Tíminn - 06.10.1972, Side 11

Tíminn - 06.10.1972, Side 11
10 TÍMINN Föstudagur 6. október 1972. Föstudagur 6. október 1972. Fiskeldisstöðvar, eftir nokkur ár stóratvinnuvegur Rætt við Jón Sveinsson framkvæmdastjóra Lárósstöðvarinnar Látravik i Eyrarsveit er á norð- anverðu Snæfellsnesi, umlukt fjöllum á þrjá vegu, með Búlandshöfða vestast, Vikurfjall- iðsunnan, Brimlárhöfði austast. t suðaustri blasir viö hiö sérkenni- lega Kirkjufell. Helgrindur gnæfa hæst þessara fögru fjalla. I noröri blasir við Breiöafjörður opinn, norðan hans Barðastrandarfjöllin i bláma fjarlægðarinnar. Lárvaðall er hér viö sjóinn með breiöum ósi, sem Lárós heitir og fellur út meö austurlandinu. Vaðallinn er annars afskorinn frá sjó með sand- og malarrifi, hinu sérkennilega Vikurrifi. Það er hér sem fiskeldisstöðin i Látravik stendur. Frumkvöðull að stofnun eldis- stöövarinnar viö Lárós, er Jón Sveinsson, rafvirkjameistari, en Jón er fæddur i Látravik. Blaða- maöur Timans hitti Jón að máli fyrir stuttu og baö hann að skýra sér frá rekstri stöðvarinnar. Stíflugarðurinn brást í byggingu — Hvenær hófst undirbúningur aö Larósstööinni Jón? - Undirbúningur aö stöð i Látravik, til fiskhalds og fisk- ræktunar, má segja að hæfist árið 1963, en þá fékk ég minn gamla og góða félaga, Ingólf Bjarnason, verzlunarstjóra, til liös við mig, um aö hrinda hygmyndinni i framkvæmd. Og eftir að við höfð- um athugað staðhætti vorum við sannfærðir um, að með þvi að stifla Lárós, með tilheyrandi mannvirkjum væru þarna mjög hagstæð skilyrði til fiskræktar, bæði i fersku og sjóblönduðu vatni. Rétt er að geta þess að áður höfðu engar sögur farið af laxi i Lárvaöli eða i lækjum, sem i hann renna, en meðan útræöi var stundað og slógi hent i vaðalinn veiddist dálitið af sjóbleikju og sjóbirtingi, þó ekki meira en svo, aö ekki hefur silungsveiði verið talin til hlunninda með jöröum, sem land eiga að Lárvaðli. Svo var það árið 1963, að við festum kaup á 2 jöröum, sem land eiga að Lárvaðli, en það eru Látravik ytri og Látravik innri, hvort tveggja eyðijarðir og skömmu siöar á Skeröingsstöð- um, en þar bjó einyrki, sem við keyptum jörðina af. Og i ársbyrj- un 1964 keyptum við jörðina Krók, sem er eyðijörð. Með þessum jarðakaupum öðluöumst viö eignaréttinn, á meirihluta vatna- svæðis Lárvaðals. Fyrri hluta árs 1963 fengum við verkfræðingana Guömund Gunnarsson og Þór Aðalsteins- son, með aðstoð Steingrims Jónassonar, til þess að gera nauð- synlegar mælingar á vatnasvæð- inu, ásamt teikningum og siöan rekstrar- og kostnaðaráætlun með lýsingu, 23. mai 1965 var svo stofnað veiðifélag um vatnasvæð- ið, samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði og var þessi félags- stofnun staöfest af Landbúnaðar- ráðuneytinu 10. janúar 1966. Fyrstu stjórn veiðifélagsins skipuöu, ég, sem var formaður, Ingólfur Bjarnason, forstjóri, og Sigurður Hallgrimsson, skrif- stofustjóri. — Hvenær hófust svo framkvæmdir við stifluna? — Framkvæmdir viö stiflun Láróss hófust i júnimánuði 1965, meö byggingu flóðgáttar ásamt tvöföldum gildrubúrum og