Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 10. október 1972. TÍMINN 11 *"¦¦ fólks til að komast aö raun um það. Og hér á ég ekki við neina sérstaka götu eða sérstakt fólk, þetta er alls staðar i kringum mann. — Hvað áttu við með að það hafi verið nauðsynlegt að vera einstefnumaður? Septembersýningin — Jú, s.jáðu til. Nú eru t.d. 25 ár liðin siðan fyrsta september- sýningin var haldin. bær urðu alls fjórar og höfðu geysilega mikil áhrif, sem enn gætir i islenzku menningarlifi. Við ættum áreiðanlega ekki eins fjölskrúð- uga myndlist nú og raunin er, ef við hefðum ekki staðið i þessu braski. — Hverjir voru það? — Það voru Gunnlaugur Scheving, Nina Tryggvadóttir, Snorri Arinbjarnar, Sigurjón og Tove ólafsson, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðs- son, Kjartan Guðjónsson og ég. Einhverjir bættust i hópinn seinna, Hjörleifur Sigurðsson, Karl Kvaran og Guðmunda Andrésdóttir. Það gekk mikið á út af þessum sýningum, ekki sizt þeirri fyrstu og kom til alls konar átaka. Við vorum taldir mestu óþurftar- menn. Þetta er gömul saga og það var eðlilegt að fólk gæti ekki tekið þessu. Sýningarnar brutu alger- lega i bága við þær hugmyndir, sem fólk hafði um myndlist. Þarna hófst alveg nýtt timabil i Islenzkri myndlistarsögu, sem ekki er útrunnið enn. Almenningur var á þessum tima mjög ánetjaður landslagi I málverkum. Það gekk jafnvel svo langt, að menn vildu ekki sjá mynd eftir Kjarval nema hún væri máluð á staðnum, sem hún var af. Snorri Arinbjarnar átti i erfiðleikum með að koma út báta- myndum sinum. Þær þóttu „afstrakt". Eins var um Gunn- laug Scheving, sem var að byrja að mála sjómennina sina. Og hús máttu helzt ekki sjást á myndum. Landslagsmálararnir höfðu ómetanlega þýð- ingu fyrir íslenzkt menningarlif — Var þessi landslagsdýrkun islenzkt fyrirbrigði? — Eiginlega ekki, þó einna mest hafi borið á henni hér. A Norðurlöndum voru t.d. alla tið málaðar uppstillingar og innan- hússmyndir. En það hefur alltaf verið buið mjög mikið til af landslagi i myndlist. Og fyrstu málarar okk- ar á þessari öld unnu gott verk þegar þeir bentu þjóðinni á, að hún byggi i fallegu landi. Þetta hafði geysimikla þýðingu fyrir islenzkt menningarlif. Málararn- ir kenndu þjóðinni að meta sitt eigið land og hafi þeir eilifa þökk fyrir. Hinsvegar gekk landslagsdýrk- unin nokkuð langt á tima. Og var jafnvel slæmum landslagsmynd- um hossað meira en góðu hófi gegndi. — Hvað telur þú hafi valdið, að þessir málarar máluðu fyrst og fremst landslag? — Islenzk náttúra er afar áhrifamikil og ég býst við, að þegar þeir voru búnir að vera er- lendis, hafi þeir kunnað betur að meta hana en áður. Óneitanlega er landslag hér lika myndrænt, hraunin, lögun fjallanna, o.s.frv. í sumum löndum er náttúran hinsvegar þannig, að ég skil ekki að hún geti haft þau áhr. á nokk- urn mann að hann langi til að búa til mynd. — Máluðu kennarar þessara manna landslag? Valtýr Pétursson í vinnustofu sinni — Jón Stefánsson lærði hjá Matisse, sem malaði sáralftið af landslagi. Ég veit ekki um kenn- ara hinna, Kjarvals, Ásgrims og Þórarins B. Þorlákssonar. Senni- lega hafa þeir málað i gamla aka- demlska stflnum, sem var að deyja um þetta leyti. Hann var eins konar eftiríegukind frá