Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. október 1972. TÍMINN Styrkjum Kvennadeild Slysavarna- félagsins Hin kunna hlutavelta Kvenna- deildar Slysavarnafélags is- lands, verður næstkomandi sunnudag 8. okt og hefst kl. 2 e.h. Eitt af þvi, sem sett hefur sinn sérstaka svip á borgarlifið i októ- ber, er hin árlega hlutavelta Kvennadeildar Slysavarna - félags íslands i Reykjavik, sem nú, eins og undanfarin haust, mun verða haldin i kjallara Iðnskólans á Skólavörðuholti, gengið inn frá Vitastig. Þá er venjan að meiri hluti borgarbúa geri viðskipta-aðsúg að þessum dugmiklu og kunnu Slysavarnakonum, til að styrkja hið þarfa og góða málefni slysa- varnastarfseminnar i landinu. Oft er þörf, en nú er nauðsyn, vegna mikilla framkvæmda, bæði á vegum deildarinnar sjálfrar og Slysavarnafélagsins, sem er hið mikla björgunartækjahús, sem verið er að byggja á Grandagarði 1 , og þar sem kvennadeildin byggir sjálf efri hæðina. Slysa- varnafélagið sjálft fær þó mest af söfnunarfénu, en hjá félaginu er i mörg horn að lita eins og al- menningi er kunnugt. Þessi hlutavelta verður áreiðanlega ein sú mesta, er kvennadeildin hefur haldið. Borizt hefur geysimikið af góðum munum og gagnlegum og vist er, að allir sem koma á hlutaveltuna munu fara ánægðir heim. Vill kvennadeildin hér með færa öllum hinum mörgu, er fært hafa deildinni gjafir, sérstaklega öllum verzlunarfyrirtækjum, sin- ar innilegustu þakkir. Kngin ii ii 11 og ekkert happ- drætti. Kvennadeildin treystir á stuðn- ing Reykvikinga eins og svo oft áður. Agæt sala hjá Hólmatindi SB—Reykjavik Skuttogarinn Hólmatindur frá Eskifirði seldi i Cuxhaven f fyrra- dag 110 lestir af ufsa fyrir 3,3 milljónir króna. Eru það um 30 krónur fyrir kilóið og telst það mjög góð sala á ufsa. Þá seldu tveir Eskifjarðarbátar sild i Danmörku, Jón Kjartansson fyrir tæpa milljón og Seley fyrir l,3milljónir. Sigfús B. Sigurðsson að útskyra fyrir þrem nemendum sinum hvað þeir eigi að gera við I þessum mótor.sem erihinninýju bifvélavirkjadeild Iönskólans. ( TimamyndGunnar) Bílaviðgerðir í Iðnskólanum Klp—Heykjavfk. Um mánaðamótin ágúst-- september var tekin i notkun deild i verklegu námi bifvéla- virkja i Iðnskólanum i Reykjavik. Þeir sem hafa rétt til að læra i þessari deild, eru þeir nemendur, sem hafa lokið 1. og 2. bekk i Iðn- skólanum eða lokið námi i verkn- ámsdeild málmiðnaðarinns. Kennari i þessari nýju deild er Sigfús B. Sigurðsson. Hann sagði okkur, að þarna yrði verkleg kennsla fyrir bifvélavirkja og væri áætlað að hver nemandi yrði i þessari deild fimm mánuði á ári. Samkvæmt Iðnfræðslulög- unum frá 1966 yrði hægt að útskrifa nemendur beint úr þessari deild, þyrftu þeir þá litið sem ekkert að vinna á verk- stæðum. Þar að auki kæmi þetta til með að stytta námið um 6 mánuði. Sigfús tjáði okkur, að á verkstæðinu, ef svo mætti nefna þessa deild, væru nær öll tæki úr bilum, sem nemendurnir lærðu svo að gera við, taka i sundur og setja saman. Þarna væru mótorar úr bilum, gikassar, stýrisvélar, bremsubúnaður og margt fleira. Margt af þessu hefði verið gefið af bifreiðainnflytj- endum, en flest verkfærin væru eign skólans. Enn vantaði nokkuð af verkfærum en þau kæmu sjálf- sagt um leið og deildin stækkaði við