Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. október 1972. TÍMINN Hættur stórgripaslátrun Nautabaninn El Cordobes er nú hættur að berjast við naut og mun ekki oftar trylla Spán- verja, kvenfólk og naut i blóðug- um hringleikavöllum Spánar. Hann er nú kvæntur 26 ára gam- alli franskri stúlku, sem hann hefur lengi veriö i tygjum við og á með henni 4 ára gamla dóttur, annað barn er á leiðinni. El Cordobes er auðugur maður, enda hæst launaði nautabani fyrr og siðar. Hann er nú 37 ára gamall, og dvelur i Englandi, þar sem hann er að læra ensku, en brátt mun hann leika sjálfan sig i kvikmynd, sem fjalla á um lifhans. * „Playboy" Þessi mynd af hjarta- knosaranum Burt Reynolds birtist i bandariska kvenna- blaðinu „Cosmopolitan". Var myndin prentuð i tvöfaldri stærð blaðsins og hægt aö brjóta hana úr, eins og fáklæddu stúlk- urnar i „Playboy". Enn einn þáttur i jafnrétti kynjanna. Fimmtán hæða fill Bygging á einum furðulegasta veitingastað i veröldinni er að hefjast i Walt Disney skemmti- garðinum i Florida. Byggingin veröur i formi fils. Veitingasal- irnir verða i belg risaskepn- unnar og höfði. Lyftur ganga inni i fótunum og rani filsins á að sveigast 50 metra upp i loftið og veröur hægt að ganga upp eftir honum. Reykvikingum ætti ekki að blöskra hvað veitingahúsið með rananum á að verða hátt. Hallgrimskirkjuturninn er þriðjungi hærri en efsti hluti ranans verður. & Átti aö sprengja Berna- dettu Devlin öflugri sprengju var kastað inn um glugga á heimili Berna- dettu Devlin i siðustu viku. Ung- frúin var ekki heima, ne' heldur systir hennar og mágur, sem búa i sama húsi. Skemmdir urðu miklar á húsi og hús- munum, en þar sem enginn var heima sakaði fólk ekki. Vilja ekki hvaða Gyðing sem er. tsraelsstjórn hefur neitað gyðingnum Meyer Landsky um rikisborgararétt, en hann er 70 ára gamall. Dvalarleyfi hans i tsrael rennur út 15. þ.m. og verður hann þá að snúa til heimalands sins, Banda- rikjanna. Þar á hann yfir höfði sér málsókn vegna skattsvika af stóru sortinni. Landsky hefur um áratugabil verið einn af helztu leiðtogum Mafiunnar i Bandarikjunum, og stjórnað spilavitum, en annars er sérgrein hans aö verða öðrum Mafiuleiðtogum til ráðu- neytis um hvernig þeir eiga að ávaxta sitt illa fengna fé og komasthjáaðgreiðaskatta. En sjálfur varð hann að hlaupa frá miklum skattaskuldum og ætlaði að eyða ævidögunum i fyrirheitna landinu. Guðsblessun W Bilaumferðin á ttaliu er hræði- leg og krefst mikilla fórna, og eiga ttalir heimsmet i árekstr- um.örkumlum og dauða af völd- um umferðar. Þegar umferðin var hvaö mest i ferðamannabænum Monte- comprabi i sumar tók prestur i bænum til sinna ráða og kom sér fyrir við aðalumferðagótuna, sem liggur gegnum bæinn, brenndi reykelsi og skvetti vigðu vatni á bilana, sem leið áttu um og bað fyrir ökutækjum og vegfarendum. En umferðin i Montecomprabi hlaut ekki náð drottins, þrátt fyrir milligöngu þjóns síns. Okumenn þyrptuzt aö presti til að fara ekki varhluta af náðinni. Sex þúsund bilar lentu i um- feröaöngþveiti. Umferðaslys urðu 37 og fjórir voru fluttir á sjúkrahús. Nokkur þúsund börn orguðu hástöfum og ótaldir bil- stjórar skömmuðustog bölvuðu, eins og það veröur bezt gert á itölsku. Bannaðar bókmenntir Bandarikjastjórn hefur lagt blátt bann við þvi, aö út verði gefin bók, sem fyrrverandi fangavörður i Spandaufangels- inu hefur skrifað og byggist á samtölum við Rudolf Hess. 1 fangelsinu voru hafðir þýzkir striðsglæpamenn og önnuðust fjórveldin fangagæzl- una til skiptis, sina vikuna hvert. Hess, sem var staðgengill Hitlers, er nú eini fanginn i Spandau. Eugene Bird, ofursti i banda- riska hernum, var um langt skeið yfirmaður bandarisku fangagæzlunnar i Spandau. Sem slikur hafði hann leyfi til að ræða við Hess eins lengi og hann vildi. Upp úr þessum sam- ræöum skrifaði hann bókina. Ofurstinn er nú kominn á eftir- laun og ætlaði að selja útgáfu- réttinn a' bókinni. Þá tóku stjórnvöld i taumana og bentu á að i fyrrverandi embætti sinu hefur Bird svariö trúnaðareið og lofað að skýra ekki frá hvað gerðist innan fangelsismúr- anna, meðan hann þjónaði þar. Að þykjast elska einhvern er verri glæpur en peningafölsun. Kennslustund i heilsufræði: — Þið skuluð gæta ykkar á þvi börn, að umgangast hunda og ketti ekki of mikið og alls ekki láta þá sleikja ykkur i and- litið, né kyssa þá. Það getur verið hættulegt. Litill drengur rétti upp höndina. — Frænka min átti hvolp, sem hún sat alltaf með og kyssti og klappaði. — Og hvað gerðist? — Hvolpurinn dó. Hún var að læra skurðlækningar og gekk afar vel með hnffinn. Hvert einasta handtak var ör- uggt, hreint og snöggt. Prófess- orinn gat ekki setið á sér að spyrja, hvort hún væri ef til vill dóttir skurðlæknis. — Nei, svaraði stúlkan. — En pabbi er bezti slátrari bæjarins. Aðeins eru til tvær tegundir karlmanna, sem nenna að biða eftirkonu: Eiginmennog pipar- sveinar. DENNI DÆMALAUSI Það er engin furða, að fötin min slitna svona mikið. Ég er alltaf að fara úr þeim og i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.