natúralisma Rousseau. Samkvæmt honum var landslags- málverk háð föstum reglum og skorðum. Það var eins konar brún sósa, sem hver iðnaðarmað- ur, sem kunni sitt fag hefði getað gert. En á námstima þeirra var impressionisminn að koma fram og málarar farnir að brjóta öll lögmál. Þá var sagt við einn mál- ara: „Eruð þér einn af þeim, sem mála hvítt?" af þvi að hann málaði ekki I brúna stilnum. Þau forréttindi að hlaupa fyrir björg List þarf að taka snöggum breytingum ef hún á að lifa. Þró- unin leiðir af sér hinn eina rétta sannleik og án hennar næst eng- inn árangur. Þessvegna eru öfga- stefnur nauðsynlegar. Þær vekja fólk af dvalanum. Og þetta slast allt á sinum tima. Það er engin listastefna til svo vitlaus, að hún hafi ekki leitt af sér eitthvað gott. Annað mál er hve margar þeirra lifa lengi. En þaðþarf að hræra i hafragrautnum svo hann brenni ekki við. Ég hef lítið gaman af þvi, sem margir þeir, sem kenna sig við myndlist, hafa verið að gera á siðustu árum og tel verk þeirra ekki myndlist. En það kemur eflaust til með að hafa þýðingu þótt það höfði ekki til min. Ýmislegt annað hefur verið gert, sem mér finnst ágætt, þótt það sé enginn endanlegur sann- leikur. Það er mjög langt frá þvi. Það eru mestu forréttindi, sem hægt er að hugsa sér, sem lista- menn njóta, að hafa leyfi til að hlaupa fyrir björg. En þeir verða bara að koma standandi niður. Þeir listamenn, sem aldrei stökkva fyrir björg, — hreyfa sig aldrei, — þeir eru farnir aö eldast anzi mikið og farið Ur þeim mesta púðrið. Mér finnst harla fáránlegt þegar listamenn á seinni hluta 20. aldar halda, að starfsbræður þeirra hafi eyðilagt oröstír þeirra. Við skulum taka Rembrandt sem dæmi. A hans dögum voru um 6000 aðrir málar- ar I Amsterdam einni. I gegnum alla myndlistarsögu Hollands, sem þó er geysi-glæsileg, þekkir maður engin 6000 nöfn. Og hvaö skyldu mörg tónskáld hafa skrif- að músik við hliðina á Mozart. Það er hinsvegar ekkert við þvl að segja að ungir listamenn séu óánægðir. Þeir eiga að vera það. Annars væri ekkert, sem ræki þá áfram til að róta upp i tilverunni. Listamaðurinn á ekki að vera dús við þjóðfélagið, og samtiðin á ekki heldur að vera i sátt við hann. En þetta batnar allt saman eins og sjúklingi sem fer til tannlæknis. Eftir skilr kemur skin. Timamyndir Gunnar. Agnúar smá- þjóðfélags — Þú hefur skrifað myndlistar- gagnrýni, hvernig féll þér það? — Siður en svo vel. Það var ekkert gamanmál. En ástæðan var sú, að einhver þurfti að gera þetta. Það er hérumbil ógerning- ur að skrifa gagnrýni I svona litlu þjóðfélagi, en það verður nú að gerast samt. Ef fólki lfkar ekki eitthvaö, sem gagnrýnandi skrif- ar, er þaö oft skoðað sem árás á heila ætt. Og oft hef ég rekið mig á, að menn gera sig bókstaflega að fifli vegna skrifa ritdómara. Ég hef verið mjög ánægður meö að vera á annarri skoðun en margir aðrir. Ég tel eðlilegt aö gagnrýnandi sé það og hann eigi að vera það. — Þú ert formaður Félags islenzkra myndlistarmanna, er ekki svo? — Ju, ég er það núna, og hef veriö i stjórn félagsins i yfir 20 ár. Það er alltaf verið að skamma Framhald á bls. 19 :. í r jæm&gj ¦ Kosmos, stærsta verkið í myndskreytingu Valtýs í Kennaraskólanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.