Tíminn - 06.10.1972, Qupperneq 17

Tíminn - 06.10.1972, Qupperneq 17
Föstudagur 6. október 1972. TÍMINN 17 u msjón Alfreð Þorsteinsson: I upphafi skal Ilcr á myndinnisést Agúst Svavarsson, skora annað mark tR gegn Fram (7), réðu ekki við fast vinstri handarskot Agústar. - landsliðsmennirnir, Axel Axelsson (11) og Sigurbergur Sigsteinsson Reykjavikurmótið i handknattleik hafið: Verða það Valur og Fram sem berjast um Reykjavíkurmeistaratitilinn i ár? eða blandar Vikingur og IR sér i baráttuna Reykjavikurmótið i handknatt- leik hófst á miðvikudagskvöldið s.l. Það var greinilegur byrjenda- bragur á leik liðanna, sem léku fyrsta leikkvöldið og leikirnir voru ekki mjög spennandi, en það komu fyrir skemmtilegir leik- kaflar hjá liðunum. Ahorfendur voru ekki margir á fyrsta leik- kvöldinu og setti það leiðinlegan Sigurður Hannesson tilbúinn að flauta, ef með þarf. Efnilegur dómari Sá sem vakti mesta athygli, þegar Reykjavikurmótið i handknattleik hófst á mið- vikudagskvöldið, var tvimælalaust hinn ungi og efnilegi dómari Sigurður Hannesson, (Þ. Sigurðssonar, dómara úr Fram). Sigurður dæmdi tvo leiki af þremur og skilaði hann hlutverki sinu, með miklum sóma — hann var ákveðinn og gerði litið af vit- leysum. Það er ekki að efa, að Sigurður er eitt mesta dómaraefni, sem hefur komið fram siðastliðin ár i hand- knattleiknum, mættu til dæmis reyndari dómarar taka hann til fyrirmyndar. Sigurður sýndi, að það er kominn timi til að leyfa ungum mönnum að spreyta sig á dómgæzlu i handknatt- leik. SOS. svip á leiki liðanna, sem léku, en við skulum lita nánar á þá: La ndsl iðsmenn Fram sýndu á sér klærnar gegn óöruggum íR-ingum. Fyrsti leikur Reykjavikur mótsins var á milli tslandsmeist- ara Fram og tR. Leikurinn var þokkalegur og það komu fyrir skemmtilegir leikkaflar, sérstak- lega hjá landsliðsmönnum Fram, sem sýndu stórgóðan leik og þcir skoruðu öll mörk Fram i leiknum. ÍR-liðið lék ekki af miklu öryggi, leikmenn liðsins misstu knöttinn hvað eftir annað út af leikvelli. ÍR-liðið náði forustu i leiknum og þegar 13 min. voru búnar af leiknum, var staðan orðin 1:3 fyrir 1R. Þá skora Sigurbergur Sigsteinsson og Björgvin Björg- vinsson, fyrir Fram og jafna 3:3. En rétt fyrir leikhlé skorar svo Brynjólfur Markússon og kemur ÍR-liðinu aftur yfir 3:4. Fljótlega i siðari hálfleik skor- ar Axel Axelsson, tvö mörk úr langskotum og kemur Fram yfir 5:4. Ágúst Svavarsson jafnar úr frikasti.en Björgvin skorar þá fyrir Fram úr hraðupphlaupi. Ágúst skorar aftur úr frikasti, en það dugar ekki lengi, þvi að Sigurbergur skorar laglega inn úr horni. Þá jafnar Brynjólfur 7:7 með marki inn úr horni en hann stökk laglega inn i vitateig Fram og vippaði yfir Þorstein Björns- son. Næstu þrjú mörk leiksins, skora svo Framarar, fyrst Sigurður Einarsson, af linu, þá hinn snöggi leikmaður Fram, Björgvin Björgvinsson, úr stór- góðu hraðupphlaupi. Sigurður Einarsson skorar svo 10:7 fyrir Fram af linu. Ágúst lagar stöðuna i 10:8, en þá skorar Sigurbergur enn eitt markið með þvi að henda sér inn úr horninu. Þá taka 1R- ingar mikinn fjörkipp, Brynjólfur skorar úr vitakasti og Jóhannes Gunnarsson, skorar úr hraðupp- hlaupi. IR-ingar frá svo góða möguleika á að jafna, en þá eins og oft áður glopruðu þeir knettin- um út af leikvellinum. Siðustu tvö mörk leiksins skora svo Björgvin (af linu) og Axel úr vitakasti fyrir Fram. Framliðið byggist upp á lands- liðsmönnunum og eru þeir pottur- inn og pannan i leik liðsins. Ungu menn liðsins eru ekki enn búnir að fá nægilega reynslu og eru þeir ragir við að sýna eitthvað sjálfir. Beztu menn Fram-liðsins voru Sigurbergur (3 mörk), Björgvin (5mörk) og Þorsteinn markvörð- ur. Aðrir sem skoruðu fyrir liðið voru,. Sigurður 3 og Axel 3. lR-liðið var óöruggt i leik sinum og liöið lék ekki af þeim hraða, sem hefur einkennt liðið undan- farin ár. Innáskiptingar liðsins voru ekki nógu góðar, leikmenn fengu ekki að vera lengi inn á i einu, heldur var þeim skipt út af allt of ört. Liðið lék