Tíminn - 06.10.1972, Síða 5

Tíminn - 06.10.1972, Síða 5
Föstudagur 6. október 1972. TÍMÍNN 5 Við hús Menningarsjóðs. Mannfjöldanum tilkynnt aö Garðar Hólm komi ekki heim. Uppi á svölunum sjást m.a. Thor Vil- hjálmsson og Þorsteinn frá Hamri. Það var mikið kvikmyndað við ,,hús forsöngvarans". Hér er verið að laka nætursenu Þurftu að fram- kalla rigningu i Brekkukotsannáí ÞÓ—Reykjavik. Senn liður að lokum kvikmynd- unar Brekkukotsannáls. Nú á að- eins eftir að taka nokkur útiatriði austur á Eyrarbakka og ef allt gengur að óskum lýkur kvik- myndatöku uin aðra helgi. - Ekki verður þó allt búið þegar kvik- myndatöku er lokið, því þá á eftir að klippa og hljóðsetja myndina, en það verður gert í Þýzkalandi, og verður þvi verki varla lokið fyrr en um jól eöa áramót. f fyrradag tóku þýzku kvik- myndamennirnir þrjú útiatriði i Reykjavik, tvö i Súöurgötu, og eitt við hús Menningarsjóös við Skálholtsstig. 1 þessar upptökur þurfti nokkuð marga statista og voru sumir nánast^þirtir af göt- unni en þrátt fyrir litinn undir- búning virtust þeir standa sig vel. Timinn fylgdist með útimynda- tökunni i fyrradag, og þar mátti sjá nokkra þekkta tslendinga fara með litil hlutverk. Þarf ekki annað en að nefna menn eins og Thor Vilhjálmsson og Þorstein frá Harmi, en þeir komu báðir við sögu i atriðinu, sem tekið var við hús Menningarsjóðs. Að sjálfsögðu bar mest á Alfgrimi við myndatökuna, og i hléi náðum viö tali af Arna Arnasyni, en hann fer, sem kunn- ugt er með hlutverk Alfgrims i myndinni. Árni sagði, að hann væri búinn að vera starfandi við myndatök- una svo til i allt sumar og eru nú upptökudagar hjá honum orðnir 30 talsins, en nú fer senn að liða að lokum. ,,Ég hef ekki áhuga á að leggja kvikmyndaleik fyrir mig,,” sagði Arni. ,,En það hefur verið gam- an að starfa við þessa mynd. Þetta er óneitanlega mikil reynsla, sérstaklega þar sem ég var litt kunnugur þessum hlutum áður en ég gaf mig úti þetta ævin- týri." Árni sagði, að hann settist beint á skólabekk, þegar upptökunni væri lokið. Reyndar væri skólinn byrjaður. En Arni stundar nám i 3. bekk Menntaskólans i Harma- hlið. Það var oft gaman, að sjá Þjóð- verjana útbúa hin ýmsu tækniat- riði. Þeir þurftu til dæmis að út- búa rigningu, i einu atriðanna, sem tekið var i Suðurgötu. En til þess aö framkalla rigningu skvettu þeir vatni upp á hús- hliðina, bleyttu siöan föt Alfgrims aðeins og sömuleiðis regnhlif sem hefðarkona ein, sem gekk framhjá húsinu hafði sér til hlifð- ar. Alfgrímur, sem leikinn er af Arna Arnasyni, drcgur nagla úr skón- um. Rigningin framköiluð. Thor Vilhjálmsson tilkynnir mannfjöldanum, að Garöar Hólm komi ekki heim, ,,þvi miður.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.