Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.10.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 6. október 1972. Fjórir spennandi leikir í Bikar- keppni KSÍ um helgina - Bikarmeistarar Víkings leika í Eyjum - Hafnarfjarðariiðin Haukar og FH mætast Það vera leiknir fjórir hörku leikir í Bikarkeppninni um helg- ina, tveir fara fram í Reykjavík, einn i Hafnarfiröi og einn i Eyjum. Það eru Bikarmeistarar Víkings, sem fara til Eyja á laugardaginn og leika þar gegn heimamönnum og verða Vikingar að sýna sitt bezta gegn Eyja- mönnum, ef þeir ætla að verja Bikarmeistaratitilinn i ár. Það má búast við að aðal leikur 8-liða úrslitanna, verði leikinn i Ilafnar- l'irði á morgun, en þar mætast erki fjendurnir úr firðinum, llaukar og „óskabörn" Hafnar- fjarðar, FII. Ekki er að efa, að liðin sclji sig dýrt, þegar þau mætast, þvi að tap kostar fall úr Bikarkeppninni. Einn leikur fer fram á Melavellinum á morgun, þar mætast „klukkuliðin" KK og Keflavik. Á sunnudaginn leika svo Valur og Akurncsingar á Melavellinum, liðin sem höfðu hcppnina mcð sér i 1<>-Iiða úrslit- unum. En snúum okkur þá nánar aö Bikarleikjunum um helgina: Bikarmeistarar Vikings fara með sitt sterkasta lið til Eyja á morgun og leikmenn liðsins hafa mikinn hug á að sigra Eyjamenn og stefna að þvi að halda bikarn- um hjá sér. Það verður erfiður róður fyrir Vikinga, þvi að Eyja- menn eru i miklum ham um þessar mundir, hinir sterku leik- menn þeirra, gefa ekkert eftir og þeir hafa áhuga að fá bikarinn til Eyja. Siðurstu leikir Eyjamanna, hafa sýnt að þeir eru i miklu stuði og leika beztu knattspyrnuna af islenzkum félagsliðum i dag. A morgun fer fram leikur i Hafnarfirði, sem fáir Hafn- firðingar, Iáta sig vanta á — 'bæ'Ó'i lið bæjarins unnu sér rétt til að leika i 8-liða úrslitum Bikar- Sævar og Birgir til Vals? Miklar lftur eru á því að Vals- nieiin fái góðan liðstyrk næsta sumar i knattspyrnunni. iþrótta- siðan hefur frétt, að Birgir Einarsson, sem leikið hefur með Þrótti Nes. i suinar og Sævar Tryggvason frá Vestmanneyjum muni koma til að leika með Vals- liðinu næsta keppnistimabil. Það er ekki að efa að þessir leikmenn koma til með að styrkja Vals- liðið mikið. Eins og flestir muna, þá hefur Birgir leikið með Valsliðinu áður og lék þá stöðu úthverja. Hann lék siðan með Keflavikurliðinu, þar til i sumar að hann lék með Þrótti Nes. Birgir er bróðir Sigurðar Dagssonar, markvarðar Vals. Sævar hefur alltaf leikið með Eyjaliðinu og hefur hann einnig leikið með landsliðinu. Sævar mun flytja til Reykjavfkur og byrja aö búa þar. SOS. I Á efri myndinni sést Birgir Einarsson þegar hann lék með Keflavikurliðinu og skoraði hann t.d. tvö mörk i úrslitaleik islands- mótsins 1971, þegar Keflvikingar sigruðu Eyjamenn. A neðri myndinni er Sævar Tryggvason, en hann hefur um árabil verið skæðasti framlinumaður Eyja- manna. keppninnar og mjög óvænt, dróg- ust þau saman og er það i fyrsta skipti, sem liðin leika hvort gegn öðru i Bikarkeppni. Má þvi búast við miklum baráttuleik, þegar