sig, én að þvi væri nú unnið. Allsherjaratkvædagreiðsla í Starfsstúlknafélaginu Sókn .EJ—Reykjavik. S.l. þriðjudag var haldinn félagsfundur i Starfsstúlknafélag inu Sókn, og var einn hinna aug- lýstu dagskrárliða kosning full- trúa á þing Alþýðusambands Is- lands. I dagblöðunum i gær var hinsvegar auglýst, að fram færi allsherjaratkvæðagreiðsla i félaginu um fulltrúakjörið. Blaðið hafði i gær samband við Margréti Auðunsdóttur, formann Sóknar, og spurði hana hvað þessari breytingu sætti. Margrét sagði, að stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins hefði að þessu sinni ætlað að fara hina hefðbundnu leið við kosningu þingfulltrúanna, þ.e'. að kjósa þá á félagsfundi. Hefði þannig verið farið að i fjöldamörg ár. og félagskonur getað á fundinum komið með aðrar uppástungur um fulltrúa en stjórnin gerði til- lögu um. Hins vegar hefði stjórnin frétt af þvi skömmu fyrir þriðjudags- fundinn, að ýmsar félagskonur hefðu áhuga á, að allsherjarat- kvæðagreiðsia færi fram. Hefði stjórnin þá strax ákveðið, að láta slika atkvæðagreiðslu fara fram. Aðfaranótt fimmtudagsins kom upp eldur i bilskúr við húsið Birkiteig 15 i Keflavik. Þar var slökkviliðsmaður að leggja síð- ustu hönd á viðgerð á stórum ameriskum bll, Manninum tókst ekki að slökkva eldinn, þrátt fyrir að hann kynni öll réttu tökin, og brann allt i skúrnum sem brunnið gat. Varmárskólinn nýi kominn í gagnið Gagnfræðaskólinn að Varma i Mosfellssveit var settur i nýja skólahúsinu i fyrsta skipti sfðast lioinn fimmtudag. Flutti skóla- stjórinn, Gylfi Pálsson, setningarræðu. Er skóli þessi ætlaður fjögur hundruð nem- endum, þcgar hann er fullgerður, og standa að honum þrir hreppar, Kjósarhreppur, Kjalarnes- hreppur og Mosfellssveit. Undirbúningur að skóla- byggingunni hófst fyrir um það bil þrem árum, en samningur við verktaka, er skila skyldu byggingunni fokheldri, var undir- ritaður i fyrravor. Þegar þeim áfanga var náð, var ráðinn sérstakur framkvæmdastjóri, Hreinn Þorvaldsson. Tók hann til starfa um siðustu áramót, og eftir það var verkinu haldið áfram i timavinnu. Gekk verkið svo greitt, að nú er unnt að taka sjö kennslustofur i notkun. Eru nem- endur 150 isjö bekkjardeildum, er mun þó fjolga ört á næstunni, og Gylfi Pálsson skólastjóri setur gagnfræðaskóla I nýja skólahúsinu að Varmá í fyrsta sinn. kennarar þrettáh, auk skóla- stjóra. Af þeim hluta skólans, sem verið hefur i smiðum, er nú um 70% tilbúið til notkunar, og það er vel að verið, þvi að ekki eru nema niu mánuðir siðan húsið varsteypt. t þeim hluta, sem enn er óinnréttaður, á að kenna handavinnu, söng og teikningu, auk þess sem héraðsbókasafn Kjósarsýslu verður flutt þangað úr félagsheimilinu Hlégarði. Þörf á nýju skólahúsnæði var orðin mjög brýn, þvi að gamla skólahúsið á Brúarlandi var byggt á árunum 1922 og 1930. 5. desember eru einmitt rétt fimmtiu ár siðan skóli Mosfells- sveitar fékk sama stað. Lárus Halldórsson, sem byrjaði sem eins konar farkennari, var skóla- stjóri á Brúarlandi I fjörutiu og sex ár, og var viðstaddur skóla- setninguna, og séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli flutti kveðju frá Valborgu Sigurðar- dóttur, ekkju Guðmundar G. Magnússonar, sem þar kenndi i seytján ár, og færði skólanum rit Halldtfrs Laxness að gjöf frá henni til minningar um mann sinn, vinsælan og mikinn skóla- mann. Skólastjóri gat þess, að byggingarkostnaður væri orðinn yfir þrjátiu milljónir króna, og mun verða meiri. Verktakar að fyrsta áfanga voru .