Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 10. október 1972. Einstefna var nauðsyn ¦¦¦¦i Þessi niynd frá l!)54 ör ólik myndum Valtýs nú „Saiúii strfio birtist á mismunandi hátt' — Spurðu mig heldur um sjálft málverkið. Ævisaga min er hvort sem er svo lygileg, að það trúir henni ekki nokkur maður. En Þingeyingur er ég og ekkert ann- að. Þessi orð sagði Valtýr Péturs- son listmálari við blaðamann Timans i forvitnisferð i vinnust. hans við Vesturgötu nú fyrir skömmu. 1 þessu húsi. hefur Valtýr starfað um 20 ára skeið og stofan er full af myndum. Þær nýjustu eru i brúnum og gulum litum, sem ýmist blossa upp eða hverfa næralveg. —Þetta er einn myndaflokkur, segir Valtýr. — Ég var að ljúka við þessa mynd i morgun, — en það getur svo sem vel verið að ég byrji á henni aftur á morgun. Þarna er lika annar flokkur mynda, þar sem sama stefið i formi og litum birtist á mismun- andi hátt. Mósaík mikil vinna Úti i horni eru tvær mósaík- myndir og það minnir mig á, að Valtýr á mikið mósaikverk i Kennaraskóla tslands. — Jú, það heitir Kosmos og er stærsta verk, sem eftir mig ligg- ur, segir Valtýr. Þetta var geysi- lega mikil vinna, og ég var nærri þvi búinn að drepa mig á þessu. Þetta eru einar 10-11 myndir, sem ég gerði um það leyti, þegar mennirnir voru að byrja að fara út i geiminn, og er þær undir áhrifum af þvi. í anddyri skólans er stór mynd 19 fermetrar af himingeimnum og mitt i honum er deyjandi fugl. Þannig komu viðbrögð náttúrunnar við umstangi mannanna - i himin- geimnum mér fyrir sjónir. Nú þegar allir óttast megnun, kemur i ljós að ég hef hitt furðu rétt nagl- ann á höfuðið. 1 skála er siöan önnur stór mynd og á göngum skólans allmargar minni. — Gerirðu mósaikmyndir þin- ar úr islenzkum steinum? — Nær eingöngu. Og efnisöflun og vinnsla er svo erfið, að ég er að heita má hættur að vinna mósaik. Streittist við Þótt Valtýrfjölyrði ekki um ævi sina, get ég þess hér, að hann fæddist i Grenivfk en fluttist niu ára gamall suður til Reykjavikur og ólst hér upp. Hann var smástrákur, þegar hann byrjaði að mála, en streittist lengi á móti þvi að snúa sér alveg að myndlist. Vann ýmis störf, stundaði sjó- mennsku, skrifstofustörf, var i Bretavinnu við gerð Reykjavik- urflugvallar. — Ég hafði gaman af þvi að vera til og vildi prófa ýmislegt, og ég sé ekki eftir þvi. Fyrstu myndlistarfræðslu sina hlaut! Valtýr' á kvöldnámsskeiði hjá Birni Björnssyni föðurbróður Björns Th. Björnssonar. — Björn var elskulegur maður og gott að vera hjá honum. Þeir Baldvin og Björn Björnssynir voru báðir málarar. Baldvin var þó virkari sem slikur. Björn var fyrst og fremst teiknari. Það var annar hvor þeirra, sem gerði myndir úr Islendingasögunum, sem fylgdu Teofanisigarettupökkunum i þann tið. Fyrir hagnaðinn af flugvallar- vinnunni fór Valtýr á siðari striðsárunum til verzlunarnáms i Bandarikjunum, en stundaði jafnframt listnám. Grænlandsbakteria Um þetta leyti snéri Valtýr sér að fullu að myndlistinni. Nú tók við timi náms og ferðalaga. En undanfarin 20 ár hefur Valtýr bú- ið i Reykjavik þótt hann ferðíst alltaf mikið. Undanfarin ár hefur hann t.d. verið leiðsögumaður i Listamenn verða til á löngum tima — Það tekur mig alltaf lengri og lengri tima að ljúka við mynd- ir. Eg er með þær mánuðum og árum saman. Þegar ég var yngri var ég fljótari að vinna. En eftir þvi sem árin færast yfir fylgja meiri vandamál minni mynd- sköpun. Það er m.a. vegna þessarar j reynslu minnar, að ég hef ekki trú á að myndlistarmenn verði til nema á nokkuð löngum tima. Vissulega geta byrjendur gert aðlaðandi verk og búið yfir þó nokkuð mikilli reynslu. En ég get ekki neitað þvi, að þegar ég hef skoðað verk, sem ég gerði fyrir, ' kannski 20 árum, hef ég oft orðið alveghissa á þviað maður skyldi komast upp með þetta. Þó hef ég Rætt við Valtý Pétursson málara, formann Félags íslenzkra myndlistarmanna ,Eg lauk við þessa mynd f morgun, en kannski byrja ég strax á henni aftur". Grænlandsferðum um hásumar- ið. — Ég verð