Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. október 1972. TÍMINN 9 " ■% 'ar <$ Útgefandi: Fra'msóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-;::;:::::: arinn Þórarinsson (óbm.), Jón Helgason, Tómas Karlssoni::::::::: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs TImáns)i::::::::: :::::::::::: Auglýsingastjóri: SteingrimuF, Gislasqþi, Ritstjórnarskrif^::::: :::::::::::: stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306<:::::::;: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — aúglýs-j:W:;: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300..Askriftargjaldp::::: £25 kxónur á mánuði innan lands, í lausasölu 15 krónur einí::::::::: takið. Blaðaprent jj.f. Verkefni Alþingis Siðan núverandi rikisstjórn kom til valda eru liðnir 15 mánuðir. Það er ekki langur starfs- timi, en eigi að siður er rétt að lita yfir farinn veg, þegar Alþingi hefur störf að nýju, gera sér grein fyrir þvi, sem hefur áunnizt, og átta sig á þeim verkefnum, sem biða framundan. Vissulega hefur margt áunnizt á hinum stutta starfsferli rikisstjórnarinnar. Þar ber að sjálfsögðu fyrst að nefna útfærslu fiskveiðilög- sögunnar i 50 milur. Næst kemur það, að tryggð hefur verið næg atvinna og vinnu- friður, og eru það mikil umskipti frá þeim stór- verkföllum og atvinnuleysi, sem einkenndu stjórnarhættina á siðasta kjörtimabili. Kjör láglaunastétta hafa verið bætt verulega og einnig hafa tryggingabætur til aldraðs fólks og öryrkja verið hækkaðar. Sjómenn hafa fengið verulegar kjarabætur og aðstaða bænda verið bætt á ýmsan hátt. Hafizt hefurveriðhanda um endurnýjun togaraflotans og markvissa iðn- þróunaráætlun. Stefnt hefur verið að þvi að efla áætlunarbúskap með starfi Framkvæmda- stofnunar rikisins. Hafin er heildarendur- skoðun skattalaga og margvislegrar löggjafar annarrar. Verkefni þess þings, sem nú hefur störf sin, verða i fyrsta lagi að tryggja þann árangur, sem hér hefur náðst. Það verðuraðsjá um, að fullur árangur náist af útfærslu fiskveiðilög- sögunnar, m.a. með setningu skynsamlegra reglna um nýtingu fiskimiðanna innan hennar. Það verður að hindra, að rányrkja sé stunduð þar. Alþingi verður að sjá um, að tryggð verði hagstæð afkoma atvinnuveganna, svo að at- * vinnulif haldist blómlegt, eins og verið hefur á þessu ári. Þar er nú við nokkra erfiðleika að etja, sem auðvelt á þó að vera að yfirstiga. Það verður að tryggja næga fjáröflun til endur- nýjunar á skipastólnum, eflingar iðnaðinum og nauðsynlegrar fjárfestingar i sveitum. Þá verður að afla nægilegs fjármagns til ibúða- lánakerfisins, og er hér um enn erfiðara verk- efni að ræða en ella, sökum þess, að of litið var byggt af ibúðarhúsnæði-á „viðreisnar” ára- tugnum, og er húsnæðisskorturinn þvi viða gifurlegur. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur helztu verkefni þess þings, sem hefur störf sin i dag. Mörg eru látin ótalin. En nú eins og jafnan áður, er það mikilsverðast að styrkja grund- völl atvinnulifsins, bæði með nútið og framtið i huga. í kjölfar þess kemur allt annað. Þetta verkefni verður aldrei auðvelt fátækri og fá- mennri þjóð i harðbýlu landi, en þvi ánægju- legra er lika að geta séð góðan árangur þess starfs, sem unnið er á þessu sviði. Þetta tekst þvi aðeins, að beitt sé hæfilegri skipulagningu, sem tryggir þvi, sem er mest aðkallandi, for- gangsrétt, og að fylgt sé að öðru leyti gætni og sparnaði i fjármálum. Ein mesta hætta vel- ferðarþjóðfélagsins er sifelld útþensla rikis- kerfisins, sem varð t.d gifurleg hér á landi á „viðreisnar” áratugnum. í þeim efnum þarf núv. rikisstjórn að sýna mikla aðgætni, ef hún á að ná þeim árangri, sem stefnt er að. Ingi Tryggvason: Ræktunarstarfið er allri þjóðinni til hagsbóta Nokkrar upplýsingar um landbúnaðarmál i AGÚST í sumar flutti Björn Matthiasson, hag- fræðingur, erindi i