Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 10. október 1972. TÍMINN 13 Lítiíl árangur af land- helgisviðræðunum Yfirlitsmynd af Eyjabakkajökli og umhverfi. Jökull Framhald af bls. 1. Þar sem við komum að jöklin- um, var hár aurhryggur, og var jökullinn, sem skreið fram, á leið upp hrygginn. En við upptök Jökulsár i Fljótsdal er sléttlendi, og þar veltur sporðurinn fram. Framskriðið jafnt og linnulaust Frá Snæfelli að Eyjabakkajökli eru um seytján kilómetrar. Hefur jökullinn dregizt til baka — hörf- að sem kallað er — undanfarin ár. Það land, sem næst honum er, hefur áður verið jökli hulið. Nú mun jökullinn hylja þetta land á ný, að minnsta kosti að talsverðu leyti, ef framskrið hans stöðvast ekki fljótlega. Mátti glögglega sjá, hvernig jakarnir óku á undan sér jókulleirnum, og var fram- skriðið svo jafnt og stöðugt, að si- fellt hrundi úr leirhaugunum. Völundur Jóhannesson á Egils- stöðum miðaði og myndaði af- stöðu jökulrandarinnar, sam- kvæmt fyrirmælum frá Sigurjóni Rist vatnamælingamanni, svo að unnt sé að gera sér óyggjandi grein fyrir þvi, hversu langt jökullinn skriður fram hér eftir. Athygli vakti, að enginn snjór hefur fallið þarna inn frá. Jörð var alauð, og rétt við jökulinn fundum við útsprunginn snæ- steinbrjót. Bleikja Framhald af bls. 1 bleikjur, og eitthvað viðlika i haust. Fimmtiu fiska merkti Jón Kristjánsson, og af endur- heimtum dregur hann þá álytkun, að i sumar hafi verið i vatninu 30-45 þús. bleikjur af veiðanlegri stærð. Telur hann, að heildarveiði sé nú orðin um fimmtiu prósent, og slik veiði sé æskileg og nauðsynleg til þess að stofninum vegni vel. MIKIL NETAVEIÐI A RIÐSTÖÐVUNUM AÐUR FYRR Áður fyrr var mikil neta- veiði stunduð i Meðalfellsvatni á haustin, þegar bleikjan gekk á riðstöðvarnar. — Hér á Meðalfelli veiddust i kringum sex hundruð bleikj- ur á dag i þrjár vikur, sagði Gisli. En auk þess var veiði stunduð á fjórum eða fimm bæjum öðrum, og þó að helztu riðstöðvarnar séu liklega fyrir landi Meðalfells, þá hefur það dregið sig saman, er aðrir veiddu. Af þessu má ráða, að drjúgt hefur verið veitt i vatn- inu. Svo þokuðu netin fyrir stöngunum — haustveiðin á riðstöðvunum féll niður. En það er af bleikjunni að segja, að hún tekur dræmt, og þess vegna er ekki óliklegt, að henni hafi fjölgað óhóflega i hlutfalli við ætið, er netin voru úr sögunni. — Sé þessu svona varið, virðist eins og einhverja neta- veiði þurfi að viðhafa, ef nýta á vatnið á haganlegasta hátt, bætti Gisli við. En það gæti þá lika orðið til þess að efla einn þátt niðursuðuiðnaðarins og auka útflutning á eftirsóttri vóru. — JH. Nú heita sæðinga- menn frjótæknar — Hafa stofnað félag SB-Reykjavík Nú heita sæðingamenn ekki sæðingamenn lengur, heldur frjó- tæknar og stofnuðu þeir um helg- ina með sér Frjótæknafélag is- lands. Nú eru liðin um 25 ár siðan farið var að tæknifrjóvga kýr hér á landi og starfa nú við það 40-50 manns. Að sögn formanns hins nýstofn- aða félags, Ófeigs Gestssonar á Hvanneyri, var