Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 6. október 1972. '^**»._ Fiskeldisstöðvar, stóratvinnu\ eftir nokkur ár Rætt við Jón Sveinsson framkvæmdastjóra Lárósstöðvari Látravik i Eyrarsveit er á norö- anverðu Snæfellsnesi, umlukt fjöllum á þrjá vegu, meö Búlandshöfða vestast, Vikurfjall- iðsunnan, Brimlárhöfði austast. I suðaustri blasir við hið sérkenni- lega Kirkjufell. Helgrindur gnæfa hæst þessara fögru f jalla. I norðri blasir við Breiðafjörður opinn, norðan hans Barðastrandarfjöllin i bláma fjarlægðarinnar. Lárvaðall er hér við sjóinn með breiðum ósi, sem Lárós heitir og fellur út með austurlandinu. Vaðallinn er annars afskorinn frá sjó með sand- og malarrifi, hinu sérkennilega Vikurrifi. Það er hér sem fiskeldisstöðin i Látravik stendur. Frumkvöðull að stofnun eldis- stöðvarinnar við Lárós, er Jón Sveinsson, rafvirkjameistari, en Jón er fæddur i Látravik. Blaöa- maður Timans hitti Jón að máli fyrir stuttu og bað hann að skýra sér frá rekstri stöðvarinnar. Stíflugarðurinn brást í byggingu — Hvenær hófst undirbúningur að Larósstöðinni Jón? - Undirbúningur að stöö i Látravik, til fiskhalds og fisk- ræktunar, má segja að hæfist árið 1963, en þá fékk ég minn gamla og gó^ða félaga, Ingólf Bjarnason, vérzlunarstjóra, til liðs við mig, um að hrinda hygmyndinni i framkvæmd. Og eftir að við höfð- um athugað staðhætti vorum við sannfærðir um, að með þvi að stifla Lárós, með tilheyrandi mannvirkjum væru þarna mjög hagstæð skilyrði til fiskræktar, bæöi i fersku og sjóblönduðu vatni. Rétt er að geta þess að áður höfðu engar sögur fariö af laxi i Lárvaðli eða i lækjum, sem í hann renna, en meðan útræði var stundað og slógi hent i vaðalinn veiddist dálitiö af sjóbleikju og sjóbirtingi, þó ekki meira en svo, að ekki hefur silungsveiði verið talin til hlunninda með jörðum, sem land eiga aö Lárvaðli. Svo var það árið 1963, að við festum kaup á 2 jörðum, sem land eiga að Lárvaðli, en þaö eru Látravik ytri og Látravik innri, hvort tveggja eyöijarðir og skömmu siöar á Skeröingsstöö- um, en þar bjó einyrki, sem við keyptum jörðina af. Og i ársbyrj- un 1964 keyptum við jörðina Krók, sem er eyðijörð. Með þessum jaröakaupum öðluðumst við eignaréttinn, á meiri hluta vatna- svæðis Lárvaðals. Fyrri hluta árs 1963 fengum við verkfræðingana Guðmund Gunnarsson og l>ór Aðalsteins- son, með aðstoð Steingrims Jónassonar, til þess að gera nauð- synlegar mælingar á vatnasvæð- inu, ásamt teikningum og siðan rekstrar- og kostnaðaráætlun með lýsingu,23. mai 1965 var svo stofnað veiðifélag um vatnasvæð- ið, samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði og var þessi félags- stofnun staðfest af Landbúnaðar- ráðuneytinu 10. januar 1966. Fyrstu stjórn veiðifélagsins skipuðu, ég, sem var formaður, Ingólfur Bjarnason, forstjóri, og Sigurður Hallgrimsson, skrif- stofustjóri. — Hvenær hófust svo framkvæmdir við stifluna? — Framkvæmdir við stiflun Láróss hófust i júnimánuði 1965, með byggingu flóðgáttar ásamt tvöföldum gildrubúrum og yfir- falli, allt úr járnbentri stein- steypu, 15 1/2 metri að lengd, auk steyptra skjól- og tengigarða, sem