Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 10. október 1972. TÍMINN Þriðjudagur 10. október 1972. 11 Einstefna var „Eg lauk við þessa mynd í morgun, en kannski byrja ég strax á henni aftur”. — Spurðu mig heidur um sjáift málverkið. Ævisaga min er hvort sem er svo lygileg, að það trúir henni ekki nokkur maður. En Þingeyingur er ég og ekkert ann- að. Þessi orð sagði Valtýr Péturs- son listmálari við blaðamann Timans i forvitnisferð i vinnust. hans við Vesturgötu nú fyrir skömmu. 1 þessu húsi hefur Valtýr starfað um 20 ára skeið og stofan er full af myndum. Þær nýjustu eru i brúnum og gulum litum, sem ýmist blossa upp eða hverfa nær alveg. — Þetta er einn myndaflokkur, segir Valtýr. — Ég var að ljúka við þessa mynd i morgun, — en það getur svo sem vel verið að ég byrji á henni aftur á morgun. Þarna er lika annar flokkur mynda, þar sem sama stefið i formi og litum birtist á mismun- andi hátt. Mósaik mikil vinna Úti i horni eru tvær mósaik- myndir og það minnir mig á, að Valtýr á mikið mósaikverk i Kennaraskóla tslands. — Jú, það heitir Kosmos og er stærsta verk, sem eftir mig ligg- ur, segir Valtýr. Þetta var geysi- lega mikil vinna, og ég var nærri þvi búinn að drepa mig á þessu. Þetta eru einar 10-11 myndir, sem ég gerði um það leyti, þegar mennirnir voru að byrja að fara út i geiminn, og er þær undir áhrifum af þvi. 1 anddyri skólans er stór mynd 19 fermetrar af himingeimnum og mitt i honum er deyjandi fugl. Þannig komu viðbrögð náttúrunnar við umstangi mannanna i himin- geimnum mér fyrir sjónir. Nú þegar allir óttast megnun, kemur i ljós að ég hef hitt furðu rétt nagl- ann á höfuðið. í skála er siðan önnur stór mynd og á göngum skólans allmargar minni. — Gerirðu mósaikmyndir þin- ar úr islenzkum steinum? — Nær eingöngu. Og efnisöflun og vinnsla er svo erfið, að ég er að heita má hættur að vinna mósaik. Streittist við Þótt Valtýr fjölyrði ekki um ævi sina, get ég þess hér, að hann fæddist i Grenivik en fluttist niu ára gamall suður til Reykjavikur og ólst hér upp. Hann var smástrákur, þegar hann byrjaði að mála, en streittist lengi á móti þvi að snúa sér alveg að myndlist. Vann ýmis störf, stundaði sjó- mennsku, skrifstofustörf, var i Bretavinnu við gerð Reykjavik- urflugvallar. — Ég hafði gaman af þvi að vera til og vildi prófa ýmislegt, og ég sé ekki eftir þvi. Fyrstu myndlistarfræðslu sina hlau,t Valtýr á kvöldnámsskeiði hjá Birni Björnssyni föðurbróður Björns Th. Björnssonar. — Björn var elskulegur maður og gott að „Sanu stefið birtist á mismunaiidi liátt” Þessi mynd fra 1954 cr olik myndum Valtys nu vera hjá honum. Þeir Baldvin og Björn Björnssynir voru báðir málarar. Baldvin var þó virkari sem slikur. Björn var fyrst og fremst teiknari. Það var annar hvor þeirra, sem gerði myndir úr tslendingasögunum, sem fylgdu Teofanisigarettupökkunum i þann tið. Fyrir hagnaðinn af flugvallar- vinnunni fór Valtýr á siðari striðsárunum til verzlunarnáms i Bandarikjunum, en stundaði jafnframt listnám. Grænlandsbakteria Um þetta leyti snéri Valtýr sér að fullu að myndlistinni. Nú tók við timi náms og ferðalaga. En undanfarin 20 ár hefur Valtýr bú- ið i Reykjavik þótt hann ferðist alltaf mikið. Undanfarin ár hefur hann t.d. verið leiðsögumaður i Grænlandsferðum um hásumar- ið. — Ég verð alveg eins og nýsleginn túskildingur að koma þangað og breyta alveg um andrúmsloft. Ég mála daglega og er nokkuð harður við sjálfan mig. Þegar ég er búinn að vera við all- an veturinn er ég búinn að fá nokkuð nóg. Þessar ferðir eru ágætisfri. Ég lyftist allur upp á að koma til Grænlands. Landslagið