Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 6. október 1972. Ræða við skólasefningu í Samvinnuskólanum Bifröst 79. september 7972: UPPHAF SKÓLASTARFS ER TÍMI ÓSKA OG VONA Heimafólk I Bifröst,nemendur, starfsfólk og kennarar. Ég býð ykkur öll velkomin til starfa við Samvinnuskólann Bifröst i upp- hafi nýs skólaárs, hins 55. frá stofnun skólans árið 1918 og hins 18. frá þvi skólinn var fluttur hingað að Bifröst haustið 1955. Ég hygg, að það sé svo um okk- ur öll, sem störfum við Sam- vinnuskólann á þessum stað, að okkur finnst staðurinn annar og framandi þann tima, sem gert er hlé á skólastarfi. 1 huga okkar er Bifröst og Samyinnu- skólinn tengt þeim böndum að erfitt er að hugsa sér eitt án ann- ars. Þvi verður staðurinn aftur kunnuglegur og blær hans sem við þekkjum beztan, þegar skóla- starfið er hafið að nýju. Þar með er engan veginn fullyrt, að skóla- starfið hér á Bifröst sé snurðu laust og um það leiki ljómi l'ull- komleikans hreinn og tær. Þvi fer fjarri. Engum er það ljósara en okkúr kennurum og föstu starfs- liði skólans, að skólastofnunin hefur sinar takmarkanir. Viö höf- um að vísu verið það lánsöm að allur þorri nemenda, sem hingað hefur komið, hefur verið áhuga- samur, einbeittur og leitað árangurs og hefur náð honum hér á þessum stað. Þvi það er rétt, sem fullyrt hefur verið um árangurinn, að hann sé i tvennu fólginn öðru fremur ,,að vaxa að vizku og losna við einþykkni og óraunhæfa öryggiskennd". — Sú ábending er lika sönn og athyglis- verð að fernt þurfi til að ná árangri eigi hann að vera veru- legur: „Þú verður að gera staö- festuna að einkavini þinum, reynsluna að ráðgjafa þinum, varfærnina að systur þinni, vonina aö verndarvætti þinum". Langflestir nemendur skólans hafi hvorki brugðist sjálfum sér eða niðst á nafni stofnunarinnar. Að slikt hafi einhverja hent þarf engan að undra. Það verður að- eins þörf áminning til allra, að þekking er liklega i þvi fólgin öðru fremur eins og franska skáldiðCharles Baudelaire komst að orði ,,að vita af voðanum", að vita af og viðurkenna þann sann- leika, að i okkur öllum búa niður- rifshneigðir. Við þurfum áreiðan- lega ,,aö vita af djöflum okkar til ja#sjonvarp Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvals- vörur frá ITT SCHAUB-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki/ ségulbönd/ STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruðum viðskiptavinum okkar FULLKOAANA varahluta- og viðgerðaþjónustu. Verzlunin Garðarsstræti 11 Sími 20080 þess að englarnir nái lika til með- vitundarinnar" eins og annað skáld, Þjóðverjinn Rainer Maria Rilke uppgötvaði og orðaði i frægri setningu. En takmarkanir þessarar skólastofnunar eru að sjálfsöfðu ekki nemendanna einna. Við, kennaraliðið og starfsliðið höfum lika okkar ágalla og annmarka. Og við megum gjarna vita af þeim og gera okkur ljóst, að vis- ast merki um takmarkanir okkar er vissan um óskeikulleika. 1 hvert sinn og viö erum örugg um ágæti verka okkar og framgangs- máta er það yfirlýsing og innsýn. En hvers vegna vikja að slikum þáttum sem þessum i skóla- setningaræðu? Til þess liggja þær ástæður fyrst og fremst að heimavistarskóli eins og Sam- vinnuskólinn skapar möguleika til þess að verða menntastofnun, er geri að veruleika hina gömlu hugmynd háskólanna á miðöld- um. Háskólar miðalda skyldu vera „universitas, societas magi- strorum discipulorumque", ein ingarstofnun, er væri samfélag kennara og nemenda. Það sem i þessari hugmynd fólst öðru frem- ur var að allir stefndu að einu marki, sameiginlegum árangri. Hið sameiginlega markmið yfirskyggði allt annað. Um það var ekki að ræða, að nemendur væru að svikja kennara eða kenn- arar að svikja nemendur með vanrækslu og átakaleysi. Báðir aðilar voru að svikja sjálfan sig, það samfélag sem þeir höfðu tek- izt á hendur að skapa, það mark- mið sem skyldi öllum jafn hug- leikið. Samvinnuskólinn Bifröst hefur náð þvi marki með sam- eiginlegu átaki nemenda