Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 7. október 1972. „Einstaklingurinn er ekki neitt, fyrr en fer að vinna með öðrum og fyrir c 1 dag, laugardaginn sjöunda október, er Hannes bóndi Guð- brandsson i Hækingsdal i Kjós, hálfáttræður. Vera má, að sum- um þyki það litlar fréttir, og satt er það: Hannes er ekki einn þeirra manna, sem hreykja sér yfir náungann, og vafalaust hefði honum verið kærast að fá að vera i friði fyrir blaðamönnum á þess- um degi. En það er ekki vist að menn sleppi við að eftir þeim sé tekið, þótt þeir ástundi ekki auglýsinga mennsku, og vissulega hefur Hannes unnið afrek, sem mörg- um, sem tápminni er, hefðu reyn- zt ofviða. Eiginkonur sinar tvær missti hann, báðar i blóma lifsins. Aðra eftirörskamma sambúð, hina frá mörgum börnum og ungum. En Hannes lét ekki bugast, heldur hélt áfram búskap sinum og bætti jörð sina meira en margur annar, sem betri virtist hafa aðstöðuna. Skal sá formáli svo ekki hafður lengri, en reynt að koma til skila einhverju af þvi, sem honum og undirrituðum fór á milli, þegar fundum bar saman á heimili Hannesar fyrir fáum dögum. — Fyrst langar mig að spyrja þig, Hannes, hvort þú kannt ekki einhverja skýringu á hinu sér- kennilega nafni á bæ þinum: Hækingsdalur? — Ég veit ekki annaö en það, sem i Landnámu stendur. Þar segir, að komið hafi frá Noregi- landnámsmaður, sem Hækingur hét. Hann byggði hér bæ, sem viö hann er siðan kenhdur. Meira veit ég ekki, en þetta er nú svo algengt á landi hér, að bæir beri nöfn þeirra manna, sem fyrstir bjuggu þar, að það er ekkert óliklegra hér en víða annars staðar. — Ert þú fæddur og alinn upp hér? — Ég fæddist ekki hér. Foreldr- ar minir bjuggu fyrst að Eyrarút koti i Kjós, og þar er ég fæddur. Sá bær heitir nú Eyrarkot. Faðir minn og móðir eignuðust sex syni og þrir þeir elztu fæddust i Eyrar- útkoti. Arið 1901 fluttust foreldrar min- ir frá Eyarútkoti að bæ, sem þá hét Eyraruppkot, og er örskammt frá. Nú heitir sá bær Eyri. — Att þú ekki einhverjar endur- minningar frá Eyrarútkoti? — Jú, ekki er nú þvi að neita. Þorvarður bróðir minn var elztur okkar og ég næstur honum. Svo var það nú einu sinni, að við vor- um að leika okkur úti við, bræðurnir, að Þorvarður datt á höfuðið niður i geysidjúpan, hlað- inn brunn, sem stóð þar rétt við bæjardyrnar. Var þar tekið vatn og föturnar halaðar upp með löngu reipi, eins og þá var alsiða á bæjum. Þegar þetta gerðist, var ég þó svo vizkulegur að hlaupa háorgandi inn i bæ og segja hvað komið hefði fyrir. Systir föður mins, Ingibjörg, sem var vinnu- kona hjá foreldrum minum, hljóp strax út, og einhvern veginn tókst henni að ná barninu úr brunnin- um. — Veiztu, hvað þið voruð gaml- ir, þegar þetta gerðist? — Þorvarður mun hafa veriö þriggja ára og ég tveggja, svo að það var nú svo sem ekki við miklu að búast, enda mesta mildi, að ekki skyldi verða dauðaslys þarna. — Hvenær var það, sem for- eldrar þinir fluttust hingað að Hækingsdal? — Það var vorið 1905, og voru þá synir þeirra fæddir. Þeir yngstu fæddust i Eyraruppkoti. — Þú er þá að mjög verulegu leyti alinn upp hér? — Já, mikil ósköp. Ég er ekki nema niu ára, þegar við komum hingað. En auðvitað á ég mjög margar endurminningar frá hin- um bæjunum. Aðkoman i Hækingsdal — Hvernig var umhorfs hér i Hækingsdal, þegar foreldrar þin- ir komu hingað? — Aður höfðu foreldrar móður minnar búiö hér. Nú var afi minn dáinn, en amma hafði gifzt aftur manni, sem Þorléifur hét. En þegar hér var komið sögu, var hann farinn að þreytast — og hún reyndar lika, — og buðu þau þvi foreldrum minum aö flytjast á jórðina. En svo ég