er stór- kostlega fallegt. Fólkið vekur sifellt meiri áhuga eftir þvi sem maður kynnist þvi betur. Á Græn- landi er eins og maður standi með annan fótinn i steinöldinni en hinn i þeirri tuttugustu. Þetta um- hverfi er mjög örvandi. Mér er nær að halda, að Grænl. hafi oft á tíðum bjargað mér. Ég hef komið þangað algerlega niður- bældur, en þá er eins og maður blossi upp á nýjan leik. Já, ég er sannarlega kominn með Græn- landsbakteriu. Eins og áður sagði vill Valtýr ekki fjölyrða um ævi sina, en seg- ir aðeins: — Ég hef átt ljómandi skemmtilega ævi og vildi ekki skipta á henni fyrir neitt annað. Lifandi listaverk Við snúum okkur því að þvi að ræða um málverkið. — Areiðanlega er það mest mitt eigið sálarlif, sem gerir það að verkum að ég hef skipt um myndastil. Ég er dálitið flöktandi að eðlisfari og get aldrei gert sama hlutinn tvisvar. Listaverk er heldur ekki fyrst og fremst still. Ef það er ekki sprelllifandi er það einskis virði. En þótt listaverk sé lifandi þarf það ekki endilega að þýða, að það séaðgengilegtfyrir aðra en þann, sem gerir það. Þó verða alltaf við og við verk, sem hitta alveg i mark, — eru þannig að fjöldi manna getur ekki hugsað sér annað en lifa i meiri eða minni tengslum við þau. Listamaðurinn er alltof upptek- inn við það, sem hann er að vinna að hverju sinni, til að hann geri sér grein fyrir hvort verk hans hefur þennan eiginleika til að bera. Verkið á hug hans allan frá þvi fyrsta hygmyndin er komin á pappírinn eða léreftið. Og það er aldrei hægt að vita hvort hún verður að einhverju. Það er ekki hægt að skýra það i orðum hvenær ein mynd er búin. Það er ekkert hugtak til yfir það. Listamenn verða til á löngum tima — Það tekur mig alltaf lengri og lengri tima að ljúka við mynd- ir. Ég er með þær mánuðum og árum saman. Þegar ég var yngri var ég fljótari að vinna. En eftir þvi sem árin færast yfir fylgja meiri vandamál minni mynd- sköpun. Það er m.a. vegna þessarar reynslu minnar, að ég hef ekki trú á að myndlistarmenn verði til nema á nokkuð löngum tima. Vissulega geta byrjendur gert aðlaðandi verk og búið yfir þó nokkuð mikilli reynslu. En ég get ekki neitað þvi, að þegar ég hef skoðað verk, sem ég gerði fyrir , kannski 20 árum, hef ég oft orðið alveg hissa á þvi að maður skyldi komast upp með þetta. Þó hef ég orðið ennþá meira hissa, þegar ég hef lesið sumt, sem hefur verið skrifað um þessi verk, og þá sér- staklega erlendis, og hef hugsað með mér, hvað er maðurinn eiginlega að fara? Hitt er annað mál, að mér þótti lofið gott. Og þessi verk voru móðins. Það olli þeim góðu viðtökum, sem þau hlutu. Maður skildi heldur ekki ef maður var skammaður. Og til þess var full ástæða. Var þrúgaður af myndlistarkenningum — Ég get ekki neitað þvi, að ég var i eina tið nokkuð mikið þrúgaður af myndlistarkenning- um, sem ég er búinn að sjá fyrir löngu að voru ágætar að sinu leyti, en stóðu mönnum fyrir þrif- um. Nú hef ég friast af þessu, en hvort það er betra eða verra læt ég ógert að dæma um. Nú vinn ég þannig, að ég hugsa alls ekki um hvort myndir mínar eru nýtizkulegar eða gamaldags. Þannig er ekki hægt að vinna nema vera mjög harður við sjálf- an sig og reyna að kryfja allt til mergjar. Þaðkemuralltbetur og betur i ljós eftir þvi sem maður vinnur meira. Hreinsunareldar — Finnst þér þá þessi gömlu verk þin alls ónýt? — Ekki segi ég það beint. Ég finn ýmislegt i þeim sjálfur. Þarna liggur kannski grunnurinn að verkum minum nú. Ýmislegt er það sama hjá mér nú og þá, en gert á allt annan hátt. Þannig hafa kánnski orðið ýmsar stil- breytingar á löngum