og kenn- ara að skapa sér stöðu i samfé- laginu og eignast nafn, sem er stolt okkar allra og trygging. Það er árangur margra ára, sem býr i nafni og áliti skólans. — Þetta er höfuðstóll okkar og ykkar. En minnumst þá hins: Það er ekki minni vandi að gæta nafns og virðingar en afla þess og skapa. II Veturinn 1972—1973 stunda 86 nemendur nám við Samvinnu- skólann Bifröst og hafa aldrei áður jafnmargir nemendur stundað nám við skólann. Af þessum hópi eru 46 i 1. bekk skól- ans, en 40 i 2.bekk. Ég tel bæði rétt og skylt að vikja nokkrum orðum að þeirri aukningu, sem orðið hefur á nem- endafjöldanum, þar sem segja má að það gangi kraftaverki næst að reynzt hafi mögulegt að standa við gefin fyrirheit i sambandi við inntöku i skólann. Það fer nánasl aðhljóma sem „rödd hrópandans i eyðimörkinni", svo notuð sé lik- ing úr helgum fræðum að tala um vanda okkar forsvarsmanna Samvinnuskólans að þvi er snert- ir umsóknir um skólann og val nemenda i hann. — Sá vandi er einfaldlega þessi: Ar eftir ár hafa sótt um inngöngu i skólann hátt á þriðja hundrað umsækjendur. Ar- lega hefur verið tekið i skólann um og innan við 40 nemendur eða sem næst 1/8 hluti umsækjenda. Reynt hefur verið að taka sárasta broddinn af þvi voðaverki, sem hér er unnið, með þvi að gefa fyrirheit um skólavist ár fyrir- fram. Það deyfir sára samvizku okkar að geta sagt, að við höfum gert 80—100 umsækjendum úr- lausn, enda þótt við vitum að við gerum tvennt i senn: Lokum skólanum i tvö ár og hættum á að yfirfylla skólann siðara árið sem inntaka nemenda nær til i þeirri von að nokkur hópur falli frá, er hann þarf að biða, og leiti á önnur mið. — Nú hljótum við eftir ára- reynslu að viðurkenna þá stað- reynd, að skólinn hefur sprengt þann ramma sem honum hefur hér verið búinn. Eitt af tvennu hlýtur að gerast: Annað er það að fækka nemendum i skólanum og ætti sú fækkun liklega að nema milli 20 og 30 nemendum eða þriðjung þeirra, sem hér stunda nám. Hitt er að húsakynni skól- ans og kennslukraftar verði auknir, að bæta mætti við 20—30 nemendum, en þann nemenda- fjölda ætti að mega hafa hér við nám I Bifröst væri allt svokallað miðhús skólans notað sem nem- endavistir og byggt væri sérstakt húsfyrirsjálfa kennsluaðstöðuna, kerinslustofur, bókasafn, lestrar- stofur og svo funda- og hátiða- salur. — Siðari lausnin væri i senn æskilegri og viturlegri, þar sem rekstrareining skólans eins og hann er nú er orðið of lit.il og mun hagkvæmara að reka hér skóla með 110 nemendum eða þar um bil. — Það er von okkar allra sem erum i forsvari fyrir Samvinnu- Guömundur Sveinsson skólann Biíröst að þeirri úlfa- kreppu linni sem skólinn hefur verið i á annan áratug og það ger- ist sem eðlilegt er og sjálfsagt að samþykkt verði lög um verzlunarfræðslu, er feli i sér skuldbindingu rikisins að tryggja þá fræðslu bæði i eigin verzlunar- skólum svo og með myndarlegu fjárframlagi til þeirra skóla sem þegar eru fyrir hendi, Verzlunar- skóla Islands, sem nú hefur 762 nemendur og Samvinnuskólann Bifröst með sina 86 nemendur. Ég hef gerzt nokkuð langorður um nemendafjöldann i Sam- vinnuskólanum. Ég hef gert það meðfram til að réttlæta sjálfan mig og aðra, sem sök bera með mér gagnvart tveim hópum, sem fullan rétt eiga á þvi að lýsa sök á hendur mér og okkur: Annar hópurinn er nemendahópur Sam- vinnuskólans svo og kennarar skólans, er finna áþreifanlega til þess að skólinn yfirfyllist, sem eykur vanda kennslunnar og fé- lagslifsins, þegar húsrými hefur ekki aukizt að sama skapi. Svo erfitt sem það er að réttlæta verk sin og ákvarðanir frammi fyrir réttlátri gagnrýni þessara aðila, finn ég persónulega til miklu meiri sektar andspænis hinum hópnum og ásökun hans:Þaðer hinn fjölmenni hópur um- sækjenda og aðstandenda þeirra, sem ekki hafa fengið óskir sinar uppfylltar að fá að koma eða senda ungmenni sin hingað að Bifröst, enda þótt hvorugt hafi skort, nægan undirbúning um- sækjendanna eða nægan þroska. A föstu starfsliði stofnunar- innar hefur orðið sú breyting ein á árinu, að Sigurður ólafsson frá Litla-Skarði sem rækti hér starf húsvarðar af mikilli prýði siðast- liðinn vetur gaf ekki kost á að halda þvi starfi áfram. 