nýjan varnarleik —• flata vörn og kom það þokkalega frá henni. Mörk liðsins skoruðu Agúst 4, Brynjólf- ur 4, Jóhannes og Ólafur eitt hvor. Valsliðið átti ekki i erfið- leikum með nýliðana úr Árbæjarhverfi — Fylkir. Reykjavikurmeistararnir Valur fengu frekar létta mótherja i sinum fyrsta leik á kcppnistíma- bilinu — það voru nýliðarnir i meistaraflokki Fylkis, sem stóðu sig vel i sinum fyrsta leik i Reykja vikurmóti meistara- flokka. Valsliðið komst i 4:0 áður en leikmenn F'ylkis gátu svarað fyrir sig, en mark þeirra skoraði hinn hávaxni Einar Einarsson. En þvi marki, svöruðu Valsmenn með þremur mörkum og var staðan i hálfleik 7:1. Einar skorar svo fyrsta markið i siðari hálfleik, en Valsmenn svara með fjórum mörkum. Þá skorar Asmundur Snorrason fyrir Fylki, Jóhann Ingi Gunnars- son, skorar fyrir Val og Einar Einarsson, svarar fyrir Fylki og staðan er þá 12:4 fyrir Val. Vals- menn skora svo siðustu fjögur mörkin i leiknum og sigra 16:4. Fylkisliðið kom á óvart fyrir þokkalegan leik, leikmenn liðsins eru kannski of örir til skots. Þeir verða að hafa það i huga, þegar þeir leika gegn sterkari liðum, að þau skora ekki mörk, meðan þeir halda knettinum. Það er ekki hægt að sjá hvar Valsliðið stendur, eftir þennan leik, mótherjar þeirra voru ekki það sterkir — liðið virðist vera svipað að styrkleika og undanfar- in ár. Ungur og skemmtilegur ný- liði, lék með liðinu gegn Fylki, það er Jóhann Ingi Gunnarsson. Hann er mikill spilamaður, sem lætur knöttinn ganga og dreifir spili liðsins. Mörk Vals skoruðu: Þorbjörn Guðmundsson 5 (2 viti), Bergur 3, Agúst ögmundsson 3, Ólafur Jónsson 2, Stefán Gunn- arsson 2 og Jóhann Ingi eitt. Þróttur skoraöi aöeins eitt mark i siðari hálfleik gegn KR og tapaði 7:9. Þróttur og KR léku siðasta leik fyrsta lcikkvöldsins i Reykjavik- urmótinu. Þróttarliðiö missti niöur unninn leik, i siðari hálfleik, cn þá skoraði liðið ckki nema citt mark gcgn sex mörkum KR. Þróttur komst fljótlega yfir og leikmenn liðsins, skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins, þar voru að verki Guðmundur Jóhannsson og Jóhann Frimannsson (tvö), en þá skoraði Selfyssingurinn i liði KR fyrsta mark liðs sins. Siðan skipt- ast liðin á að skora og staðan i hálfleik var 6:3 fyrir Þrótt. Það er oft gaman að vita, hvaða menn uröu fyrstir til að gera hina ýmsu hluti i Reykja- vikurmótinu. Til gamans skrifuðum við það niöur hjá okkur, þegar fyrstu leikirnir voru leiknir s.l.miðvikudags- kvöld i Laugardalshöllinni. Fyrstur til að skora mark i mótinu, var Brynjólfur Markússon 1R, hann skoraði úr langskoti á Þorstein Björnsson Fram á 52. sek. leiks Fram og 1R. Fyrstur til að láta visa sér af leikvelli var Björgvin Björg- vinsson, en Björn Kristjáns- son, visaði honum út af leik- velli á 7. min. siðari hálfleiks i leik Fram og IR. 1R fékk fyrsta vitakastiö i mótinu og skoraði Brynjólfur Markússon úr þvi. Hann húkk- aði einnig vitakastið. Fyrstur til að misnota vita- kast, var hin gamalkunna vitaskytta úr Val, Bergur Guðnason, en hann hitti ekki markið. Einar Asmundsson, mark- vörður úr Kr, var fyrsti markvörðurinn sem varði vitakast. SOS Brynjólfur Markússon, skoraði fyrsta mark mótsins og tók einnig l'yrsta vitakastið. t siðari hálfleik koma KR-ingar mjög ákveðnir til leiks og þeir skora fjögur mörk i röð, Þorvarð- ur Guðmundsson (þrjú) og Steinar Friðsteinsson eitt úr viti. A 14. min. skora svo Þróttarar sitt eina mark i siðari hálfleik og má segja að það hafi verið heppnis- mark. Jóhann skaut i varnarvegg KR og þaðan fór knötturinn i netið, var þá staðan jöfn 7:7. Steinar skorar þá úr vitakasti og Haukur innsiglar svo KR sigur með marki úr hraðupphlaupi á siðustu sek. og leiknum lauk þar með sigri KR 9:7. Leikmenn Þróttar og KR, eru ekki enn komnir i góða æfingu, en ungir leikmenn liðanna lofa góðu, fyrir veturinn. SOS. Agúst ögmundsson, sést hér kasta sér inn I vítateig Fylkis og skora 11 mark Vals I Reykja vikurmótinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.