Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 7. október 1972. Nýtt íslenzkt sjónvarpsleikrit Mánudaginn 9. október frum- sýnir Sjónvarpiö nýtt, islenzkt leikrit, „Samson” eftir Ornólf Arnason. Leikrit þetta fjallar um sam- skipti ungra og aldraðra og ágreining kynslóðanna i mati á verðmætum lifsins. Aðalpersón- an, Samson, er ungur laganemi. Hann kemst i kynni við unga og efnilega listakonu, og þau kynni valda þvi, að hann tekur afstöðu sina til laganámsins og sam- félagsins til rækilegrar endur- skoðunar. Leikstjóri er Gisli Alfreðsson, en upptöku stjórnaði Andrés Ind- riðason. Meðal leikenda eru Agúst Guð- mundsson, Helga Jónsdóttir, Bri- et Héðinsdóttir, Rúrik Haralds- son, Ævar R. Kvaran, Lárus Ingólfsson, Hákon Waage, Rand- ver Þorláksson og Sigurður Rún- ar Jónsson. Höfundur leikritsins, örnólfur Arnason, er rúmlega þritugur að aldri. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1960 og stundaði siöan nám við Háskóla Islands i nokkra vet- ur, fyrst i lögfræði, siðan i ensku. Að námi loknu lagði hann stund á blaðamennsku og var um skeið leiklistargagnrýnandi við Morgunblaöiö. Siðar gerð- ist hann kennari og hefur stundað • ritstörf samhliða kennslunni. Hann hefur fengizt nokkuð við leikritaþýöingar og einnig sneri hann skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, i leik- form. Ornólfur stundar nú nám i spænsku og leikhúsfræðum við háskólann i Barcelona, ásamt konu sinni, Helgu Jónsdóttur, leikkonu. Laxeldi í Noregi: Afrakstur laxeldisstöðvar 1500 tonn af laxi í fyrra Kftir tiu ára tilraunir og rann- sóknaslarf sem i liefur Norð- inönnum hcppnazt verksmiðju- uppeldi á laxi einum allra þjóða. Sjálfir segja Norðmenn i grini að þctta sé svar Noregs við rányrkju Dana á Grænlandsiniðum, en það breytir þvi ckki að hér er um mjög eftirtektarvcrðan árangur að ræða. Það er fyrirtækið A/S Mowi i Bergen, sem hefur staðið að þess- um tilraunum. Afraksturinn á siðasta ári varð 1500 tonn af laxi eöa næstum þrefaldur afli norskra fiskimanna. Og verk- smiðjualdi laxinn er jafnframt eðlisbetri en sjólaxinn. Hann er feitari og kringlóttari og betur fallinn til reykingar. Nú sendir fyrirtækið daglega lax með skip- um og flugvélum frá Bergen til Danmerkur og V-Þýzkalands, sem eru stærstu kaupendurnir. Starfsemin er á litlu svæði inn- an skerjagarðs nálægt Bergen. Grundvöllur framleiðslunnar er klak lax, sem er veiddur við ströndina. Hann er alinn til hrygningar, sem á sér stað i nóvember eöa desember. Hrogn- unum er komið fyrir i klakbökk- um, þar sem þau liggja i rennandi vatni. Þau klekjast út i april og eru siðan alin i sjálfvirkri fóðrun- arvél þar til þau hafa þroskazt nóg til að þola saltvatnið. Flutningurinn frá fersku vatni í salt á sér stað i stórum plast- geymum. Seiðin fá til sin ferskt vatn alla leiðina og er vatns- straumnum þannig hagað að seiðin synda stöðugt á mótí hon- um, þar til þau eru komin út i dýpsta hluta hins afmarkaða haf- svæðis, sem þau skulu alast upp i. Þótt sigrazt hafi verið á ýmsum vandamálum eru enn mörg óleyst. Þaö hefur reynzt erfiðleik- um bundið að ná i klakfisk. Það hefur einnig reynzt erfitt að halda lifi i fiskinum til kynþroskaald- urs. Sjófuglar hafa valdið miklum skaða og strandfiskar hafa sótt i að eta seiðin. Þó er talið að yfir 50% seiðanna lifi af. En kostirnir virðast yfir- gnæfandi. Hinn verksmiðjualdi lax er betri og verðmeiri en hinn sem elst upp frjáls i náttúrunni. Loks