yfir- falli, allt úr járnbentri stein- steypu, 15 1/2 metri að lengd, auk steyptra skjól- og tengigarða, sem eru 25metra langir. Að þessu loknu hófst bygging sjálfs stiflu- garðsins út frá austurlandi i stefnu á Vikurrifsoddann. Lengd garðsins ásamt flóðgátt og yfir- falli átti að vera 300 metrar. Mesta hæð um 17 metrar, breidd neðan frá um 8 metrar, upp i 30 metrar og að ofan frá 4 metrum allt að 15 metrum. Efnið i stifluna var tekið úr grjótskriðum beggja vegna vaöalsins en i þvi er mikið af stórgrýti. Utan á stiflugarðinn var kastaö grjóti til varnar sjávargangi og eins var gjört við innri hlið garðsins. — Hvernig gekk svo að byggja stifluna? — Þvi hafði verið spáð, að aldrei tækist að beizla Lárós, og um tima leit út fyrir að sú spá ætlaði að rætast. En hinn 22. ágúst 1965, þegar stiflubyggingin var langt komin, braut sjórinn skarð i garðinn, sem reyndist vera um 50 metra langt. Þegar þetta kom fyrir var stórstreymt, mjög hásjávaö og foráttubrim, með vestan hvassviðri. Við sáum strax, að ef viö héldum ekki áfram tafarlaust, þá yrði ekkert úr okkar hugmyndum, og það gerðum við, og 17. nóvember 1965 lukum viö gerö stíflugarðsins, sem er um 300 metra langur, en sjálft rifið, sem er landfast að vestan er um 1500 metra langt. Látravík h.f. stofnað Hverjar voru svo næstu framkvæmdirnar hjá ykkur? — Þegar hér var komiö, þá sá- um við fram á að róðurinn myndi verða mjög erfiöur hjá veiði- félaginu. Þvi var ráðist i það, að stofna hlutafélagið Látravik til að halda áfram framkvæmdum og rekstri við Lárvatn. Hlutafé er 4 milljónir. Hluthafar eru um 200 áhugamenn um fiskirækt og stangaveiöi. I stjórn félagsins voru kosnir á stofnfundi Ingólfur Bjarnason, Tryggvi Þorfinnsson, Gunnar Helgason, Kristinn Zimsen og Jón Sveinsson. I varastjórn var kosinn Arnþór Einarsson. Siöan hafa þær breyt- ingar orðiö á, að Jóhannes Jóns- son kom i stjórnina i stað Tryggva Þorfinnssonar. — Hvenær var fyrstu laxaseið- unum sleppt i vatnasvæði Lárvaðals? — Fyrstu seiðunum var sleppt 20. júni 1964, en þá settum við Ingólfur fyrstu seiöin i vatna- svæði Lárvaðals. Voru það30 þús und seiði. Næsta sumar slepptum við 10 þúsund seiðum. Allt voru þetta sumaralin seiði. Eftir að stiflugerðinni lauk i nóvember 1965, og vatnsuppistað- an var orðin staðreynd, þá töldum við nógu hagstæð skilyrði fyrir hendi, til þess að setja út verulegt magn af laxaseiðum, eöa eins mikið og við höfðum bolmagn til. Fyrsta útsetning laxaseiða af sjógöngustærð i Lárvatn var gerð 21. mai 1966 alls 12.500 stykki. Af þeim voru 600 merkt með sænsk- um plastmerkjum frá veiðimála- stjóra, og útsetningu haldið áfram allt sumarið, eða strax þegar seiðin höfðu náð sjógöngu- stærð. Samtals urðu þau seiði 64.300 og að auki 80 þúsund sumaralin laxaseiði. — Hvenær endurheimtuö þið fyrstu laxana? — Fyrstu endurheimtu laxarn- ir veiddust 1. september og 6. september 1966 og höfðu þeir samkvæmt hreistursprófun veiði- málastjóra verið eitt ár i sjó. Þá er liklegt, aö nokkrir laxar hafi sloppið óséðir innfyrir gildrurnar, og hrygnt i vatninu viö Lækjar- ósana haustið 1966, þvi að i desember það ár veifldust 30 sjóbleikjur i silunganet, sem lagt var i athugunarskyni. I maga nokkurra þeirra fundust laxa- hrogn. 