Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 7. október 1972. TÍMINN 11 iUmsjón Alfreð Þorsteinsson Knattspyrnumaður ársins: Fresturinn framlengdur til 20. okt. Alf — Reykjavík Að venju er mikil þátt- taka i skoöanakönnun blaðsins um „Knatt- spyrnumann ársins". Hafa atkvæðaseðlarnir streymt til blaðsins siðustu daga. Nú hefur verið ákveðið að framlengja skilafresti til 20. október. Væntir blaðið þess, að sem allra flestir knatt- spyrnuunnendur taki þátt i kosningunni og dragi ekki að skila atkvæðaáeðlum. A það skal minnt, að engum er heim- ilt að senda fleiri en einn seðil til blaðsins. Nauðsynlegt er að sendandi skrifi fullt nafn, heimilisfang og simanúmer. Og utanáskriftin er: „Knatt- spyrnumaður ársins" c/o Timinn, PO 370. Hér fylgir atkvæðaseöill, en þess má geta, að hann verður birtur tvisvar sinnum ennþá fyrir 20. október. Hermann Gunnarsson var kjörinn ..Knattspyrnumaður ársins" i fyrstu skoðana- könnun blaðsins. Hver verður kjörinn nú? KnaUspyrnumaöur ársins Ég kýs...................................... sem knattspyrnumann ársins 1972. Nafn......................................... Heimilisfang................................. Slmi ........................................ Mikið um að vera í íþróttum um helgina — fjórir leikir í Bikarkeppninni og fjórir leikir f Reykjavíkurmótinu í handknattleik Mikið verður um að vera i iþróttum um helgina, I'jói-ir leikir verða leiknir i Bikarkeppni KSÍ og fjórir i Reykjavfkurmótinu i handknattleik. i dag fara fram þrir leikir i Bikarkeppninni og verður leikið á þremur vig- stöíHiiin, Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og Reykjavik. i dag kl 14.00 leika KR-ingar gegn Kefl- vikingum á Melavellinum og verður gaman að sjá hvað ,,ungu Ijónin'i KR, gera gegn islands- meisturunum 1971. Aðrir leikir,sem verða leiknir i dag eru þessir: Vestmannaeyjavöllur: Vestmannaeyjar — Vikingur Hafnarfjarðarvöllur kl. 16.15 FH — Haukar Einn leikur fer fram i Bikar- keppninni á Melavellinum á morgun og hefst hann kl. 14.00. Þar mætast Valur og Akranes. Þvi miður getum við ekki sagt, hvenær leikur Eyjamanna og Vikings hefst á morgun þar sem við höfum engar upplýsingar fengið um leikina og hvenær þeir hefjast. Við gátum samt fengið upplýsingar um þrjá Bikarleiki úti i bæ. Mótanefnd KSl virðist engan áhuga hafa á þvi að láta fréttast um leikina i Bikar- keppninni — því miður. Þá höfum við engar upp- lýsingar fengið hjá Handknatt- leiksráði Reykjavikur um,hvaða lið leika saman i Reykjavfkur- mótinu i handknattleik annað kvöld. En við vitum að það veröa leiknir fjórir leikir i mótinu, en hvenær þeir hefjast vitum við ekki. Leikirnir verða leiknir í Laugardalshöllinni. A þessu sést að það er gert litið af þvl að láta blöðin vita um kappleiki. Við hja* Timanum reyndum að afla okkur upplýsinga um leikina i Bikarkeppninni og Reykjavikurmótinu i handknatt- leik i gærdag — en það bar litinn árangur, það var hvergi hægt að ná i forráðamenn HKRR og starfsmenn Laugardals- hallarinnar vissu ekki einu sinni hvaða leikir ættu að fara fram annað kvöld. SOS. Hver verður formaður HSÍ Kins og fram hefur komið i fréttum, verður ársþing Handknatt- leikssambands tslands haldið sfðar i þessum mánuði. Enn er ekki vitað.hvortValgeir Arsælsson, formaður sambandsins, gefurkost á sér til endurkjörs, en hann hefur látið að þvi liggja, að hann vilji hætta. Ef Valgeir gefur ekki kosta á sér, er helzt talið, að Sveinn Ragnarsson eða Jón Asgeirsson komi til greina I formannsstöðuna. Einnig