svari þvi beint, hvernig umhorfs hafi verið á jörðinni, þá er þess fyrst að geta, að Þorleifur var búhöldur mikilí og um margt á undan sinni sam- tið. Hafði hann meðal annars hlaðiö mikla grjótveggi kringum meirihlutann af túninu. Auk þess lagði hann vatnsleiðslu úr læk hér fyrir ofan. Þá þekktust ekki vatnsleiðslupipur, svo hann not- aði hellustokk, sem hann útbjó sjálfur. Þetta leiddi hann i brunn, hérna rétt við, siðan i gegnum fjósiö. Siðan var vatninu veitt úr brunninum og i dý hér fyrir neð an bæinn. A þessum árum var Þorleifur eini maðurinn hér um slóðir, sem hafði sjálfrennandi vatn i húsum inni. Að sjálfsögðu voru allar bygg- ingar úr torfi og grjóti, eins og þá var siður til, en þó var hér einn hlutur frábrugðinn þvi, sem al- mennt gerðist. Það voru hellu- þökin. I fjallinu hérna er geysileg hellunáma og þangað voru þær sóttar og þeim ekið heim á sleð- um að vetri til. En helluþökin gerðu það að verkum, aö húsleki var hér nær enginn, og er það meira en hægt var að segja um velflesta bæi á þeim árum. Til þess að skýra þetta enn betur fyr- irþeim.sem ekkihafa kynnzt þvi, má geta þess, að hellurnar voru látnar skara, þannig að ekki myndaðist rifa á milli þeirra. — Hvernig voru heyskapar- möguleikarnir hér á þeim árum? — Engjar voru bæði miklar og góðar. Sumt af þeim var slegið á hverju einasta ári, og er það ekki algengt, að úthagi sé svo kosta- góður, að hann þoli að vera sleg- inn árlega. Um túniö skal ég ekki alveg fullyröa., en ég held, að það hafi gefið af sér nálægt tvö hundr- uð hestburðum, þegar bezt lét. Og til þess að gefa ofurlitla hugmynd um engjaheyskapinn, get ég sagt, að alls var heyfengurinn oftast i kringum sex til sjö hundruð hest- ar, ef árferði var sæmilegt. — En svo kemur að þvi, að þú ferð sjálfur að búa. — Já. Þar er nú vist bezt að byrja á byrjuninni. Ég var með þeirri áráttu fæddur, að ég vildi verða bóndi. Auðvitað naut ég lit- illar skólagöngu i æsku, en þó tók faðir minn stúlku hingað á heimilið til þess aö kenna okkur bræörunum. En ég vildi læra eitt- hvað meira, og það varð úr, að ég dreif mig i bændaskólann á Hvanneyri. Það var árið 1919. — Varð ekki veran þar þér mik- il lyftistöng? — Þetta gekk allt eftir áætlun. Ég lauk prófi frá skólanum voriö 1921. Mér likaði ágætlega I skól- anum, enda var þar margt af ágætu fólki þá, eins og reyndar bæði áður og siöan. Halldór skóla- stjóri var frábær maður, sem hlaut að hafa mikil og heillavæn- leg áhrif á nemendur sina, enda var borin óblandin virðing fyrir honum. Fjármaðurinn á Hvann- eyri var þá Steingrimur Stein- þórsson, siðar búnaðarmálastjóri og ráðherra. Hafði hann lokið námi i skólanum, en var fjármað- ur hjá Halldóri i tvo vetur eftir það. Það var öldungis ekki ónýtt ungum manni að kynnast Stein- grimi á þessum árum, svo skarp- ur og hugmyndarikur maður, sem hann var. Afdrifaríkasta afleiðing skólaverunnar mig, var þó, að á Hvanneyri kynntistég elskulegri stúlku. Hún vann i skólanu, og svo skipuðust málin, að hún kom hingað heim með mér vorið 1921, þegar ég út- skrifaðist úr skólanum. Siðan giftum við okkur og byrjuðum að búa hér á hluta af jörðinni, þótt auðvitað væri allt smátt i sniðum, fyrst i stað. — En þið hafið nú bæði verið ung og dugleg. — Já, að visu vorum viö það, en þó dró fljótt ský fyrir sólu. Haustið eftir að við byrjuðum búskapinn fæddist okkur drengur. Hann var skírður Haukur. Ar siðar kom að þvi, að hún skyldi ala annað barn, en það fór nú svo, að bæði hurfu mér, móðirin og barnið. Það var sóttur læknir og allt gert, sem hugsanlegt var, en ekkert dugði. Þar með voru allar minar skýjaborgir, sem