Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. október 1972. TÍMINN 13 Rækjuveiði hafin í ísafjarðardjúpi Leik- féiagið við Tjörn- ina Byggingarmál Leikfélags Reykjavikur hafa öðru hvoru undanfarið verið á dagskrá — og ekki að ástæðulausu. Eins og allir vita, hefur aðbúðin i Iðnó löngum verið fremur bágborin og á engan hátt sambærileg við aðstöðuna i Þjóðleikhúsinu. En þvi þakkar- verðari er sá dugnaður og þraut- seigja, sem LR hefir sýnt meö framlagi sinu til þróunar menningarlifs i Reykjavik. Og það má ekki minna vera en að sú starfsemi sé að nokkru virt. Nú i sumar virtust vonir standa til, að húsnæðismál félagsins yrði leyst til frambúðar, og þá að sjálfsögðu i sambandi við Iðnó, eða öllu heldur á þeim staö við Tjörnina sem bezt þætti henta. Aðeinst virtist standa á samþykki borgarstjórnar um endanlega ákvörðun um staðarvalið. En svo nýlega kemur út sú furðufrétt — eins og skattinn i úr sauðarleggnum — að borgaryfir- völdin hafi samþykkt að ætla hinu nýja leikfélagshúsi blifanlegan samastað i einu úthverfi borgar- innar! Og það sem meiri frétt er: að stjórn LR hafi samþykkt þá ráöstöfun!! Þessi undansláttur LR mun hafa komið mörgum á óvart, þvi svo virtist sem þeir leikfélags- menn hafi jafnan staðið einhuga um að reisa framtiðarleikhús sitt við Tjörnina og hvergi annars staðar. Og vitað sem er, að til þess hafa þeir alltaf haft al- menningsálitið sem traustan bak- hjarl. En hvað er það, sem veldur þessum skoðanaskiptum, eöa hvað er hér að tjaldabaki? Þarna virðist mjög óheppileg ákvörðun hafa verið samþykkt sem öll þörf er á að verði tekin aftur til gaumgæfilegrar endur- athugunarog leitað betri lausnar. Við það endurmat mega engin „pólitisk” viðhorf láta á sér kræla, né sérhagsmunasjónarmið einstakra manna. Það er menningararfleifð sem hér er i húfi. Reykvikingar björguðu á sínum tima húsi Thors Jensens frá yfir- vofandi eyðileggingu og mega þeir vera stoltir af. Nú eru horfur á að reykvizkur almenningur láti að sér kveða um það, að Leikfélag Reykjavikur fái aðstöðu til aö vera áfram i heimahögum sinum, og sá menningararfur, sem þar hefur skapazt verði ekki fyrir neinni „gengisfellingu” vegna meinbægni misviturra manna. — Leikhús Reykjavikur á að vera viðTjörnina, annars staðar getur það ekki þrifizt! Og þar verður það að fá viðhlitandi vaxtarrými. Um það mál sem hér hefir nokkuð verið rætt um, væri mjög æskilegt að samstaða næðist meðal dagblaðanna i Reykjavik, þvi að þá væri málinu borgið. Morgunblaðið hefir þar gefið virðingarvert fordæmi með um- sögn sinni i siðasta Reykjavikur- bréfi og segir þar m.a.: „Hvernig getur einhver nefnd farið að ráðskast með gömul menningar- verðmæti Reykvikinga i andstöðu við meginþorra borgarbúa? Það má hiklaust fullyrða, að skoðana- könnun eða kosning um stað- setningu borgarleikhúss fyrir Leikfélag Reykjavikur mundi leiða þá staðreynd i ljós, að i hugum og hjörtum Reykvikinga eiga þau saman Leikfélagið og Tjörnin og að það samband má ekki rjúfa”. Freistandi er að tilfæra lengri kafla úr þessu Mbl.-bréfi, þvi að margt fleira mætti um þetta segja. En hér skal staðar numið að sinni. GS—Isafirði. Rækjuveiðar eru nú hafnar i Isafjarðardjúpi. Búið er að veita 49 bátum leyfi, þar af eru 11 frá Bolungavik, og er þetta svipaður fjöldi báta og stunduðu þessar veiðar i fyrra. Veiðin hjá bátunum hefur verið frá 600-1200 kiló á bát i veiðiferð, sem þykir sæmilegur afli. Sjómönnum þykir það einkennilegt með rækjuna núna, hvað hún er meyr. Svipar henni til þess, sem hún er i ágústmán- uði. Sjómenn kunna aðeins eina skýringu á þessu, og hún er sú, að sjávarhiti er óvenjulega mikill i Djúpinu um þessar mundir. Sigurjón Hallgrimsson á m/b Dynjanda hefur mælt sjávarhit- ann i Isafjarðardjúpi undanfarin ár og samkvæmt upplýsingum hans er sjávarhitinn núna um átta stig. Þar sem að rækjan er svona meyr, þolir hún siður hnjask Ennfremur hefur verið nokkuð mikið um loðnuseiði i’rækjunni, en það hefur ekki komið fyrir lengi. Þá fékk einn bátur 1200 kg. af ýsu i rækjuvörpuna. Hér var þó ekki um stórýsu að ræða heldur milliýsu, sem var góð i soðiö. Fílode IfÍQ Æskulýðssamkoma i kvöld kl. 9 — Ungt Jesú-fólk talar og syngur — Sunnu- Iteykjavik dagur: Safnaðarguðsþjónusta kl. 2 — Almenn guðsþjónusta kl. 8 — Ræðu- menn: Einar Gislason o.fl. -? Y * Y Við flytjum búðína (noklair hænufet) að 8 Frá gömlu búðinni þarf aðeins að fara undir fínu umferðabrúna og smáspöl af Nýbýlaveginum (rennisléttum með nýlagðri olíumöl) að númer 8. Þar höfum við opnað svo stóra sölubúð að við getum sýnt yður allar búðarvörur okkar við góðar aðstæður — og það er meira en við gátum stært okkur af í gömlu búðinni. BYG GIN GAVÖRUVERZLU N >1^, kópavogs /y NÝBÝLAVEG 8 SÍMI:41000 QYKO W Gráhári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.