Tíminn - 10.10.1972, Side 6

Tíminn - 10.10.1972, Side 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 10. október 1972. Stp-Heykjavik Hestamannafélagið Fákur hef- ur aflað sér nægra heyja fyrir veturinn. Er þetta mjög gott hey og fékkst fyrir 3,75 kr. kg., komið ! að hlöðu. Heyið er að mestu feng- ið úr Rangárvailasýslu, en einnig af svæðum í grennd við Reykja- vik og úr Borgarfirði. Magnið er um 450 tonn eða 4.500 hestar. Hafa allar hlööur félagsins verið fyllt- ar. Að sögn Bergs Magnússonar framkvæmdastjóra Fáks hefur komiö til tals, að félagið keypti tún og heyjaði sjáift, en það yrði þá að vera stórt flæmi, þar sem hægtyrði að koma við stórvirkum vinnuvélum. Alis eru á fóðrum hjá Fák 450 hestar. Er að mestu upppantað hjá Fák i vetur, en enn eru þó nokkur pláss laus. Hesthús Fáks eru á tveim stöðum. Um 340 hest- ar eru i gömlu húsunum 12 niður við Elliðaár, en afgangurinn er i 4 húsum á hinu nýja svæði félags- ins i Selási. I framtiðinni er ætlunin að flytja alla starfsemina þangað og koma þar upp myndar- legri aðstöðu. Þegar hefur veriö gerð þar verðhlaupabraut. — Af sumrinu er það að segja, að félagið var með tvennar kapp- reiðar, firmakeppni og góðhesta- keppni, á nýja vellinum i Selási. Þá tók Fákur þátt i fjórðungsmót- inu á Hellu i sumar ásamt þrettán öðrum hestamannafélögum. Stóöu „Fákarnir” sig mjög vel á þessu móti, t.d. höfnuöu þeir i fyrsta sæti i báðum flokkum góð- hestakeppninnar, A- og B-flokki. A vegum Fáks var hópreið i Þórs- mörk i sumar þeð þátttöku 40-50 Frá 250 m. folahlaupi Fáks á vellinum i Selási 24. mai i vor. Hestarnir eru, talið frá vmstri ivan,— knapi og eigandi Guðný Þorgeirsdóttir, Gufunesi, Vinur — eigandi Björg Sverrisdóttir og knapi Birgir Gunnarsson. Þessi hestur vann hlaupiö, Hástigur — eigandi Kristján Guðmundsson og knapi Sigurbjörn Barðason, og loks er Stúfur — eigandi Steinunn Matthíasdóttir, knapi Snorri Tómasson. Þessi hestur varð annar. VERÐA VEÐREIÐAR ÞJÓÐAR- ÍÞRÓTT í FRAM TÍÐINNI ? — spjallað við framkvæmdastjóra Fáks manns, og einnig norður i Skaga- fjörð, þar sem fararstjóri var einn starfsmaður félagsins, Gunnar Tryggvason. 1 hagabeit í sumar hafði Fákur upp undir 400 hross og er til stað- ar næg beit fram i desember. Er beitisvæðið að langmestu leyti uppi á Kjalarnesi, en kúa- og fjár- bú þar eru að mestu að leggjast niður, svo að bændur hafa verið fúsir að leigja lönd sin. 1 venju- legu tiðafari er ekki farið að taka inn hesta hjá Fák, fyrr en um mánaðamótin nóvember-desem- ber. Nokkrir hesteigenda vilja þó fara að taka inn fyrr, eða um miðjan nóvember, sem þeim er frjálst, en fálagið er reiðubúið að taka á móti hestum til gjafar strax i byrjun nóvember. Það er einnig til, að menn haldi hestum sinum til beitar fram i byrjun janúar, ef tið er góð. Hestarnir hafa nokkurs konar sameiginlegt mötuneyti og sjá nokkrir fastir starfsmenn um fóðrun þeirra, en eigendurnir koma þar hvergi nærri. Hins veg- ar sjá þeir um alla hirðingu hesta sinna. Fyrirkomulag hesthús- anna er þannig, að tveir hestar eru lausir i hverjum bás, með tvo stalla. Er þeim gefið tvisvar á dag, en uppistaðan i fóðrinu er hey og svo graskögglar frá Gunnarsholti að einum sjötta. Þá er einnig gefið svolitið af islenzku kraftfóðri, hestahöfrum, en ekk- ert af erlendu kraftfóðri, enda er Bergur þvi mjög mótfallinn, þar sem hægt sé að fá eins gott eða betra innlent fóður. 