tima. Og ef ég er eitthvað i dag byggist það áreiðanlega á fyrri verkum. Það er nauðsynlegt að ganga i gegn- um alls konar hreinsunarelda til að átta sig á hlutunum. Og ég sé ekkert eftir þvi að hafa verið dálitill einstefnumaður á tima- bili. Það þurfti. — En still gerir eitt listaverk hvorki vont né gott, heldur fyrst og fremst það, hvaða árangur felst I verkinu sjálfu. Stiltegundir i listaverkum hafa óneitanlega þvælzt svolitið fyrir almenningi. En ég veit ekki betur en búin hafi verið til ágætis lista- verk i öllum stilum. Við getum tekið leikhúsið sem dæmi. Fjarstæðu- eða absúrdleik- verk eru kannski mestu raun- sæisleikritin. Það þarf ekki annað en að ganga á götu og heyra á tal fólks til að komast að raun um það. Og hér á ég ekki við neina sérstaka götu eða sérstakt fólk, þetta er alls staðar i kringum mann. — Hvað áttu við með að það hafi verið nauðsynlegt að vera einstefnumaður? Septembersýningin — Jú, sjáðu til. Nú eru t.d. 25 ár liðin siðan fyrsta september- sýningin var haldin. Þær urðu alls fjórar og höfðu geysilega mikil áhrif, sem enn gætir i islenzku menningarlifi. Við ættum áreiðanlega ekki eins fjölskrúð- uga myndlist nú og raunin er, ef við hefðum ekki staðið i þessu braski. — Hverjir voru það? — Það voru Gunnlaugur Scheving, Nina Tryggvadóttir, Snorri Arinbjarnar, Sigurjón og Tove Ólafsson, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Daviðs- son, Kjartan Guðjónsson og ég. Einhverjir bættust i hópinn seinna, Hjörleifur Sigurðsson, Karl Kvaran og Guðmunda Andrésdóttir. Það gekk mikið á út af þessum sýningum, ekki sizt þeirri fyrstu og kom til alls konar átaka. Við vorum taldir mestu óþurftar- menn. Þetta er gömul saga og þaö var eðlilegt að fólk gæti ekki tekið þessu. Sýningarnar brutu alger- lega I bága við þær hugmyndir, sem fólk hafði um myndlist. Þarna hófst alveg nýtt timabil i Islenzkri myndlistarsögu, sem ekki er útrunnið enn. Almenningur var á þessum tima mjög ánetjaður landslagi I málverkum. Það gekk jafnvel svo langt, að menn vildu ekki sjá mynd eftir Kjarval nema hún væri máluð á staðnum, sem hún var af. Snorri Arinbjarnar átti i erfiðleikum með að koma út báta- myndum sinum. Þær þóttu „afstrakt”. Eins var um Gunn- laug Scheving, sem var að byrja að mála sjómennina sina. Og hús máttu helzt ekki sjást á myndum. Landslagsmálararnir höfðu ómetanlega þýð- ingu fyrir íslenzkt menningariif — Var þessi landslagsdýrkun islenzkt fyrirbrigði? — Eiginlega ekki, þó einna mest hafi borið á henni hér. Á Norðurlöndum voru t.d. alla tið málaðar uppstillingar og innan- hússmyndir. En það hefur alltaf verið búið mjög mikið til af landslagi I myndlist. Og fyrstu málarar okk- ar á þessari öld unnu gott verk þegar þeir bentu þjóðinni á, að hún byggi i fallegu landi. Þetta hafði geysimikla þýðingu fyrir islenzkt menningarlif. Málararn- ir kenndu þjóðinni að meta sitt eigið land og hafi þeir eilifa þökk fyrir. Hinsvegar gekk landslagsdýrk- unin nokkuð langt á tima. Og var jafnvel slæmum landslagsmynd- um hossað meira en góðu hófi gegndi. — Hvað telur þú hafi valdið, að þessir málarar máluðu fyrst og fremst landslag? — Islenzk náttúra er afar áhrifamikil og ég býst við, að þegar þeir voru búnir að vera er- lendis, hafi þeir kunnað betur að meta hana en áður. Óneitanlega er landslag hér lika myndrænt, hraunin, lögun fjallanna, o.s.frv. I sumum löndum er náttúran hinsvegar þannig, að ég skil ekki að hún geti haft þau áhr. á nokk- urn mann að hann langi til að búa til mynd. — Máluðu kennarar þessara manna landslag? Rætt við Valtý Pétursson málara, formann Félags