félagið stofnað svo að menn gætu hitzt og borið saman bækur sinar eins og geng- ur, en einnig er mikil þörf á að samræma launin, sem eru ákaf- lega misjöfn um landið, þar sem samið hefur verið við hvert búnaðarsamband fyrir sig. Frjótæknar fá sent djúpfryst sæði frá Hvanneyri og Laugar- dælum. Búnaðarfélag tslands sér um svæðið frá Gullbringu- og Kjósarsýslu, vestur, norður og austur um land að V-Skaftafells Styrkja aldraða Þingeyingc SB-Reykjavík Um mánaðamótin var stofnað á Húsavik styrktarfélag aldraðra i Þingeyjarsýslu. Starfssvið félagsins eru Þingeyjarsýslur og Húsavikurkaupstaður. Félagið er öllum opið og er markmið þess að stuðla að bættri aðbúð aldraðra. Samþykkt var á stofnfundinum að beita sér fyrir byggingu dvalar- og hjúkrunaraðstöðu fyrir aldraða. Fáist landrými og heimildir er stefnt að þvi að undirbúningi undir byggingar- framkvæmdir verði lokið i vetur. Þá munfélagið leitast við að hefja i vetur félagslega starfsemi meðal aldraðra i héraðinu. For- maður stjórnar félagsins er Bjö'rn Friðfinnsson, Mývatnssveit. Iþróttir Framhald af bls. 16. Þá tekur Vikingsliðið smá- skorpu og jafnar 6:6 og Jón Sigurðsson kemur liðinu yfir 6:7. Trausti jafnar 7:7 og Þróttur bæt- ir við tveimur mörkum, sem Guð- mundur Jóhannesson og Svein- laugur Kristjánsson skora. Einar Magnússon skorar 9:8 og jafnar úr vitakasti 9:9 og voru þá sex min. eftir. Halldór Bragason skorar fyrir Þrótt, en Einar jafn- ar 10:10, þegar ein min. var til leiksloka, og lauk leiknum þann- ig- Vikingsliðið, sem nýkomið er nú keppnisferðalagi, kom á óvart fyrir frekar lélegan leik. Það virðisteinkenna Vikingsliðið, eins- og önnur 1. deildarlið, sem leika i Reykjavikurmótinu, að það rikir algjört skipulagsleysi i leik liö- anna, og leikur þeirra einkennist af ljótum misgripum. SOS. sýslu. Þar taka siðan Árnesingar við og sjá um Suðurlandið. Ófeigur sagði, að starf frjó- tæknis væri svipað og héraðs- læknis, hann þyrfti alltaf að vera til taks, þvi kýr spyrðu ekki, hvort hátíðisdagur væri eða ekki. Annasamasti timinn væri vetur- inn og fram á sumar, en minnst væri um á haustin. — Það kemur vafalaust illa við nokkra bændur, að við komum saman um helgina til að halda stofnfundinn, sagði Ófeigur. Frjótæknar þurfa að hafa bú- fræðimenntun og þeim gefst kost- ur á framhaldsnámskeiðum á Norðurlöndum. Engin kona er enn i stéttinni hérlendis, en viða erlendis eru konur frjótæknar. Auk Ófeigs eru I stjórn Frjó- tæknafélagsins þeir Finnbogi Arndal, Ardal, Grétar Vigfússon, Húsatóftum og Bjarni Einarsson, Hæli. Þó-Reykjavík Lúðvik Jósefsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði i gær, að það væri sitt álit, að litill, sem enginn árangur hefði náðst i viðræðunum við brezku sendinefndina, sem Ih'm' var i síðustu viku til að ræða um landhelgismálið. — Þessi orð U'i Ltíðvik falla á blaðamanna- fundi i gær. Ráðherra sagði, að Bretarnir hefðu ekki talið sig geta rætt tvö þýðingarmikil mál, sem Is- Íendingar hafa lagt mikla áherzlu