má ekki gleyma þvi að laxa- stofninn er i mikilli hættu vegna ofveiði. Hin nýja aðferð gæti e.t.v. orðið til að hindra að laxinn verði aldauða. Þótt fyrsta boðorðið i starfsem- inni sé að likja i einu og öllu eftir náttörunni verður þvi þó ekki alltaf komið við. Svo er til dæmis um hin miklu ferðalög laxins. En það hefur komið i ljós að lax, sem alinn er upp með þessari aðferð hefur engan áhuga á slikum ferðalögum. Þau standa i sam- bandi við næringuna og lax, sem er fóðraður á verksmiðjufóðri hefur ekki þörf fyrir þau. Frá laxeldisstöðinni. Fiskurinn kemur I básana, þegar fóðrinu ér kastað i þá. Tengingar Miklabraut- i/estur- /ands vegt/r og £/HÍQ rog ur- fieykjanesírai/t. Breiðholtsleiðin Um miöja næstu viku verða opnuð til umferðar ný gatnamót milli Miklubrautar — Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar — Elliöavog- ar. Gatnamót þessi eru i tveim hæðum og eiga þau að greiða mjög fyrir umferðinni, einkum hvað snertir umferð aö og frá Breiðholtshverfi. i þessu sambandi þykir rétt að kynna fyrir ökumönnum, hvernig aka skal um gatnamótin og er þcss þvi farið á leit við fjölmiðla, að þeir birti meðfylgjandi uppdrátt til skýringar. Þess ber að geta, að framkvæmdum við gatnamótin er ekki að fuilu lokið, þar sem enn vantar hliðarbraut fyrir umferö frá Reykjanesbraut til vesturs yfir á Miklubraut. Þar til þessi tenging kcmur, verður um- ferð frá Breiðholti til vesturs að þvera umferð um Eliiöavog I vinstri beygju. Bæjar- stjórinn seg- ir af sér JGK—Rey kja vik. A bæjarstjórnarfundi á Isafirði i gær las forseti bæjarstjórnar upp bréf frá bæjarstjóranum, Jóni Guðlaugi Magnússyni, þar sem hann fer fram á lausn frá starfi. Astæðan er sú, að nú hafa Sjálfstæðisflokkurinn, Samtök frjálslyndra og vinstri manna og Alþýðuflokkurinn myndað meiri- hluta i bæjarstjórn, en þessir flokkar hafa samanlagt sjö full- trúa i bæjarstjórn. Segir bæjar- stjórinn i bréfi sinu, að ljóst sé, að hann sé nú i andstöðu við meiri- hluta bæjarstjórnar um stjórn bæjarmála. Jón Guðlaugur hefur verið bæjarstjóri á tsafirði siöan i september 1970. Þegar hann var ráðinn var enginn starfhæfur meirihluti i bæjarstjórninni. Nýr framkvæmda- stjóri Landverndar A fundi Landverndar 29. sept- ember var samþykkt að ráða Hauk Hafstað framkvæmda- stjóra samtakanna i staö Arna Reynissonar, sem gegnt hefur þessu starfi tvö undanfarin ár, en hefur nú gerzt framkvæmdastjóri náttúruverndarráðs. Rændu sex börnum og kennslukonunni NTB-Melbourne Sex skólabörnum og ungri kennslukonu þeirra var i gær rænt i smábænum Farabay, scm er um 110 km. noröan við Melbourne i Astraliu. Ræningjarnir hafa hotað að myrða þau öll, ef lausnar- gjaldiö, ein milljón dollara, veröi ekki greitt. Ræningjarnir komu , er börnin voru i tónlistartima. Lögreglunni i Melbourne varö kunnugt um þetta, er einn ræningjanna hringdi til dag- blaðs i Melbourne og sagði, að miða frá þeim væri að finna i einu borðinu i kennslu- stofunni. Lögreglan fór þegar til Farabay, en þar er engin lögregla. Var ekki um að villast, þvi börnin og kennslu- konan fundust hvergi. Hins vegar fannst miðinn fr^ ræningjunum. — Við eyðum ekki tima i hótanir, stóð þar — en ef einhver reynir að hafa hendur i hári okkar, eöa neitað verður að greiða lausnar gjaldið, myrðum við gislana. Yfirvöld lýstu þvi yfir i gær- kvöldi, að þau myndu greiða lausnargjaldið, ef nauösyn krefði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.