Tíminn - 07.10.1972, Page 9

Tíminn - 07.10.1972, Page 9
8 TÍMINN Laugardagur 7. október 1972. Laugardagur 7. október „Einstaklingurínn er ekki neitt, fyrr en hann fer að vinna með öðrum og fyrir aðra" I dag, laugardaginn sjöunda október, er Hannes bóndi Guö- brandsson i Hækingsdal i Kjós, hálfáttræður. Vera má, að sum- um þyki það litlar fréttir, og satt er það: Hannes er ekki einn þeirra manna, sem hreykja sér yfir náungann, og vafalaust hefði honum verið kærast að fá að vera i friöi fyrir blaðamönnum á þess- um degi. En það er ekki vist að menn sleppi við að eftir þeim sé tekið, þótt þeir ástundi ekki auglýsinga mennsku, og vissulega hefur Hannes unnið afrek, sem mörg- um, sem tápminni er, hefðu reyn- zt ofviða. Eiginkonur sinar tvær missti hann, báðar i blóma lifsins. Aðra eftir örskamma sambúð, hina frá mörgum börnum og ungum. En Hannes lét ekki bugast, heldur hélt áfram búskap sinum og bætti jörð sina meira en margur annar, sem betri virtist hafa aðstöðuna. Skal sá formáli svo ekki hafður lengri, en reynt að koma til skila einhverju af þvi, sem honum og undirrituðum fór á milli, þegar fundum bar saman á heimili Hannesar fyrir fáum dögum. — Fyrst langar mig að spyrja þig, Hannes, hvort þú kannt ekki einhverja skýringu á hinu sér- kennilega nafni á bæ þinum: Hækingsdalur? — Ég veit ekki annað en þaö, sem i Landnámu stendur. Þar segir, að komið hafi frá Noregi- landnámsmaður, sem Hækingur hét. Hann byggði hér bæ, sem viö hann er siöan kenndur. Meira veit ég ekki, en þetta er nú svo algengt á landi hér, að bæir beri nöfn þeirra manna, sem fyrstir bjuggu þar, aö það er ekkert óliklegra hér en viða annars staðar. — Ert þú fæddur og alinn upp hér? — Ég fæddist ekki hér. Foreldr- ar minir bjuggu fyrst aö Eyrarút koti i Kjós, og þar er ég fæddur. Sá bær heitir nú Eyrarkot. Faðir minn og móðir eignuöust sex syni og þrir þeir elztu fæddust i Eyrar- útkoti. Arið 1901 fluttust foreldrar min- ir frá Eyarútkoti að bæ, sem þá hét Eyraruppkot, og er örskammt frá. Nú heitir sá bær Eyri. — Att þú ekki einhverjar endur- minningar frá Eyrarútkoti? — Jú, ekki er nú þvi að neita. Þorvarður bróðir minn var elztur okkar og ég næstur honum. Svo var það nú einu sinni, að við vor- um að leika okkur úti við, bræðurnir, að Þorvarður datt á höfuðið niður i geysidjúpan, hlað- inn brunn, sem stóð þar rétt við bæjardyrnar. Var þar tekið vatn og föturnar halaðar upp með löngu reipi, eins og þá var alsiða á bæjum. Þegar þetta gerðist, var ég þó svo vizkulegur að hlaupa háorgandi inn i bæ og segja hvað komið hefði fyrir. Systir föður mins, Ingibjörg, sem var vinnu- kona hjá foreldrum minum, hljóp strax út, og einhvern veginn tókst henni að ná barninu úr brunnin- um. — Veiztu, hvað þið voruð gaml- ir, þegar þetta gerðist? — Þorvarður mun hafa veriö þriggja ára og ég tveggja, svo að það var nú svo sem ekki við miklu að búast, enda mesta mildi, að ekki skyldi veröa dauðaslys þarna. — Hvenær var það, sem for- eldrar þinir fluttust hingað að Hækingsdal? — Það var vorið 1905, og voru þá synir þeirra fæddir. Þeir yngstu fæddust i Eyraruppkoti. — Þú er þá að mjög verulegu leyti alinn upp hér? — Já, mikil ósköp. Ég er ekki nema niu ára, þegar við komum hingað. En auðvitað á