á, en það er fjöldi skipa og fram- kvæmd með eftirliti á miðunum. — Bretar gerðu nú nokkra grein fyrir afstöðu sinni til veiðisvæða. Lögðu þeir fram hugmyndir, sem eru algjörlega óaðgengilegar fyr- ir Islendinga. Lúðvik sagði, að afstaða Is- lendinga væri sú, að þeir réðu hvaða tegundir skipa fengju að stunda veiðar innan 50 mílna markanna, og hvers konar skip það væru. Enda væri það ætlunin með útfærslu landheiginnar, að draga úr veiðunum, fækka skip- um og útiloka stærstu veiðiskipin. Bretar vildu ekkert ræða um skipin, en hinsvegar ræddu þeir um veiðisvæðin, sem hugmyndin var að yrðu sex talsins.Komu Bretar með tvær hugmyndir. önnur var sú, að 5 yrðu opin og 1 lokað, en hin gerði ráð fyrir að 3 yrðu opin og 3 lokuð. Islenzka til- iagan gerir hinsvegar ráð fyrir 2 opnum veiðisvæðum og 4 lokuð- um. Þá vilja Bretar aö þessi veiðisvæði eigi að ná alveg upp að 12 sjómilna mörkunum, en ts- lendingar hafa aðeins gert ráð fyrir þvi, að það yrði á 2-3 svæð- anna. — Vegna þessa m.a. sagði Lúðvik ,,þá tel ég fyrir mitt leyti tilgangslaust að halda viðræðun- um áfram eins og málin standa i dag. Og ég get ekkert sagt um ••-"mhald þeirra, ef ekki koma fram nyjai tillögur, en Bretar verða að stiga næsta skrefið." Lúðvik Jósepsson sagði, að hann gæti ekkert sagt um, hvort varðskipin myndu nú herða að- gerðir sinar, enda væri það ekki i sinum verkahring. Hinsvegar sagðist hann ekkert vera hræddur um að við myndum ekki sigra I þessari deilu. Brezku togararnir væru nú reknir með miklum tap- rekstri, þeir fiskuðu litið, væru hræddir og á slfelldum flótta. Nú væri farið að hausta, og haust- og vetrarveðrin ættu eftir að hjálpa okkur. Lúðvik sagöi, að hann gæti ekki neitað þvi, að viðræðunefndirnar hefðu orðið sammála Aim nokkur atriði, eins og t.d. að Bretar gætu haldið á lofti sinni skoðun varð- andi rétt strandrikis, ef úr samn- ingum yrði. Þá kom fram hjá ráðherra, að á árinu 1971 stunduðu 195 brezkir togarar veiðar við íslendsstrend- ur, en þó ekki samfellt«llt árið um kring. Af þessum flota voru 30 frystitogarar og nokkrir verk- smiðjutogarar, þó nokkrir togar- anna voru yfir 800 tonn, en hug- myndin er, ef úr samningum verður, að útilo^a þá af tslands- miðum. Arið 1971 minnkaði þorskafli ts- lendinga um 18% frá árinu áður og fyrstu 8 mánuði þessa árs minnkaði hann um 16%. Þannig, að þorskaflinn hefur minnkað um 30% frá þvi á árinu 1970. Grein Inga Framhald- af bls. 9. legan árangur, stendur þó bændastéttin höllum fæti. Menn hefja naumast búskap vegna gróðavonar eða hóg- lifisþarfa. Mcnn vænta ekki mánaðar sumarfris eða 40 stunda vinnuviku, þar sem einyrkjahjón þurfa að sinna stóru ln'ii alla daga ársins. En menn gcta vænzt nokkurs athafnafrelsis við búskapinn og fá oft tækifæri til að fegra umhverfi sitt og bæta landið. Hið rótgróna bóndaeðli islend- ingsin's og átthagatryggð niiiiiii þó flestu öðru fremur hafa viðhaldið byggðinni eins og hún nú cr i landinu. oiiiiur tveggja Boeing-727 þota F.t. Sólfaxi. i dag verður