4 milljón seiði 1974 Hvert var framhaldið hjá ykkur á útsetningu seiðanna? — Ctsetninginvarilitlum mæli allt fram til ársins 1970, þegar við slepptum 550 þús. seiðum. 1971 slepptum við 400 þúsund kvið- pokaseiðum og s.l. vor slepptum við 900 þúsund seiðum. A vori komanda ætlum viö að sleppa 2 milljónum seiða og árið 1974 eiga þau að verða fjórar milljónir tals- ins, og það er það takmark, sem við settum okkur, en það er að sleppa 4 milljónum seiða árlega. Sem stendur erum við með 800- 900 klaklaxa i geymsluþróm og nokkur hundruð laxar koma til með að hrygna náttúrulegri hrygningu I vatninu. Náist heitt vatn með jarðborunum hér i landi okkar, en fyrir þvi eru taldar nokkrar likur, þá ráðgerum við, að ala sumarlangt hluta af laxa- seiðum okkar og setja þau þá út i Lárvatn, sennilega i ágústmán- uði. — Hefur bleikjunni ekki fjölgað mikið i vatninu? — Jú, og það svo, að næstum má segja, að um offjölgun sé að ræða, með tilliti til þess, að svo getur farið að hún keppi um of við laxaseiðin i vatninu um ætið, höf- Fremst á myndinni er Lárós. Má glöggt sjá varnargarðinn milli óssins og sjávar. Til vinstri undir fjailshliðinni er laxagildran. t baksýn er Kirkjufell og sést hluti af kauptúninu i Grundarfirði. Þá sér yfir Snæfellsnesfjallgarö út yfir Faxaflóa. Fjallið sem sest i móðu efst til vinstri er Hafursfell, sem er á sunnanverðu nesinu. OG uð við undanfarið veitt bleikjuna i net og á stöng, i þeim tilgangi að hamla á móti of mikilli fjölgun hennar, þannig að jafnvægi hald- ist gagnvart laxaseiðunum, sem eru að alasf upp i vatninu. En laxaseiðin eru megin undirstaða starfsemi okkar. Þessi mikla við- koma hjá bleikjunni i Lárósstöð- inni gefur bendingu um hvað hægt er að gera i ræktun á bleikju og sjóbirtingi á tslandi. — Hvernig hafa endur- heimturnar á laxinum verið hjá ykkur? — Sumarið 1967 kom fyrsta verulega laxagangan i laxaþrær stöðvarinnar. Samtals voru það 229 laxar, sem höfðu verið 1 ár i sjó og vógu þeir frá 2 kg. upp i 4.5 kg. Fyrsti laxinn gekk i lok júni en sá siðasti i lok september. Þetta ár endurheimtust 12 merkt- ir laxar, allir merktir 22. mai ár- ið áður. Sumarið 1968 endurheimtist fyrsti laxinn 4. júli, en alls gengu i laxaþrærnar fram á haustið 303 laxar, sá siðasti kom 29. desem- ber. Flestir laxanna höfðu dvalizt 1 ár i sjó og vógu 2.0-4.5 kg, en nokkrir höfðu dvalizt 2 ár i sjó og vógu 5-6 kg. Af endurheimtum löxum voru 9 merktir, þar af einn merktur vorið 1966, en hinir vorið 1967 Allt fram til ársins 1971 jókst endurheimtan hægt og sfgandi en 1 fyrra tók hún mikinn kipp, en þá endurheimtum við 2700 laxa, og það sem af er þessu ári er búið aö endurheimta meira en 1300 laxa — Hafið þið selt mikið af endurheimta laxinum? — Nei, við seljum aðeins það, sem við erum tilneyddir að slátra, og i fyrra t.d. seldum við fyrir rúma 1.3 milljón kr. — Hver er stofnkostnaðurinn orðinn hjá ykkur? — Hann