eru 25 metra langir. Að þessu loknu hófst bygging sjálfs stiflu- garðsins út frá austurlandi i stefnu á Vikurrifsoddann. Lengd garðsins ásamt flóðgátt og yfir- falli átti að vera 300 metrar. Mesta hæð um 17 metrar, breidd neðan frá um 8 metrar, upp i 30 metrar og að ofan frá 4 metrum allt að 15 metrum. Efnið i stifluna var tekið úr grjótskriðum beggja vegna vaðalsins en i þvi er mikið af stórgrýti. Utan á stiflugarðinn var kastað grjóti til varnar sjávargangi og eins var gjört við innri hlið garðsins. — Hvernig gekk svo að byggja stifluna? — Þvi hafði verið spáð, að aldrei tækist að beizla Lárós, og um tima leit út fyrir aö sú spá ætlaði að rætast. En hinn 22. ágúst 1965, þegar stiflubyggingin var langt komin, braut sjórinn skarð i garðinn, sem reyndist vera um 50 metra langt. Þegar þetta kom fyrir var stórstreymt, mjög hásjávað og foráttubrim, með vestan hvassviðri. Við sáum strax, að ef við héldum ekki áfram tafarlaust, þá yrði ekkert úr okkar hugmyndum, og það gerðum við, og 17. nóvember 1965 lukum við gerð stíflugarðsins, sem er um 300 metra langur, en sjálft rifið, sem er landfast að vestan er um 1500 metra langt. Látravík h.f. stofnað Hverjar voru svo næstu framkvæmdirnar hjá ykkur? — Þegar hér var komið, þá sá- um við fram á að róðurinn myndi verða mjög erfiöur hjá veiði- félaginu. Þvi var ráðist i það, að stofna hlutafélagið Látravik til að halda áfram framkvæmdum og rekstri við Lárvatn. Hlutafé er 4 milljónir. Hluthafar eru um 200 áhugamenn um fiskirækt og stangaveiði. I stjórn félagsins voru kosnir á stofnfundi Ingólfur Bjarnason, Tryggvi Þorfinnsson, Gunnar Helgason, Kristinn Zimsen og Jón Sveinsson. 1 varastjórn var kosinn Arnþor Einarsson. Siðan hafa þær breyt- ingar orðið á, að Jóhannes Jóns- son kom i stjórnina i stað Tryggva Þorfinnssonar. — Hvenær var fyrstu laxaseið- unum sleppt i vatnasvæði Lárvaðals? — Fyrstu seiðunum var sleppt 20. júni 1964, en þá settum við Ingólfur fyrstu seiðin i vatna- svæði Lárvaðals. Voru það30 þús und seiði. Næsta sumar slepptum viö 10 þúsund seiðum. Allt voru þetta sumaralin seiði. Eftir að stiflugerðinni lauk i nóvember 1965, og vatnsuppistað- an var orðin staöreynd, þá töldum við nógu hagstæð skilyrði fyrir hendi, til þess að setja ilt veruíegt magn af laxaseiðum, eða eins mikið og við höfðum bolmagn til. Fyrsta útsetning laxaseiða af sjógöngustærð i Lárvatn var gerð 21. mai 1966, alls 12.500 stykki. Af þeim voru 600 merkt með sænsk- um plastmerkjum frá veiðimála- stjóra, og útsetningu haldið áfram allt sumarið, eða strax þegar seiðin höfðu náð sjógöngu- stærð. Samtals urðu þau seiði 64.300 og að auki 80 þúsund sumaralin laxaseiði. — Hvenær endurheimtuð þið fyrstu laxana? — Fyrstu endurheimtu laxarn- ir veiddust 1. september og 6. september 1966 og höfðu þeir samkvæmt hreistursprófun veiði- málastjórá veriö eitt ár i sjó. Þá er liklegt, að nokkrir laxar hafi sloppið óséðir innfyrir gildrurnar, og hrygnt i vatninu við Lækjar- ósána haustið 1966, þvi að i desember það ár veifldust 30 sjóbleikjur i silunganet, sem lagt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.