1 fyrra var kosnaðurinn á hest 2.500 kr. á hest á mánuði, og bjóst Bergur við þvi að hann yröi svipaður i ár. Þó nokkrir félagar Fáks hafa sín eig- in hesthús, þar sem þeir sjá al- gerlega um hest. Það, sem Fákur hefur helzt á stefnuskrá sinni á næsta ári, er að bæta aðstöðuna á nýja svæðinu i Selási. Þegar er búið að gera mjög myndarlegan skeiðvöll, en eftir er mikið verk við áhalda- svæðið. Þá er einnig ætlunin að koma upp þarna snyrtiklefum, þó ekki fyrir hestana fyrst um sinn, svo að menn geti gert þarfir sinar stórslysalaust, en þurfti ekki að pukrast i lautum þessara erinda. Þetta er greinilega hið brýnasta alvörumál og mjög timabært, en menn koma iðulega upp eftir með troðinn kviðinn af helgarmatnum og dvelja langt fram eftir degi. (Svona neðanmáls má varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki væri snjallt að koma upp bar á svæðinu. Það vita jú allir um gamlan og þaulsætinn fylgifisk hestamennskunnar) Eins og allir vita nýtur hesta- mennskan vaxandi vinsælda borgarbúa, og er mikið stunduð, einnig yfir vetrartimann. Þegar komið er fram i marz, tæmast hesthús Fáks svo til alveg um helgar og menn riða i allar áttir út úr borgarskarkalanum, út i sveitirnar mót hækkandi vorsól. Má með sanni segja, að hesta- mennskan sé ódýrt sport, og vart getur heilbrigðari og skemmti- legri tómstundaiðkana. — Vaxandi áhugi er fyrir lengri hlaupum meðal manna, eftir að hringvellirnir komu. t sumar lét Fákur keppa i 1200 m hlaupi það er hið lengst, sem þekkzt hefur innan félagsins. Hins vegar var keppt i 2000 m hlaupi á fjórðungs- mótinu á Hellu i sumar. Frétta- maður spurði Berg, hvort svo löng hlaup væru ekki einum of löng fyrir islenzku hestana. — Ja, það reynir náttúrulega mikið bæði á mann og hest, en ætli það sé nokkuð meira, að hestur hlaupi 2000 m heldur en bara maður á leikvangi. En hestarnir verða auðvitað að vera nægilega þjálfaðir, og á Hellu var greini- lega um nægilega þjálfun að ræða á öllum hestum. Ég tel, að það sé stutt i það, að tslendingar komi sér upp hreinum veðhlaupahest- um, sem þeir láta þjálfa fyrir sig. Vaxandi áhugi er fyrir veðbanka- starfsemi i sambandi við hlaupin, en við höfum haft starfandi veð- banka siðan 1922. Verður mjög góð aðstaða fyrir veðmálastarf- semi á nýja vellinum okkar i Selási. Og það er staðreynd, að veðmálin gera keppnina meira spennandi. — Sem sagt, það á að fara að eins og „enskurinn*. Það er þvi bezt fyrir húsmæður að fara að búa sig undir að sjá af eigin- manninum á veðreiðar um helgar i framtiðinni, og fá þá siðan heim æfa yfir tapi eða alla á lofti og hampandi svimandi fjárhæðum. — Eins og áður segir er Bergur Magnússon framkvæmdastjóri Fáks, en formaður er Sveinbjörn Dagfinnsson. ^mælar ^^feþjónusta^ % % % I FLESTIR ÞEKKJA VOLVO BENZ OPEL HANOMAG HENSCHEL MAN SCANIA VABIS VW BMW DKW NSU SAAB TAUNUS DAF FÆRRI VITA að þessir bílar eru með MÆLA Fullkomin viðgeröaþjónusta í eigin verkstæði unnai Sfyzeiióbon h.f. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavfk - Slmnafni: »VoWer« - Slmi 35200 luisfni: aVolverc - Slmi 35200 W/JT/jf

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.