erki fjendurnir Haukar og FH mætast á morgun. Haukaliðið er meira baráttulið og þar með sterkara bikarlið, ef svo má kalla, þvi að það er baráttan sem dugar i Bikarkeppninni. FH-liðið leikur betri knattspyrnu og leik- menn liðsins eru leiknari með knöttinn. Verður þvi garnan að fylgjast með, hvort baráttan eða leiknin, ræður baggmuninum á morgun. KR-liðið sem kom á óvart, með þvi að slá íslandsmeistarana Fram úr Bikarkeppninni, leikur gegn tslandsmeisturunum 1971, Keflavik á Melavellinum á morg- un og verður gaman að sjá hvort KR-liðinu tekst að sigra Kefla- vfk. Keflavikurliðið er i mjög góðri æfingu um þessar mundir og leikur það með sina sterkustu menn gegn KR. Keflavikurliðið Þessi mynd var tekin I ..klukkulciknum" fræga á Laugardalsvellinum. A myndinni sést Hörður Ragnarsson (10) Grétar Magnússon og Steinar .kíliaimssou, sækja að Magnúsi Guðmundssyni, mark- vcrði KK. Tekst Magnúsi að halda markinu hreinu gegn Keflavfk á morgun? hefur ekki staðið sig vel i um á sunnudaginn, þar mætast sig vel i Bikarkeppni KSÍ undanfarin ár — nú segja leikmenn liðsins, að það sé annað upp á teningnum, þeir ætli sér að verða Bikarmeistarar. KR-liðið þekkir Bikarinn betur, liðið hefui sigrað í keppninni of tar en nokkuð annað félag og félagið er frægt sem mikið Bikarlið. Siðasti leikurinn i 8-liða úrslit- unum fer svo fram á Melavellin- Valur og Akranes. Sá leikur verður eflaust spennandi, eins og leikirnir þrir daginn áður. Vals- menn og Akurnesingar, hafa ver- ið í öldudal undanfarið, en það má búast við að liðin taki á öllu sem þau eiga og þá þarf ekki að spyrja — þegar Skagamenn og Vals- menn, ná að sýna hvað i þeim býr, þá sýna Hðin einhverja allra LAUMUPÚKAHÁTTUR MÚTANEFNDAR KSÍ lét dagblöðin ekki vita af Það var mikill laumupúka- háttur á Mótanefnd KSl, þegar var um það dregið, hvaða lið áttu að mætast i 8- liða úrslitunum i Bikar- keppninni. Mótanefndin boðaði aðeins iþróttafrétta- ritara frá einu dagblaði, þegar dregið var. I Iþróttafrétta- ritarar hinna dagblaðanna fengu ekki að vita um dráttinn fyrr en sólahring eftir, með þvi að lesa það i dagblaðinu, sem iþróttafréttaritarinn — sem var boðaður, þegar dregið var i Bikarkeppninni birti það á siðu sinrii. Svona vinnubrögð eru fyrir drætti í Bikarkeppninni neðan allar hellur og ekki til að skapa traust iþróttafrétta- ritara á Mótanefnd KSI, — sem virðist hlaupa meðfram veggjum, þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur. Ef svona vinnubrögð eiga að við- gangast i framtiðinni, fer þetta að verða alvarlegt mál — fréttaefni, sem Knattspyrnusamband Islands, sendir frá sér, á að berast dagblöðunum samtimis, svo að þau geti veitt lesendum sinum þá þjónustu sem þeir óska eftir. Vonandi kemur svona leiðindamál ekki aftur fyrir Mótanefnd KSÍ. SOS. Lánið leikur við 1. deildar liðin gegn 2. deildar liðunum í Bikarnum - Valsmenn voru heppnir að sigra Armann á miðvikudaginn Valsliöið er ekki fyrsta 1. deildarliðið, sem er heppið að sigra 2. deildarlið i Bikarkeppni K.S.t. i 16 liða