Tíminn - 07.10.1972, Síða 12

Tíminn - 07.10.1972, Síða 12
12 TÍMINN Laugardagur 7. október 1972. bvi fleira, sem ég hengdi á jólatréð, þvi meir létti mér. Ég veit ekki, hvort það var friður jólanna og hátiðleiki, er sefaði æst skap mitt og þreyttar taugar, eða hvort þetta var aðeins náttúrlegt afturkast eftir íangvinnar og ofsalegar sálarkvalir mlnar og skelfinguna, sem hafði lostið mig, er ég fann Emmu frænku liggjandi við dyrnar. En mér varö rórra i skapi en áður, miklu rórra en mér haföi verið siöan ég leit út um gluggann á vagninum i Elfarskógi. Ef til vill var enn hægt að forða þvi, sem ég óttaðist svo mjög. Ég gat ekki efazt um þaö, sem ég hafði sjálf séð. Ég gat ekki visað þvi frá mér eins og vondum draumi. En ég haföi unnað Harrý hugástum svo lengi, að ósjálfrátt greip ég hvert hálmstrá, eins og drukknandi manneskja reynir aö fleyta sér á hverju spreki, sem hún nær i. Ég varð að gefa honum kost á skýringum, hugsaði ég. Vera mátti, að hann ynni Hönnu nú, en sú ást gat verið skammvinn ástriða, sem hjaðnaði senn og gleymdist. Hann gæti jafnvel elskað mig enn heitar er hann vaknaði af þessu óráöi. Ég hafði lesið um þess háttar i sögum: Menn festu stundarást á öðrum konum, en hurfu svo allt i einu frá villu sinni og unnu konum sinum enn heitar en áður. Ef ást min var nógu ein- læg og máttug og ég nógu skynsöm og aösjál til þess að biða og gripa ekki tii neinna örþrifaráöa, gat ég kannske unniö hug hans aftur. Ég þekkti aðra karlmenn lítið. Siðustu árin hafði allur hugur minn verið bundinn við Harrý Coilins. Ég haföi verið ung og óreynd, þegar fundum okkar barsaman, og þó var égef til vill enn fávisari um ástamál nú. Ef við hefðum ekki látið andstreymið fá svona á okkur, ef við hefðum að- eins getað verið sæl og áhyggjulaus, hefði hið hræðilega áfall mitt aldrei megnað að mynda þessa gjá á milli okkar. Langar fjarverur, getuleysi læknanna til þess að ráða bót á meini minu, allt það hugarvil og öll sú óró sefans, sem fylgdi heimkomum minum og brottförum — ég sá, hvernig allt þetta hafði orkað á okkur. Harrý hafði verið einmana og þreyjulaus, næmur fyrir áhrifum og þurfandi fyrir ást og umönnun. Hanna hafði lika verið þreyjulaus... Ég gat afsakaö Harrý, en ekki Hönnu. — Nei, sagði ég beisklega við sjálfa mig, milli okkar myndi aldrei gróa um heilt. Mér varð reikað fram i forstofuna. Táta nuddaði sér upp við mig. Henni hafði ég alveg gleymt fyrir jólaskreytingunni. Ég opnaði úti- dyrnar og hleypti henni út erinda sinna. Það var kalt úti. Ég staldraði þvi i dyrunum og beið þess, að hún kæmi aftur. Ljós var i anddyrinu, og út á hlaðið lagði bjarmi, sem rann út i myrkrið, sem grúfði yfir garð- flötinni. Skærar stjörnur blikuðu uppi i frostköldum geimnum, skærari og minni en stjörnurnar, sem ég hafði verið að hengja á jólatréð i stof- unni. En það voru ekki stjörnur, sem mér varð hugsað um, heldur kvöldið þegar Merek Vance kom inn til þess að biðja mig um hjálp. Þarna hafði ég staðið á þröskuldinum, en hann fyrir neðan þrepin. Mér varð hugsað um nóttina, þegar hann bjargaði barni Angelettu með snarræði sinu og leikni og siðasti snefillinn af hleypidómum minum um hann varð að engu fyrir krafti hans og manngildi. Sú nótt hafði valdið straumhvörfum um vináttu okkar. Ef hann hefði staðið þarna á hlaðinu á þessari stundu, myndi návist hans ein hafa gætt mig nýrri djörfung. Hvers vegna hafði ég háð svo heiftúðlega