ég mjög margar endurminningar frá hin- um bæjunum. Aökoman í Hækingsdal — Hvernig var umhorfs hér i Hækingsdal, þegar foreldrar þin- ir komu hingaö? — Aður höföu foreldrar móður minnar búiö hér. Nú var afi minn dáinn, en amma hafði gifzt aftur manni, sem Þorléifur hét. En þegar hér var komið sögu, var hann farinn að þreytast — og hún reyndar lika, — og buðu þau þvi foreldrum minum aö flytjast á jörðina. En svo ég svari þvi beint, hvernig umhorfs hafi verið á jöröinni, þá er þess fyrst að geta, að Þorleifur var búhöldur mikill og um margt á undan sinni sam- tið. Hafði hann meðal annars hlaðiö mikla grjótveggi kringum meirihlutann af túninu. Auk þess lagði hann vatnsleiöslu úr læk hér fyrir ofan. Þá þekktust ekki vatnsleiðslupipur, svo hann not- aði hellustokk, sem hann útbjó sjálfur. Þetta leiddi hann i brunn, hérna rétt við, siðan i gegnum fjósið. Siðan var vatninu veitt úr brunninum og i dý hér fyrir neð an bæinn. Á þessum árum var Þorleifur eini maðurinn hér um slóðir, sem hafði sjálfrennandi vatn i húsum inni. Að sjálfsögðu voru allar bygg- ingar úr torfi og grjóti, eins og þá var siður til, en þó var hér einn hlutur frábrugðinn þvi, sem al- mennt gerðist. Það voru hellu- þökin. t fjallinu hérna er geysileg hellunáma og þangað voru þær sóttar og þeim ekið heim á sleð- um að vetri til. En helluþökin gerðu það aö verkum, að húsleki var hér nær enginn, og er það meira en hægt var aö segja um velflesta bæi á þeim árum. Til þess að skýra þetta enn betur fyr- ir þeim, sem ekki hafa kynnzt þvi, má geta þess, að hellurnar voru látnar skara, þannig að ekki myndaðist rifa á milli þeirra. — Hvernig voru heyskapar- möguleikarnir hér á þeim árum? — Engjar voru bæöi miklar og góðar. Sumt af þeim var slegið á hverju einasta ári, og er það ekki algengt, að úthagi sé svo kosta- góður, að hann þoli að vera sleg- inn árlega. Um túniö skal ég ekki alveg fullyrða, en ég held, að það hafi gefið af sér nálægt tvö hundr- uð hestburðum, þegar bezt lét. Og til þess að gefa ofurlitla hugmynd um engjaheyskapinn, get ég sagt, að alls var heyfengurinn oftast i kringum sex til sjö hundruð hest- ar, ef árferði var sæmilegt. — En svo kemur að þvi, að þú ferð sjálfur aö búa. — Já. Þar er nú vist bezt að byrja á byrjuninni. Ég var með þeirri áráttu fæddur, að ég vildi verða bóndi. Auövitaö naut ég lit- illar skólagöngu i æsku, en þó tók faðir minn stúlku hingað á heimiliö til þess að kenna okkur bræðrunum. En ég vildi læra eitt- hvað meira, og þaö varð úr, aö ég dreif mig i bændaskólann á Hvanneyri. Þaö var árið 1919. — Varð ekki veran þar þér mik- il lyftistöng? — Þetta gekk allt eftir áætlun. Ég lauk prófi frá skólanum voriö 1921. Mér likaði ágætlega i skól- anum, enda var þar margt af ágætu fólki þá, eins og reyndar bæöi áður og siöan. Halldór skóla- stjóri var frábær maður, sem hlaut að hafa mikil og heillavæn- leg áhrif á nemendur sina, enda var borin óblandin virðing fyrir honum. Fjármaðurinn á Hvann- eyri var þá Steingrimur Stein- þórsson, siðar búnaðarmálastjóri og ráðherra. Hafði hann lokið námi i skólanum, en var fjármað- ur hjá Halldóri i tvo vetur eftir það. Það var öldungis ekki ónýtt ungum manni að kynnast Stein- grimi á þessum árum, svo skarp- ur og