íslenzkra myndlistarmanna > Valtýr Pétursson i vinnustofu sinni — Jón Stefánsson lærði hjá Matisse, sem málaði sáralitið af landslagi. Ég veit ekki um kenn- ara hinna, Kjarvals, Ásgrims og Þórarins B. Þorlákssonar. Senni- lega hafa þeir málað i gamla aka- demiska stilnum, sem var að deyja um þetta leyti. Hann var eins konar eftirlegukind frá natúralisma Rousseau. Samkvæmt honum var landslags- málverk háð föstum reglum og skorðum. Það var eins konar brún sósa, sem hver iðnaðarmað- ur, sem kunni sitt fag hefði getað gert. En á námstima þeirra var impressionisminn að koma fram og málarar farnir að brjóta öll lögmál. Þá var sagt við einn mál- ara: „Eruð þér einn af þeim, sem mála hvitt?” af þvi að hann málaði ekki i brúna stilnum. Þau forréttindi að hlaupa fyrir björg List þarf að taka snöggum breytingum ef hún á að lifa. Þró- unin leiðir af sér hinn eina rétta sannleik og án hennar næst eng- inn árangur. Þessvegna eru öfga- stefnur nauðsynlegar. Þær vekja fólk af dvalanum. Og þetta siast allt á sinum tima. Það er engin listastefna til svo vitlaus, að hún hafi ekki leitt af sér eitthvað gott. Annað mál er hve margar þeirra lifa lengi. En það þarf að hræra i hafragrautnum svo hann brenni ekki við. Ég hef lítið gaman af þvi, sem margir þeir, sem kenna sig við myndlist, hafa verið að gera á siðustu árum og tel verk þeirra ekki myndlist. En það kemur eflaust til með að hafa þýðingu þótt það höfði ekki til min. Ýmislegt annað hefur verið gert, sem mér finnst ágætt, þótt það sé enginn endanlegur sann- leikur. Það er mjög langt frá þvi. Það eru mestu forréttindi, sem hægt er að hugsa sér, sem lista- menn njóta, að hafa leyfi til að hlaupa fyrir björg. En þeir verða bara að koma standandi niður. Þeir listamenn, sem aldrei stökkva fyrir björg, — hreyfa sig aldrei, — þeir eru farnir að eldast anzi mikið og farið úr þeim mesta púðrið. Mér finnst harla fáránlegt þegar listamenn á seinni hluta 20. aldar halda, að starfsbræður þeirra hafi eyðilagt orðstir þeirra. Við skulum taka Rembrandt sem dæmi. A hans dögum voru um 6000 aðrir málar- ar i Amsterdam einni. 1 gegnum alla myndlistarsögu Hollands, sem þó er geysi-glæsileg, þekkir maður engin 6000 nöfn. Og hvað skyldu mörg tónskáld hafa skrif- að músik við hliðina á Mozart. Það er hinsvegar ekkert við þvi að segja að ungir listamenn séu óánægðir. Þeir eiga að vera það. Annars væri ekkert, sem ræki þá áfram til að róta upp I tilverunni. Listamaðurinn á ekki að vera dús við þjóðfélagið, og samtiðin á ekki heldur að vera i sátt við hann. En þetta batnar allt saman eins og sjúklingi sem fer til tannlæknis. Eftir skúr kemur skin. Timamyndir Gunnar. Agnúar smá- þjóðfélags — Þú hefur skrifað myndlistar- gagnrýni, hvernig féll þér það? — Siöur en svo vel. Það var ekkert gamanmál. En ástæðan var sú, að einhver þurfti að gera þetta. Það er hérumbil ógerning- ur að skrifa gagnrýni i svona litlu þjóðfélagi, en það verður nú aö gerast samt. Ef fólki llkar ekki eitthvað, sem gagnrýnandi skrif- ar, er það oft skoðað sem árás á heila ætt. Og oft hef ég rekið mig á, að menn gera sig bókstaflega að fifli vegna skrifa ritdómara. Ég hef verið mjög ánægður með að vera á annarri skoðun en margir aðrir. Ég tel eðlilegt að gagnrýnandi sé það og hann eigi að vera það. — Þú ert íormaöur Félags islenzkra myndlistarmanna, er ekki svo? — Jú, ég er það núna, og hef verið I stjórn félagsins i yfir 20 ár. Það er alltaf verið að skamma Framhald á bls. 19 Kosmos, stærsta verkið i myndskreytingu Valtýs í Kennaraskólanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.