útvarp, þar sem hann veik nokkuð að landbúnaðarmálum. Gerði hann það með þeim hætti, að Landbúnaðarráðuneytið sá sig neytt til að leiðrétta ranga talnameðferð og ályktanir hagfræðingsins. t framhaldi af þessu erindi hafa orðið a 11- miklar umræður um land- búnaðarmál i Timanum, Morgunblaðinu og Alþýðu- blaðinu og hefur sitthvað borið á gómá og skoðanir verið skiptar. i ljós hefur komið, að ýmsum er margt ókunnugt um landbúnað og málefni hans. Verður i þessari blaðagrein gerð tilraun til að varpa Ijósi á einstaka þætti landbúnaðar- mála, ef verða mætti ein- hverjum til upplýsingar og aukins skilnings. UM SIDUSTU aldamót höfðu um 80% landsmanna framfæri sitt af landbúnaði. Nú mun láta nærri, að 10% landsmanna stundi landbún- aðBændumhefurekkieinungis stórfækkað hlutfallslega, heldur og að tölu til. Nýjar at vinnustéttir hafa myndazt 1 þjóðfélaginu, vafalaust nauð- synlegar og þarfar, en hafa þó misjöfnu af að státa. Ekki vil ég þó gera á nokkurn hátt litið úr starfi þeirra manna, sem byggt hafa upp nýja atvinnu- vegi eða tekið á sinar herðar mikilvæg þjónustustörf. En þó efast ég um, að nokkur at- vinnustétt hafi haldið betur á sinum skerfi úr þjóðarbúinu en einmitt bændurnir. Þeir hafa sannarlega gjörbreytt landinu á skömmum tima með stórfelldri ræktun, myndar- legum byggingum og nýtizku- legri vélvæðingu. Óhætt er að fullyrða, að engin starfsstétt þjóðfélagsins hefur varið hlut- fallslega meiru af tekjum sin- um til uppbyggingar atvinnu- vegar sins, enda blasir árang- ur þess hugsunarháttar bónd- ans, að nota fremur fjármuni til uppbyggingar en.persónu- legrar eyðslu, við hverjum manni, sem sér og skilja vill. ISLAND er ekkert sérstak- lega gott landbúnaðarland frá náttúrunnar hendi. 1 sæmilegu árferði eru þó grasræktarskil- yrði allgóð á láglendi, beitar- gróður ýmis er kjarngóður, en harðæri undanfarinna alda og kunnáttuleysi i landsmeðferð hafa orsakaö gróðureyðingu og jarðvegsfok. Ræktunarbú- skapur sá, sem hófst upp úr 1920, hefur i ýmsum landshlut- um snúið vörn i sókn i þessu efni, enþó eru enn til ofbeitt landssvæði, sem verður að hafa sterkar gætur á. Með setningu jarðræktarlaganna 1923 var sú skoðun staðfest, að ræktun lands og framræsla væri ekki einkamál landbún- aðarins eða líðandi stundar, heldur væri ræktunarstarfið allri þjóðinni til hagsbóta svo og komandi kynslóðum. Stað- fcsting þessarar stefnu var fólgin í þvi, aö þá, og jafn- an sfðan, hafa verið veittir rikisstyrkir til jaröabóta. Þá hafa einnig vcrið veittir nokkrir styrkir til vissra bygginga svo sem áburðar- geymslna, heygeymslna og á siðari árum litilsháttar til ibúðarhúsabygginga. STOFNLANADEILD Búnaðarbanka tslands veitir bændum lán til dráttarvéla- kaupa, jarðræktarfram- kvæmda og húsbygginga. Lán þessi eru til 6-42 ára og vextir Ingi Tryggvason eru 6%-6,5%. Lán til útihúsa- bygginga eru til 15-20 ára með 6,5% vöxtum. Bændur eru með sérstökum lögum skattlagðir til Stofnlánadeildarinnar, neytendur greiða þangað einnig gjald, og oft hefur rfkis- sjóður útvegað lánsfé til Stofnlánadeildarinnar. MEÐ breytingu þeirri, er gerð var á lögum um Framleiðsluráð o.fl. árið 1960, var ákveðin greiðsla útflutn- ingsbóta, sem að hámarki gætu numið 10% af heildar- verðmæti landbúnaðarfram- leiðslunnar. Þetta var gert til að tryggja, að nægar mjóikur- og kjötvörur yrðu framleiddar til neyzlu innanlands, og þvi þótti rétt að tryggja bændum fullt verð fyrir afuröir sinar, þótt nokkurt magn yröi um- fram innanlandsþarfir, án þess fulit framleiðslukostnað- arverð fengist. A móti hefur komið af bændanna hálfu, að þeir hafa sætt sig við gerðar- dóm, sem lokastig verð- ákvarðana á landbúnaðarvör- um. útflutningstrygging þessi hefur verið nokkuð umdeild, og ekki skal þvi neitað hér, að hún er umtalsverður stuðning- ur við bændastéttina af hálfu rikisvaldsins. En