Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. október 1972. TÍMINN 11 1 vegur nnnar var i athugunarskyni. í maga nokkurra þeirra fundust laxa- hrogn. 4 milljón seiði 1974 Hvert var framhaldið hjá ykkur á útsetningu seiöanna? — Útsetningin var i litlum mæli allt fram til ársins 1970, þegar við slepptum 550 þús. seiðum. 1971 slepptum við 400 þúsund kvið- pokaseiðum og s.l. vor slepptum við 900 þúsund seiðum. Á vori komanda ætlum við að sleppa 2 milljónum seiða og árið 1974 eiga þau að verða fjórar milljónir tals- ins, og það er það takmark, sem við settum okkur, en það er að sleppa 4 milljónum seiða árlega. Sem stendur erum við með 800- 900 klaklaxa i geymsluþróm og nokkur hundruð laxar koma til með að hrygna náttúrulegri hrygningu i vatninu. Náist heitt vatnmeð jarðborunum hér i landi okkar, en fyrir þvi eru taldar nokkrar likur, þá ráðgerum við, að ala sumarlangt hluta af laxa- seiðum okkar og setja þau þá út i Lárvatn, sennilega i ágústmán- uði. — Hefur bleikjunni ekki fjölgað mikið i vatninu? — Jú, og það svo, að næstum má segja, að um offjölgun sé að ræða, með tilliti til þess, að svo getur farið að hún keppi um of við laxaseiðin i vatninu um ætið, höf- Fremst á myndinni er Lárós. Má glöggt sjá varnargarðinn milli óssins og sjávar. Til vinstri undir fjallshliðinni er laxagildran. t baksýn er Kirkjufell og sést hluti af kauptúninu í Grundarfirði. Þá sér yl'ir Snæfellsnesfjallgarð út yfir Faxaflóa. Fjallið sem sest i móðu efst til vinstri er Hafursfell, sem er á sunnanverðu nesinu. os uð viðundanfarið veitt bleikjuna i net og á stöng, i þeim tilgangi aö hamla á móti of mikilli fjölgun hennar, þannig að jafnvægi hald- ist gagnvart laxaseiðunum, sem eru að alasf upp i vatninu. En laxaseiðin eru megin undirstaða starfsemi okkar. Þessi mikla við- koma hjá bleikjunni i Lárósstöð- inni gefur bendingu um hvað hægt er að gera i ræktun á bleikju og sjóbirtingi á Islandi. — Hvernig hafa endur- heimturnar á laxinum verið hjá ykkur? — Sumarið 1967 kom fyrsta verulega laxagangan i laxaþrær stöðvarinnar. Samtals voru það 229 laxar, sem höfðu verið 1 ár i sjó og vógu þeir frá 2 kg. upp i 4.5 kg. Fyrsti laxinn gekk i lok júni en sá siðasti i lok september. Þetta ár endurheimtust 12 merkt- ir laxar, allir merktir 22. mai ár- ið áður. Sumarið 1968 endurheimtist fyrsti laxinn 4. júli, en alls gengu i laxaþrærnar fram á haustið 303 laxar, sá siðasti kom 29. desem- ber. Flestir laxanna höfðu dvalizt 1 ár i sjó og vógu 2.0-4.5 kg, en nokkrir höfðu dvalizt 2 ár i sjó og vógu 5-6 kg. Af endurheimtum löxum voru 9 merktir, þar af einn merktur vorið 1966, en hinir vorið 1967 AUt fram til ársins 1971 jókst endurheimtan hægt og sigandi en i fyrra tók hún mikinn kipp, en þá endurheimtum við 2700 laxa, og þaðsemaf erþessu árierbúiðað endurheimta meira en 1300 laxa — Hafið þið selt mikið af endurheimta laxinum? — Nei, við seljum aðeins það, sem við erum tilneyddir að slátra, og i fyrra t.d. seldum við fyrir rúma 1.3 milljón kr. — Hver er stofnkostnaðurinn orðinn hjá ykkur? — Hann er ú