1 hans stað hefur verið ráðinn húsvörður eða umsjónarmaður, ráðsmaður væri eðlilegast starfsheiti, Benedikt Jónasson trésmiður frá Fáskrúðsfirði, en Benedikt hefur áður verið starfsmaður stofn- unarinnar og vitum við að fyrri reynslu að starfinu er hið bezta borgið i höndum hans. Er það okkur öllum, sem áður höfum með Benedikt starfað hið mesta ánægjuefni, að hann skuli aftur hingað kominn með fjölskyldu sina að vinna stofnuninni af þeirri alúð og þeim áhuga, sem við þekkjum. Veri Benedikt og fjöl- skylda hans velkomin hingað að Bifröst. Þá hefur sú breyting orðið á, að kennarar skólans munu i vetur skipta með sér námsgreinum á annan veg en verið hefur. Er þetta gert i þeim tilgangi, að kennarar kynnist betur og á annan veg en verið hefur náms- efni skólans og hamlað verði gegn þeirri mjög svo vafasömu þróun, að kennarar bindist um of ákveðnum námsgreinum og taki að lita á námsgreinarnar sjálfar sem eitthvert aðalatriði, en hitt hverfi i skuggann sem mikil- vægara er, kennslan, framsetn- ingin og nemendurnir. Það er veriö að kenna fólkien ekki fyrst og fremst verið að kenna fög. Nemandinn og hversu til hans verður náð er meira og afdrifa- rikara heldur en námsgrein- arnar. Góður'kennari þarf ekki að vera sérfræðingur i þeirri grein, sem hann kennir. Hann er kannski þvi betri kennari, sem hann veit betur takmarkanir sinar, en býr yfir forvitni þess sem sjálfur vill fræðast um leið og hann fræðir. — Hér er að sjálf- sögðu dvalið við hið mikla ágrein- ingsefni i samtiðinni: Þátt sér- fræðinganna, specialistanna annars vegar og þátt hinna, sem leita fróðleiks á sem flestum svið- um, generalistanna, sem svo eru kallaðir, hins vegar. 1 þessum skóla kjósum við að halda fram hlut hinna siðarnefndu án þess þó að kasta rýrð á ágæti hinna fyrr- nefndu. Þá verður aukning á kennslu- kröftum skólans án þess að þar sé um að ræða beina fjölgun kenn- ara,eða ráðningu á föstu starfs- liði. Svo sem kunnugt er hefur einum hinna brautskráðu nem- enda Samvinnuskóláns á ári hverju verið gefinn kostur á framhaldsmenntun, bóklegri og verklegri á vegum Sambandsins, en starfsmannastjóri þess Gunn- ar Grimsson, veitir þvi námi for- stöðu. A siðasta vetri var Guð- bjarti össurarsyni, er braut- skráðist frá skólanum, gefinn kostur á þessu námi. — Nú hefur verið ákveðið, að Guðbjartur verði hér i Bifröst um sex rnánaða tima, frá þvi um mánaðamót september-október til mánaða - móta marz-april og verði að- stoðarkennari við skólann, jafn- framt þvi sem hann stundar hér framhaldsmenntun á umræddu timabili. Fær hann þannig stöðu og aðstöðu áþekkri þvi sem al- gengt er að veita við erlendar menntastofnanir. Það fer vel á þvi, að kannað sé hér á landi, hvort slik tilhögun getur ekki reynzt eins happasæl og árangursrik bæði fyrir kennslu og nám sem raun hefur á orðið meðal annarra þjóða á Vestur- löndum. Sem aðstoðarkennari mun Guðbjartur fyrst og fremst fá verkefni i sambandi við hag- nýtar verzlunargreinar svo og hinn félagslega þátt skólastarf- seminnar. A sjálfri námstilhögun skólans eru þær breytingar helztar fyrir- hugaðar að fella leshringastarf- semi eða námshópastörf inn i nám og undirbúning. Verður sú nýskipan tilkynnt siðar og þá gert frekari grein fyrir henni. — Þess mun gæta nokkuð i skólastarfinu i vetur að gerðar verða meiri kröfur til annars bekkinga heldur en gert hefur verið um skeið, en námið i 2. bekk er af mörgum talið of létt miðað við þær kröfur, sem gerðar hafa verið til fyrstu bekkinga. III Svo hefur verið að orði komizt, að það sé hið sérstæðasta i fari mannverunnar, að hún er þess umkomin að geta óskað, eiga sér drauma og þrár. Sumir sjá vand- ann mestan i samtiðinni i þvi Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.