bæði voru margar og stórar, hrundar til grunna. — Þú hefur samt haldið áfram að búa á jarðarparti þinum? — Já, það átti svo að heita, að ég héldi áfram búskapnum, eins og þú sagðir, á þessum hluta, sem ég hafði úr jörðinni. Ég var i fæði hjá móður minn og lagði i heimil- ið, eins og við töldum hæfilegt. — Atti ekki svona smár búskap- ur illa við þig? — Jú, það var einmitt það. Mig langaöi til þess að búa dálitið stærra, svo það varð úr, að ég réði til min kaupakonu austan af Borgarfirði eystra. Var hún næst-elzt tíu systkina. Hún var ákaflega greind og elskuleg manneskja, og það varð úr, að við gengum i hjónaband. Nú var fyrri fellibylurinn liðinn hjá og aftur farið að rofa til. — Búskapurinn hefur samt enn veriö fremur smár i sniðum? — Já, vist var hann það. Faðir minn bjó enn og bræður minir voru vinnumenn hjá honum. En samkomulagið var ágætt og það hjálpaöi hver öðrum, eftir þvi, sem á stóð hverju sinni, svo það var ekkert undan sambýlinu að kvarta. En árið 1937 veiktist faðir minn og varð að fara á sjúkrahús. Þar lá hann á annað ár, og dó svo. Nú var að þvi komið að skipta, þvi faðir minn var orðinn eigandi hennar, eins og auðskilið er af þvi, sem á undan er gengið, þá átti hann ekki Hækingsdal, þegar hann kom þangað. — Og þarna var á milli sex bræðra að skipta. — Já, að visu. En nú var svo komið, að þrir bræður minir voru kvæntir og búsettir sinn i hverri áttinni, en aðeins tveir þeir yngstu ókvæntir heima — og svo ég. En þar sem ég hafði lengi búið á hluta jarðarinnar, þá varð það ur, að bræður minir eftirlétu mér hnossið, þótt þeir tveir, sem enn voru heima, hefðu lika áhuga á1 búskap. Svo kom mæðiveikin — Það hefur nú samt verið erfitt þá að kaupa meirihlutann úr stórri og góðri jörð? — Já, vist var það erfitt. Þá var kreppan fræga i algleymingi, en auk þess varð ég fyrir öðru, al- varlegu áfalli. Þá var mæðiveikin að hefja sina frægu göngu hér á landi, og einmitt þetta haust, vildi okkur það óhapp til, að kindur héðan og frá Stiflisdal komu fyrir uppi i Borgarfirði i réttum um haustið. En það var ekki vitað, að þessi fræga veiki væri komin suð- ur fyrir Súlur, svo það var ákveð- ið að skera niður á þessum tveim bæjum. Þetta var þungt fjárhags- áfall, og ekki var ég ánægður með þær ráðstafanir, sem gerðar voru og áttu að vera mönnum sárabæt- ur. Peningarnir voru nefnilega afhentir hreppnum en ekki bændunum, sem fyrir þessum bú- sifjum urðu, og svo notaði hreppurinn féð til vegagerðar, og mér var svarað þvi, að ég nyti vegarins eins og aðrir. En ég hefði nú samt heldur viljað fá kindur i staðinn, þótt vegurinn væri að visu til hagræðis fyrir mig eins og aðra, satt var þaö. — En þú hefur þó haldið áfram aö búa, þrátt fyrir allt? — Já, ég hélt áfram, þótt við lít- ið væri að búa. En fyrst ég er far- inn að tala um það, sem mér þótti miður fara, er ekki nema sann- gjarnt að ég geti hins, sem betra var. Vinur minn, Gestur hrepp- stjóri á Neðra-Hálsi, keypti handa mér rúmar tuttugu ær af bónda, sem var að flytja sig bú- ferlum suður fyrir Laxá, en varð að selja allt fé sitt, þvi hann mátti ekki flytja kindurnar suður fyrir ána vegna mæðiveikinnar. Við vorum aftur á móti á sama svæði, svo fara mátti með kindurnar tií min. Mér var veittur allgóður gjaldfrestur og við þetta bjó ég næstu árin, nema hvað ég reyndi auðvitað að fjölga fénu, eftir þvi sem ég gat. — Óx þér ekki lika ómegð, eftir el æ Þ: b h a n a b Þ g Þ e; g if s| IT Sl li is rr v / a st r; a> v; rr v; o) h; ta rr V( n ai ta g< V( ai li ui si m al hl la h( ui sl fe tv

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.