keppninni A laugardaginn höfðu Skagamenn heppnina með sér gegn Þrótti Rvk, en á miðvikudagskvöldið var heppnin með Valsmönnum, þegar þeir mættu Armenningum á Melavellinum. Valsmenn skoruðu eina mark leiksins á 2. min og nægði markið Valsliðinu tilsigurs. Með þessum sigri unnu Valsmenn sér rétt til að leika gegn Skagamönnum i 8-liða úr- slitunum. Armenningar sýndu i þessum leik, að þeir geta vei leikið knattspyrnu, ef viljinn er fyrir hendi — yngri leikmenn félagsins eru nú að taka við og lofa þeir góðu, en ef árangur á að nást, verða þeirað leggja hart að sér og æfa vel. Valsmenn fengu óskastart gegn Armanni.strax á 2. min skoraði Hermann Gunnarsson fyrir Val, eftir skemmtilega sóknarlotu. Þetta mark færði Valsmönnum sigur í leiknum og mega þeir teljast heppnir að hafa sigrað Ar- mannsliðið, sem sýndi miklu betri leik og baráttuvilja. Ar- menningar voru ekki á skot- skónum gegn Val, þeir áttu skot i þverslána og einnig nokkur sem struku stangir Vals. Það virðast vera samskonar erfiðleikar hjá Armannsliðinu og hjá Vfkingslið- inu, liðin hafa vaðið i marktæki- færum i sumar, en á einhvern ó- skiljanlegan hátt — tekst sóknar- leikmönnum liðanna, ekki að not- færa sér góð marktækifæri. skemmtilegustu knattspyrnu, sem islenzk félagslið hafa upp á að bjóða. Að lokum ætlum við að spá um úrslit leikjanna i 8-liða úrslitum Bikarkeppni KSI, og litur spáin svona út: Vestmannaeyjar—Vikingur X FH—Haukar 1 . KR—Keflavik 2 Valur—Akranes 1 Það sem við spáum leik Eyjamanna og Vikings, ér jafn- tefli, ef svo verður, verður leikinn nýr leikur og fer hann fram i Reykjavik. SOS. Veiðimanna kastmót á vegum landsambands stangveiðifélaga Allt frá árinu 1964 hafa verið haldin regluleg landsmót i kast- keppni á vegum Landssambands stangaveiðimanna, þar sem keppt hefur verið eftir reglum alþjóða kastsambandsins (I.C.F) Hafa af skiljanlegum ástæðum eingöngu „keppniskastarar" tekið þátt i þessum mótum, með sérstökum keppnisáhöldum. Stjórn L.S. hefur einnig haft sérstakan áhuga á aðgangastfyrir veiðimanna kastmótum, þar sem hinn venjulegi veiðimaður, með sin tæki, getur tekið þátt i. Nú hefur L.S. ákveðið að halda slikt mót i Hafnarfirði laugardaginn þann 7. október næstkomandi að forfallalausu. Fer mótið fram á Hörðuvöllum og hefst klukkan 2 e.h. Keppt verður i þessum greinum: 1. Flugu-Íengdarköst, A flokkar, einhendis, hámarkslina nr. 10 (18 g. framþung lina). Flugu-lengdarköst, B flokkar einhendis, hámarkslina nr. 10 (18 g. skotlina) 2. Beitu-lengdarköst, einhendis 12 g. 3. Beitu-lengdarköst, tvihendis 18 g. Aðeins venjuleg veiðitæki leyfð. Til þess að fá hinn almenna veiðimann til þátttöku er ekki talið rétt að „keppnis-kastarar" þ.e. menn, sem hafa tekið þátt i mótum, þar sem keppt er eftir I.C.F. kastreglum, taki þátt i þessu móti. Þátttaka tilkynnist fyrir 5. október til Hákonar Jóhanns- sonar, Rvk. simi 17634 eða til Ólafs Ólafssonar Hafnarfirði sima 51913 og 50876 og gefa þeir allar nánari upplýsingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.