baráttu við sjálfa mig, áður en ég gat fengið mig til þess að þiggja hjálp hans? Ég starði upp i hel- kaldan geiminn, upp til stjarnanna, sem blikuðu niður á milli grein- anna á beykitrjánum, og gat ekki svarað þeirri spurningu. Ef til vill hafði blind eðlishvöt verið að verki og leitazt við að koma i veg fyrir það, sem þó hlaut að gerast. Þannig er eðli náttúrunnar: Veturinn vikur ekki fyrir vorinu fyrr en i siðustu lög, ÞHÍTUGASTI KAPÍTULI Tvær stundir enn, og svo var gamla árið liðið, og við tók nýtt ár — árið 1932. Ég hafði alltaf leitazt við að vera fljót að semja mig að breytingum. Næsta dag átti ég að skrifa nýtt ártal á bréf min og dag- bækur. Samt vissi ég, að þessi einfalda breyting, sem timatalið krafðist, myndi oft gleymast mér fyrst i stað. „Munið þaö ávallt, börnin góð,” sagði oft ein kennslukonan okkar, sepi ég man ekki lengur, hvað hét, ,,að sérhver dagur er nýtt ár. Við þurfum ekki að biða eftir áramótunum.” En ég gat ekki trúað henni, ekki einu sinni meðan ég var i þriðja bekk. Og eftir þvi sem ég eltist hafði það orðið mér erfiðara að byrja nýtt ár, leggja niður gamla hætti og taka upp nýja siði. Árin verða fólki samgróin, eins og fötin, sem það gengur i. Nýtt ár er að sinu leyti eins og ný flik, sem er sniðin við vöxt, of sið, of við, hörð og þykk og annarleg viðkomu. Maður sættir sig ekki við hana fyrr en vaninn og slitið hefur lagt lið sitt til þess. — órar, heimskulegir órar konu, hugsaði ég svo og reyndi að festa hugann við bréfin, sem lágu á skrifborðinu fyrir framan mig. „....Þakka þér fyrir bréfspjaldið og blómin. Ég get ekki lýst þvi, hve Emmu frænku þótti vænt um, að þú skyldir muna eftir henni. Hún biður mig að segja þér, að hún sé á batavegi, en ég er hrædd um aö hún geri sér ekki i hugarlund, hve langsóttur og hægförull sá bati kann að veröa...” Ég tók pennann og skrifaöi þessar setningar á nýjan leik. „Þetta var hættulegt beinbrot, og öll áföll eru auk þess hættuleg fyrir konu á hennar aldri”. Ég staldraði við og strikaði oröið „hættulegur” i fyrri staðnum út og skrifaöi „vont” i þess stað, ekki vegna þess að við- takandi bréfsins myndi fetta fingur út i þessa endurtekningu, heldur af þvi, aö ég vildi ekki leyfa mér þess háttar smekkleysu. — „Hún er úr bráðri hættu, og allt er gert, sem verða má, til þess að henni liði sem bezt. Við eigum von á henni heim i sjúkravagni á morgun. Ég læt þig vita, þegar hún er orðin nógu hress til þess að tala við gesti. Svo þakka ég þér aftur fyrir blómin og skilaboðin og óska þess að nýja árið verði þér hamingjudrjúgt, og undir þá ósk tekur Emma frænka....” Ég lét bréfið i umslagið og skrifaði utan á það, safnaði bréfunum saman og bjóst til að fara meö þau i pósthúsið. Stóra klukkan i forstof- unni var að slá tíu. Mér varð litið á hana um leið og ég fór út, og hljóm- mikil slögin ómuðu fyrir eyrum minum. Það fékk enn á mig, er ég heyrði klukku slá, og ég nam ósjálfrátt staðar og svalg þennan gamal- kunna hljóm. Mannamál gat ekki talizt að ég heyrði enn, en þó kom stöku sinnum fyrir, að ég greindi óm af tali fólks, einkum þó, ef um út- varp var að ræða. Síðustu dagana hafði ég oft verið komin á fremsta hlunn með að standa upp og loka útvarpinu, en þó áttað mig áður en ég ljóstraði upp leyndarmáli minu. 1 -vikunni milli jóla og nýárs hafði mér litill timi gefizt til þess að hugsa um sjálfa mig. Vandamál min höfðu þokað fyrir umhugsuninni um Emmu frænku. Það var i mörgu að snúast. Ég fór i sjúkrahúsið strax og ég hafði snætt árdegisverð, opnaði bréfin, sem höfðu komið með morgunpóstinum og las þau fyrir Emmu frænku. Siðan fór ég aft- ur heim, ræddi við Möngu um matinn, rækti margvisleg erindi, sem Emma hafði falið mér, talaði við gesti, svaraði bréfum og simskeytum, ræddi við læknana og hjúkrunarkonurnar og keypti blóm, þegar tilefni buðu. Ég hafði yfrið nóg að gera frá morgni til kvölds. 