Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.10.1972, Blaðsíða 16
Búið að semja um Víetnam — segir Times, en N-Víetnamar segja það ósatt NTB—Washington Talsmaður llvita hússins vildi ckki i gær segja neitt um þá frétt brezka blaðsins Times, að Banda- rikjamenn og N-VIetnamar heföu komio sér saman um lausn Víetnam-deilunnar. Samkvæmt frétt Times er margt, sem bendir til þess að Kissinger, ráðgjafi Nixons og fulltrúar N-Vietnama hafi komið sér saman um lausnina á fundum sinum i Paris og Moskvu. Times, sem gatengra heimilda, sagði að þetta yrði ekki gert opin- bert fyrr en eftir forsetakosning- arnar 7. nóvember. Pólitisk lausn deilunnar hefur það i för með sér, að komið verð- ur á samsteypustjórn i S-Vietnam með þátttöku kommúnista. Aö sjálfsögðu verður þá stjórn Thieus að fara frá vóldum. Times sagði, að ef bandariskir kjósend- ur kæmust á snoðir um þetta, væri hætta á minni kosningaþátt- töku. Sendinefnd N-Vietnam i Paris mótmælti i gær, að nokkuð væri hæft i frétt Times. Þær sögusagn- ir, sem kunna að ganga i Bret- landi um að samið hafi verið um lausn Vietnamdeilunnar, eiga ekki við nein rök að styöjast sagði i yfirlýsingu frá sendinefndinni. Verður Bondevik forsætis- ráðherra í Noregi? NTB—Oslo Talið er að Kjell Bondevik.fyrr- um kirkju- og menntamálaráð- herra, verði forsætisráðherraefni kristilega þjóðarflokksins i Noregi, í viðræðum flokksins við miðflokkinn og hluta vinstri flokksins um stjórnarmyndun . Landsstjórn kristilega þjóðar- flokksins samþykkti með naum- um meirihluta, sex atkvæðum gegn fimm, aö taka þátt i slikum viðræðum. Þctta er Wichmann vclin, sem fara á i skuttogarann hjá Stálvik, og hjá vélinni eru þeir Einar Farestveit og .l(in Sveinsson i Stálvik. Wichmann vél i Stálvíkurtogarann: Stærsta og þyngsta vélin KJ—Reykjavik I gær var skipað upp úr Rangá aðalvél ásamt fylgihlutum, sem fara á i skuttogarann,sem er i smiðum hjá Stálvik i Garða- hreppi. Vélin sjálf vegur 27 tonn, en hún er frá Wichmann verksmiðjunum norsku, og sömuleiðis skrilfan, sem er skiptiskrúfa og skrúfu- spyrnan. Vél þessi er sú stærsta og þyngsta, sem sett hefur verið i nýtt skip hér á landi, og á hún að skila 1.750 hestöflum við 375 snúninga á mimitu. Skrúfuspyrna verður umhverf- isskiptiskrúfuna, en spyrnan ger- ir það að verkum aö togkraftur skipsins eykst um a.m.k. fjórð- ung, og dæmi eru til þess hér á landi, að togkrafturinn hafi aukizt ^JwHf^ ¦'¦'... .......i Skriifiispy iiian er ekkert smáverkfæri, sem sjá má á myndinni. um 40% við að skrúfuspyrna var sett á togskip. Umboðsmaður Wichmann hér á landi, Einar Farestveit, sagði blaðamanni Timans, að öll tog- skip i Noregi væru nú búin» skrúfuspyrnum og segðu lit- gerðarmenn, að spyrnurnar spöruðu eldsneyti fyrir um spyrnan er stór og mikill hringur; sem settur er utan um skrúfuna' og veit viðari endinn fram. Hring urinn er fylltur oliu, og á hún að atika endingu hans, en einkum þó að minnka hristing um borð í skipunum. Aætlað er, að skuttogaranum verði hleypt af stokkunum um mánaðarmótin marz/apríl '73. Þetta verður þá fyrsti islenzk- byggði skuttogarinn. Stærð hans er 400-500 tonn. Mesta lengd 46.5 m. Breidd 9 m og dýpt af efra þil- fari miðskips 6.35 m. Stálvik HF vinnur nú að stækk- un á húsnæði sinu. Með fullum af- köstum skipasmiðastöðvarinnar i bættu húsnæði má áætla að skipa- smiðastöðin geti lokið við smiði slikra skuttogara raðsmiðaðra á ca 10-12 mánuðum frá þvi að kjöl- ur hefur verið lagður. Stálvik hefur nú i pöntun smiði á 2 skuttogurum við viðbótar og verða þeir búnir samskonar vél- um. Smiði þessara togara svo og annarra,sem á döfinni eru, er þó háð þvi að fyrirgreiðsla fáist fyrir smiðinni hjá banka og rikissjóði. I Laugard agur 7. október 1972, J Forvitið fólk tafði störf lögreglunnar Klp—Reykjavik. — Þetta var ein Ijótasta aðkoma