Ólafur Friðriksson á Esjubergi og Hlöð- ver Ingvarsson, en i bygginga- nefnd eiga sæti Hrólfur Ingólfs- son sveitarstjóri, Haukur Þórðar- son yfirlæknir, oddvitarnir Bjarni Þorvarðarson á Bakka og ólafur Andre'sson f'Sogni og Gylfi skóla- stjóri Pálsson. 1. september i ágúst-septemberblaði lieimilispóstsins birtist grein eftir Gisla Sigurbjörnsson, sem hann nefnir: 1. septem- ber. Greinin hljóðar á þessa leið: Landhelgi islands er frá 1. september orðin fimmtiu mil- ur og fagna þvi allir islending- ar. Verður sá dagur talinn meðal merkisdaga um alla framtið. Akvörðun um útfærslu land- helginnar er gerð, þegar fisk- stofnar eru margir komnir að þrotum, sildin nær alveg horf- in, og mátti þvi ekki seirina verða. Sumir telja |>ó, að ákvörðunin komi svo seint, að erfitt muni að bjarga fisk- slofnum, en við vonum öll, að það takist með skilningi, fyrir- hyggju og þegnskap. Um ára- mótin næstu koma ný lög um fiskveiðár og verða i þeim að sjálfsögðu skýlaus ákvæði um bann gegn ofveiði okkar eigin skipa. I>\ i miður hafa sumar þjóðir i álfunni ekki skilið, eða viljað skilja, hversu mikilvæg út- færsla landhelginnar er fyrir ufkomu þjóðarinnar i nútíð og framtið. Skilning viröist einn- ig vanla á þvl, að með útfærsl- uniii er verið að reyna að bjarga fiskstofnum frá gjör- cyðingu, og er það vissulega ekki einkamál islendinga, ef fiskveiðarnar leggjast niður vegna l'isklcysis. Með útfærslu lundhclginnar erum við að rcyna — þó seint sé — aö koma i vcg fyrir slíkt. Margar þjóöir hafa nú þegar 211(1 ínilna landhelgi, en þegar islcndingar stækka landhelgi sina i 5(1 milur, þá ætlar allt um koll að keyra. Aður vin- vciltar þjóðir sýna okkur harla litla vináttu og hóta iillu illu, cf við gerumst svo djarfir að, rcyna að tryggja lifsal'- komu þjóðarinnar. Ofbeldi er hótað, en ckkert mun duga. — Augu manna viða um lönd eru að opnast, skilningur á nauð- syn úrfærslunnar er að verða mciri og svo mun fara, að islendingum verður þakkað sjálfsagt framtak þeirra I þcssu ináli. Ef ekki hefði verið stigiö heillasporið, myndi harla litið um fisk eftir nokkur ár. Samhugur þjóðarinnar er mikill. Einhuga og sameinuð þjóð, þótt litil sé, fær miklu áorkað. Við vonum iill, að málið leysist á vinsamlegan hátt og að þær þjóðir, sem nú láta hæst og hafa uppi yfir- gang i landhelgi islands, hætti þeim Ijóta leik, áður en slys eða vandræði hljótast af." Háll sem áll Morgunblaðið birti I gær viðtal við Gylfa Þ. Gfslason um leiguna á Alþýðublaðinu. Að loknu viðtalinu við Gylfa segir svo: ,,Þá leitaði Morgunblaðið einnig til Harðar Einarssonar, hæstaréttarlögmanns, fyrr- verandi formanns fulltrúaráðs s já If s tæðis f éla ga nna i Reykjavik og innti hann eftir þvi, hvort rétt væri, að hann sæti fundi blaðstjórnar Alþýðublaðsins, eða ætti aðild að rekstri þess. Hörður var svo háll, að ekkert er hægt eftir honum að hafa." Vissulega segir þessi fram- koma Harðar sina sögu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.