orðinn um 7 milljónir króna og er það með jarðakaupum. Annnars má segja að rekstur stöðvarinnar sé farinn að ganga sæmilega. I sumar höf- um við selt út stangveiðileyfi og segja má að stangveiðin sé orðinn stór þáttur i rekstri stöðvarinnar og verður það i vaxandi mæli i framtiðinni. Hátt verö á erlendum markaði — Hvernig reiknið þið með að reksturinn verði i framtiðinni? — t náinni framtið mun rekst- urinn byggjast á sölu afurða héð- an. Við munum þá verða aflögu- færir með hrogn á innanlands- markað og til sölu á erlendan markað, og það sama verður um laxaseiðin. Nú þegar höfum við hjálpað ^msum um_ bleikjuseiöi og he'fur sú starfsemi aukizt tals- vert i sumar. —Er ekki mikil framtið i utflutningi á heilfrystum laxi? —Tvimælalaust. Þaö er t.d. hægt að bera laxinn og kinda- kjötið saman. Fyrir kilóið af út- fluttu kindakjöti fékkst i fyrra um 117 kr. (sif. verð), en fyrir kilóið af laxinum 260 kr. A þessu sést bezt hvilik verðmæti liggja i einum laxi. —Hvað um vænleika Láróss- laxins? —Af endurheimtum löxum sumarið 1971, reyndist stærsti laxinn, sem hreisturssýni var tekið af, vera 109 cm langur og rösk 26 pund. Hafði laxinn dvalið 2 ár i sjó famfellt. Stærstu laxar- nir i sumar hafa verið um og yfir 20 pund. Um miðjan júli fóru aö koma inn i stöðina laxar, sem skáru sig úr fyrir hvað þeir voru þykkir og öflugir Mældust þeir frá 74—78 cm langir og voru 10-12 pund á þyngd. Nú nýlega hefur það fengizt staðfest með rann- sóknum á hreysturssýnum af þessum löxum, að þeir höfðu verið eitt ár i sjó og verið um 17 cm er þeir fóru úr stöðinni, sem sjógönguseiði. Undanfarin ár höfum við reynt að fá fram i okkar laxastofni aukna fjöl- breytni i úrvali einstaklinga með æskilega ofangreinda eigin- leika, og vel getur verið að þarna sé að koma nokkur árangur i ljós. Miklir framtíðar- möguleikar — Ertu trúaður á framtið slikra stöðva, sem þessarar? — Ég er ekki i neinum vafa með það, að i framtiðinni eigi eft- ir að risa margar eldisstöðvar sem þessi, sérstaklega austan- lands, sunnanlands og vestan, þar sem Golfstraumsins gætir. Á þessu sviði eiga fiskifræðingar stórt verkefni framundan. Undanfarið hef ég orðið var við mikinn áhuga hjá mönnum, sem þekkja og eiga staði, sem þeir telja heppilega til fiskræktunar. — Þó svo að þetta sé aðeins eina stöðin hér á landi, enn sem komið er, þá tel ég ráðamenn haldi hér vel á málum, þvi að farið hefur verið með hæfilegri gát. En það er ekkert vafamál, að fiskrækt á eftir að verða stóratvinnuvegur hjá okkur i framtiðinni, og þá ekki eingöngu við laxaræktun heldur lika viö sjóbirting og bleikju. — Að lokum Jón gætirðu hug- sað þér, að fara út i það, að byggja fleiri eldisstöðvar eins og við Lárós? — Já, alveg tvimælalaust. Og við félagarnir erum að hugsa um tvo staði núna, sem við höfum augastað á. Verið getur að við hefjumst þar handa fljótlega. — ÞÓ. Seiðin komin i brúsa, og verið er að gefa þeim siirefnisgjöf. Laxagildran við Lárós. <TVN Jón tekureinn fallegan lax upp úr gildrunni f I \s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.