hafa þeir Rúnar Bjarnason og Einar Mathiesen verið nefndir i þvi sambandi. ^^^^ ^^^* Björgvin Schram heiðradur Björgvin Schram, stórkaup- maður, fyrrverandi formaður Nei takk — svaraði Fram tilboði Sjónvarpsins Auglýsingastríðið í fullum gangi — Beðið eftir ákvörðun menntamálaráðherra i viðtali, sem iþróttasiðan átti við Ólaf Jónsson, for- mann Handknatt- leiksdeildar Fram, ólafur A. Jónsson, formaður Hadknattleiksdeildar Fram. upplýsti hann, að Fram hefði hafnað til- boði frá sjónvarpinu, en það bauð félaginu 30 þúsund krónur fyrir 20 minútna mynda- töku frá síðasta leik þýzka liðsins Göpp- ingen, en sá leikur var gegn landsliðinu. Það kemur e.t.v. ýmsum spánskt fyrir sjónir, að Fram skuli hafa neitað þessu tilboði, sem gat á engan hátt skaðað heimsóknina,þar sem mynda- taka frá siðasta leiknum hefði ekki dregið úr aðsókn, en ástæðan mun vera sú, að þau iþróttafélög, sem eru með handknattleik á stefnuskrá sinni, hafa bundizt samtökum um að banna sjónvarpinu myndatöku frá leikjum á meðan „auglýsingastríðið" svonefnda stendur yfir. Eins og kunnugt er, er enn þá i gildi bann hjá sjónvarpinu um myndatöku frá leikjum i handknattleik, þegar annað eða bæði liðin, sem leika, eru skreytt auglýsingum. Hefur þetta bann mælzt mjög illa fyrir meðal forustumanna iþróttafélaganna og hafa verið gerðar margítrekaðar til- raunir til að fá þvi aflétt en án árangurs. Ólafur Jónsson bað iþrótta- siðuna að geta þess, að þessum aðgerðum væri ekki stefnt gegn starfsmönnum sjónvarpsins, sem hefðu reynzt iþróttafélögunum mjög vinsamlegir, einkum og sér i lagi Ómar Ragnarsson, heldur væri þeim beint gegn útvarps- ráði — eða óllu heldur menntamálaráðherra, sem nú hefur með þetta mál að gera. Visaði útvarpsráð málinu til menntamálaráðherra fyrir einu ári og hefur ekkert heyrzt i honum út af þvi siðan. Er iþróttaforustan orðin lang- þreytt á seinagangi ráð- herrans, en vonandi dustar hann rykið af þessu máli fljotlega, enda er meðgöngu- timinn orðinn meira en nógu langur. -alf. Magnús Torfi ólafsson menntamálaráðherra. Hvenærtekur hann ákvörðun? ómai Ragnarsson, iþrótta- fréttamaður sjónvarpsins. KSl, átti sextugsafmæli s.l. þriðjudag. 1 tilefni afmælisins bárust honum margar gjafir, m.a. frá KSt og KRR. Fjölmargir vinir og samherjar Bjórgvins heimsóttu hann á þriðjudaginn, þ.á.m. KR-ingar og var Björgvin við þetta tækifæri gerður að heiðursfélaga i KR. Iþróttasiða Timans vill nota þetta tækifæri til að flytja Björgvin Schram þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. — alf. Kveðja golfárið í dag i dag fara fram siðustu golf- mótin samkvæmt kappleikja- skrám 1972 hér sunnanlands. Er það viðtæk venja að Ijúka keppnistimabilinu með Bænda- gllmu, þar sem tvær sveitir leiða saman höggkraft sinn og kunnáttu i golfi og fara fyrir þeim tveir bændur. Hjá báðum Reykjavlkur-- klúbbunum, GR og GN fer Bændaglíman fram I dag og á sama tima fer fram mót á velli GK i Hafnarfirði, þar sem Suður- nesjamenn verða einnig meðal þátttakenda. i kvöld verður svo sameiginlegt lokahóf allra Suður- landskíúbbanna haldið I Atthaga- sal Hótel Sögu og hefst það kl. 21.00. Þar verða skemmtiatriði og dans og sjálfsagt eitthvað rætt um golf manna á meðal. Er húsið opið öllum kylfingum og „golf- ekkjum" en svo eru þær konur nefndar, sem giftar eru golf- mönnum. Er fólki ráðlagt að koma heldur tlmanlega þvi salui'imi tekur varla við öllum þeim fjölda, sem vilja kveðja golfárið 1972 i góðra vina hópi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.