1226 Lárétt 1) Sofa. —5) Þúfna. —7) öfug röð. —9) Laklega. — 11. Ferð. — 13) Draup. — 14) Bandariki. — 16) Eins. — 17) Bliða. — 19) ílát. - Lóðrétt 1) Borgaður. — 2) Varðandi. — 3) Maður. — 4) Kopp. — 6) Lifnar. — 8) Dapurleiki. — 10) Söngvari. — 12) Umrót. — 15) Spyrja. — 18) Fisk. — Ráðning á gátu no. 1225 Lárétt 1) Asbest. — 5) Æti. — 7) Dá. — 9) Arno. — 11) Ælt. — 13) Sæl. — 14) Flak. — 16) LL. — 17) Kodda. — 19) Mallar. — Lóðrétt 1) Andæfa. —2) Bæ. — 3) Eta. — 4) Sirs. — 6) Bollar. — 8) Áll. — 10) Nælda. — 12) Taka. — 15) Kol. — 18) DL. — HVEU G E I R I D R E K I illl H ■ LAUGARDAGUR 7. október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.00, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir 15.00 Fréttir 15.15 1 hljómskálagarði a. Útvarpshljómsveitin i Ber- lin leikur tónlist eftir Ponchielli og Tsjaikovský b. Rudolf Schock, Margit Schramm og fleiri syngja atriði úr óperettunni „Sigenaástir” eftir Lehar.c. Ungverska filharmóniu- sveitin leikur Marosszék- dansa eftir Kodály. 16.15 Veðurfregnir A nótum æskunnar Pétur Stein- grimsson kynnir nýjustu dægurlögin 17.00 Fréttir 17.30 Ferðabókarlestur: „Grænlandsför 1897” eftir Helga Pjeturss Baldur Pálmason les (6) 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Söngvar I léttum dúr Nana-Mouskouri syngur 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Frettir Tilkynningar 19.30 Svipmyndir úr Stafns- réttUmsjón: Jökull Jakobs- son Hljóðritun: Hörður Jónsson 20.30 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 21.15 „Baldur og óna”, smásaga eftir Steinar Sigurjónsson Karl Guð- mundsson leikari les. 21.35 Kórsöngur Danski drengjakórinn og Norski einsöngvarakórinn syngja norræn alþýðulög. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 7. október 17.30 Skákkennsla Umsjónar- maður Friðrik ólafsson. 18.00 Enska knattspyrnan 18.50 iþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hié 20.00 Fréttir 20.20 Veður og augiýsingar 20.25 Heimurinn minn Nýr bandariskur gamanmynda- flokkur um litla stúlku og foreldra hennar. Einn gegn öllum. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 20.50 Gleði Nýr islenzkur skemmtiþáttur. I honum kemur fram nýstofnuð hljómsveit skipuð þekktum hljóðfæraleikurum. Óþekktur hæfileikamaður bætist i hóp hinna þekktu, og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. 21.25 Meira en augað sér Bandarisk fræðslumynd um augu og sjón manna og dýra. Þýðandi og þulur Guðbjartur Gunnarsson. 21.50 Allir gegn O’Hara (The People Against O’Hara) Bandarisk biómynd frá árinu 1952. Leikstjóri John Sturges. Aðalhlutverk Spencer Tracy, Pat O’Brian og Diana Lynn. Þýðandi Silja Aðalsteinsdóttir. Lögfræðingur nokkur hefur tekið að sér vörn i máli manns, sem sakaður er um morð. Hann er sjálfur sann- færður um sakleysi skjól- stæðings sins, en gengur treglega að finna sannanir honum til bjargar. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.