þessi stuðn- ingur er ekki afleiðing lélegra búskaparhátta á tslandi, held- ur almennrar landbúnaðar- stefnu i viöskiptalöndum okk- ar, þar sem greidd eru meiri og minni aöflutningsgjöld af innfluttum landbúnaðarvör- um og innlend framleiðsla styrkt af almannafé. VERÐLAGNING landbúnaðarvara fer fram samkvæmt sérstökum lögum, þar sem svo er ákveðiö, að verðlagningin skuli við það miðuð, að bændur hafi sambærilegar tekjur við verkamenn, iðnaðarmenn og sjómenn, þó ekki þá, sem vinna ákvæðisvinnu eða taka hlut á sjó. Við hverja verð- hækkun landbúnaðarvara hafa viss öfl i landinu reynt að koma þeirri skoðun inn hjá al- mcnningi, aö landbúnaðar- vöruverðið væri of hátt og land landbúnaðurinn væri baggi á þjóðarbúinu. Oft hefur þessi áróður valdið timabundnum samdrætti á sölu laiulbún- aðarvara. Meginhluti verð- hækkana landbúnaðarvara á undanförnum árum hefur ver- iö bein afleiðing hinnar al- mennu verðþenslu i landinu, hækkaðs kaupgjalds og hækk- andi verðlags rekstrarvara. Þessi öra verðþensla og launaskrið hefur valdið þvi, að treglega hefur gengið aðkoma fram leiöréttingum á augljós- um skekkjum i verðlagningu. Sem dæmi má geta þess, að i núgildandi verðlagsgrundvelli er gert ráð fyrir, að bóndi með 400 sauðfjár, eða 20 kýr, eða blandaö bú af tilsvarandi stærð fái gegnum verðlagið kr. 23.986.-afskrifta á vélaeign sinni. Þetta svarar ekki til cðlilegra afskrifta af einni nýlegri dráttarvél tækja- lausri, og eigi bóndinn meiri vélakost, verður hann að greiða fyrningu þess vélakosts af kaupi sinu. öll fyrning útihúsa i núverandi verögrundvelli er kr. 12.474.00 og nema þá af- skriftir verðlagsgrundvallar- bús samtals kr. 36.460.00. Nú hefur verðbólgan að visu sums staðar komið i veg fyrir verð- rýrnun fasteigna, en verð- bólga, þótt ör sé, kemur hvorki i veg fyrir slit véla né hrörnun útihúsa. 1 verðlagn- ingunni er gert ráð fyrir, aö bóndinn fái vexti af samtals kr. 826.982.00. Reiknaðir eru 6% vextir af eigin fé, 6,8% vextir af skuldum viö stofn- lánadeild og veðdeild Búnaöarbankans og 9% vextir af lausaskuldum. Samtals eru vaxtagjöld reiknuð kr. 54.865.00 og þarf ekki einu sinni hagfræðing til að sjá, að slik upphæð dugar skammt til greiðslu á fjármagnskostnaði meðalbús. MARGT FLEIRA mætti nefna, sem veldur þvf, að mörgum bóndanum er erfitt að ná tekjum til jafns viö við- miðunarstéttirnar svonefndu. Enda hefur útkoman orðið sú, að bændur hafa aö undanförnu borið minna úr býtum en nokkur önnur starfsstétt þjóð- félagsins. Hins vegar hafa tekjur bænda verið misjafnar. Kcmur þar margt til, misgott jarönæöi, misdýr fjárfesting, misjafn dugnaður og hagsýni einstaklingsins, misjafnt ár- feröi eftir landshlutum og margt fleira. Verðbólgan veldur þó sennilega meiru mis rétti i kjörum bænda en nokk- urt annað einstakt atriði. Bóndi, sem stendur nú i stór- framkvæmdum og vélakaup- um, þarfnast mikils fjár- magns og stendur að þvf leyti verr að vigi en þeir, sem byggðu fyrir 10-20 árum. Hins vegar býr hann við betri bygg- ingar og véiar og getur fram- leitt meira. Hin stuttu lán með örum afborgunum krefjast mikils fjárframlags af bónd- ans hálfu, og veldur þvi oft, að hann leggur meira á sig en nokkru hófi gegnir. En áfram- haldandi verðbólga léttir byrðarnar, er timar liða. ÉG VEIT EKKI, hvort nokkrir af lesendum minum hafa fengið aukna innsýn i islenzkan landbúnað við lestur þessa greinarkorns. Fjöl- margt er hér ótalið, sem hefur áhrif á afkomu bændanna i landinu. Þrátt fyrir miklar framfarir i landbúnaði fækk- ar bændum og sveitaheimilin verða fámennari. Viða er svo komið, að brottflutningur nokkurra manna getur oröið upphaf auðnar i stórum lands- hlutum. Mitt i dugnaði sinum og framfaraviðleitni, sem vissulega hefur borið stórkost- Framhald á bls. 13 ■ ÞRIÐJUDAGSGREININ Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.