hugmyndarikur maður, sem hann var. Afdrifaríkasta afleiðing skólaverunnar mig, var þó, að á Hvanneyri kynntist ég elskulegri stúlku. Hún vann i skólanu, og svo skipuðust málin, að hún kom hingað heim með mér vorið 1921, þegar ég út- skrifaöist úr skólanum. Siðan giftum við okkur og byrjuðum að búa hér á hluta af jörðinni, þótt auðvitaö væri allt smátt i sniðum, fyrst i stað. — En þið hafið nú bæði verið ung og dugleg. — Já, að visu vorum við það, en þó dró fljótt ský fyrir sólu. Haustið eftir að við byrjuðum búskapinn fæddist okkur drengur. Hann var skirður Haukur. Ar siðar kom að þvi, að hún skyldi ala annað barn, en það fór nú svo, að bæöi hurfu mér, móðirin og barnið. Það var sóttur læknir og allt gert, sem hugsanlegt var, en ekkert dugði. Þar með voru allar minar skýjaborgir, sem bæði voru margar og stórar, hrundar til grunna. — Þú hefur samt haldið áfram að búa á jaröarparti þinum? — Já, það átti svo að heita, að ég héldi áfram búskapnum, eins og þú sagðir, á þessum hluta, sem ég hafði úr jörðinni. Ég var i fæði hjá móöur minn og lagði i heimil- ið, eins og við töldum hæfilegt. — Atti ekki svona smár búskap- ur illa við þig? — Jú, þaö var einmitt það. Mig langaöi til þess aö búa dálitið stærra, svo þaö varð úr, að ég réði til min kaupakonu austan af Borgarfiröi eystra. Var hún næst-elzt tiu systkina. Hún var ákaflega greind og elskuleg manneskja, og það varð úr, að við gengum i hjónaband. Nú var fyrri fellibylurinn liðinn hjá og aftur fariö að rofa til. — Búskapurinn hefur samt enn verið fremur smár i 'sniðum? — Já, vist var hann þaö. Faðir minn bjó enn og bræður minir voru vinnumenn hjá honum. En samkomulagið var ágætt og það hjálpaði hver öðrum, eftir þvi, sem á stóð hverju sinni, svo það var ekkert undan sambýlinu að kvarta. En árið 1937 veiktist faðir minn og varð að fara á sjúkrahús. Þar lá hann á annað ár, og dó svo. Nú var að þvi komið að skipta, þvi faðir minn var orðinn eigandi hennar, eins og auðskilið er af þvi, sem á undan er gengið, þá átti hann ekki HækingsdaÍ, þegar hann kom þangað. — Og þarna var á milli sex bræðra að skipta. — Já, að visu. En nú var svo komið, að þrir bræður minir voru kvæntir og búsettir sinn i hverri áttinni, en aðeins tveir þeir yngstu ókvæntir heima — og svo ég. En þar sem ég hafði lengi búið á hluta jarðarinnar, þá varð það úr, að bræður minir eftirlétu mér hnossið, þótt þeir tveir, sem enn voru heima, hefðu lika áhuga á' búskap. Svo kom mæðiveikin — Það hefur nú samt verið erfitt þá að kaupa meirihlutann úr stórri og góðri jörð? — Já, vist var það erfitt. Þá var kreppan fræga i algleymingi, en auk þess varð ég fyrir öðru, al- varlegu áfalli. Þá var mæðiveikin að hefja sina frægu göngu hér á landi, og einmitt þetta haust, vildi okkur það óhapp til, að kindur héðan og frá Stiflisdaí komu fyrir uppi i Borgarfirði i réttum um haustið. En það var ekki vitað, að þessi fræga veiki væri komin suð- ur fyrir Súlur, svo það var ákveð- ið að skera niður á þessum tveim bæjum. Þetta var þungt fjárhags- áfall, og ekki var ég ánægður meö þær ráðstafanir, sem gerðar voru og áttu að vera mönnum sárabæt- ur. Peningarnir voru nefnilega afhentir hreppnum en ekki bændunum, sem fyrir þessum bú- sifjum urðu, og svo