Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 1
GOÐI goótm mal 010— kæll- skápar 2>Aö£í«mWIcm> A/ V. Líkast um í þegar breðinn rifnaði sundur ■löklarnir cru niikilvirkir, þeg- ar þcir rumska og fara á skrið. Þá cr sterklega stjakað við þvi, sem vcrður á vegi þeirra, og fast rekið á eftir. Um þetta má sjá glöggt dæmi við Kyjabakkajökul um þessar mundir. Jón Kristjánsson, fréttaritari Timans á Ggilsstöð um, lýsir þvi hér, hvernig um- liorfs er þar efra. — Við fórum sex saman fram að jöklinum i vikulokin — menn frá Egilsstöðum og Eskifirði, sagði Jón i simtali i gær. Okkur lék forvitni á að sjá, hvað þar hef- ur gerzt undanfarnar vikur. Við lögðum af stað á föstudaginn og ókum eins og leið liggur i skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs við Snæfell, þar sem við gistum, en héldum siðan að jöklinum morguninn eftir. .lökullinn veltur fram af óstöðvandi krafti Allgreiðfært er jeppum lang- leiðina að Eyjabakkajökli, en sið- asti spölurinn þó grýttur. Veður var ágætt, loftið tært og skyggni sérlega gott. Þegar við sjáum til jökulsins, leyndi sér ekki, að þar höfðu orðið miklar hamfarir. Þar sem áður var ávöl isbreiða, sem hallaði niður að jafnsléttu, slétt og sprungulaus, blasti nú við úf- inn og hrikalegur jökulsporður, sundurtættur af feikilegum sprungum. Jökulröndin hefur lyf- zt, og steyptist sporðurinn fram með óstöðvandi krafti. Stillilogn var þann tima, sem við vorum þarna, mátti heyra langar leiðir i öræfakyrrðinni, er hjarnið rifnaði sundur inni á jöklinum og jakar byltust til og sprungu. Var þá engu likara en snarpar stormhviður færu yfir, þótt ekki blakti hár á höfði manns. Framhald á bls. 13 snörpum vindhvið- öræfakyrrðinni — Við Eyjahakkajökul i vcðurblíðunni á laugardaginn. Ljósmynd Jón Kristjánsson. Krlcndur Kinarsson. Landhelgissöfnunin: SÍS gaf 1 milljón i gærmorgun kom Erlendur Kinarsson forstjóri Sambands islenzkra sam- vinnufélaga, færandi hendi á fund Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra. Afhenti hann cina milljón króna að gjiif frá Sainbandinu f land helgissjóðinn. Alls hafa nú land- söfnuninni borizt tæpar sextán milljónir króna, þar af hálf önnur milljón um þessa siðustu helgi. Sam- band islenzkra samvinnu- félaga var stórtækast eins og áður segir, en næst þvi kom Akureyrarbær, sem gaf 250 þúsund krónur. Þá barst 100 þúsund króna gjöf frá Húsavikur- kaupstað og 50 þúsund frá Siglufjarðarbæ. Útgerðar- félagið Fylkir h / f gaf 30 þúsund krónur og frá félagi rannsóknarlögreglumanna bárust 20 þúsund krónur, sem safnað var meðal félag- smanna. Ahöfnin á vél- bátnum Sigurvon frá Suðureyri gaf rúmar 20 þúsund krónur, sem voru laun hennar i ferð með sjón- varpsmenn á miðin fyrir vestan land. Bleikju- stofninn í Meðal- fellsvatni: Vötn geta verið ofsetin, engu síður en bithaginn AUir bændur kannast við það, að lömbin verða rýrari til frálags, þegar fé fjölgar til muna i sumarhögum. Á fjár- skiptasvæðunum var fé sér- lega vænt fyrstu árin eftir fjárskiptin, á meðan það var fátt, þvi að þá hafði það nægt úrval þess gróðurs, er veitti þvi mestan þroska. Likt getur þessu verið farið með fiski- vötn. Séu þau ofsetin nær fisk- ur sá sem i þeim lifir, ekki þeim vexti, sem honum er annars cðlilegur. — Það var einmitt af þess- ari orsök, að gripið var til þess ráðs að fækka fiski i Meðal- fellsvatni i Kjós, það sagði Jón Kristjánsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnuninni, við Timann i gær. Það var orðið of mikið af bleikju i vatninu i hlutfalli við það æti, sem hún hefur. Afleiðingin er sú, að hún tekur ekki út nema litinn vöxt, þvi að þau eru viðbrögð náttúrunnar, að hin takmark- aða næring fer mestöll til þess að þroska hrogn og svil. Það leiðir aftur af sér mikla við- komu, sem heldur stofninum áfram i sömu kreppunni. Þannig er bleikjustofninn i Meðalfellsvatni að sinu leyti svipað settur og örbirgðaþjóð i vanþróunarlandi. HLUTA STOFNSINS FÓKN- AD TIL VIÐGANGS ÖÐKUM — Það var byrjað á þvi i vor að fækka bleikjustofninum, sagði Jón Kristjánsson enn- fremur. Þetta er gert á vegum félags sumarbústaðaeigenda við Meðalfellsvatn, sem á samkvæmt samningum að kosta nokkru til fiskiræktar. Nú ver það aftur á móti pen- ingum til þess að koma stofn- inum i það horf, er ætla má, að honum sé heppilegast. Fiskur- inn, sem fórnað hefur verið, vegna viðgangs þess hluta stofnsins, er eftir verður, hef- ur niðursuðuverksmiðjan Ora keypt til niðursuðu. Þessi bleikja er öllu stærri en murtan úr Þingvallavanti, þannig að þrjár til fjórar bleikjur fara i dós af þeirri stærð, sem er hæfilegt að láta i fimm murtur. IIELMINGSVEIDI ÆSKILEG Gisli Ellertsson, bóndi á Meðalfelli, hefur annazt þess- ar veiðar. Voru fengin til þeirra net með hæfilegum riðli, og veiddar i vor 8.500 Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.