hún röntgenskoðuð cftir fullkomnasta kerfi, sem þekkist i heiminum. Fl tekur upp nýtt skoðunarkerfi á Boeing-vélum sinum Sólfaxi röntgenmyndaður Stp-Reykjavik Stöðugt er unnið að þvi að auka tæknibúnað og öryggi flugvéla. Stærri flugfélögin, sem mörg eru heil risaveldi út af fyrir sig, hafa i þjónustu sinni fjölda tækni- og visindamanna, er sleitulaust vinna að þvi að finna upp ný tæki og nýjar vinnuaðferðir og auka vinnuhagræðingu. Allt er þetta gert i þágu öryggis, betri reksturs flugfara, og þar með i þágu far- þega á hinum ýmsu fiugleiðum. Þrátt fyrir að Flugfélag tslands sé smátt á heimsmælikvarða, hefur það reynt að fylgjast með þvi, sem á döfinni er í flugvéla- iðnaðinum. Flugfélagið hefur nú eignazt tvær hraðskreiðar og ný- tizkulegar þotur, Boeing-727, sem mikið eru notaðar af flugfélögum um allan heim i dag. Tæknilegar vélar sem þessar krefjast itar- legra og reglulegra skoðana, þrautprófaðra af sérfræðingum. Fyrir nokkru var innleidd ný undirdeild i Tæknideild F.t. verkfræðideild, sem gegnir þvi hlutverki, að innleiða nýja tækni I skoðunum á þotum félagsins, og afla þeirra áhalda, er með þarf, til þess aö allar skoðanir á þotum geti farið fram hér heima á verkstæðum félags- ins. Flugfélag tslands hefur i þessu sambandi gert samning við National Airlines, og hefur tekið upp skoðunarkerfi þeirra á Boeing-727. Hefur félagið nú feng- ið aðgang að tölfræðilegum upp- lýsingum um viðhald flugvéla National Airlines, sem hefur 40 Boeing-727 i notkun. Aðdragandi þessa máls er sá, að fyrir réttu ári hélt einn starfs- manna Flugfélagsins, Kristján Friðjónsson, sem lokið hefur flug- virkjanámi hjá F.I. og siðan prófi i flugvélaverkfræði I bandarlsk- um háskóla, vestur um haf til að kynna sér rannsóknir nokkurra bandariskra flugfélaga. Heim- sótti hann m.a. Pan American I New York, Pacific Southwest Air- lines i Kaliforniu og svo National Airlines i Miami. t stuttu máli sagt varð árangur ferðarinnar sá, að Flugfélagið ákvað að taka upp rannsóknakerfi National Airlines, enda myndi það henta félaginu bezt. Reyndar hafði félagið á sln- um tima, er það hóf þotuflug, keypt skoðunarkerfi N.A. Með hinu nýja kerfi verða allar tæknilegar upplýsingar varðandi Boeing-727 sendar gagnkvæmt milli félaganna tveggja. Sami flugtimi verður milli skoðana hjá ^þeim báðum, og skoðanir og við- hald sams konar. Nýrri tækni verður nú beitt við skoðun þot- anna, Gullfaxa og Sólfaxa. Veröa þær röntgenmyndaðar og skoðað- ar með hátiðnitækjum að veru- legu leyti, I stað sjónskoðunar áð- ur. Það má geta þess, að N.A. er talið i fararbroddi, hvað tæknileg atriði röntgen skoðunar snertir. I dag, 10. október, verður gerð röntgenskoðun á Sólfaxa, en sjálf skoðun þotunnar fer væntanlega fram 25. október næstkomandi. Þess skal getið, að Tæknideild Flugfélagsins áformar, að lokinni breytingu á skoðunarkerfi þot- anna, að koma á svipuðu kerfi fyrir Fokker Friendship skrúfu- þotur félagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.