Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. október 1972. TÍMINN Viö hús Menningarsjóðs. Mannfjöldanum tilkynnt aft Garöar Hólm komi ekki heim. Uppi á svölunum sjást m.a. Thor Vii- hjálmsson og Þorsteinn frá Hamri. Þaö var mikiö kvikmyndaö við „hús forsöngvarans". Hér er verift aft taka nætursenu. Þurftu að fram- kalla rígningu í Brekkukotsannál ÞÓ—Reykjavik. Senn liöur að lokum kvikmynd- unar Brekkukotsannáls. Nú á aö- eins eftir að taka nokkur útiatriði austur á Eyrarbakka og ef allt gengur að óskum lýkur kvik- myndatöku um aðra helgi. - Ekki verður þó allt búið þegar kvik- myndatöku er lokið, því þá á eftir að klippa og hljóðsetja myndina, en það verður gert i Þýzkalandi, og verður þvi verki varla lokið fyrr en um jól eða áramót. í fyrradag tóku þýzku kvik- myndamennirnir þrjú vltiatriði i Reykjavik, tvö i Suöurgötu, og eitt við hús Menningarsjóðs við Skálholtsstig. 1 þessar upptökur þurfti nokkuð marga statista og voru sumir nánast^hirtir af göt- unni en þrátt fyririltinn undir- búning virtust þeir standa sig vel. Timinn fylgdist með útimynda- tökunni i fyrradag, og þar mátti sjá nokkra þekkta tslendinga fara með litil hlutverk. Þarf ekki annað en að nefna menn eins og Thor Vilhjálmsson og Þorstein frá Harmi, en þeir komu báðir við sögu i atriðinu, sem tekið var við hús Menningarsjóðs. Að sjálfsögðu bar mest á Álfgrimi við myndatökuna, og i hléi náöum við tali af Arna Árnasyni, en hann fer,.sem kunn- ugt er með hlutverk Alfgrims i myndinni. Árni sagði, að hann væri búinn að vera starfandi við myndatök- una svo til i allt sumar og eru nú upptökudagar hjá honum orðnir 30 talsins, en nú fer senn að liða að lokum. „Ég hef ekki áhuga á að leggja kvikmyndaleik fyrir mig,," sagði Arni. „En það hefur verið gam- an að starfa við þessa mynd. Þetta er óneitanlega mikil reynsla, sérstaklega þar sem ég var litt kunnugur þessum hlutum áður en ég gaf mig úti þetta ævin- týri." Arni sagði, að hann settist beint á skólabekk, þegar upptökunni væri lokið. Reyndar væri skólinn byrjaður. En Arnistundar nám i 3. bekk Menntaskólans i Harma- hlið. Það var oft gaman, að sjá Þjóð- verjana útbúa hin ýmsu tækniat- riði. Þeir þurftu til dæmis að út- búa rigningu, i einu atriðanna, sem tekið var i Suðurgötu. En tií þess að framkalla rigningu skvettu þeir vatni upp á hús- hliðina, bleyttu siðan föt Álfgrims aðeins og sömuleiðis regnhlif sem hefðarkona ein, sem gekk framhjá húsinu hafði sér til hlifð- ar. Alfgrimur, sem leikinn er af Arna Arnasyni, dregur nagla úr skón- um. # m o ^ '•=• ¦ -:*f ¦» 1 % r 0 |Jh w } i * . *1 f 'líh ';,, * ^™^^ iH"^'. %. .¦^ji-iá&í ¦ b* -•' ¦-«8»^ 'í i f jÉf' %l i 1 wr ¦$*rýXFi*:''y'' 1 þ$ <"- 1* i j m i ¦&£': i 1 '¦' ÍiÍ!?«XÍ-:'V1: **Ísí« mmi ry i 1 5rc**T*^ k ¦' ^ m • MtO^ ^B v ''á^^i í^'m? bí^ J8??v; y^v í^SL^'-' 1 EH • 1 i ^í* r wmmmmmsmm mmmmm -:r n^M^Mw^M^^ mmm $mm& ¦ Rigningin framkölluð. Thor Vilhjálmsson tilkynnir mannfjöldanum, aft Garftar Hólm komi ekki heim, „þvi miður."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.