notaði hreppurinn féð til vegagerðar, og mér var svarað þvi, að ég nyti vegarins eins og aðrir. En ég heföi nú samt heldur viljaö fá kindur i staðinn, þótt vegurinn væri að visu til hagræöis fyrir mig eins og aðra, satt var þaö. — En þú hefur þó haldið áfram að búa, þrátt fyrir allt? — Já, ég hélt áfram, þótt við lit- iö væri að búa. En fyrst ég er far- , inn að tala um það, sem mér þótti miöur fara, er ekki nema sann- gjarnt að ég geti hins, sem betra var. Vinur minn, Gestur hrepp- stjóri á Neðra-Hálsi, keypti handa mér rúmar tuttugu ær af bónda, sem var að flytja sig bú- ferlum suður fyrir Laxá, en varö að selja allt fé sitt, þvi hann mátti ekki flytja kindurnar suður fyrir ána vegna mæðiveikinnar. Við vorum aftur á móti á sama svæði, svo fara mátti með kindurnar til min. Mér var veittur allgóður gjaldfrestur og við þetta bjó ég næstu árin, nema hvað ég reyndi auðvitað að fjölga fénu, eftir þvi sem ég gat. — Óx þér ekki lika ómegð, eftir að þú varst kvæntur i annað sinn? — Jú, hún óx. Og nú kemst ég ekki hjá þvi að rekja þann kafla ævisögu minnar, sem mér hefur þyngstur þótt. Við eignuðumst sjö börn og bjuggum við hamingjusamt heimilislif. En á meðan börn okk- ar voru öll i ómegð, veiktist kona min, og lyktaði þvi þannig, að hún andaðist árið 1945. Þá var elzta barn okkar, sem er stúlka, aðeins þrettán ára. Eftir það bjó ég ein- göngu með börnum minum, en það bjargaði heimilinu, hve þau eru öll einstaklega veí af guði gerð, eins og mæður þeirra. — Það hefði nú einhverjum ver- ið dimmt fyrir augum i þinum sporum. — Rétt er það, og vissulega þótti mér lika, sem nú væri fokið i flest skjól. En manni leggst ævinlega likn með þraut og þetta bjargað- ist allt saman. Börnin veittu mér mikla gleði, þótt erfiðið væri auð- vitaö talsvert mikið. Alltaf var veriö að rækta — Ég sé, að hér breiðir úr sér stórt og fallegt tún. Hefur þú ræktað allt þetta sjálfur? — Já, það hef ég gert. Ég byrj- aði á þvi að slétta gamla túnið, og var það verk að visu hafiö fyrir mina búskapartið hér. Þorleifur var farinn að slétta með gömlu ofanafristuaðferðinni, á meðan hann bjó hér, og þeirri iöju hélt faðir minn áfram. En nú fór timi hinna stórvirkari tækja i hönd, og það notfærði ég mér aö sjálfsögðu eftir föngum. Mýrarnar hérna fyrir neöan voru ákaflega blautar og þvi reyndi ég að fá skurðgröfu til þess aö ræsa þær fram, strax og sú tækni kom til sögunnar. Aö visu gekk það fremur hægt, þvi þessar vélar voru svo geysilega eftirsótt- ar, aö h'ver bóndi fékk ekki nema litinn hluta þess, sem hann bað um hverju sinni. Ég held að skurðgrafan sé búin að koma til min eitthvað fjórum sinnum. — Þvi trúi ég vel. Það var vist alls staðar sama sagan með þá hluti. En hvað er nú þetta stórt land, sem þú ert búinn að rækta? — Það er núna rúmir sjötiu hektarar, sem komnir eru i rækt- un. — Hvað táknar það mikinn hey- skap á ári? — Það er nú misjafnt eftir ár- ferði. Árið 1968 fékk ég rétt um tvö þúsund hestburði af heyi, en i Frh. á bls. 15 TÍMINN 9 Sigvaldi Hjálmarsson: KASTLJOS Að komast vel áfram 1 1 Sá sem ætlar að komast vel áfram i lifinu, einsog þeim mál- um er háttað i dag, þarf að menntast með það fyrir augum að komast i góða slöðu. 