er ú orðinn um 7 milljónir króna og er það með jarðakaupum. Annnars má segja að rekstur stöðvarinnar sé farinn að ganga sæmilega. I sumar höf- um við selt út stangveiðileyfi og segja má að stangveiðin sé orðinn stór þáttur i rekstri stöðvarinnar og verður það i vaxandi mæli i framtiðinni. Hátt verö á erlendum markaði — Hvernig reiknið þið með að reksturinn verði i framtiðinni? — 1 náinni framtið mun rekst- urinn byggjast á sölu afurða héð- an. Við munum þá verða aflögu- færir með hrogn á innanlands- markaö og til sölu á erlendan markað, og það sama verður um laxaseiðin. Nú þegar höfum við hjálpað _ýmsum um_ bleikjuseiöi og hefur sú starfsemi aukizt taís- vert i sumar. —Er ekki mikil framtiö i útflutningi á heilfrystum laxi? —Tvimælalaust. Það er t.d. hægt að bera laxinn og kinda- kjötið saman. Fyrir kilóiö af út- fluttu kindakjöti fékkst i fyrra um 117 kr. (sif. verð), en fyrir kilóiö af laxinum 260 kr. Á þessu sést bezt hvilik verðmæti liggja i einum laxi. —Hvað um vænleika Láróss- laxins? —Af endurheimtum löxum sumarið 1971, reyndist stærsti laxinn, sem hreisturssýni var tekið af, vera 109 cm langur og rösk 26 pund. Hafði laxinn dvalið 2 ár i sjó famfellt. Stærstu laxar- nir i sumar hafa verið um og yfir 20 pund. Um miðjan júli fóru að koma inn i stöðina laxar, sem skáru sig úr fyrirhvaö þeir voru þykkir og öflugir Mældust þeir frá 74—78 cm langir og voru 10-12 pund á þyngd. Nú nýlega hefur það fengizt staöfest með rann- sóknum á hreysturssýnum af þessum löxum, aö þeir höfðu verið eitt ár i sjó og verið um 17 cm er þeir fóru úr stöðinni, sem sjógönguseiði. Undanfarin ár Jón tekur einn fallegan lax upp úr gildrunni TÍMINN 11 höfum við reynt að fá fram i okkar laxastofni aukna fjöl- breytni i úrvali einstaklinga með æskilega ofangreinda eigin- leika, og vel getur verið að þarna sé að koma nokkur árangur i ljós. Miklir framtíðar- möguleikar — Ertu trúaður á framtið slikra stöðva, sem þessarar? — Ég er ekki i neinum vafa með það, að i framtiðinni eigi eft- ir að risa margar eldisstöövar sem þessi, sérstaklega austan- lands, sunnanlands og vestan, þar sem Golfstraumsins gætir. A þessu sviði eiga fiskifræðingar stórt verkefni framundan. Undanfarið hef ég orðiö var við mikinn áhuga hjá mönnum, sem þekkja og eiga staði, sem þeir teija heppilega til fiskræktunar. — Þó svo að þetta sé aðeins eina stöðin hér á landi, enn sem komið er, þá tel ég ráðamenn haldi hér vel á málum, þvi að fariö hefur verið með hæfilegri gát. En það er ekkert vafamál, að fiskrækt á eftir að verða stóratvinnuvegur hjá okkur i framtiðinni, og þá ekki eingöngu við laxaræktun heldur lika við sjóbirting og bleikju. — Að lokum Jón gætirðu hug- sað þér, að fara út i það, að byggja fleiri eldisstöðvar eins og við Lárós? — Já, alveg tvimælalaust. Og við félagarnir erum aö hugsa um tvo staði núna, sem við höfum augastað á. Verið getur að viö hefjumst þar handa fljótlega. — ÞÓ. Seiöin komin I brúsa, og verið er að gefa þeim súrefnisgjöf, við Lárós ' ,„ÍSS ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.