alveg eins og nýsleginn túskildingur að koma þangað og breyta alveg um andrúmsloft. Ég inála daglega og er nokkuð harður við sjálfan mig. Þegar ég er búinn að vera við all- an veturinn er ég búinn aö fá nokkuð nóg. Þessar ferðir eru ágætisfri. Ég lyftist allur upp á að koma til Grænlands. Landslagið er stór- kostlega fallegt. Fólkið vekur sifellt meiri áhuga eftir þvi sem maður kynnist þvi betur. Á Græn- landi er eins og maður standi með annan fótinn i steinöldinni en hinn i þeirri tuttugustu. Þetta um- hverfi er mjög örvandi. Mér er nær að halda, að Grænl. hafi oft á tiðum bjargað mér. Ég hef komið þangað algerlega niður- bældur, en þá er eins og maður blossi upp á nýjan leik. Já, ég er sannarlega kominn með Græn- landsbakteriu. Eins og áður sagði vill Valtýr ekki fjölyrða um ævi sina, en seg- ir aðeins: — Ég hef átt ljómandi skemmtilega ævi og vildi ekki skipta á henni fyrir neitt annað. Lifandi listaverk Við snúum okkur þvi að þvi að ræða um málverkið. — Areiðanlega er það mest mitt eigið sálarlíf, sem gerir það að verkum að ég hef skipt um myndastil. Ég er dálitið flöktandi að eðlisfari og get aldrei gert sama hlutinn tvisvar. Listaverk er heldur ekki fyrst og fremst stfll. Ef það er ekki sprelllifandi er það einskis viröi. En þótt listaverk sé lifandi þarf það ekki endilega að þýða, að það séaðgengilegtfyrir aðra en þann, sem gerir það. Þó verða alltaf við og við verk, sem hitta alveg i mark, — eru þannig að fjöldi manna getur ekki hugsað sér annað en lifa i meiri eða minni tengslum við þau. Listamaðurinn er alltof upptek- inn við það, sem hann er að vinna að hverju sinni, til að hann geri sér grein fyrir hvort verk hans hefur þennan eiginleika til að bera. Verkið á hug hans allan frá þvi fyrsta hygmyndin er komin á pappirinn eða léreftið. Og það er aldrei hægt að vita hvort hún verður að einhverju. Það er ekki hægt að skýra það i orðum hvenær ein mynd er biiin. Það er ekkert hugtak til yfir það. orðið ennþá meira hissa, þegar ég hef lesið sumt, sem hefur verið skrifað um þessi verk, og þá sér- staklega erlendis, og hef hugsað með mér, hvað er maðurinn eiginlega að fara? Hitt er annað mál, að mér þótti lofið gott. Og þessi verk voru móðins. Það olli þeim góðu viðtökum, sem þau hlutu. Maður skildi heldur ekki ef maður var skammaður. Og til þess var full ástæða. Var þrúgaður af myndlistarkenningum — Ég get ekki neitað þvi, að ég var i eina tið nokkuð mikið þrúgaður af myndlistarkenning- um, sem ég er búinn að sjá fyrir löngu að voru ágætar að sínu leyti, en stóðu mönnum fyrir þrif- um. Nú hef ég friast af þessu, en hvort það er betra eða verra læt ég ógert að dæma um. Nú vinn ég þannig, að ég hugsa alls ekki um hvort myndir minar eru nýtizkulegar eða gamaldags. Þannig er ekki hægt að vinna nema vera mjög harður við sjálf- an sig og reyna að kryfja allt til mergjar. Þaðkemurallt betur og betur i ljós eftir þvi sem maður vinnur meira. Hreinsunareldar — Finnst þér þá þessi gömlu verk þin alls ónýt? — Ekki segi ég það beint. Ég finn ýmislegt i þeim sjálfur. Þarna liggur kannski grunnurinn að verkum minum nú. Ýmislegt er það sama hjá mér nú og þá, en gert á allt annan hátt. Þannig hafa kánnski orðið ýmsar stil- breytingar á löngum tima. Og ef ég er eitthvað i dag byggist það áreiðanlcga á fyrri verkum. Það er nauðsynlegt að ganga i gegn- um alls konar hreinsunarelda til að átta sig á hlutunum. Og ég sé ekkert eftir þvi að hafa verið dálitill einstefnumaður á tima- bili. Það þurfti. — En still gerir eitt listaverk hvorki vont né gott, heldur fyrst og fremst það, hvaða árangur felst i verkinu sjálfu. Stiltegundir i listaverkum hafa óneitanlega þvælzt svolitið fyrir almenningi. En ég veit ekki betur en búin hafi verið til agætis lista- verk i öllum stilum. Við getum tekið leikhúsið sem dæmi. Fjarstæðu- eða abstirdleik- verk eru kannski mestu raun- sæisleikritin. Það þarf ekki annað en að ganga á götu og heyra á tal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.