Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. október 1972. TÍMINN SfiQfl Ted við sama heygarðshornið Ted Kennedy er enn einu sinni kominn i vandræði með kven- fólk og uppljóstranir blaða um skemmtiferðalög hans með ungu og fallegu kvenfólki. Bandarisk blöð staðhæfa, að hann hafi farið i fjögurra sólar- hringa sjóferð á lystisnekkju með öldungardeildarþingmann- inum John Tunney frá Kali- forniu og innanborðs hafi verið tvær ungar konur, en þær hafi ei verið eiginkonur þeirra öldunardeildarþingmannanna. Sagt er, að önnur konan sé gift borgarstjórnarmanni nokkrum i New York, en ekki er getið um, hver hin er. Blaðafulltrúi Kennedys stað- hæfir. að konurnar á skemmti- snekkjunni séu.báðar vinkonur eiginkvenna stjórnmálamann- anna, en þvi trúir ekki nokkur maður vestra. Ásiamálin í óreiðu Christina Keeler, gleðikonan, sem olli þvi, að við lá, að brezka stjórnin ylti úr sessi á sinum tima, en þá dugði, að landvarna ráðherrann, Profumo, segði af sér, stendur nú i enn einu skilnaðarmálinu. Ungfrúin varð heimsfræg fyrir skerf sinn til ástamála og stjórnmála og hefur gengið i nokkur hjónabönd siðan, en ekkert þeirra hefur varað lengi. Nú er hún að skilja við Antony Platt, forstjora, en þau hafa verið gift i nær tvö ár. Ernú frúin, sem orðin er þrítug, enn á lausum kili. Uó i hlutverkinu Danskur kvikmyndaframleið- andi var að gera mynd um eiturlyf og glæpi og fékk forfall- inn eiturlyfjaneytanda, sem kallaður var John L., til að fara með aðalhlutverkið. Gekk kvik- myndatakan vel þar til fyrir nokkrum dögum, að John L. dó fyrir framan kvikmyndavélina, er veriö var að filma. Til að halda honum „gangandi" við kvikmyndagerðina, varð fram- leiðandinn að láta dæla eitur- lyfjum i höfuðpersónuna og af- leiðingin varð þessi. I stað þess, að kvikmyndin átti að vera 90 minútna löng, varð að stytta hana og verður hún ekki nema 10 til 15 minútur að lengd. DENNI DÆMALAUSI Svo þér fellur ekki tónninn i henni núna. Það er vegna þess, að nú á ég annað hvort að koma inn og þvo mér, eða ég hef gert eitthvað af mér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.