi fávi/ka islen/kra ungmenna sé um þessar mundir. Og for- stöðumaður skólarannsóknar- deildar menntamálaráðu- neytisins taldi þetta „fróðlegt áhugaefni en ekki að sama skapi skemmtilegt." En hér er um aö ræða fólkið, sem á aö crfa landið og stjórna þvi á komandi tima".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.