1 þvi er ekki endilega fólgið að vera vel menntaður, heldur að hafa lokið tilskildum prófum sæmilega. Pappirinn er það sem gildir. Siðan þarf að keppa að þvi aö eignast — eignast hús og bil, gjarnan með iágu númeri, konu og krakka og virðulegt hobbý — sem samt tekur ekki of mikinn tima og gerir ekki of háar kröfur gráu heilasellanna. Maðurinn þarf að vera hörku duglegur að vinna fyrir pi ening- um. þvi ekki er vist að han n eigi rikan pabba, kunna að ver ja sér vel borgaða aukavinnu of * láta konuna vinna lika, eins þól tt þau eigi börn: þeim má fleygja i ömmu, ellegar i hinar eða þessar barnfóstrur, svo hver krógi er kannski búinn að vera hjá 20-30 kerlingum i fóstri þegar hann er kominn á skólaaldur. Að ýmsu fleira þarf að gæta. Húsið þarf að vera flott og gegna eins vel þvi hiutverki að láta horfa á sig utan og innan og búa i þvi. Ekki spillir að eiga mávastell og málverk eftir fræga málara, og svo auðvitað lika lslendinga- sögurnar i skrautbandi ásamt fleiri fallegum kjölum uppi skáp — sem maður kikir i einstaka sinnum nokkrar minútur i senn i sérstökum sloppi með alveg ein- staklega gáfulegan svip á ásjón- unni. Auðvitað þarf hann að vinna störf sin vel: það er partur af þvi að vera i góðu áliti, sem aftur er skilyrði fyrir aö komast vel áfram. Þar að auki er maðurinn vafalaust allra vænsti maður, samvizkusamur og hollur i starfi: flestir eru þannig. Annað er þó sjálfsagðara: að láta ekki komast upp um misferlurnar — sem þó hljóta alltaf að vera einhverjar, nema hlut eigi að máli maskina en ekki maður, ekkiafþvi hann sé slægur og falskur, heldur af hinu að hann getur ekki að sér gert að reyna að komast áfram einsog aörir — og þess vegna kennir hann öðrum um oftar en hann vildi. Mestu varöar þó hvað staðan heitir, þarf helzt að enda á -stjóri, og bráðnausynlegt er að hægt sé að hækka i tign. En ekki er hægt að hækka i tign endalaust i sömu grein jafnvel þótt virðulegum stöðutitlum sé óspart dreift niðrávið, aðallega með það fyrir augum að menn komist auðveldlegar i hærri launaflokka. Og þá er þrauta- lendingin að fara að skipta sér af opinberum málum, einhverri virðulegri hreyfingu, verða formaður i landssambandi — eða fara úti pólitik. Það er misjafnt hve lengi menn nenna að halda • þessu streði áfram, enda tekur nú hjartað að gefa sig og fleiri mikilvæg liffæri. En þeir sem enn halda áfram vilja komast á þing, verða gjarn- an ráðherrar. Til þess þarf heilsugóða menn. Tii eru aðrar leiðir að sama marki. Ein er sú að gérast óhemju rikur og gefa svo fé til aö halda uppi starfsemi pólitisks flokks. Slikt eru mannkostir.sem launast oft með þingsæti, eða valdastöðu innan flokks og þá virðulegúsæti á lista. önnur leið er að gerast já maður stjórnmálaforingja, segja lengi vel já við hverju sem er og vera i spreng dag og nótt að hlaupa fyrir málstaðinn, en hætta svo allt i einu að segja já og byrja að segja nei og láta ganga pass- lega mikið eftir sér. Þessi maður er ómissandi, og já-og-nei-for- múlan er hans verðleikar. Með þessari aðferð hafa ýmsir komist vel áfram. A hinn bóginn hef ég aldrei vit- að neinn „komast vel áfram” fyr- ir það eitt að vinna verk sitt vel nema þá með þvi móti að vera tekinn úr þvi verki og látinn i eitt- hvað.sem kallað er merkilegra og hann kunni