á árekstrarstað, sem ég hef séö i langan tima, sagði rann- sóknarlögreglumaðurinn, sem sendur var i gærmorgun til að rannsaka árekstur á Bústaða- vegi, rétt fyrir austan Bústaða- kirkju. Þar höfðu tvær bifreiðir, Cortina og Benz, skollið saman með framendann og slösuðust báðir ókumennirnir mikið. Annar þeirra var fastur i flakinu, þegar að var komið og voru báðir fætur hans brotnir, svo og annar hand- leggurinn auk þess sem hann var skorinn á fleiri stöðum. Fjöldi fúlks þyrptist að slysstaðnum, sumir með Iogandi vindlinga i munninum, þrátt fyrir að öll gatan flóði i bensini. Atti lögreglan i hinum mestu vand- ræðum við að komast að bil- flökunum og ná manninum út fyrir fólkinu. Var aðgangur þess svo harður, að nær öll verksum merki voru ma'ð af götunni, en þó var hægt að greina, að annarri bifreiðinni hafi Verið ekið hálfri yfir miðlinu vegarins. Rannsóknarlögreglan biður vitni að árekstrinum að hafa samband við sig, en hópur fólks mun hafa verið rétt hjá staðnum, þar sem það beið eftir strætis- vagni. Onnur alda sprengju- bréfa NRB-Dusserdorf f Sendingar sprengja i brefum eru hafnar á nýjan leik og hafa Gyðingar og Gyðingasamtök vlða um heim fengið sprengjubréf undanfarna þrjá daga. Engin sprengjan hefur þó sprungið. Eitt sprengjubréf kom í gær til elliheimilis Gyðinga i Diisseldorf og var það stilað á mann, sem lézt I janúar si. Kona, sem ætlaði að opna bréfið, heyrði eitthvert tor- kennilegt hljóð frá þvi og kallaði á lögregluna. Hjálparstofnun Gyðinga i Róm barst sprengjubréf á miðviku- daginn. Sprengiefnið i bréfinu var blandað Kurare, eitri þvi, sem Indiánar i S-Ameriku nota til að bera á örvarodda sina.l bréfinu var einnig kveðja frá Svarta september. Þá fannst sprengjubréf i Sidney i Astraliu i gær. „Vatnið hreina, vatnið heima - vatn, sem lagzt er hjá og þambað __orðið munaðarvara, sem selst nú háu verði í mengunarlöndum II JGK—Reykjavík. Norska skáldið Nordahl Grieg var eitt sinn staddur i Shanghai og orti þar frægt kvæði um fjallavatnið heima I Noregi og „úldið, þræsið" skólpið, sem hann neyddist til að drekka I Shanghai. Þeir gerast nú æði margir, sem geta tekið undir með skáldinu, þvi að ferskt vatn er að verða viðlika sjaldséð i hinum stóru iðnaðarlöndum og glóandi gullið. Norðmenn og Sviar flytja nú þegar út vatn, og svo kann að fara, að islendingar fari nú brátt að dæmi þeirra. Rolf Johansen stórkaup- maður, sem haft hefur for- göngu um þetta mál, sagði blaðinu, að nú væru vætan- legar umbúðir frá Sviþjóð, sérstaklega gerðar til að geyma vatn. Verða þá send fjögur tonn af vatni utan sem sýnishorn. Rolf sagðist hafa fengið áhuga á þessu máli, er hann frétti um útlfutning Svia og Norðmanna. Hann hefur haft samvinnu við Mjólkursam- söluna, sem mun sjá um pökkunina. Vatnið verður flutt i tveggja litra fernum, sem klæddar eru innan með álpappir, sem er nauðsyn- legur til að það fúlni ekki. Rolf kvaðst hafa náð sambandi við fyrirtæki I Hollandi, Þýzka- landi og Belgiu, sem hefðu sýnt áhuga á þessu, og ætti nú að dreifa þessu magni til reynslu. Sagði hann, að vatnið væri selt á 34-44 krónur fernan i búðum i Þýzkalandi. Þeir, sem þvi eru vanastir, að vatn kosti ekki neitt, kunna að reka upp stór augu. En það er heimalningsháttur, sem við megum venja okkur af. Hreint vatn er mikill munaður. Rolf lét þess að lokum getið, að kostnaðarsamast væri að flytja vatnið milli landa. En hann kvaðst vera vongóður um, að Eimskipafélagið tæki það að sér fyrir sanngjarnt gjald. Þess vegna vænti hann þess, að útflutningur vatns gæfi góða raun, og væru gæði vatnsinshaldbezta tryggingin. Við ættum sennilega völ á ómenguðustu vatni, sem til er i gjörvöllu jarðriki. Afyllingarstöð, sem af- kastar 10.000 fernum á sólar- hring, kostar um 25-27 milljónir króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.