ekki eins vel að vinna. Þetta er að hækka i tign. Að kom- ast áfram með þvi að vinna verk sitt vel, fá betur borgað, vera meira metinn, og halda áfram að vinna það verk, jafnvel enn betur, það þekkist ekki. Ég er ekki að segja að það sé neitt varið i það útaf fyrir sig að fá vel unnið verk launað með hærra kaupi og tilheyrandi. En slikt er okkar aðferð til að sjá eitthvað við einhvern. Og úrþvi menn fá kauphækkun til að hætta i stað þess að halda áfram hljót- um við að meina aö eitthvað annað sé mikilvægara en vinna vel. Hvernig finnum við það út að störf séu mis-mikilvæg? Mér er það alls ekki ljóst. Stundum er talað um að eitt starl sé ábyrgðarmeira en annað og þá þýðir það vanalega að sá,sem i þvi situr hafi yfir fólki að segja. Ekki vil ág gera litið úr sliku, t.d. hefur rikisstjórnin yfir fáein- um að segja og ber vist mikla ábyrgð. Raunar sagði vitur maður i merku skáldverki eftir Halldór Laxness eitthvað á þá leið að sæl væri sú þjóð sem hefði óduglega rikisstjórn. Eftir þvi að dæma liggur ábyrgðin ekki sizt i þvi að kupna að lúta ógert. Þegár um er að ræða vanaleg fyrirtæki og stofnanir er málið heldur ekki fyrriiega ljóst. Það er vandalaust að stjórna hundrað mönnum, sem vinna vel, á hinn bóginn ómögulegt að fást við hundrað lélega menn. Það væri ekki mikið um lélega starfsmenn ef þeir yröu góðir við það eitt að lenda undir stjórn góðra yfirmanna. Gæði i starfi fara ailtaf eftir einstaklingnum, ekki eftir yfirmanni hans. Annars finnst mér að ef einhver störf eru öðrum merkilegri á þessu landi þá hljóti það að vera sjómennskan, og ætti þvi að láta sjóara fá flesta krossa og hæst kaup — scm ekki mun raunin. A þeirra púði byggjast laun okkar hinna allra með tölu. Að leitast við að komast vel áfram einsog það orð er jafnan notað er liklega hálfgildins trúar- brögð. Menn drekka þetta i sig með móðurmjólkinni, eru heila- þvegnir i bernsku einsog titt er um trú. Þessi keppni eftir þvi að kom- ast hátt hefur tvo augljósa ókosti i för með sér: Menn hirða siður um að sinna þvi sem þeir eru bezt upplagðir til að gera afþvi kannski er það ekki nógu fint samsvarandi manni af góðum ættum, — og ekki er lögð áherzla á að vinna verk vel afþvi bara aö rétt sé að vinna það vel, heldur til að fá seinna annað verk með fallegri stimpli, maður til að mynda herðir sig að vera góður féhirðir til að geta hætt að vera féhirðir. Hafa ekki öll störf einmitt gildi sitt i þvi sem þau eru mönnum sameiginlega? Ekkert eitt starf virðist hafa verulegt gildi útaf fyrir sig, en það öðlast það i sambandi við önnur störf og það mikilvægi,sem mannlegt lif hefur i heild sinni. Forsætisrábherralaus þjóð er kannski dálitið álappalegt fyrir- bæri. Allir sjá þó að þjóðarlaus forsætisráðherra er hálfu verri. Hvur kann að raða fólki að veizluborði lífsins? Eiga menn að standa þaðan upp misvel saddir? En aftur á móti: Er ekki nýju mikilvægi bætt inni lifið ef það er gert að keppikefli að vinna verk sitt vel, hvað sem það er, LcT'þáð' er að skúra gólf eða sópa götu? Einmitt það segja gamlir arab- ar að sé hundraðasta nafnið á All- ah, þetta nafn sem ekki er hægt að segja, aðeins hægt að vera. 1 sambandi við að komast vel áfram stendur i 3Ú fyrirferðar- mikla skapgerða heitir: metnaöur r e igind sem það að hafa metnað þyki bera vot t um mann- dóm. Metnaðargj jarn maður er talinn sterkur og va skur til at- hafna. En er nú alveg vist að svo sé? Hvað er metnaður? Einfait svar: að vilja vera mik- ill. Nú er augljóst að þeim sem vill vera mikiTl finnst sjálfum að hann sé ekki mikill, a.m.k. ekki nógu mikill, hann er með öðrum orðum haldinn snert af minni- máttarkennd, kannski töluvert miklum. Enda sést greinilega á metnaðargjörnum mönnum að Þeir eru si og æ hræddir um sjálfs sins stöðu, finnst sér aldrei sýnd nægileg virðing, móðgast auð- veldlega, eru með derring við fólk. Þetta, að komast áfram kemur ekkert við hinu að vilja láta mikiö og gott af sér leiða. Þeir sem eftir þvi sækjast, þvi miður nauöa fáir, þurfa ekki viðurkenningu eða titil. Þeir sækjast eftir aöstöðu. Þeir eru vanalega litils metnir meðan þeir eru á dögum, stundum illa haldn- ir og svangir, en hafa óbilandi trú á sjálfum sér — og þess vegna allra manna auðveldastir i sam- skiptum við annað fólk. Gandhi hafnaði stöðum og titl- um, en hann svinbeygöi heilt heimsveldi með viljastyrk sinum einum vopna. Hann var allra manna litillátastur og ljúfastur i viðmóti. Hann var ekki að reyna að komast áfram, hafði ekki metn- að, enda laus við minniháttar- kennd. En hann kunni að vinna verk sitt vel. Hey, mikið hey! Hiöður fullar, hýrt i koti, gengu prýðilega fram undan vetri um land allt. Hiröing heyja var — hey er bóndans veldissproti og rakinn var sannarlega nægur i allerfiö vegna óþurrkanna, en súgþurrkað og sólarbakað, — sumar, svo sprettan varð ágæt náöust þó óhemju mikil, sæmi- i sumarönn er lcngi vakað. Blöðin voru lengi full af fréttum um einvigi aldarinnar.” En hvað er hjá heyskaparmeti bændanna islenzku sumarið 1972? Þaö var mesta heyskaparár i sögu þjóðar- innar i ellefu aldir! A unglings- árum minum voru túnin bara litlar grænar skákir kringum bæina og viðast voru aðeins 3-5 kýr á beit. Nú ná túnin saman i heilum sveitum og stórar kúa- hjarðir skila mjólk, smjöri, ostum og skyri i þjóðarbúið. Siðast liðinn vetur var óvenju mildur, það festi varla klaka i jörð, og nýtt kal sást alls ekki i sumar, jafnvel ekki á illa fram- ræstu, marflötu landi, þar sem kalhættan er þó mest. Veðráttan réði úrslitum. Sumarið var fremur svalt, en flest grösin þurfa ekki mjög mikinn sumarhita, ef aðrar aðstæður eru i lagi. Grösin lega verkuö hey að lokum. Myndin sýnir mörg hey, hliö við hlið, að baki hlööu og gamals fjárhúss á Arskógsströnd við Eyjafjörö. Fénaður sækir að heyjunum i . nýafstöðnu norðanhreti og er búizt til að giröa þau til varnar. Nú er löngu hætt aö rista torf á heyin, en strigi er lagður yfir þau tii skýlis. Auk þess eru heyin oft njörfuð niður með gömlum netum, þar sem stormasamt er. Alika sjón, fullar hlööur og mörg hey, uppborin út á tún, gefur nú viða að lita i sveitum landsins. Þaö veröur nóg af hollum mjólkurvörum i vetur, og nóg kjöt, þvi að dilkar reynast vænir. Sumir vara við feitu smjöri, kjöti og rjóma. Aðrir ráðast nú fyrst og fremst gegn mikilli sykurneyzlu, nú nýlega t.d. brezkur næringar- fræðingur Zudkin að nafni. Hver skyldi reynast réttari fitu- eða sykurskaðsemiskenningin?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.